Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1982 erlent yfirlit ■ HERNAN Siles Zuazo, sem tók við forsetaembættinu í Bolivíu síðastliðinn sunnudag, er meðal þekktustu stjórn- málamanna í Suður-Ameríku. Hann fékk langflest atkvæði í forsetakosning- unum, sem fóru fram 1980, en þó ekki meirihluta og þurfti þingið því að staðfesta kosningu hans. Það staðfesti hana. Áður en Siles tækið við forsetaemb- ættinu gripu herforingjar í taumana og tóku sér einræðisvald. Siles sá þann kost væntan að flýja land, enda var hann þvt' ekki óvanur. Samtals hefur hann dvalið í útlegð 15 ár ævi sinnar. Herforingjunum gekk stjórnin illa, enda bættust við ýmsir efnahagslegir erfiðleikar. Peim kom líka illa saman innbyrðis og veltu hver öðrum frá völdum. Forsetar hafa ekki verið færri en þrír á þessum tveimur árum. Meðal verkamanna, einkum þó námumanna, hefur sú krafa hlotið vaxandi fylgi, að Siles yrði kvaddur heim og látinn taka við völdum. Að lokum sáu herforingjarnir þann kost vænstan að láta undan. Þeir sömdu um það við Siles, að hann kæmi heim og tæki við stjórninni. Þingið gekk formlega frá kjöri hans sem forseta á sunnudaginn var. SILES er fæddur 19. marz 1914 og nálgast því orðið sjötugsaldurinn. Hann er launsonur manns, sem gegndi um skeið forsetaembættinu í Bolivíu, Hernando Siles Reyes. Móðir Siles var af aðalsættum og þótti mikill kvenskörungur. Hún lét son sinn fá strangt uppeldi og hafði að sögn þann sið að klípa hann í eyrun, ef hann óhlýðnaðist. Sagt er, að hún hafi haldið því áfram eftir að sonur hennar var orðinn forseti. Á uppeldisárum sínum mun Siles hafa ■ Námumenn að krefjast þess að Siles taki við stjórninni Siles hefur reynzt stjórnsamur forseti Nú þarf hann á því að halda haft nokkurt samband við föður sinn, en ekki opinberlega. Hann hafði líka ekki mikinn tíma til þess, því að hugur hans hneigðist fljótt að stjórnmálum. Átján ára gamall gerðist Siles sjálfboðaliði í landamærastyrjöld Bol- ivíu og Paraguay, en Bolivía beið lægri hlut í henni. Siles hlaut heiðursmerki fyrir hreystilega framgöngu. Hann særðist þá á hendi og hefur borið þess merki síðan. Nokkrir fingur hans eru máttlausir. Eftir að umræddu stríði lauk, átti Siles mikinn þátt í störfum þjóðlegu byltingarhreyfingarinnar, ásamt Victor Paz Estenssoro. Sagt er að hreyfing þessi hafi sótt hugmyndir sínar til Marx og Mussolinis, en fyrir henni vakti jafnt þjóðleg endurreisn og bætt kjör almennings, en lífskjör voru þá hvergi lakari í Suður-Ameríku cn í Bolivíu, og það eru þau raunar enn. Hreyfing þeirra Paz og Siles hlaut brátt mikið fylgi. I forsetakosningunum, sem fóru fram 1952, náði Paz kjöri sem forseti og Siles sem varaforseti. Yfirstétt landsins brást illa við sigri þeirra og létu herinn skerast í leikinn. Herstjórnin hélzt hins vegar ekki lengi að þessu sinni. Byltingarher bænda og verkamanna, sem var undir þeirra Paz og Siles, tókst að gera gagnbyltingu og Paz tók við forsetaembættinu. Stjórn hans var mjög athafnasöm. Námur voru þjóðnýttar, stórjörðum skipt og konum veittur kosningaréttur, svo að eitthvað sé nefnt. Árið 1956 fóru fram forsetakosning- ar og var Siles kjörinn forseti. Hann hélt áfram því starfi, sem hafið var í stjórnartíð Paz, en þótti þó íhaldssam- ari. Meðal annars lenti hann í harðri deilu við verkalýðssamtökin, sem voru orðin of kröfuhörð að dómi hans. Hann þótt sýna mikið hugrekki í þessum átökum. M.a. hélt hann á fund námumanna, sem þóttu ósáttfúsastir og byltingasinnaðastir. Þeir létu ófriðlega og létu um stund einsog þeirætluðuað sýna forsetanum banatilræði. Hann lét sér hins vegar hvergi bregða og lauk ekki ■ Heran Siles Zuazo erindi sínu fyrr en verkfallsmenn höfðu aflýst verkfallinu. Siles gegndi forsetastörfum 1956-60. Árið 1964 gerði herinn byltingu og hefur Siles verið lengstum síðan í útlegð. Árið 1972 skildu leiðir hans og Paz, en Paz snerist þá á sveif með herforingjunum, sem stóðu að byltingu. Siles stofnaði þá nýjan flokk, þjóðlega byltingarflokkinn. í forsetakosningunum, sem fóru fram 1978,1979 og 1980 fékk Siles jafnan flest atkvæði, en þó aldrei meirihluta. Yfirstéttin beitti í öll skiptin aðstöðu sinni til að hindra að hann kæmist í forsetastólinn. Eftir kosningarnar 1978 og 1979 var þingið látið hindra formlegt kjör hans og kosið var aftur. VAFASAMT þykir, að Siles haldist lengi á forsetastólnum. Efnahagserfið- leikar eru stórkostlegir og hafa farið síversnandi. Skuldabyrði ríkisins er gífurleg og verður ekki við hana ráðið, nema Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hlaupi undir bagga. Verðbólga í Bólivíu er nú um 200%. Verðgildi gjaldmiðilsins (peso) er nú 10 sinnum minna en það var í febrúarmán- uði síðastliðnum. Verkalýðssamtökin krefjast mikilla kauphækkana, en flest atvinnufyrirtæki segjast að þrotum komin og hafa mörg stöðvast. Stjórn sú, sem Siles hefur myndað, styðst aðeins við minnihluta þingsins eða vinstri tlokkana þar. Aðrir flokkar hafa heitið hlutleysi sínu. Eigi Siles að koma einhverju fram, þarf hann að geta náð samkomulagi við hægri flokkana. Jafnframt þarf hann að geta átt sæmilega sambúð við herinn. Það getur sennilega helzt reynzt Siles verulegur stuðningur, að enginn flokkur og ekki heldur herinn æskir þess að taka við stjórninni undir þessum kringum- stæðum. A.ndslæðingar Siles virðast viðurkenna það ekkert síður en fylgismenn hans, að hann sé maðurinn sem helzt geti glímt við vandann. En enginn er bjartsýnn. Það getur haft talsvert að segja, að Bandaríkin verði stjórn Siles hjálpleg. Fyrir Reagan gæti það verið ávinningur að sýna í verki að hann styður ekki eingöngu hægri stjórnir. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar BilaleiganÁS CAR RENTAL ■£* 29090 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. W' Jokker-skrifborðin eru komin aftur. Verð kr. 1.985,- Húsgöan og . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisfeinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á mínútu i báðar áttir. Verð kr. 1.728.- m/söluskatti. Sendum hvert á land sem er. L— VELAVERSLUN Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.