Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjórl: Gisli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. AfgreiSslustjórl: SigurSur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrfmsson. UmsjónarmaSur Helgar-Tfmans: Atil Magnú3son. BlaSamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Eirfksson, FriSrlk IndriSason, HeiSur Helgadóttir, SigurBur Helgason.(fþróttir), Jónas GuSmundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Utlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: SfSumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tæknldeild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. á vettvangi dagsins Óvissa í efnahags- málum — óvissa í stjórnmálum eftir Guðmund G. Þórarinsson, alþingismann Samkomulag um kosningar ■ Staðan á Alþingi er nú á ýmsan hátt svipuð því, sem var á vetrarþinginu 1959, þegar minnihlutastjórn Alþýðuflokksins fór með völd. Þá hafði Framsóknarflokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn stöðvunarvald í annarri þingdeildinni, þótt þeir væru í minnihluta á Alþingi. Alþýðubandalagið vildi nota þessa aðstöðu til að fella efnahagsfrumvarp, sem Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu að. Framsóknarflokkurinn taldi ekki rétt að nota þessa aðstöðu til að fella frumvarpið og sat því hjá við atkvæðagreiðsluna. Það kallar á aukna ábyrgðartilfinningu stjórnar- andstöðunnar, þegar hún hefur þá aðstöðu að geta fellt mál, þótt ríkisstjórn styðjist við meirihluta á Alþingi. Afstaða Framsóknarflokksins á vetrarþing- inu 1959 er til fyrirmyndar í þessum efnum. Fað er eðlilegt og ábyrgt undir slíkum kringumstæð- um að viss samráð séu höfð milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Að þessu víkur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins í viðtali við hann, sem birtist í Tímanum í gær. Hann sagði m.a.: „Það er ljóst að þetta þing verður að mörgu leyti óvenjulegt. Ríkisstjórnin hefur misst meirihluta sinn í neðri deild. Mér er alveg ljóst að ríkisstjórnarmeirihluti sem ekki er starfhæfur í neðri deild situr ekki lengi og tel ég nauðsynlegt að kosningar verði fyrr en seinna. Hin vegar hvílir mjög mikil ábyrgð á stjórnarand- stöðu, að haga málum þannig að sem minnstu tjóni valdi fyrir efnahagslífið í landinu, sem er ákaflega viðkvæmt um þessar mundir. Ég hef furðað mig á þeim yfirlýsingum, að stjórnarandstaðan muni fella bráðabirgðalögin. Ég trúi því ekki að svo fari. Þess vegna finnst mér vel koma til greina að láta reyna á það strax. En það verður að gerast mjög fljótt, svo unnt reynist að halda kosningar sem fyrst, svo ný ríkisstjórn gæti gripið í taumana til að forða frá því tjóni, sem slík afstaða stjórnarandstöðunnar myndi valda að öðrum kosti eftir 1. des. Ég er einnig reiðubúinn að leita samstarfs við stjórnarandstöðuna um framgang nauðsynlegra mála, m.a. í efnahagsmálum og ákveða þá í sameiningu hvenær kosningar verða. Það teldi ég eðlilegastan framgang mála.“ Steingrímur Hermannsson vék þessu næst að því, að mörg önnur mikilvæg mál en bráðabirgðalögin þyrftu afgreiðslu á þinginu. Hann sagði: „Þar má nefna ýmis mál sem tengd eru fjárlagafrumvarpinu og frumvarpið sjálft vitanlega, og lánsfjárlögin, málefni sjávarútvegsins, vegaáætlun og mörg önnur stór mál, sem leysa þarf og þarf að fjalla 'um af mikilli ábyrgð. Ég vil endurtaka, að mér finnst sorgfegt ef stjórnarandstaðan hafnar því að fjalla um slík mál af ábyrgð og þá með samkomulagi við ríkisstjórnina með fullvissu um það, að kosningar verða fyrr en seinna.“ Að lokum sagði Steingrímur Hermannsson: „Ég skal engu spá, framvindan fer eftir afstöðu stjórnarandstöðunnar, en ég hef talið.skynsamlegt og sýndi mesta ábyrgð bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, að menn gengu að verki og semdu um hvenær kosningar yrðu, og þá í vor, og ynnu síðan saman að því að koma þessum málum á rekspöl og ná árangri“. P.P Efnahagur iönríkjanna hefur engan veginn náð jafnvægi eftir hinar gífurlegu olíuveröhækkanir 1973-74 og 1978-79. Verðbólga, atvinnuleysi og samdráttur í milliríkjaviöskiptum hafa komið í kjölfar olíuhækkananna. Líklegt þykir mér, að OPEC ríkin hefðu farið hægar í sakirnar ef þau hefði órað fyrir afleiðingunum. Barátta iðnríkjanna gegn verð- bólgunni hefur valdið samdrætti og gífurlegu atvinnuleysi. Talið er að á árinu 1982 verði um 30 miljónir manna atvinnulausar í OECD löndunum. Atvinnluleysi er um 2 miljónir manna í V.-Þýzkalandi, um 3.3. miljónir manna í Bretlandi. Atvinnuleysi er 10-11% í Danmörku og um 10% í Bandaríkjun- um. Þannig mætti lengi telja. Fjölmörg stórfyrirtæki eiga í miklum erfiðleikum í V.-Þýzkalandi, s.s. Volkswagen, AEG o.fl., og talið er að aldrei hafi jafnmörg fyrirtæki orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum og núna síðustu misseri. Efnahagsþróun iðnríkjanna? Það skiptir íslendinga að sjálfsögðu miklu máli hver þróunin verður í löndunum í kringum okkur. Eins og venjulega greinir menn mjög á um hvað framtíðin muni bera í skauti sér. Sumir efnahagssérfræðingar eru mjög svartsýn- ir. Þeir telja kreppuna vera enn að dýpka og mörg teikn á lofti um að svipað stefni og í heimskreppunni um 1930. Atvinnuleysi sé enn að aukast og milliríkjaviðskipti enn að dragast sam- an, fleiri og fleiri ríki nái ekki að standa í skilum við lánardrottna sína og rambi á barmi gjaldþrots. Aðrir telja að efnahagsstöðunni megi líkja við meðalkreppu. Þá er átt við að taka muni um 3 ár að ná fullum bata og ástandið sé ekki mjög alvarlegt. Enn aðrir efnahagssérfræðingar telja að batinn sé í augsýn. Mörg teikn bendi til vaxtar í cfnahagslífi Bandaríkjanna á næstu mánuðum og árum og umfang og styrkur efnahagslífs Bandaríkjanna sé slíkur að það muni hafa áhrif um allan heim. Af fréttum að dæma virðist eftirspurn eftir framleiðslu fyrirtækjanna í Bandaríkjunum, pantanir, enn vera að dragast saman. Ekki skal ég leggja dóm á framtíðar- þróunina, en flestir eru sammála um að í iðnríkjunum sé framundan erfiðara ástand en verið hefur síðastliðin 30 ár. Stjórnvöld virðast almennt- hræddari við að grípa til aðgerða til að örva efnahagslífið en áður var, enda eðlilegt í ljósi undangenginnar reynslu. í ríkjunum í kringum okkur hefur verið brugðist við verðbólguöldunni á nokkuð annan hátt en hér á landi. Iðnríkin hafa mætt verðbólgunni með samdrætti og afleiðing hans er mikið atvinnuleysi. Ýmsir sérfræðingar velta nú fyrir sér hvort þetta séu góð skipti, atvinnuleysi í stað verðbólgu. Atvinnuleysið bitnar mest á ungu fólki sem er að koma inn á vinnu- markaðinn. Það er ekki nóg með að stór hluti þessa unga fólks hafi ekkert að gera, ekkert útlit er fyrir að stór hluti þess muni fá neina vinnn, sumir aldrei meðan þeir lifa. Og þá vaknar spurn- ingin: - Hvers konar veröld eigum við í vændum? Ef unga fólkið, sem við segjum oft að eigi að erfa heiminn, fær að stórum hluta e.t.v. aldrei 'vinnu. Aldrei möguleika á að takast á við mikilvæg verkefni, finna afl sitt og krafta í átökum við viðfangsefnin. Mun þetta verða til þess að ýmsum öfgasamtökum vex fiskur um hrygg? Mun stærri og stærri hópur ásaka þjóðfélagið vegna stöðu sinnar í lífinu? Spurningarnar verða fleiri og fleiri en svörin óljósari og óljósari. Staðan hjá okkur. Ég hefi hér að framan farið nokkrum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.