Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 fréttir Steingrímur Hermannsson, formadur Framsóknarflokksins: „REKWBÚINN TIL SAMSTARFS VIÐ STJÓRNARANÐSTðBUNA” ■ - Það er Ijóst að þetta þíng verður að mörgu leyti óvenjulegt. Ríkisstjómin hefur misst meirihluta sinn í neðri deild því miður, og skapar það mikla óvissu, ekki síst eftir ákaflega óábyrgar yfirlýs- ingar stjómarandstöðunnar, þar sem málefni virðast alls ekki ráða heldur eingöngu sá vilji að koma ríkisstjóminni frá, sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins, er Tím- inn fór þess á leit við hann að skýra frá viðhorfum sínum til þess þings sem nú er að hefjast. -Mér er alveg ljóst að ríkisstjórn með meirihluta sem ekki er starfhæfur í neðri deild situr ekki lengi ’ og tel ég nauðsynlegt að kosningar verði fyrr en seinna, sagði Steingrímur. . - Hins vegar hvílir mjög mikil ábyrgð, og ég vil undirstrika það.á stjórnarand- stöðu, að haga málum þannig að sem minnstu tjóni valdi fyrir efnahagslífið í landinu, sem er ákaflega viðkvæmt um þessar mundir. Ég hef furðað mig á þeim yfirlýsingum að stjórnarandstaðan muni fella bráðabirgðalögin. Ég trúi því ekki að svo fari. Þess vegna finnst mér vel koma til greina að láta reyna á það strax. En það verður að gerast mjög fljótt svo að unnt reynist að halda kosningar sem fyrst svo að ný ríkisstjórn gæti gripið í taumana til að forða því tjóni sem slík afstaða stjórnarand- stöðunnar imyndi valda að öðrum kosti eftir 1. des. Ég er einnig reiðubúinn að leita samstarfs við stjórnarandstöðuna um framgang nauðsynlegara mála, m.a. í efnahagsmálum og ákveða þá í samein- ingu hvenær kosningar verða. Það teldi ég eðlilegastan framgang mála. Hver er afstaða þingflokksins til þessara mála? -Framsóknarmenn vilja taka á mál- unum fyrst og fremst af ábyrgð og eftir yfirlýsingar stjórnarandstöðunnar er hik á ýmsum þingmönnum Framsóknar- flokksins að gefa þeim kost á svo óábyrgri afstöðu, sem fram kæmi í að fella bráðabirgðalögin fyrir 1. des. Nú liggur sjálfsagt margt fleira fyrir þinginu, en þau mál komast varla að í umxæðunni um afgreiðslu bráðabirgða- laganna. Hver eru önnur helstu störfin sem bíða þingsins? - Þar má nefna ýmis mál sem tengd eru fjárlagafrumyarpinu og frumvarpið sjálft vitanlega, og lánsfjárlögin.málefni sjávarútvegsins, vegaáætlun og mörg önnur stór mál sem þingsins bíða. Stjórnarskrármálið og þar með kjör- dæmabreyting eru mál sem leysa þarf og þarf að fjalla um af mikilli ábyrgð. Ég vil endurtaka að mér finnst sorglegt ef stjómarandstaðan hafnar því að fjalla um slík mál af ábyrgð og þá með samkomulagi við ríkisstjórnina með fullvissu um það að kosningar verða fyrr en seinna. Það eru einnig mörg mál sem eru samtengd efnahagsmálunum. í sam- þykkt ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir breytingu á vísitölukerfinu og að því er nú unnið og vitanlega þarf það mál að koma fram. Það er gert ráð fyrir láglaunabótum sem þurfa að ganga í gegn um þingið. Gert er ráð fyrir breytingu á orlofslögum, þannig að það eru mörg fleiri mál en eingöngu bráðabirgðalögin sem afgreiða þarf. Menn velta mikið fyrir sér hvort bráðabirgðalögin verði lögð fram í efri deild. Skiptir það sköpum og hverju spáir þú um lífdaga ríkisstjórnarinnar og framvindu mála á næstu mánuðum? - Þetta fer allt eftir því hve ábyrg stjórnarandstaðan er. Ég hef talið eðlilegt að kosningar yrðu í vor, kannski í mars-apríl. Um það gæti náðst samkomulag. Síðan yrði unnið í þinginu af fullri ábyrgð að reyna að fleyta nauðsynlegustu málum áfram og vinna að hjöðnun verðbólgu. Þjóðhagsstofnun spáir því að þær aðgerðir sem felast í bráðabirgðalögunum, breytingu á við- miðunarkerfinu og fleiru slíku, verði til þess að verðbólga á næsta ári komist niður undir 40 af hundraði. Það er náttúrlega gífurlegur árangur miðað við þær horfur sem nú eru. Við þurfum einnig að hafa samstöðu um rekstrargrundvöll fyrir útgerðina. Það er nauðsynlegt að ná samstöðu um áramót og ég er þegar byrjaður að vinna að því. Ég skal engu spá, framvindan fer eftir afstöðu stjórnarandstöðunnar, en ég hef talið skynsamlegt og sýndi mesta ábyrgð bæði stjórnar og stjórnarandstsöðu að mcnn gengu að verki og sentdu um hvenær kosningar yrðu, og þá í vor, og ynnu síðan saman að því að koma þessum málum á rekspöl og ná árangri. Sendiráds- bifreið stakk af af árekstr- arstað ■ Lögreglan í Reykjavík gerir nú rnikla leit að svörtum Citroen sendiráðs- bíl sem lenti í árekstri við annan bíl á gatnamótum Eiðsgranda og Hringbraut- ar laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. Eftir áreksturinn var Citroeninum ekið af vettvangi eins og ekkert hefði í skorist og ökumaður hins bílsins sat eftir með sárt ennið og skemmdan bíl. Ökumaðurinn ber, að bíllinn hafi greinilega verið merktur CD, en hann vissi ekki frá hvaða sendiráði hann var. Mikið slösuð eftir gang- brautarslys ■ Tuttugu og sex ára gömul kona var flutt á slysadeild mikið slösuð eftir að hún varð fyrii bíl á gangbraut móts við Landspitalann um kvöldmatarleytið á laugardag. Konan gekk yfir gangbraut- ina á móti grænu Ijósi, þegar bíll sem ekið var vestur Hringbrautina skall á henni. Svo mikið var h öggið, að konan kastaðist cina þrjá metra. -Sjó. TROOPER Á NORÐURLANDI Bilaleiganj^S iAR RENTAL <□> 29090 ^fríí1 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun PRENTSM • Bókband^^ IÐJAN C^Ctdci HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 GLUGGAR 0G HURÐIR Vöndud vinna á hagstœðu veröi Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. SYNINGARSTAÐIR Raufarhöf n - Kópasker - Húsavík - Reykjahl íð Akureyri - Dalvík - Ólafsfjörður - Siglufjörður Hofsós - Sauðárkrókur - Blönduós \ Hvammstangi - Staðarskáli yC iv^\ Borðeyri - Hólmavík TROOPER í tómstundum TROOPER til allra starfa Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur í hringferð um íslandtil þess að leyfa landsmönnum að líta á sig.í förinni verður einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður við í öllum landsfjórðungum og mun þá gefast tækifæri til þess að kynnast kostum þessara vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi. SÝ/v,ngNrSTAÐ//ö TILKyA'/VT//c?0/Gr'MAB ^TVARP/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.