Tíminn - 13.10.1982, Page 1

Tíminn - 13.10.1982, Page 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 13. okt. 1982 233. tbl. - 66. árgangur. Klækja- kvendin — bls. 23 Dómur fallinn í „Ásgarðsmálinu” - Jörðin metin á tæpar 13 milljónir: ..HÖFUM TÆPAST EFNI A AÐ NEYTA FORKAUPSRETTAR — segir Böðvar Pálsson, varaoddviti Grímsneshrepps ■ Dómur er fallinn í hinu svokallaða „Ásgarðsmáli“. Voru niðurstöður dómsins þær að varnaraðila í málinu, Grímsneshreppi sé heimilt að neyta forkaupsréttar síns á jörðinni Ásgarði í Grímsnesi, gegn greiðslu að upphæð 12.861.500, enda skuli greiðsla þessi hafa verið reidd fram eigi síðar en fjórum vikum eftir að hreppnum er boðin jörðin til kaups. I>að var Allan V. Magnússon, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi sem kvað upp dóminn, en málið var höfðað fyrir héraðsdómi. Meðdómendur voru Árni Jónsson, landnámsstjóri og Stefán Már Stefánsson, prófessor. Snerist málið um eignarmat á jörðinni Ásgarði sem hjónin Sigurliði Kristjáns- son og Helga Jónsdóttir arfleiddu Hjartavernd, Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag fslands að á sínum tíma. Samkvæmt jarðalögum varð að bjóða Grímsneshreppi að neyta for- kaupsréttar síns, en þá reis upp deilumál sem síðar varð að dómsmáli, varðandi hvað jörðin skyldi metin á. Sem bújörð var jörðin metin á um þrjár milljónir króna á núgildandi verðlagi, en samkvæmt úrskurði hæstaréttar var jörðin metin á ný-og hljóðaði matið þá á 16.8 milljónir króna. Var í síðara matinu tekið tillit til þess að hægt væri að ráðstafa stórum hluta jarðarinnar undir sumarhús. Samkvæmt upplýsingum Allans V. Magnússonar, sem kvað upp dóminn féll málskostnaður milli aðila niður en ríkissjóður greiðir málskostnaðinn, sem er alls um 770 þúsund krónur. Þar af fá lögmenn málsaðila, Ingi Ingi- mundarson, hrl. og Guðmundúr Ingi Sigurðsson, hrl. 350 þúsund hvor í iaun. -Ég hef ekki trú á að við höfum efni á að neyta forkaupsréttarins, sagði Böðvar Pálsson, varaoddviti Gríms- neshrepps í samtali við Tímann eftir að niðurstaða dómsins var Ijós. - Þetta er það hátt verð að við megum ekki ákveða neitt sjálfir. Ég býst við að við efnum fljótlega til almenns hrepps- fundar og ef þar yrði samþykkt að ráðast í kaupin, þá yrðum við að fá samþykki sýslunefndar, sagði Böðvar Pálsson. -ESE Heimilis- tíminn: Komid í veg fyrir innflúensu? — bls. 10 ■ Lögreglan telur að oryggisbelti hafi att storan þatt i þvi, að ekki fór verr í árekstrinum. Á innfelldu myndinni má sjá hvar sendibfllinn liggur á hliðinm. Timamynd Svemr SENDIBILL VALT EFTIR AREKSHJR ■ Litill sendibíll hentist á hliðina, eftir að hann lenti á hörðum árekstri við fólksbíl á gatnamótum Bólstaðar- hlíðar og Stakkahlíðar um hádegisbil- ið í gær. Ung kona ók fólksbílnum suður Stakkahlíðina. Á gatnamótunum átt- aði hún sig ekki á því að þar gildir almennur umferðarréttur og hélt hún því áfram án þess að nema staðar. Leiddi það til þess, að hún ók bíl sínum inn í miðja hlið sendibílsins. sem ekið var eftir Bólstaðarhlíðinni. Sendibíllinn kastaðist nokkuð til og endaði hann á hliðinni, talsvert skemmdur. Fólksbíllinn skemmdist einnig talsvert. Konan sem fólksbílnum ók var flutt til skoðunar á slysadeild. Reyndist hún lítið slösuð og vildi lögreglan þakka það, að hún var spennt í öryggisbelti. í aftursæti fólksbílsins var sextán mánaða gamalt barn spennt niður í barnastól. Það slapp ómeitt. —Sjó Fjárlagafrumvarpid 1983 lagt fram: HÆKKUN REKSTR- ARUÐA VERULEG - en framkvæmdir dragast saman ■ Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 12.773 milljónir króna og heildargjöld 82 milljónum kr. lægri, samkvæmt fjárlagafrum- varpi 1983, sem fjármálaráðherra kynnti á fundi með fréttamönnum í gær. Nemurgjaldahækkunin 60,5% ef miðað er við fjárlög 1982 en 42% sé miðað við endurskoðaða gjalda- áætlun yfirstandandi árs. Fjárlaga- frumvarpið einkennist af því að Iauna- og aðrir rekstrarliðir hækka verulcga milli ára, en opinberar framkvæmdir og framlög til fram- kvæmdasjóða dragast saman að raungildi. -HEI Sja nánar bls 5. Óvissa í stjórn- málum - bls. 8-9 Ævintýra- hókumDi — bis. 2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.