Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 15 íþróttir Enska knattspyrnan: WEST HAM LAGÐI UVERPOOL ■ Hér fagnar Bryan Robson marki á síðasta keppnistímabili. Hann hafði ríka ástæðu til að fagna á laugardaginn er hann skoraði markið sem tryggði Manchester United efsta sætið í 1. dcildinni ensku. ■ Sá leikmaður í ensku knattspyrn- unni sem stóð sig hvað best í leikjunum á laugardag er án efa Gary Brooke, Tottenham, sem skoraði þrjú mörk á sex mínútna leikkafla í leik Tottenham, og Coventry á White Hart Lane. Það var Garth Crooks sem kom Tottenham á bragðið í leiknum með góðu marki á 13. mínútu, en það var Gary Brooke sem sendi knöttínn á Crooks. í byrjun síðari hálfleiksins var komið að Brooke að skora sitt fyrsta mark og kom það eftir sendingu Steve Archibald. Annað markið skoraði hann svo tveimur mínútum síðar og loks skoraði hann úr vítaspyrnu, sem hann þurfti reyndar að tvítaka. Hún var dæmd er brotið var á Gary Mabbut, sem valinn hefur verið í landsliðshóp Englands fyrir vináttulandsleikinn gegn Vcstur-Þjóð- verjum á miðvikudag. Coventry tókst ekki að skora mark í leiknum. Ensku meistararnir Liverpool töpuðu öðrum leiknum í röð á laugardag. Fyrir viku var það Ipswich sem sigraði meistarana, en nú var komið að West Ham að sigra þá á Upton Park í London. West Ham eru á uppleið og tryggðu sér annað sætið á eftir Manchester United með þessum góða sigri. Þeir skoruðu þrjú mörk, gegn einu marki meistar- anna. West Ham hafa unnið hvert liðið á fætur öðru síðustu vikurnar og virðast stefna á eitt af efstu sætunum í 1. deild. Pað var landsliðsmiðvörðurinn Alvin Martin, sem skoraði fyrsta mark West Ham á 37. mínútu leiksins. Geoff Pike bætti við öðru marki skömmu fyrir leikhlé, en Liverpoolliðið klóraði í bakkann með marki Grame Souness. Vonir Liverpoolliðsins, sem er frægt fyrir að skora rétt fyrir leikslok varð að engu, er Sandy Clark bætti þriðja markinu við fyrir West Ham og tryggði þeim kærkominn sigur. Manchester United á toppnum. Manchester United sigraði á meðan að þeirra hörðustu keppinautar um efsta sætið, Liverpool töpuðu. Pað var lið Stoke sem varð að lúta í lægra haldi gegn þeim að þessu sinni og var það mark Bryan Robson sem gerði út um leikinn. Þessi sigur er smá sárabót fyrir Manchester United, scm stendur nú frammi fyrir mettapi á rekstri félagsins, sem nemur 2.250 þús. sterlingspundum. Dágóð summa það. West Bromwich Albion tryggðu sér þriðja sætið í 1. deild með sigri á Nottingham Forest. WBA skoraði tvö mörk en Nottinghamliðið aðeins eitt. Það voru samt Forestleikmennirnir sem náðu forystunni í leiknum á 3. mínútu er Ian Wallace, skoski landsliðsmaður- inn skoraði með skalla. En Cyrille Regis, sem er einn sex blökkumanna í landsliðshóp Englands gegn Þjóð- verjum, jafnaði fyrir WBA. Það var svo Gary Owen sem innsiglaði sigur West Bromwich. 2-1 WBA í hag. Arsenal sigraði Ipswich Lið Arsenai heimsótti Ipswich á Portman Road í Ipswich og sneri heimleiðis með þrjú stig í farangri sínum. Dýrmæt stig fyrir Arsenal. Það var landsliðsmaðurinn Tony Woodcock sem skoraði eina mark leiksins á 15. mínútu síðari hálfleiks. Hann skoraði markið eftir sendingu frá Graham Rix. Lið Notts County kom verulega á óvart með stórsigri á Aston Villa. Það var Dennis Mortimer fyrirliði Aston Villa sem skoraði fyrsta mark leiksins, en því miður fyrir hann í eigið mark. Þeir Gordon Mair, Ian McCulloch og Trevor Christie bættu síðan við einu marki hver, en Gary Shaw skoraði eina mark Aston Villa. Peter Withe var vísað af leikvelli í Nottingham. Southampton náðu jafntefli. Southampton hefur átt í erfiðleikum að undanförnu. Fyrst var liðið slegið út úr Evrópukeppni félagsliða í Svíþjóð og síðan lenti það í leiðindamáli, sem það síðan var sýknað af. En þrátt fyrir þetta andstreymi tókst liðinu að ná jafntefli ■ Úrslit leikja í I. deild urðu sem hér segir: Birmingham-Lutun 2-3 Brighton-Swansea 1-1 Everton-Man. City 2-1 Ipswich-Arsenal 0-1 Man. Utd.-Stoke 1-0 Notts County-Aston Villa 4-1 Sunderland-Southampton 1-1 Tottenham-Coventry 4-0 Watford-Norwich 2-2 WBA-Nott. For. 2-1 West Ham-Liverpool 3-1 Stórleikurinn í 2. deild var viðureign Sheffield Wednesday liðs Jackie Charl- ton, fyrrverandi landsliðsmanns og Úlfanna, en þeim stjórnar eins og kunnugt er hinn geysivinsæli leikmaður félagsins á árum áður Derek Dougan. Liðin skildu jöfn, hvorugu tókst að skora mark. Úrslitin í 2. deild urðu annars sem hér segir: Barnsley-QPR 0-1 Bolton-Rotherham 2-2 Bumley-Crystal Pal. 2-1 Carlisle-Charlton 4-1 Chelsea-Leeds 0-0 Derby-Cambridge 1-1 Fulham-Blackbum 3-1 Leicester-Grimsby 2-0 Oldham-Newcastle 2-2 ShefT. Wed.-Wolves 0-0 Shrewsbury-Middlesbro 2-2 Úlfarnir halda forystu sinni í 2. deild og í öðru sæti er lið QPR, sem virðist vera á uppleið. Það þykir erfitt að sækjá þá heim, vegna þess að þcir leika á gervigrasvelli, sem öllum virðist ekki henta að leika á. gegn Sunderland á útivelli. Það var Ally McCoist sem skoraði mark Sunderland, en Steve Williams sá um að jafna fyrir Southampton. Steve Foster landsliðsmiðvörður skor- aði eftir einnar mínútu leik í Brighton gegn Swansea. En gestirnir náðu að jafna með marki Dudley Lewis þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Manchestcr City mátti þola tap gegn Everton á Goodison Park 2-1. Þeir Andy King og Steve McMann skoruðu mörk Everton, en gamli kappinn Davið Cross skorði eina mark Manchester City. Enn sigrar Luton. Lið Luton Town heimsótti Birm- ingham og léku þar gegn samnefndu liði. Gestirnir sigruðu, skoruðu þrjú mörk, gegn tveimur mörkum heimamanna. Mörkin komu ekki fyrr en í síðari hálfleik, nánar tiltekið voru þau öll fimrn skoruð á síðasta hálftímanum. Fyrst var það Brian Stein og Paul Walsh bætti við öðru marki rétt á eftir. David Langan skoraði því næst eitt mark fyrir Birmingham úr vítaspyrnu, ín Dave Moss skoraði þriðja mark Luton. Colin Brazier minnkaði muninn síðan er hann skoraði annað mark Birminham. Það kom á óvart að Norwichskyldi ná jafntefli gegn „spútnikliði" Watford er liðin mættust í London. Það var fyrst og fremst snilldarmarkvarsla Chris Wood hjá Norwich sem gaf þeim jafnteflið. Það var John Deehan sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Norwich, en Kenny Jackett og Steve Terry komu Watford yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins. Það var svo Keith Bertchin sem skoraði jöfnunarmarkið fyrir Norwich. Þrátt fyrir öflugan sóknarleik Watford tókst þeim ekki að sigra Norwich, þökk sé Wood. Staðan ■ Eftir leiki helgarinnar er staðan í efstu tveimur deildunum sem hér segir: 1. deild: Manchester Utd. West Ham West Bromwich Watford Liverpool Tottenham Manchester City Luton Stoke Nottingham Forest Aston Villa Brighton Everton Arsenal Swansea Sunderland Notts County Coventry Ipswich Southampton Norwich Birmingham 2. deild: Wolverhampton 9 6 3 0 14 1 21 Q.P.R. 10 6 2 2 13 8 20 Sheffield Wed. 9 6 1 2 21 13 19 Grimsby 9 6 1 2 19 11 19 Fulham 9 5 2 2 20 13 17 Leeds 8 4 3 1 11 8 15 Leicester 9 4 1 4 15 9 13 Chelsea 9 3 4 2 12 8 13 Carlisle 9 4 1 4 19 20 13 Newcastle 9 3 3 3 15 18 12 Barnsley 8 3 3 2 12 10 12 Crystal Palace 9 3 3 3 12 11 12 Oldham 9 2 5 2 11 12 11 Burnley 8 3 1 4 14 13 10 Shrewsbury 9 3 1 5 9 13 10 Rotherham 9 2 4 3 12 17 10 Blackburn 9 8 0 6 13 20 9 Bolton 9 2 2 5 9 15 8 Charlton 9 2 2 5 11 20 8 Cambridge 10 1 3 6 10 17 6 Derby 8 1 3 4 7 14 6 Middlesbro 9 0 4 5 9 23 4 Simonsen fór til Charlton ■ Fyrrverandi knattspyrnumaður Evrópu, Daninn Allan Simonsen undirritaði á föstudagskvöld samning við 2-deildarliðið Charlton. Enska Uðið greiddi spænska félaginu Barce- lona 300.000 pund fyrir leikmanninn og mun hann leika sinn fyrsta leik með enska liðinu næsta laugardag. Simonsen fylgdist á laugardag með nýju félögunum sínum tapa gegn Chariton 14 og eftir þann leik sagði hann, að þetta myndi verða gerólíkt þvi að leika með Barcelona, en með því félagi varð hann sigurvegari í Evrópnkeppni bikarhafa á síðasta vori. Þar áður lék Simonsen í Þýskalandi með Boriissia Mönchen- gladbach, en fyrst vakti hann verulega athygU í landsleik gegn íslendingum á Laugardagsvelli í júlí 1972. Þá sigruðu Danimir 5-2 og átti þessi smávaxni Dani mikinn þátt í stóram sigri liðsins. ■ Allan Simonsen hefur verið seldur frá Barcelona til Charlton Athletic í Englandi. McGrain var rekinn útaf — og Celtic tapaði fyrir Aberdeen ■ Ekki blés byrlega fyrir Celtic í leik liðsins gegn skosku bikarmeist- urunum Aberdeen á laugardaginn. Celtic tapaði þar sínum fyrsta leik í skosku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það. Fyrirliði liðsins Danny McGrain var rekinn af leikveUi fyrir Ijótt brot á einum leikmanna Aber- deen og framkvæmdastjóri félagsins BUIy McNeUI var rekinn af vara- mannabekk liðsins. Það stafaði af mótmælum hans gegn því, að dómari leiksins dæmdi mark er McNeiU taldi víst að leikmaður Aberdeen er markið skoraði hefði verð rangstæð- ur. Motherwell, liðið sem Jóhannes Eðvaldsson leikur með sigraði St. Mirren í úrvalsdeildinni og er það fyrsti sigur liðsins í henni á þessu keppnistimabili. Motherwell sigraði 2-0. Önnur úrslit í Skotlandi á laugardag urðu sem hér segir: Dundee-Hibernian 2-1 Kilmarnock-Dundee Utd. 1-1 Morton-Rangers 0-0 Þrátt fyrir tapið heldur Celtic efsta sætinu í úrvalsdeildinni. Er með 9 stig, en Rangers og Dundee og Dundee Utd. eru með átta stig. I neðstu sætunum eru Hibernian og Motherwell, bæði með þrjú stig og St. Mirren og KUmaraock hafa fjögur. 9 6 2 1 15 6 20 9 6 1 2 21 9 19 9 6 0 18 10 18 9 5 2 2 22 8 17 9 5 2 2 20 10 17 9 5 1 8 21 11 16 9 5 0 4 11 12 15 9 3 4 2 24 21 13 9 4 1 4 17 15 13 9 4 0 5 15 18 12 9 4 0 5 13 16 12 9 3 3 8 9 20 12 9 3 2 4 16 14 11 9 3 2 4 9 9 11 9 8 2 4 11 13 11 9 3 2 4 12 17 11 9 3 2 4 10 16 11 9 3 1 5 10 15 10 9 2 3 4 14 12 9 9 2 2 5 5 13 8 9 1 4 4 13 19 7 9 1 2 6 6 22 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.