Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1982 TEKST VISINDAMONN- UM AD KOMA í VEG FYRIR INFLÚENSU? ■ Á hverjum vetrí má búast við því að inflúensa grípi um sig víða um heim. í Bandaríkjunum eru læknar nú að undirbúa búlusetningu gegn inflúensu, sem getur verið alvarlegur og hættulegur sjúkdómur, sérstaklega öldnu fólki og öðrum cinstaklingum með skert líkamsþrek. Bólusetja verður fólk áður en inflúensan er farin að breiðast út vegna þess að ónæmið verður að hafa sinn tíma til að myndast. í ár vita vísindamenn og læknar meira um inflúensuvírusa en áður, en samt er margt óráðið enn og ýmsar ráðgátur þar um virðast illleysanlegar. Tvö lyf hafa verið gerð, sem virðast geta hindrað eða bætt þá inflúcnsu. sem kemur í faraldri. Lyfin heita amantadine og rimantadine. Einnig hefur verið búið til bóluefni úr lifandi inflúensuvírusum, sem virðist gefa lengra ónæmi en bóluefni úr dauðum vírusum, sem mest hefur vcrið notað. Það hefur mikið áunnist í því að kynnast efnafræðilcgri og lífeðlisfræði- legri gerð inflúensúvírusa og einnig hegðun þeirra og reynt hefur verið að ráða gátuna um það af hvcrju þeir ráðast á niannkynið á vissum tímum en láta það afskipalaust annars. Árið 1976 voru fjölda margir sprautaðir í Bandaríkjunum gegn svínainnflúensunni, cn það dró úr ónæmisaðgerðuin, þcgar kom í Ijós að aukning varð á sérstakri tegund lömunarsjúkdóms á meðal þeirra er höfðu verið sprautaðir. Allt benti til að eitthvað í bóluefninu kæmi af stað lömunartilfellunum, en ekki var vitað hvað það var. Ef til vill eitthvað í bóluefninu sjálfu eða eitthvað annað í sambandi við sprautuna. Ekkert hefur samt komið í Ijós sem bcndir til þess að önnur innflúensuból- uefni hafi hliðstæð áhrif. Og ekkert virðist benda til þess að um aukningu sé að ræða á áðurnefndum lömunarsjúkdómi í sambandi við bóluefni sem notuð hafa verið frá 1976. Bóluefnið sem nú er notað virðist því ekki hafa neinar slíkar aukaverkanir. Á hverjum vetri ganga yfir inflúensuf- araldrar, en fyrirfram er erfitt að scgja hvaða inflúensuvírus verði um að ræða. í læknaháskólanum í Houston er nú unnið að því að rannsaka hvort hægt sé að segja fyrir um hvaða inflúensuvírusar muni næst ráðast á mannkynið og eru nú taldar nokkrar horfur á því að slíkt takist. Vísindamennirnir hafa komist að því að þegar inflúensufaraldur er að réna veikjast ýmsir af öðrum inflúensuvírus er olli þeim faraldi og líkur eru til þess að sá vírus muni valda næsta faraldri, að minnsta kosti á þeim stað, þar sem rannsóknir fórú fram. Rannsóknir þessar fóru fram á Houston og nákvæmar rannsóknir á vírusunum sýndu að þeir biðu ekki í Houston og umhverfi hennar yfir sumarmánuðina, þegar engin inflúensu- tilfelli voru, heldur fóru suður á bóginn og komu síðan aftur um veturinn í örlítið breyttri mynd. Þrjár aðaltegundir inflúensuvírusa eru kallaðar A,B, og C. Þetta eru skyldar tegundir sennilega afkomendur einnar vírusategundar. Með tilraunum er auðvelt að greina þær í sundur. C-inflúensa er sjaldan alvarleg. B-inflú- ensa getur farið víða um og verið alvarleg, en þó jafnast hún ekki á við A-inflúensu, sem getur farið um allan heim á nokkrum mánuðum og orsakai það að milljónir manna veikjast og þúsundir manna deyja af afleiðingum hennar. T.d. hafa 150.000.00 Bandaríkjamenn dáið úr inflúensu eða afleiðingum hennar síðan árið 1968. Vísindamönnum hefur tekist á undanförnum árum að gera nákvæmar rannsóknir á inflúensuvírusum. Hættu- legasti eiginleiki vírusanna er sá að þeir geta breytt sér. Andstætt flestum öðrum vírusategundum sem hafa áhrif á menn, geta inflúensuvírusarnir, sérstaklega A-vírusar, breytt sér skyndilega, þannig að ónæmi gegn einum veitir enga vörn gegn öðrum. Vísindamenn töldu að slík breyting ætti sér stað að meðaltali einu sinni átíu árumog faraldrarnir árin 1957 og 1968 studdu þá trú. En síðan hefur þó enginn slíkur faraldur komið. Álitið er að fjölbreytni inflúensuvírusanna sé vegna þess að erfðaefni þeirra er óvenjulega komið fyrir í hverri eind vírussins. Erfðaefnið er átta aðskildir hlutar af RNA og af því að kjarnasýran myndar átta hluta í vírusnum er talið að hlutarnir geti flutst yfir á aðra vírusa. Eitt af aðalatriðunum í nýjustu rannsóknum er því að reyna að hindra þessar breytingar á inflúensuvírusum og jafnvel nota þær til að eyðileggja vírusana sjálfa. í yfirborði inflúensuvír- usa eru tvö eggjahvítuefni, sem eru nefnd hemagglutinin og neuraminidase. Hamagglutinið virðist hjálpa vírusunum að ráðast inn í lifandi frumur. Neuraminidasið hjálpar m.a. nýmynd- uðum víruseindum að komast út úr þeim frumum, sem þær mynduðust í. 12 tegundir af hemagglutinum þekkjast í dag á A-inflúensuvírusum og að minnsta kosti 9 neurominidase eggjahvítuefni geta breytt vírusnum. Talið er að inflúensuvírusar, sem ráðast á nienn, geymist og breytist í ýmsum dýrum ogfuglum. Svínainflúens- an 1976 var kölluð svo vegna þess að vírusinn virtist náskyldur vírus, sem algengur er í svínum. Það er talinn vera sami vírusinn, sem orsakaði Spönsku veikina árið 1918 og drap milljónir manna um allan heim. Ekki er vitað hvort vírusinn var í svínum áður en hann réðst á menn eða öfugt. Sem betur fer barst veikin ekki mikið út árið 1976 vegna mikilla varúðarráð- stafana og ónæmisaðgerða. En því miður koma öðru hvoru upp tilfelli af svínainflúensu. •Sú staðreynd að inflúensuvírusar bera erfðaefni sitt í aðskildum hlutum er talin geta orðið til þess að hægt sé að búa til ný afbrigði, sem hafa mikla smitunareig- inleika, en verði samt ekki skaðlegir mönnum, eins og er með ýmsa vírusa í bóluefnum við öðrum sjúkdómum. Þeir vírusar gætu þá breytt eða komið í staðinn fyrir hættulegu vírusana, sem hafa hrjáð mannkynið og því er hugsanlegt að þar komi að inflúensu verði útrýmt. VERÐKONNUN Á VÖRUVERÐI ÍSEX VERSLUNUM ■ Dagana 22.-24. september aður ca. 4% af vöruverðinu í s.l. fór fram verðkönnun á verslunum í Borgarnesi. Könn- vörum í nokkrum verslunum í unin sýnir verulegan verðmis - Borgarnesi, Kópavogi og mun milli verslana. Þannig kosta Reykjavík. Annaðist Borgar- þær 21 vörutegund, sem til voru fjarðardeild Neytendasamtak- í öllum verslunum 337,30 kr. í anna gagnasöfnun í Borgarnesi, þeirri verslun, sem var með en Verðlagsstofnun í Reykjavík. hagkvæmasta verðið, en 377,45 Gagnaúrvinnslu annaðist Verð- kr., þar sem verðið var hæst, eða lagsstofnun. Þegar bornar eru 11,9% hærra. saman niðurstöður verslana í Vörumarkaður KB var með Borgarnesi annars vegar og í lægsta verðið, en Kjörbúð KB Reykjavík hins vegar, verður að með hæsta verðið. Þrjár verslan- taka tillit til flutningskostnaðar. ir voru undir meðalverði og þrjár Lauslega áætlað nemur sá kostn- yfir meðalverði. Rjörbúó .<L V.lru markaíur !Oi Verslun Jóns og Stcfáns Hvitár- skáli Stóntark- aóur KfCti Kópavogi Breiðholts-/ kjör Reykyavik Sykur, Dansukker 2 kg. 20.30 1 R . 9fl Púóursykur, Dansukker 1/2 kq. 9.10 8.10 7.65 10.70 8.70 Flórsvkur, Dansukker 1/2 kq. 7.70 7.05 6.20. Sirrku nDlasykur 1 kq. • 22.20 19.50 25.25 Molasykur hardr. Dansukker 1/2 kq. 10.05 7.40 Hveití 5 Ibs. 18.6011 31.05" 28.902* 28.902 23.50" 31.7521 Solqryn haframýöl 950 qr. 26.35 2 3.70 Kelloqs Comflakes -500 qr. Coco Puffs 12 oz. 48.70 38.75 51.50 45.90 Cheerios 7 oz. Cerebos salt 750 qr. dós. Roval lvftiduft 450 qr. 20.10 17.00 18.40 Vanilludropar lítió qlas 3.15 3.15 Roval vanillubúðinqur 90 qr. 5.45 4.7C 5.15 4.95 4.90 Vilko ávaxtasúpa 185 qr. 13.35 . Maqql sveDoasúpa 65 qr. Horo Ðéamaise sósa 27 qr. 4.95 5.05 Knorr kód og grill kryddery 88 gr. 11,70 _ 9,65 11,70 12,75 9,40 Honig spaghetti 250 gr. 14,20 1 2', 1 0 12,50 _ 14,60 16,60 Melroses te grisjur 40 gr. 9,25 8,7ö 9,30 _ 9,25 9,05 Braga kaffi 250 gr. 19,70 18,75 19,70 19,70 15,80 19,70 Frón mjólkurkex 4Ö0 gr. 16,65 14,35 16,90 17-,0^ 17,80 16,70 Ora grænar baunir 1/2 dós. 12,50 10,85 12,55 _ 11,10 12,25 Ora rauókál 1/2 dós 15.80 13.60 15,50 15.75 13.85 15.25 Ora fiskbúóingur 1/1 dós. 32,55 •29.50 31.55 33.35 31.30 31,55 Qra fiskbollur 1/1 dÓ6. 23,00 20,55 22,20 23,75 21,90 22,20 Ora traiskom 1/2 dós. 24,20 17,85"' 23,90 18,00 21,40 23,65 Appelslnusafi Sanitas 1 ltr. 20,00 - 24,85 24,60 22,25 21.00 Vals tómatsósa 430 gr. ’ 8,20 10.00 11,05 : 10,20 11,25 SS sinnep 200 gr. 7.65 _ 7.60 7,6 5 6.90 7.45 ^99 1 kg. 39,50 _ 39,0U 45,00 35.00 48,00 Ljóna smjörliki 500 gr. 12,20 _ 12,10 12/20 12,20 12,20 Nautahakk l.fl. 1 kg. 112,00 _ 98.00 98,00 95,00 104.00 Serla WZ pappír 2 rúllur 13,55 _ 12.55 12.80 11,90 13,35 C-11 þvottaefni 650 gr. 17,35 14,25 20.50 - 15.95 19.65 Iva þvottaefni 550 gr. 18,25 16,20 17,95 18,05 20,15 20,15 Vex þvottaefni 700 gr. 18,35 15.40 18,00 _ 20,70 21,10 o ! 3 C' § r 27.3Q 20. -50 31.65 _ 29.95 30.50 Hreinol uppþvottalögur grann 0,5 1. 9,95 _ 9.95 9.95 11.30 9.75 Samtals veró þeirra 21 vörutegunda sem til voru í öllum verslunun. 377.45 Hlutfallslegur samanburóur, meóalveró = 100 104.9 93.7 1) Robin Hood hveiti 2) Pillsburys hveiti 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.