Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 9 er ekki í öllum atriðum mikið um klæðnað í atvinnuleikhúsunum í Reykja- vík núna. Svo virðist sem leikhúsin séu að ganga í gegnum sérstakt tímabil. Ekki virðast þó allir á sömu línu, því Sjónvarpið er að auglýsa eftir sauma- konum um þessar mundir, í búninga- saum. Örðugt er að dæma inntak, eða gildi nektarinnar í leikhúsi nema þá fyrir aðgöngumiðasöluna. Og þótt við séum hlynnt góðri sætanýtingu í flugi og leikhúsum, þá eru það þó leikritin, sem skipta öllu máli í leihúsinu. Við förum í leikhúsið til að sjá þau - flest a.m.k. Danir uppgötvuðu það fyrir tuttugu árum að hægt var að hátta fólk. f>ar fæst nektin nú í sérbúðum. Ef til vill ættu svona búðir að vera í Austurstræti, svo að leikhúsin þyrftu ekki að sinna þessum anga menningarinnar, sérstaklega, og þau gætu þá hætt að leika með kynfærunum. Annars getur nekt á leiksviði verið í senn virðuleg og listræn, og þarf því ekki að útiloka hana af leiksviðinu. Miðasöl- ur leikhúsanna eiga hinsvegar ekki að annast um búningana. Það er mergurinn málsins. Og það skal tekið fram, að Skilnaður er ekki gróft leikrit, eða klæmið. Á þessu er aðeins haft orð, vegna umræðunnar, sem skapast hefur um þennan þátt leiklistarinnar á síðustu vikum. Jónas Guðmundsson ■ Kjartan Ragnarsson, leikari og leikritaskáld. leikinn og útkoman verður fáguð sýning, þar sem leikhúsgesturinn fær þó ekki aðeins spurningar, heldur fyrst og fremst svör. . Það er gömul þumalputtaregla í leik- húsi, að önnur sýning sé oft slæm. Þessi var það ekki, heldur þvert á móti. Nekt á leiksviði Eins og vikið var að hér í upphafi, þá Jónas Guðmundsson skrifar ■ Sinfóníuhljómsveit íslands. full af drama, tilfinningum og fögrum stefjum. Og Sinfóníuhljómsveitin fer síbatnandi að því mér heyrist, sem stafar af því að strengirnir eru að verða mjög góðir. Nú er það greinilega bil, sem eitt sinn var milli strengjanna og a.m.k. sumra blásara, að lokast, eða lokað. Þarna var margt fallegt að heyra til einstakra manna — ég nefni aðeins Jón Sigurbjörnsson flautuleikara, sem blómstrar nú í seinni tíð, og nýliðann Kjartan Óskarsson klarinettuleikara, sem endaði Næturljóð Jónasar með mjög erfiðri sóló. 10.10 Sigurður Steinþórsson ■ FUF-arar búast við miklu starfl á nýbyrjuðu starfsári. Tímamynd Ella „MIKILL BAR- ÁTTUHUGUR í FORYSTU FÉLAGSINS” — segir Jón Börkur Akason, nýkjörinn formaður FUF í Reykjavík ■ Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík var hald- inn að Rauðarárstíg 18 þann 29. september sl. Formaður var kjörinn Jón Börkur Akason verkstjóri. Með honum í stjórnina voru kjörin þau: Sigfús Bjarnason varaformaður Viggó Jörgensson gjaldkeri, Garðar Helgason ritari, Sigurður Rúnar ívarsson félagsskrárritari Einar Harðarson Rafn Einarsson Sjöfn Finnbjörnsdóttir Þorlákur Einarsson Elín B. Jóhannesdóttir vík. Þá benti formaður einnig á mikilvægi þess að styrkja fram- kvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna í baráttunni fyrir betri kjörum ungs fólks, en þar bæri að sjálfsögðu hæst húsnæðis- og atvinnumál. Hann sagði að tekið yrði mið af þeim ályktunum, sem sam- þykktar voru á 19. þingi Sambands ungra Framsóknarmanna að Húna- völlum fyrr í haust, en Rcykjavík átti um tuttugu fulltrúa á því fjölsótta og velheppnaða þingi. Á þessu þingi fengu Reykvíkingar kosna þrjá fulltrúa í framkvæmda- stjórnina. Formaður sagði að lokum, að baráttan sem framundan væri legðist vel í sig, stjórn félagsins væri skipuð harðduglegu og áhugasömu ungu fólki, hann væri bjartsýnn og hlakkaði til að fá að glíma við þau fjölbreyttu verkefni, sem' þcssu mikilvæga embætti fylgdi jafnan. Til vara: Egill Ólafsson vararitari Kristján Andri Stefáns- son varafélagsskrárritari Guðrún Harðardóttir Halldór Árnason Þá voru einnig kjörnir fulltrúar og varafulltrúar í Fulltrúaráð Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík og endurskoðendur fyrir félagið. Hinn nýkjörni formaður sagði í viðtali við blaðamann Tímans, að mikill baráttuhugur væri nú í forystu félagsins. Hann sagði að hin ný- kjörna stjórn myndi fyrst í stað einbeita sér að því að treysta og efla innra starf í félaginu og greinilega væri kominn mikill hugur í menn enda flokksþing fyrir dyrum og Alþingiskosningar í nánd. Þó yrði að sjálfsögðu hugað að baráttunni út á við um leið meðal annars mcð því að hafa reglulega viðtalstíma við tvo eða fleiri stjórnarmeðlimi a.m.k. einu sinni í viku og einnig með því að endurvekja hina hefðbundnu hádegisverðaríundi að Rauðarárstíg 18, en þeir fundir verða í hádeginu á miðvikudögum. Hin nýkjörna stjórn hefur þegar haldið tvo fundi, og sagði' formaður, að á þeim fundum hefði greinilega komið fram mikill áhugi á öflugara samstarfi við Framsóknarfélag Reykjavíkur og Félag Framsóknarkvenna í Reykja- ■ Jón Börkur Ákason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.