Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjórl: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjórl: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elríksson, Frl&rlk Indrl&ason, Helður Helgadóttir, Slgur&ur Helgasonjíþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstín Leifsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavfk.Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánu&i: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Þingið og þjóðin ■ Óhætt mun að fullyrða, að athygli almennings muni beinast að störfum Alþingis, sem sett var með hefðbundnum hætti í gær, í ríkari mæli en oft áður. Aðstæður voru um margt óvenjulegar við þessa þingsetningu, og ábyrgð alþingismanna er mikil. Til þeirra eru nú gerðar enn frekari kröfur en ella um að setja þjóðarhag ofar flokkshagsmunum.. Ríkisstjórnin er í þeirri óvenjulegu aðstöðu að hafa þingmeirihluta á bak við sig án þess að geta fengið lagafrumvörp sín samþykkt í báðum deildum þingsins ef stjórnarandstaðan stendur sem ein heild á móti. Þetta er til komið vegna brotthlaups Eggerts Haukdals úr stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan hefur af þessum sökum möguleika á að hindra meirihluta þingmanna í að stjórna landinu með eðlilegum hætti. Minnihlutinn hefur sem sagt tækifæri til að hindra að meirihlutinn nái vilja sínum fram á þingi, hversu ólýðræðislega sem það hljómar. Almenningur mun að sjálfsögðu fylgjast mjög náið með því næstu'vikur og mánuði hvernig stjórnarand- staðan bregst við í þessari stöðu. Verða flokkshags- munirnir látnir ráða en ekki þjóðarhagur? Verða mikilvæg stjórnarfrumvörp, þar á meðal staðfesting bráðabirgðalaga um bráðnauðsynlegar efnahagsráð- stafanir, felld á þinginu eins og leiðtogar stjórnarand- stöðunnar hafa hótað? Peir, sem þannig standa að málum, hugsa ekki um þjóðarhag. Það er öllum ljóst. Þar skipta ímyndaðir flokkshagsmunir stjórnarand- stöðunnar meira máli, og það mun ekki fara fram hjá neinum. Mun stjórnarandstaðan afhjúpa flokkspóli- tískt ofstæki sitt með þessum hætti á Alþingi? Þjóðin býður nú eftir svari við þeirri spurningu. Oft, jafnt á síðustu árum sem á liðnum áratugum, hafa margir haft áhyggjur af vaxandi virðingarleysi fyrir Alþingi og alþingismönnum. Mörgum hefur þótt sem illa væri talað og skrifað um þingið og þá, sem þar starfa að þjóðmálunum. Og óneitanlega hefur oft margt ómaklegt verið sagt um þingið. í þeim efnum sem öðrum er auðveldast að gagnrýna. En engu að síður hafa aðgerðir einstakra þingmanna eða jafnvel þingflokka oft á tíðum ýtt undir virðingarleysi gagnvart þinginu. Þegar stjórnmálamenn sýna ábyrgðarleysi og alvöruleysi hlýtur slíkt að draga úr áliti almennings á þingi og þingmönnum, á sama hátt og ábyrgð, skynsemi og reisn í stjórnarathöfnum eykur virðingu landsmanna fyrir forystumönnum sínum . Athafnir stjórnarandstöðunnar á næstu vikum og mánuðum á þingi munu verða mjög í kastljósi almennings. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa nú tækifæri til þess að auka virðingu Alþingis, efla traust manna á stjórnmálamönnum, sannfæra fólk um að þeir setji þjóðarhagsmuni ofar þröngum flokkssjónar- miðum. Þetta geta þingmenn stjórnarandstöðunnar gert með því að taka ábyrga afstöðu á alvörustund í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, með því að gefa' ríkisstjórninni kost á að fá bráðnauðsynleg efnahagsmálafrumvörp sín samþykkt. Með slíkri ábyrgri afstöðu myndu stjórnarandstöðuþingmenn sýna þá reisn, sem þjóðin væntir af þingmönnum sínum. En stjórnarandstaðan hefur einnig tækifæri til að sýna ábyrgðarleysi og skeytingarleysi um þjóðarhag. Því miður bendir margt til þess að sú verði raunin. En því skal þó ekki trúað að óreyndu að stjórnarandstöðuþingmenn fórni þjóðarhag fyrir stundarhagsmuni flokka sinna. Með því væru þeir að bregðast trausti þjóðarinnar. -ESJ. menningarmálr 1 • • • — - ■ Skilnadur LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SKILNAÐUR, eftir KJARTAN RAGNARSSON Tónlist: Áskell Másson. Lýsing: Daniel WiIIiamsson. Upptaka: Studio Stemma. Hljóðblöndun: Sigurður Rúnar Jónsson og Áskell Másson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Kaldur september ■ Þó að september hafi mælst sá kaldasti í Reykjavík í heila öld hefur það ekki orðið til þess að atvinnuleik- húsin væru beinlínis að dúða leikara sína, svona til samræmis við veðurlagið. Og þá tilbreytingu hafa menn fengið, meðal annars í Iðnó, að þar komast áhorfendur nú á fjalirnar (sumir). Leikið er á miðju gólfi, um það bil á þeim stað, þar sem jólatréð var haft á kreppuárun- um, þegar jólatrésskemmtanir voru haldnar í íðnó. Það var því dálítið undarlegt að koma í þetta gamla lífsbarða leikhús síðaslið- inn miðvikudag. Menn gátu ekki, sem fyrr fundið sitt sæti eftir númeri. Valið var að segja frjálst. Minnist ég þess ekki, að svona endaskipti hafi áður verið viðhöfð í Iðnó, þótt margt hafi verið gjört þar til að auka tilbreytni En nóg um það. Við komum til að sjá Skilnað eftir Kjartan Ragnarsson, sem nú er að verða einn mikilvirkasti leikritahöfundur okk- ar. Bókstaflega fjöldaframleiðir leikrit, sem hann skrifar yfirleitt mestan part á leikhúsið, en afganginn á ritvél. Á þetta er ekki minnt, til þess að gefa til kynna, að hann hafi með því móti eitthvað betri aðstöðu en aðrir, er fást við að semja sviðsverk. Hann hefur aðeins öðruvísi aðstöðu. Er fæddur og uppalinn í leikhúsi, ef þannig má orða það, og gjörþekkir innviði alla. Leikrit hans eru því minna bókleg, eða bundin rituðu máli. Þau gerast aðeins, og á einhvern sérstæðan hátt, sem ekki er auðvelt að skilgreina. Vera kann, að þetta sé ekki í öllum atriðum rétt, en einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni, að með þessu verk sé gengið á annan hátt en glasabörn þeirra skálda, sem setjast niður við ritvél til að skrifa.. Skilnaður Nýjasta leikrit Kjartans Ragnarssonar ber heitið Skilnaður, og fjallar um hjónaskilnað, og þá röskun á högum manneskjunnar er skilnaður getur vald- ið. Miðaldra hjón sitja við morgunverð- arborð og borða súrmjólk, ásamt stálp- aðri dóttur. sinni, er maðurinnn segir konu sinni að hann ætli að skilja við hana. Ástæðan er einföld, og ef tjl vill algeng líka. Hann er búinn að yngja upp og hefur lifað tvöföldu lífi um nokkurt skeið, og vill nú einfaldlega sitt líf og binda það staðreyndum, sem ekki verða lengur umflúnar. Og leikritið fjallar síðan um þá þjáningu, sem í því er fólgin, og þá niðurlægingu er því oft fylgir, er góð bú eru leyst upp. Konan, Kristín (Guðrún Ásmunds- dóttir), maðurinn hennar Árni (Jón Hjartarson) og dóttirin Sif (Sigrún Edda Björnsdóttir), virðast vera venjuleg fjölskylda, sem hefur það gott, eða hefur komið sér vel fyrir. Konan er byrjuð að vinna úti, þótt hún sé menntuð meðan togarar tóku trollið inn á síðunni. Einnig koma við sögu Baddy, verkakona (Valgerður Dan), maður hennar Oddur, sem er sendibílstjóri (Aðalsteinn Berg- dal) og samstarfskona Kristínar (Soffía Jakobsdóttir). Það er ekki ástæða til að rekja efni leiksins, en hversdagslegir hlutir raða upp grárri mynd daganna. Lítið er um merkilegar setningar, er svo oft tröllríða leikritum sem fjalla um sálina sem annað hvort er of stór fyrir kroppinn, eða of lítil. Talmálið er einfalt og lipurt. Þetta er ekkert sérlega áhrifamikið leikrit, og það vekur ekki spurningar. Það verður a.m.k. eftir í húsinu, þegar áhorfendur ganga út. En þetta er þó býsna áhugaverð sýning og frumleg á margan máta. Hvert atriði er þaulhugs- að þótt maður hafi það nú á tilfinning- unni, að gæfa þessa verks sé öðru fremur fólgin í blæbrigðaríkum og sannfærandi leik Guðrúnar Ásmundsdóttur og Val- gerðar Dan, og reyndar allra, sem við leikinn koma. Tákn eru líka auðskilin. Og það er ef til vill þarna, sem Kjartan Ragnarsson kann best til verka. Túlkun með einföldu,auðskildu táknmáli, frem- ur en flóknum orðræðum á gullaldar- máli. Oft er þó hnyttilega komist að orði. Leikstjórn er mjög góð. Leikmynd Steinþórs Sigurðssonar, ljósin og leikhljóðin undirstrika svo SINFONIAN SIGLDI ÚR VÖR ■ Aldrei verður það nógsamlega endurtekið, að hver sá „dómur“ eða skoðanir, sem fram kunna að koma í pistlum tónlistargagnrýnanda Tímans, eru ekkert annað en prívatskoðanir hans — enginn algildur sannleikur um eitt eða neitt. Téður tónlistargagnrýnandi gerir ekki annað en skýra frá því hvernig honum sjálfum þóttu tónleikarnir. Nú mætti segja, eins og drukkinn lúðramað- ur sagði um daginn, að ekkert mark væri á gagnrýnandanum takandi af því að hann kynni ekki neitt, væri vísast að þessu til þess eins að upphefja sjálfan sig. En vandinn er bara sá, bæði í listum og „hugvísindum", að þar er enginn algildur mælikvarði til, og jafnvel hinir lærðustu menn geta haft gerólíkar og gagnstæðar skoðanir á sama hlutnum; þeir gætu hvorki sannað sitt mál né afsannað mál hins þótt þeir rökræddu og rifust til eilífðarnóns. Nærtækt dæmi er af hagfræðingum, sem einn hinn mesti þeirra, Galbraith, virðist frekar flokka til listamanna en fræðimanna: Tveir menn með nákvæmlega sömu menntun og staðreyndir á takteinum aðhyllast gagnstæðar hagfræðikenningar; jafnvel er það ekki óalgengt, að sami maður hafi verið bæði kommi og kapítalisti á lífsleiðinni. Og alltaf jafn sannfærður. í raunvísindum er málinu að sjálfsögðu öðruvísi farið, þótt rangar kenningar kunni að vera á lofti um hríð: þær hljóta að falla fyrir öðrum réttum eða réttari, því ■ raunvísindin hafa yfir að ráða mælistiku sannleikans. Um fyrstu reglulegu áskriftartónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands hefi ég heyrt þrjú tónskáld ljúka sundur munni, hvert öðru ómyrkara í máli. Hið fyrsta sagði, að spilamennska Peter Donohoe í píanókonsert Tsjækofskís hefði verið ömurleg, en hljómsveitin skítsæmileg. 6. sinfónía Tsjækofskís hefði verið miklu betri. Annað skáldið sagði píanóleikinn hafa verið stórkostlegan, hljómsveitina slappa, en sinfónían hafi verið svo illa formuð af stjórnandans hálfu, og hljómsveitin svo áhugalaus, að skáldið gekk út eftir fyrsta þátt, Og þriðja skáldið sagði Donohoe sannar- lega glæsilegan píanista sem hefði fullkomlega bjargað flutningi konserts- ins, þótt hann hefði verið ögn laus í reipunum. Og „Jacquillat tókst að manna spennu verksins (sinfóníunnar) og var leikur hljómsveitarinnar á köflum mjög góður“. Svona eru nú skoðanir sérfræðinganna skiptar, og aldrei verður á þá logið að þeir kunni ekki neitt. Á efnisskrá þessara fyrstu tónleika voru þrjú verk: Næturljóð nr. 4 eftir Jónas Tómasson, og var það frumflutn- ingur; píanókonsert nr. 1 eftir Tsjækof- skí, og 6. sinfónía sama skálds (Pathetique). Einleikari var 29 ára brezkur píanisti, Peter Donohoe, sem fékk verðlaun í Tsjækofskí-keppninni í Moskvu í ár, en Jean-Pierre Jacquillat stjórnaði. Sá Jónas Tómasson, sem samdi Næturljóð nr. 4, bæði skemmtilegt og hugvitsamlegt verk, er allt öðruvísi tönskáld en sá Jónas sem var að yrkja fyrir tveimur eða þremur árum. Svo gersamlega hefur stíll hans breytzt. Hin síðustu verk Jónasar cru miklu áheyri- legri en hin fyrri, litríkari og frjálslegri. Enda er það fremur sjaldgæft, að áheyrendur á sinfóníutónleikuni taki nýju íslenzku verki jafnvel og nú varð raunin á, þótt vafalaust hafi það verið b-moll konsertnum að þakka að hvert sæti í Háskólabíói var skipað hinn 7. október. En þá fengu þeir hinir sömu á- heyrendur óvæntan ábæti. Margir hafa „eyðilagt fyrir sér Tsjækofskí" með því að hlusta ofmikið á hans svellandi músík á gelgjuskeiðinu, og verða hálfbumbult af honum æ síðan. Og sérstaklega þykir þeim píanókons- ertinn sjúskaður — þó ekki píanistum, því þeir þekkja vel hversu mikið og merkilegt þetta verk er þótt það hafi átt við vinsældir að stríða. Hjá Donohoe kvað að vissu leyti við nýjan tón, en þó ekki sérlega óvæntan: hann spilaði konsertinn eins og slagara, sem hann sannarlega býður upp á þegar litið er á hann frá sjónarhóli nútímamanna. Við sjáum í honum það kím tilfifnningatón- listar, sem þróazt hefur yfir í popp og danstónlist. Og Donohoe er dæmalaust kraftmikill og krassandi píanisti, og það kunna áheyrendur jafnan vel að meta, enda varð hann að spila þrjú aukalög. Einhver sagði mér, að annað lagið hefði verið eftir Skríjabín. Pathetique-sinfónían er síðust, og sumir segja mest, verka Tsjækofskís, Sigurður S Æ Steinþórsson ■ 1 skrífar um tónlist Ijk "rpf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.