Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 10
10__________________ erlend fréttafrásögn ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 ÍSLflND í SÆNSKUM FJÖLMIÐLUM — af landkyrmingu í eggj andi búningi ICELANDAIR SvanaBaldursdóttir, Snorra Brynjólfsdóttir och Freyja Höskuldsdóttir undrar nár du kommer till Reykjavik? Vill du ráka ut för en riktijjt glad (ivcrraskninfj? Det finns en nöjesstad som du siikert aldrijj liar prövaL Reykja- vik pá Island. I)u ár dár pá dr>’Ra tre timinar med Ieelandair. I’á kvállskvisten váxer Reykja- vik till en riktifj storstad. Flotta rrstauranger. mysiga bartT och glada dansstállen ligger sida vid sida. Del ár just nu som högsá- songen startar för nattlivet i den hár stan. Ta en minisemester över en weekend i Ri-ykjavik. Det ár en uppíevdse som du alltid kom- mer att minnas! Passa pá. íör nu börjar det roliga i Reykjavik! VI har gjort i ordning cn liten resc- och nöjesguide At dig. Du fár dcn gratis om du gAr tilí din rcsebjTá eller riiiger oss. . Ja tack. sánd mig cn nöjcsguide. Nantn ., Adress Postadress — ON 12/9-43 Del Istándska Flyftbolagct | llumlckárdKgalan 6,1M -16 Stockholm, | 08-24 9930 Spccialpris! Miniscmester inki. förstaklasshotell: . Frán Stockholm 1.995:-. Frán Göteborg 1.860:-. Frán Köpenhamn 1.875:-. ■ Auglýsing frá Flugleiðum sem birtist í Dagens Nyheter (12. september 1982). Svíþjóð nema nokkra mánuði þegar gest bar að garði. Sá hét Hrafn Gunnlaugs- son. Erindi hans hingað var að kynna nýjustu kvikmynd sína fyrir Svíum. Sú hét á sænsku „Drömmen om ett annat liv“ eða Óðal feðranna. Mér hefur síðar skilst að fáir íslenskir listamenn hafi fengið jafn gott tækifæri til að auglýsa sjálfan sig og vöru sína og Hrafn fékk þetta haust. í öllum helstu blöðum Svíþjóðar birtust viðtöl við Gunnlaugsson og frásagnir um kvikmynd hans. Meira að segja átti sjónvarpið langt viðtal við listamanninn í vinsælum þætti sem heitir „Filmkrön- ikan“. Hvernig notaði ungi íslenski listamaðurinn þetta einstaka tækifæri? Stór hluti viðtalanna fór í að lýsa fyrir Svíum illum aðbúnaði íslenskrar bænda- stéttar. Bændur væru „átthagabundnir þrælar gjörspilltrar samvinnuhreyfing- ar.“ Pólitiski armur „samvinnuma- fíunnar" væri „Centern" sem notaði valdaaðstöðu sína í ríkisstjórn á þann hátt að bændur framleiddu allt of mikið lambakjöt. Það af kjötinu sem lands- menn gætu sjálfir ekki torgað væri flutt ■ Umfjöllun um erlendar þjóðir og málefni þeirra í (jölmiðlum er vanda- samur starfi. Þeir sem fást við slíkt verða að leitast við að þær hugmyndir sem umfjöllunin vekur hjá þeim sem les, hlustar eða horfir á séu í samræmi við raunveruieikann. Að áherslur á einstök atriði séu réttar. Með öðrum orðum að hafa í huga orðatiltækið um að gera ekki úlfalda úr mýflugu. Svíþjóð í hugum Islendinga Á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar hef ég velt þessu vandamáli fyrir mér. Ef til vill vegna þess að þær hugmyndir sem íslenskir fjölmiðlar höfðu vakið hjá mér sjálfum um Svíaríki voru svo óralangt frá raunveruleikanum eins og ég hef kynnst honum af eigin raun. Hér eru ekki allir íslenskir fjölmiðlar undir sömu sök seldir. Einfaldlega vegna þess að sumir þeirra hafa betri ráð á að gera erlendum málefnum skil en aðrir. Hægt er að taka Morgunblaðið sem dæmi. Það blað ver á degi hverjum miklu rými í erlendar fréttir og frásagnir af staðháttum í öðrum löndum. í þessu sambandi er það umhugsunarefni hvern- ing sú mynd lítur út sem blaðið dregur upp t.d. af Svíþjóð. Ég get bara svarað fyrir mig sjálfan. í stuttu máli sagt gekk ég út frá því sem vísu að Svíþjóð væri land sósíalisma og ríkisafskipta sem væri afleiðing af tæplega hálfrar aldar stjórnarsetu sænskra jafnaðarmanna. Atvinnureksturinn væri nær allur í eigu og undir stjórn hins opinbera líkt og í Sovétríkjunum. Enginn mætti á neinu sviði vera öðrum fremri. Félagslegt öryggi svo mikið að það dræpi niður framkvæmdavilja einstaklinganna og væri á góð leið með að gera landið gjaldþrota. Þessi mynd reyndist röng. Lang stærsti hluti atvinnufyrirtækjanna er í höndum einkaaðila. Samkeppnin á milli einstaklinga á öllum sviðum þjóðlífsins er hörð, en það er séð til þess að þeir sem bíða lægri hlut í samkeppninni hafi í sig og á. Félagslega öryggið nær ekki lengra. Allt tal um að hægt sé að lifa einhverju kóngalífi á framlögum frá ríkinu er út í hött og á ekki við nein rök að styðjast. Islandsmynd Svía Eftir þessa uppgötvun mína fór ég að athuga hvaða hugmyndir Svíar hafa um ísland. Af samtöium við skólafélaga mína kom í Ijós að allir vissu um tilvist landsins og að náttúra þess væri fögur. Allt væri morandi í eldfjöllum og heitum lindum. Sumir voru svo fróðir að vita að í eldgamladaga höfðu verið skrifaðar bækur á íslandi sem fjalla m.a. um sænska sögu. Ýmsir vissu að þjóðin talaði tungumál sem líkist „gammal svensk“ Nær allir höfðu einhverja hugmynd um að ísland væri í NATO og að í landinu væri amerískur her. Þessi her hefði voðalega mikil áhrif á menninguna með rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðvar sem íslendingar hlust- uðu og horfðu á frá morgni til kvölds. Einhverjir höfðu heyrt talað um verð- bólguna og voru svo vel að sér að vita að tilvist þjóðarinnar byggðist á fisknum í sjónum kringum landið. Þekking á stjórnmálum var engin, ef frá er skilinn forsetinn. Vigdísi þekktu allir. Önnur þekkingaratriði Svens Sven- sonar um ísiand voru með miklum ævintýrablæ. Furðusögur og skringilegheit Eftir þessa óvísindalegu könnun á þekkingu Svía í íslenskum málefnum fór ég að fylgjast með fréttaflutningi sænskra fjölmiðla af íslenskum atburð- um. Það hef ég nú gert í rúmlega tvö ár. Þessum fréttaflutningi má skipta í tvo skýrt afmarkaða flokka. Annars vegar eru vandaðar frásagnir af viðburðum á sviðum íslenskra bókmennta og tón- listar. Hins vegar eru furðusögur. Þar eru frásögur af eldgosum umfangs- mestar. Þá koma sögur af ýmsum undarlegheitum úr þjóðlífinu. í slíkum sögum er amertski herinn í Keflavík sígilt viðfangsefni. Svíar þreyt- ast seint á að mikla það mál fyrir sér. Umfjöliun um önnur skringilegheit er meira handahófskennd. Ég minnist þess að fyrir nákvæmlega ári síðan birtist stór og mikil grein um ísland í útbreiddasta morgunblaði Svíþjóðar Dagens Nyhet- er. Meðal þes sem greinarhöfundur hafði kynnst í íslandsreisu sinni sem stóð í eina viku, var hverfi nokkurt í Reykja- vík. Þetta hverfi kallaðist „Breiðholt". Samkvæmt greinarhöfundi bjuggu þar 20.000 manns allt vandræðafólk á framfæri hins opinbera. Þótt slæmt sé að lesa svona vitleysu í virtu og útbreiddu blaði hér í Svíþjóð, þá er annað verra. Það er sú staðreynd að þótt Svíar séu vel liðtækir í að breiða út furðusögur um ísland komast þeir ekki með tærnar þar sem íslendingar sjálfir hafa hælana. Þessu til staðfest- ingar skulu nefnd hér þrjú dæmi. Hundamatur og Hrafn Gunnlaugsson. Ég var ekki búinn að dvelja hér í Gylfi Kristins- son skrifar frá Svíþjóð út niðurgreitt til Bretlands sem „hunda- matur“. Þess má geta að á sama tíma og Hrafn Gunnlaugsson mælti þessu fleygu orð voru íslenskir ráðamenn á ferð hér í Svíþjóð í því skyni að reyna selja Svíum meira af þessu sama kjöti. Væntanlega hafa íslensku ráðamenn- imir verið að reyna að selja Svíum kjötið til að afla ríkissjóði meiri tekna. Það þarf ekki að taka fram að sá sami sjóður hefur yfirleitt veitt Hrafni Gunnlaugs- syni umtalsverða styrki til kvikmynda- gerðar. Það er líka úr þessum sama sjóði sem Hrafn fær mánaðárlega greidd laun sfn. Ég læt lesendum eftir að geta sér til um árangur lambakjötssölunar hingað til Svíþjóðar eftir ábendingar kvik- myndagerðarmannsins. ísland kemst ekki oft á forsíður sænskra dagblaða. Þetta gerðist þó einn sólríkan dag nú í sumar. Á forsíðu Dagens Nyheter blasti við fyrirsögn sem fékk íslendingshjartað til að slá örar. Hún hljóðaði: „Risafjársjóður fundinn á Íslandi.“ Guðmundur Jóhannesson í Króki áttatíu og fimm ára ■ Með 85 ár að baki í dag, 12. október 1982, stendur Guðmundur Jóhannesson jafn teinréttur og hann stóð fyrir nærri 60 árum er hann fastaði sér konu og hóf búskap að fæðingarstað sínum að Eyvík í Grímsnesi. Því er erfitt um vik og villverða fátt um skriftir, þegar slíkur maður á í hlut. Hann hefur að jafnaði gengið á vit ættjarðarinnar - verið hlutlaus um hina hluti, sem varða tísku og prjál, en þó engum lagt illt til í því efni. Við tengdabörn hans, sem þetta ritum, erum fákunnandi í þeim fræðum manngæsku og fróðleiks á íslensku lífi sem Guðmundur er gæddur af. Reynum við þó að senda honum kveðju okkar, til merkis um virðingu í hans garð. Byggjum við þessa afmælis- grein á viðtölum við Guðmund og annarra er til hans þekkja. Guðmundur Jóhannesson fæddist að Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Foreldcar hans voru Jóhannes Einars- son, Einarssonar Einarssonar - allir bændur að Eyvík og Guðrún Geirsdóttir frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Þau áttu 5 syni og 2 dætur er öll komust upp. Guðmundur hefur getið þess, að sér hafi þótt faðir sinn greindur maður og frjálslyndur í hugsun. Líkaði honum líf sitt vel í uppvexti og minnist þess sérstaklega að aldrei hafi honum orðið sundurorða við ntóður sína. Hún hafi enga óvildarmenn átt. Að þeirra tíma hætti, krafðist búið í Eyvík þess, að tekin yrði kaupakona, eitt árið scm oftar. Um vorið 1920 birtist þar ung og hugguleg stúlka, er ekki örgrannt um, að Eyvtkurfólk hafi eitthvað til hennar þekkt. Stúikan var Guðrún Sæmundsdóttir Þórðarsonar múrara frá Reykjavík. Hugir þcirra Guðmundar og Guðrúnar féllu saman. Vorið 1921 hófu þau Guðmundur og Guðrún búskap í Eyvík, þeirra félagi gerðist Jóhann, bróðir Guðmundar. Kolbeinn bróðir þeirra hóf búskap um sama leyti á hinum helmingi jarðarinnar. Guðrún og Guðmundur eignuðust sitt fyrsta barn á búskaparárunum í Eyvík, þann 13. maí 1921. Var það Egill, stðar bóndi að Króki í Grafningi. Guðmundur fann að eigi var framtíð hans' og Guðrúnar við þetta skipta jarðnæði í Eyvík. Hóf hann leit að jarðnæði sem hvergi fannst á þeim tíma í Grímsnesi, en gnægt var lausra jarða við Þingvallavatn. Honum var ljós sú staðreynd, að eyðijarðir við Þingvalla- vatn væru illa hýstar, girðingar engar, en beitiland nokkurt og veiði mikil. Rétt er að geta hér einnar ferðar Guðmundar í leit að jörð til ábúðar: Einn dag í fögru veðri í marsmánuði, árið 1922, lagði hann af stað í jarðarleit. Ferðinni var heitið til jarða við Þingvallavatn. Frá Eyvík fór hann á skíðum að Svínavatni, þaðan norður á Lyngdals- heiði. Á háheiðinni, skildi hann skíðin við sig vegna slæms skíðafæris. Stakk hann þeim í skafl og gekk eftir það. Eftir liðlega tveggja tíma ferð frá Svínavatni, kom Guðmundur að helli nokkrum, skammt ofan við Laugardals- velli. Veðrið var milt, krapaelgur eftir hláku og ungi bóndinn bullvotur í fæturna. Hann sá enga skepnu, beitar- hús hellisbúanna voru úti í Barnaskarði. Allt var hvítt af snjó. Mjög stór gluggi var á timburgafli í hellismunnanum. Er hann kom að dyrum hellisins, birtist húsfreyjan úti fyrir, heiisaði og bauð Guðmundi inn fyrir. Kannaðist hún við föður hans. Var honum boðið upp á kaffi og meðlæti inni í hellinum. Húsnæði þetta vai þiljað innan og fannst Guðmundi vistlegt þar. Innst í hellinum var bergleki, notaður sem vatnsból. Hlýlega var þarna í hellinum tekið á móti lúnum ferðamanni, en eftir skamma viðdvöl lá ieiðin að Gjábakka, sem þá var í eyði. Síðan að Skógarkoti þar sem gist var um nóttina hjá Jóhanni Kristjánssyni - bónda og konu hans. Morguninn eftir hélt Guðmundur enn gangandi að Svartagili, sem þá var í eyði, afar lélegir moldarkofar, en beitiland fagurt. Þaðan fór Guðmundur að Þingvöllum til séra Jóns. Eggjaði prestur Guðmund á að taka Gjábakka til ábúðar. Hafði Guðmundur hug á því, en féll frá því síðar, m.a. vegna Vandkvæða á að hemja fé sitt frá Eyvik þar. Mun það hafa valdið séra Jóni vonbrigðum, að ná ekki þessum unga manni í sveitina. Frá Þingvöllum fór Guðmundur að Arnarfelli við Þingvallavatn. Þar var jörðin til leigu og húsin til sölu, en ekki samdist þar. Á bakaíeið til Eyvíkur tók Guðmundur skíði sín úr skaflinum á Lyngdalsheiðinni. Kom' hann að Stóru-Borg örþreyttur og matarþurfi. Síðan kom hann heim til Eyvíkur jarðarlaus. (Þessi frásögn gefur lítinn úrdrátt um þeirra tíma erfiðleika, samgöngur, ákveðni og dugnað þessa manna að sjá sér og sínum farboða.) Jörðin Nesjavellir í Grafningi losnaði til ábúðar árið 1923. Tóku þeir bræður, Guðmundur og Jóhann jörðina á leigu. Fagran vormorgun í áliðnum júní var Guðmundur ferðbúinn ásamt skylduliði sínu, á hlaðinu í Eyvík. Söknuður var í sinni unga fólksins, ekki síst Guðrúnar, en henni hafði liðið vel í Eyvík. Jóhannes gamli var kvaddur, en Guðrún kona hans var þá látin. Þrír hestar voru til ferðarinnar, einn sat Guðrún í söðli, þá 19 ára gömul mcð Egil son sinn tveggja ára, bundinn við hana með trefli. Laufey systir hennar sat annan hest, þcim þriðja var beitt fyrir vagn. Hestarnir hétu Skjóni, Jarpur og Bleikur. GuðmundurogJóhann teymdu vagnklárinn og kýrnar, önnur hét Grána, nafn hinnar hefur fallið í gleymsku. í vagninum var m.a. sængurfatnaður, glertau, pottar og önnur eldhúsáhöld, koffort og gömul kista. Guðrún á koffortið enn þann dag í dag, sem var smíði föður hennar og fermingargjöf. Ýmsar tunnur og koppar urðu eftir, sem Jóhann kom með seinna, svo og féð. Áð var milli Alviðru og Torfastaða í Neðri Grafningi, en þangað var um það bil fimm tfma ferðalag. Þar var náð í bita og gripirnir hvíldir. Um kvöldmatarleyt- ið komu þau að Úlfljótsvatni og fengu þar volga mjólk , skyr og kvöldmat. Þar var gist um nóttina, hjá þeim hjónum Kolbeini frá Hlíð og Geirlaugu frá Nesjavöllum. Næsta dag var komið að Villingavatni, til Magnúsar Magnússonar og Þjóð- bjargar Þorgeirsdóttur, sem talin var ein fegursta kona kjördæmisins. Svo feginn varð bóndinn á Viliingavatni er hann heimti þetta unga fólk í sveit sína, að hann leiddi kýr Guðmundar beint í slægju. Dvalist var þar skamma stund, þegið kaffi og síðan farið. Áfram hélt fólkið með kerruna til fyrirheitna landsins. Enginn var vegur upp Grafning. En rudd hafði verið kerrubraut frá Hagavík að Villingavatni áður fyrr. Það gerði Guðbjörn í Hagavík, en hann fór í vatnið. Frá Hagavík var skrönglast eftir gamalli hestagötu að Nesjavöllum. Þar var fátæklegt og frumbýlingslegt um að litast. Moldargólf var í gangi og eldhúsi sem var hlóðaeldhús. Timburgólf annars staðar og gamall baðstofustíil að öðru leyti. Nóg var til matar, rjúpan ropaði á stéttinni. Rjúpnasúpa þótti góð. Silung- ur veiddur í Þingvallavatni, etinn saltað- ur og nýr. Silungurinn gaf nokkuð í aðra hönd, mikið var fyrir því haft, rekið í nótt eftir nótt. Veiðin borin á bakinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.