Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 13
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Si'lÍ'Í' 13 fréttafrásögn VISKA OG SflTTFÝSI FYRIRRÚMI *PH Ávarp forseta Islands við setningu Alþingis Það er íslenskt tunga sem gerir okkur að þjóð og sameinar okkur hverja stund. Harmurinn á sín orð í hugarfylgsnum, -gleðin sín. Orðin eru íslensk. „HANN VAR SÓMI ÞJÓDAR SINNAR” sagði Gunnar Thoroddsen um dr. Kristján Eldjárn við þingsetninguna Háttvirtir Alþingismenn, Síðan við komum hér síðast saman við setningu Alþingis íslendinga fyrir réttu ári, höfum við séð á bak mörgum mætum þjóðfélagsþegnum, æskufólki, sem við tregum svo djúpt að sárin gróa seint, þeim af kynslóðinni sem er að kveðja samkvæmt lögmálum lífsins, og enn öðrum sem hafa lifað manndómsár sín en ekki lokið ævi- starfi. Fráfall hvers og eins snertir okkur öll, fámenna þjóð sem engan mann má missa fyrir aldur fram. Skiptir þar litlu hvort við þekkjum persónulega hvert annað, heldur sú einlæga samúðarvitund sem er með þeim sem eftir lifa í landinu og gefa hugsunum sínum og tilfinningum orð á íslensku. Á þessum stað og á þessari stundu er okkur efst í huga að minnast fráfalls dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta íslands. Dr. Kristján Eldjárn átti því láni að fagna að verða vinur allra landsmanna fyrir mannkosti sfna, heiðarleika og einurð. Fregnin um að hann væri allur kom sem reiðarslag yfir þjóðina, og ég hygg að ekki sé til það heimili á íslandi að ekki hafi sprottið rík orð dapurleika og missis í hugum manna. Heimspekingurinn Sören Kirke- gaard sagði eitt sinn: „Þegar þú komst í heiminngréstþú og aðrir glöddust. Lifðu nú lífi þínu á þann veg, að þegar þú yfirgéfur heiminn gráti aðrir meðan þú sjálfur unir sáttur við þitt“. Okkur er öllum ljóst að framundan eru erfiðir tímar sem á engan hátt má kenna okkur einum. Við verðum hverju sinni að taka þátt í því að vera hluti af heimsmyndinni eins og hún er: sjálfstæð þjóð meðal þjóða. Við verðum að sætta okkur við að leggja hart að okkur og að aga okkur til hins ýtrasta, svo að við megum komast sem best af, - við scm höfum verið svo lánsöm að geta. komist hjá böli annarra þjóða, - atvinnuleysi. Okkur hafa lengi verið færðar heim sannanir um að aðrar þjóðir vita að við höfum ýmislegt að gefa sem metið er, merka arfleifð, ríka listsköpun og annálaða verklagni, en allt fléttast það saman í hugtak, sem nefnt er menning. Við höfum oft í aldanna rás verið aufúsugestir á erlendum grundum og margt sem við höfum átt þar fram að færa hefur fremur þótt til fyrirmyndar en hið gagnstæða. Ég á þá ósk þjóðinni og þing- mönnum til handa við setningu Alþingis á þessum degi, að viska og sáttfýsi sitji í fyrirúmi við að reyna að sameina sundurleitar skoðanir, þannig að minnast megi okkar í sögunni sem heilsteyptrar þjóðar, er kunni fótum sínum forráð á viðsjálverðum tímum, og að orð heimspekingsins megi sannast um hvem íslending. Vigdís Finnbogadóttír forseti íslands ávarpar Alþingi. Tímamyndir Róbert. m ■ Alþingi var sett í gær og fór sú athöfn fram með hefðbundnum hætti. Fyrir þingsetningu gengu alþingis- menn í kirkju og þar prédikaði sr. Ólafur Skúlason dómprófastur. For- seti íslands Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði þingið. Er ræða hennar birt hér. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra er aldursforseti Alþingis og settist í stól forseta sameinaðs þings. Hann minntist dr. KristjáiT' Eldjárns fyrrum forseta og sagði m.a; í hugum íslendinga býr söknuður vegna fráfalls hans um aldur fram. Hann var sómi þjóðar sinnar og lifir sem slíkur í minningu og sögu. Þingheimur reis úr sætum til að minnast fyrrum forseta íslands. Þá minntist aldursforseti tveggja fyrrverandi þingmanna, sem látist hafa síðan þing kom síðast saman. Þeir eru Jón ívarsson fyrrverandi kaupfélags- stjóri og forstjóri og Oddur Andrésson bóndi. Síðar var þingfundi frestað án þess að kjör forseta sameinaðs þings færi fram eða nefndakosningar. Mun þing kjósa forseta í dag. Strax að lokinni þingsetningu hófust þingflokksfundir. ■ Gunnar Thoroddsen aldursforseti þingmanna ávarpar þingheim. A jf// ,' /r •' Jí I. h " ■ Gengið úr kirkju í þinghús. Fremst fara Vigdís Finnbogadóttir forsetí íslands og Pétur Sigurgeirsson biskup. Þá kemur Ólafur Skúlason dómprófastur og síðan Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Jón Helgason forsetí sameinaðs þings. ■ Lagt á ráðin. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra. Tómas Árnason viðskiptaráðherra, Ragnar Amalds Ijármálaráðherra og Stefán Guðmundsson. Jón Baldvin og Jóhann Einvarðsson fá virðuiega kveðju er þeir ganga í ■ í þungum þönkum, Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. Alþingishúsið. llllll'> * ' “' wmwm 1 Y* Dráttur á kosningu forseta ‘4 ■ Fríð fylking þingmanna. Lengst tíl vinstri gengur Jón Baldvin hnarreistur, þar næst sér í höfuð Magnúsar H. Magnússonar; Eiður Guðnason, Jóhann Einvarðsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Guðrún Helgadóttír, Guðmundur Bjamason, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson og Vilmundur Gylfason. ■ Yfirþingvörður og þingmenn. Jakob Jónsson. Að baki honum sér á breitt bak Sverris Hermannssonar, Geir Gunnarsson horfir glaður á svip á Halldór Blöndal og Halldór Ásgrímsson er lengst til ha ■ í takt niður þinghússtigann, Friðjón Þórðarson dómsmála* ráðherra og Geir Hallgrímsson, á eftír koma Sighvatur Björgvinsson og Kjartan Jóhannesson. ■ Helstu breytingar á þingliði eru þær að Jón Baldvin Hannibalsson tekur nú stæti Benedikts Gröndal og Guðmundur Karlsson er kominn með alskegg. Benedikt sagði af sér þingmennsku og er orðinn ambassador í Stokk- hólmi. Jón Baldvin tekur nú sæti hans og verður9. þingmaður Reykvíkinga. Ekki er nú Jón orðinn gildur þingmaður enn, því kjörbréfanefnd á eftir að athuga kjörbréf hans, en á setningarfundi Alþingis í gær- fóru engin þingstörf fram. Enn er eftir að kjósa forseta sameinaðs þings og deildaforseta. Fullvíst má telja að forsetar verði kjömir hinir sömu og á fyrri þingum kjörtímabilsins. Sem sagt að Jón Helgason verður forseti sameinaðs þings, Helgi Seljan forseti efri deildar og Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar. Góðra vina fúndur. Vilmundur Gylfason, Ólafur G. Einarsson, Albert Guðmundsson og Ólafur Ragnar Grímsson. apgiwwifei

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.