Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 12.10.1982, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBÉR Í982 eftir helgina f lokksstarf ÍSLAND í NEÐRI DEILD ■ Veðrið á landinu var milt, og þessa dagana virðast veðurguðirnir reka eins konar byggðastefnu, hafa svipað veður um allt land, nema um helgar, þá byrjar hann yfirleitt að rigna á suðvesturhorninu. Ef til vill eru haustvcðrin best hér um slóðir. Eru oft svo undarlega mild. Veðurstofan segir okkur hins vegar, að síðasti septembermánuður hafi vcrið sá kaldasti í Reykjavík í heila öld. Svona einkennilegt er skýrsluveðrið. Fyrir almenning, scm ekki hefur aðgang að bókhaldi um veður var þetta indæll mánuður. Guð hefur verið flínkur með haustliti þetta árið og stormguðirnir hafa setið á sér að mestu. Gamla Akraborgin klauf spegil- sléttan. hafflötinn í Faxaflóa á laugardag. Peir nota hana núna, því það er ekki hægt að selja hana. Hún hefur ekki hækkað í hafi. Þetta er notalegt skip, þótt það skjálfi svolítið af elli og sé illa haldið af verðbólgu. Og við stóðum á þilfarinu og horfðum hljóð á gjaldþrota landið frá skipinu, gegnum fíngert mistrið. Fá skip voru á sjó í Faxaflóa, en þó voru tveir bátar að sniglast í öðru munnvikinu á Hvalfirði. Einhver sagði að þeir væru að veiða hörpudisk, sem er.mikil munaðar- vara, ef rétt er að öllu staðið. Þeir gera það víst gott, þótt bankakefið sé bilað. Staða viðskiptabankanna mun nú slæm á íslandi, að ckki sé nú talað um stöðuna hjá Selvogsbanka, Eldeyjarbanka og á Hornbanka, og Digranesflakið er víst eitt flak núna. Hvergi er fisk að hafa og togararnir fá ekkert nema karfa, hvorki þar né í öðrum bönkum. Einhver sagði, að tíundi hver fiskur hefði fyrir fáeinum árum farið til þess að borga olíureikninginn fyrir aflaskiptið Guðbjörgu frá ísafirði, en núna mun fjórði hver fiskur fara í svartolíuna. Og cf svo fer, sem horfir, þá mun skammt í það að annar hver fiskur fari í vélina hjá togurunum, og það horfir því uggvænlega hjá þeim sem trúa á svartolíu og betri tíð. Menn ræddu mest um efnahags- málin og Neðrideild, en sú einkenni- lega staða er komin upp í orkubú- skap alþingis, að minnihlutinn cr kominn með meirihluta. Getur að minnsta kosti stoppað frumvörp ríkisstjórnarinnar, eða fcllt þau á jöfnu. Gamla Akraborgin hefur líklega fundið þctta á sér, því hún stundi svo dráugalega út af Kjalarnesþingi. Maðurinn sem ég var að tala við, sagði að þetta væri mátulegt á ísland. Hér er aldrei hugsað fram í tímann, sagði hann. Þeir :eru ekkert betri en sýslumaðurinn, sem velti bílnum, af því einhvcr hafði sett beygju á þráðbeinan veginn. Og hann sagði mér að nýr þorskur með haus, kostaði nú 14 franka kg. í fiskbúð í Lyons á Frakklandi, en þurrkaður, hauslaus saltfiskur kostaði 12 franka í sömu búð, sem er líklega helmingi lægra verð, því nálega tvöfalt magn af fiski, þarf til þess að framleiða fullþurrkaðan saltfisk. Og hann sagði að hvorki þorskurinn, né kaupendendurnir hefðu blikkað aug- unum út af þessum verðmuni. Sölukerfi okkar er staðnað, það er málið, sagði maðurinn. Auðvitað á að fljúga með þennan fisk til Frakklands í stað þess að vera að púkka upp á hann í salthúsum, með hausunarvélum, flatningsvélum og endalausri umstöflun og þurrkun. Já, einsdæmin eru alltaf verst á íslandi, og líklega þó verst hvað hér er mikið af einsdæmum. Við notum nú milljón dollara, til að halda uppi ódýru flugi fyrir útlendinga yfir Atlantshafið, í stað þess að nota þoturnar fyrir nýjan fisk, sem á miklu meira erindi til Evrópu, en bandarískir túristar. Já, útlitið er dökkt, og eiginlega svartara en svartolían sjálf. En þó er þetta líklega smámái, hjá því sem verður, ef alþingi bregst skyldum sínum nú í haust. Að vísu eiga kaupránsflokkar eins og alþýðu- bandalagið allt illt skilið. En ríkis- stjórnin er þó með ýms merk úrræði vegna atvinnuveganna, og mér líst illa á þau mál, ef íhaldið og kratarnir láta þingið keyra í handbremsu svo vikum skiptir. Það var vist aldrei ráð fyrir því gert að neðri deild færi ein deilda með ríkisstjórn á íslandi. Það er líka skuggalegt að heyra formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir í blöðunum, að Sjálfstæðis- flokkurinn muni fella bráðabirgða- lögin. Og maður spyr er Sjálfstæðis- flokkurinn orðinn að fangabúðum. Eru þingmenn hans ekki frjálsir menn? í stjórnarandstöðunni eru margir mætir menn, og ég hygg að eftir því verði tekið nú, hvernig þeir bregðast við þeim vanda, sem þjóðin er nú í og þeim vanda sem stefnt er í. Sjálfsagt er rétt að kjósa til þings innan tíðar, en ef sú kenning er rétt, að ríkisstjórnin hafi ekki -lengur meirihluta á alþingi, þá hlýtur einhver annar að hafa hann. Er þá ekki líklegt að hann beri alla ábyrgð á því, ef efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar verða ekki að veru- leika? Sá sem setur beygju á beinan veg. Hann ber nefnilega líka sína ábyrgð. Akraborgin sigldi inn í regnið, fékk svolítið hóstakast, og svo ókum við inn á gjaldþrota lahdið þar sem allt er nú í neðri deild. Jónas Gudmundsson, rithöfundur, skrifar Hádegisverðar fundur verður haldinn að Hótel Heklu miðvikudaginn 13. okt. kl. 12.0i í fundarsal niðri. Þórarinn Þórarinsson ræðir stjórnarskrármálið og svarar fyrirspurn- um. Fundarstjóri: Einar G. Harðarson. Allir velkomnir. FUF. Suðurland. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi verður haldið að Leikskálum Vík 30. okt. n.k. og hefst kl. 10. f.h. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Húnvetningar Haustfagnaður Framsóknarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn í Félagsheimilinu Blönduósi 15. okt. n.k. kl. 21.00 Dagskrá: 1. Kaffiveitingar 2. Stutt ávörp Guðmundar G. Þórarinsson alþm. og Arnþrúður Karlsdóttir 3. Skemmtiatriði 4. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi Fjölmen'nið Félag ungra framsóknarmanna A-Hún og Framsóknarfélag A-Hún. Fundirí Vestfjarða- kjördæmi verða sem hér segjr: Flateyri föstudaginn 15. okt. kl. 21.00. Suðureyri laugardaginn 16. okt. kl. 16.00. Súðavík laugardaginn 16. okt. kl. 21.00. ísafjörður sunnudaginn 17. okt. kl. 15.30. Flokksþing 13.-15. nóvember 18. flokksþing framsóknarmanna hefst í Reykjavík laugardaginn 13. nóv n.k. kl. 10 f.h. Áætlað er að þingið standi í 3 daga. Stjórnir flokksfélaga eru hvattar til að sjá til þess að fulltrúar séu kjörnir sem fyrst og flokksskrifstofunni tilkynnt um kjörið. Miðstjórnarmenn eru sjálfkjörnir á þingið. Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið á Húnavöllum sunnudaginn 24. okt. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir Framsóknarfélaganna í kjördæminu eru minntar á að halda fundi í félögunum sem fyrst og kjósa fulltrúa á þingið. Stjórn Kjördæmissambandsins. Flokksþing 13.-15. nóvember 18. flokksþing framsóknarmanna hefst í Reykjavík laugardaginn 13. nóv n.k. kl. 10 f.h. Áætlað er að þingið standi í 3 daga. Stjórnfr flokksfélaga eru hvattar til að sjá til þess að fulltrúar séu kjörnir sem fyrst og flokksskrifstofunni tilkynnt um kjörið. Miðstjórnarmenn eru sjálfkjörnir á þingið. Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing framsóknarmanna í Nórðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Húsavík dagana 15. og 16. ökt. n.k. Framsóknarfélög í kjördæminu eru hvött til að halda aðalfundi sína sem fyrst og kjósa fulltrúa á þingið. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri sími 21180 milli kl. 14 og 16. Stjórn K.F.N.E. Húsavík - Árshátíð Árshátíð framsóknarmanna verður haldin í tengslum við kjördæmisþingið laugardaginn 16. okt. í Félagsheimili Húsavíkur. Dagskrá: 4. Skemmtiatriði 5. Dans, Miðaldamenn 1. Samkoman sett 2. Söngur 3. Ávarp: Þráinn Valdemarsson Húsið opnað kl. 19. Framsóknarmenn mætið vel og takið með ykkur gesti. Miðapantanir þurfa að berast fyrir hádegi fimmtudaginn 14. okt. í símum 41510 og 41494 á kvöldin. Framsóknarfélag Húsavíkur. Viðtalstímar FUF verða fimmtudaginn 14. okt. n.k. kl. 20-22 að Rauðárarstíg 18, sími 24480. Til viðtals verða Viggó Jörgensson gjaldkeri og Elín B. Jóhannesdóttir meðstjórnandi. Kvikmyndir Sími 78900 Salur 1 Félagarnir frá Max-bar) 'ttxj only make friends llke these ooce in a lifetime.. i&L ■P. m rj Rlchard Donner geröi myndirnar Superman og Omen, og Max-Bar er mynd sem hann hafði lengi þráð að gera. John Savage varð heimsfrægur fyrir myndirnar The Dear Hunter og Hair, og aftur slær hann i gegn í þessari mynd. Þetta er mynd sem allir kvik- mydnaaðdáendur mega ekki láta fram hjá sér fara. Aðalhlutv.: John Savage, David Morse, Diana Scarwind Leikstjóri Richard Donner. Sýnd kl. S, 11.15. 7.10, 9.10 og Salur 2 Porkys Keep an ey» out fbr the funntest movle abont growing up y You’ll bc (lod yeu ci ' ^ Porkys er frábær grinmynd sem slegið hefur öll aðsóknarmet um allan heim, og er þriðja að- sóknarmesta mynd í Bandarikj- unum þetta árið. Það má með sanni segja að þetta er grfnmynd ársins 1982, enda er hún f algjörum sérflokki. Aðalhlutv.: Dan Monahan, Mark Herrler og Wyatt Knlghl. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bðnnuð Innan 14 ára. Hækkað verð. Salur 3 * |u!> The Exterminator (GEREYÐANOINN)_____ (Gereyðandinn) „The Exterminator" er framleidd af Maark Buntzman, skrifuð og stjórnað af James Gilckenhaus, og fjallar hún um ofbeldi I undir- heimum 8ronx-hverfisins i New York. Það skal tekið fram, að byrjunaratriðið í myndinni er eitt- hvað það tilkomumesta stað- genglaatriði sem gert hefur verið. Kvikmyndin er tekin í Dolby Stereo, og kemur „Starscope”- hljómurinn frábærlega fram í þessari mynd. Það besta í borg- inni, segja þeir sem vit hafa á. Sýnd kl. 5, 9 og 11 Land og synir Sýnd kl. 7 Salur 4 Konungur fjallsins (King of the Mountain) Fyrir ellefu árum gerði Dennis Hopper og lék i myndínni Easy Rider, og fyrir þremur árum lék Deborah Valkenburg i Warriors. Draumur Hoppers er að keppa um titilinn konungur fjallsins.sem er keppni upp á lif og dauða. Aðalhlutverk: Harry Hamlin, Deborah Valkenburgh, Dennis Hopper, Joseph Bottoms Sýndkl. 9 og 11. Utlaginn Sýnd kl. 5 og 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.