Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 7 erlent yfirlit ■ RÉTTAR þrjár vikur eru nú til þingkosninganna og ríkisstjórakosning- anna í Bandaríkjunum, en þær fara fram 2. nóvember næstkomandi. Þá verður kosið til fulltrúadeildar Bandaríkja- þings, þriðjungs öldungadeildarinnar og allra fylkisþinganna. Þá fer einnig fram kjör ríkisstjóra eða fylkisstjóra í mörgum fylkjum. Mikil harka virðist vera að færast í kosningabaráttuna og stendur stormur- inn að miklu leyti um Reagan forseta og stefnu hans. Það yrði forsetanum áfall, ef flokkur hans yrði fyrir verulegu tapi því að honum yrði kennt um. Það myndi hins vegar styrkja Reagan ef ávinningur demókrata yrði óveru- legur, því að venjan er sú, að stjórnarandstæðingar vinna heldur á í þingkosningunum, sem fara fram milli forsetakosninga. Síðustu skoðanakannanir gefa til kynna, að ekki verði mikil breyting á þingfylgi flokkanna. Sumar þeirra benda þó til, að demókratar geti bætt við sig 30-50 þingmönnum í fulltrúa- deildinni, og yrði það verulegur ósigur fyrir Reagan. Útlit og framkoma Reagans er honum mikill styrkur. Heldur Reagan velli í þingkosningunum? Demókratar deila hart á stefnu hans Formaður flokks demókrata, Charles T. Mannat, er þó ekki svona bjartsýnn.' Hann segir, að demókratar muni að líkindum bæta við sig 15 þingsætum. Kosningastjóri republikana spáir hins vegar óbreyttri stöðu.Ricliard Wirthlin, sem annast skoðanakannanir fyrir Re- agan, segir, að tapið verði einhvers staðar milli 5 til 25 þingsæta. Slíkt tap myndi ekki þykja verulegt. Erfiðar er að spá um úrslitin í kosningunum til öldungadeildarinnar. Þar koma ýmis persónuleg sjónarmið til greina. Sama gildir um ríkisstjóra- kosningarnar. Flestar spár eru á þá leið, að meirihluti republikana muni haldast í öldungadeildinni. Nú skiptast þingsætin í fulltrúadeild- inni þannig, að demókratar hafa 242 þingsæti þar, en republikanar 192. Eitt er autt. I öldungadeildinni hafa repu- blikanar 54 þingsæti, en demókratar 45. Einn þingmaður þar er utanflokka. FLJÓTT á litið væri ekki óeðlilegt að spá republikönum verulegu tapi, þar sem stefna Reagans hefur leitt til stóraukins atvinnuleysis. Það hefur aldrei verið meira en nú síðan á kreppuárunum fyrir síðari heims- styrjöldina. Þá hefur Reagan gengið fátt í haginn í utanríkismálum. Reagan bætir þetta upp með því að hann er slyngur áróðursmaður. Senni- lega slyngari en nokkur forseti, sem hefur setið í Hvíta húsinu á þessari öld, að Franklin D. Roosevelt einum undanskildum. Útlit hans og framkoma vekja traust, sem ekki hefur brugðist honum síðan hann varð forseti. Málflutningur hans virðist falla Banda- ríkjamönnum vel í geð og þykja traustvekjandi og sannfærandi. Þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi virð- ast margir Bandaríkjamenn trúa þeim fullyrðingum Reagans, að stefna hans eigi eftir að bera tilætlaðan árangur. Hún þurfi aðeins lengri reynslutíma. Kunnur fréttaskýrandi hefur orðað þetta viðhorf margra kjósenda þannig: Það væri æskilegt ef hægt væri að fresta kosningum í sex mánuði. Reagan bendir á máli sínu til stuðnings, að verðbólgan hafi minnkað síðan hann kom til valda og vextirnir heldur lækkað. Hins getur hann ekki að auk stórvaxandi atvinnuleysis, hefur fjárfesting í atvinnurekstri dregizt saman og þeim fyrirtækjum sífjölgar, ‘ sem standa á gjaldþrotsbarmi. Það spáir .öðru en góðu. ■ Fellur Brown? En Reagan hefur afsakanir á reiðum höndum gegn slíkum staðhæfingum. Þetta stafar allt af rangri stjómarstefnu Carters og demókrata. Ég tók við slæmum arfi, segir hann, og það er ekki hægt að bæta úr öllu á svipstundu. Þessi áróður fær hljómgrunn. Sam- kvæmt skoðanakönnunum telja fleiri kjósendur að Carter sé meiri sökudólgur í þessum efnum en Reagan. Demókratar hafa nú hafið mikla sókn gegn Reagan og stefnu hans og kann hún að hafa einhver áhrif á úrslitin. ATHYGLIN beinist einna mest að vissum kosningum til öldungadeildar- innar og þó ef til vill enn meira að vissum ríkisstjórakosningum. Þær kosningar til öldungadeildarinnar sem vekja hvað mesta athygli fara fram í Kaliforníu og Massachusettsi- í Kaliforníu er Brown ríkisstjóri í kjöri fyrir demókrata og stendur höllum fæti, ef marka má skoðanakannanir. Sennilega myndi ósigur hans dæma hann úr leik sem forsetaefni demókrata, en hann hefur stefnt markvisst að því að vera í framboði fyrir þá. Hins vegar myndi það styrkja verulega stöðu hans, ef hann færi með sigur af hólmi eftir að skoðanakannanir hafa spáð honum ósigri. í Massachusetts sækir Edward Kenn- edy um endurkjör. Andstsæðingar hans leggja mikið kapp á að fella hann. Keppinautur hans er milljónamæringur, sem virðist hafa nær ótakmörkuð fjárráð, enda studdur af mörgum samtökum hægri manna. Ríkisstjórakosningarnar í New York, Kalifomíu og lllinois draga að sér mikla athygli. í New York beið Kock borgarstjóri ósigur í prófkjöri hjá demókrötum, þótt skoðanakannanir hefðu spáð honum . sigri og hann hefði helmingi meira fjármagn til umráða en keppinautur hans, Mario U. Cuomo vararíkisstjóri. Keppinautur Cuomo er Lewis E. Lehrman, auðugur Gyðingur, sem eyddi rúmlega sjö milljónum dollara í áróður í sambandi við prófkjörið hjá republik- önum. 1 Kalifomíu spá skoðanakannanir sigri Toms Bradley, borgarstjóra í Los Angeles, en hann er í framboði fyrir demókrata. Reynist þessi spá rétt verður Bradley fyrsti blökkumaðurinn sem er kosinn ríkisstjóri í Bandaríkjunum. í lllionois keppir Adlai Stevenson yngri fyrir demókrata við Thomson ríkis- stjóra, sem tvívegis hefur verið kjörinn ríkisstjóri og oft talinn líklegur sem forsetaefni republikana. Stevenson hef- ur einnig verið talinn líklegur til að feta í fótspor föður síns, sem tvívegis var forsetaefni demókrata. Stevenson yngri hefur setið tvö kjörtímabil í öldungadeildinni, en taldi ríkisstjóraembættið vænlegri leið til að styrkja hann sem forsetaefni. Þórarinn Þórarinsson, O ritstjóri, skrifar itfl Brunahanar Vatnsveita Reykjavíkur vill, að gefnu tilefni benda á að öllum öðrum en Slökkviliði Reykjavíkur við skyldustörf og starfsmönn- um vatnsveitunnar er strangiega bannað að taka vatn úr brunahönum. Vegna frosthættu hafa brunahanar verið vatns- tæmdir fyrir veturinn. Vatnsveitan vill benda á, að hver sá sem notar brunahana án leyfis getur orðið valdur að eignatjóni og skapað margvíslegar hættur. Vatnsveita Reykjavíkur Nýkomið mikið úrval af afturljósum & glerj- um í Autobianchi A 112 Fiat 127 V.W. 1300-1303 V.W. Golt V.W. Passat Benz vörubíla vinnuvélar & traktora. Mikiðúrvalafspeglum Volvo 244-Citroen GS Renault R4-5 Audi 80 VW Passat-VW 1300 VW Transporter M.Benz 307 D M.Benz vörubíla Póstsendum Land-Rover eigendur Eigum ávallt mikið úrval af Landrover varahlutumá mjög hagstæðu verði: Nýkomnir efripartar á Land/Rover hurðir Gírkassahjól Gírkassaöxlar Öxlaraftan Öxulflansar Kambur/Pinion Stýrisendar Hurðarskrár Motorpúðar Hraðamælis- barkar Pakkdósir Tanklok Spindlasett - Stýrisenda o.m.fl. Hljóðkútar & Púströr Volkswagen Landrover Sunbeam Erum fluttir í Síðumúla 8 BÍLHLUTIR H/F Sími 3 83 65. Útboð Tilboð óskast í 3 5.600m af 132 kw jarðstreng fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. nóv. n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPAÍSTOFNUN reykjavíkurborgar Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki JSy/ SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 441566

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.