Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1982 þeirra væri án alls efa Liam Brady, sem leikur með Sampadoria á Ítalíu við hlið Trevor Francis. Hann nefndi einnig leikmenn eins og Lawrenson, Liver- pool, Kevin Moran frá Man. Utd., Ronnie Wheelan, Liverpool og áfram er hægt að telja. Þetta eru tómar stjörnur. Leikurinn í dag er sjötti leikur þjóðanna. Þrívegis hafa írar sigrað, en tvívegis hafa liðin skilið jöfn. Leikurinn í Dublin fer fram á Lansdowne Road og búist er við milli 20 og 25 þús. áhorfendum á hann. Hann hefst klukk- an 15.00 að íslenskum tíma. sh Dregin út 2.des. Dregin út 3. febrúar 1983 í liðinu ■ „Maður er hæfilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Þetta er þrumulið sem þeir hafa, sterkara landslið en þeir hafa nokkru sinni fyrr teflt fram írarnir," sagði Jóhannes Atlason er Tíminn hafði samband við hann þar sem hann var staddur í Dublin á írlandi í gær. „Allir leikmenn liðsins eru heilir og það er mjög létt yfir hópnum, en það er ekki eins létt yfir veðrinu hérna. Það er dæmigert íslenskt haustveður, rok og rigning." Aðspurður um írska liðið sagði Jóhannes að að væri mjög sterkt frægir leikmenn í öllum stöðum og frægastur Margir mjög frægir leikmenn ■ Byrjunarlið tra veröur skipað eftir- töldum leikmönnum: Markvörður: James McDonagh, Mark Lawrenson, Liverpool, David O'Leary, Arsenal, Kevin Moran, Man.Utd., Chris Hughton, Tottenham, Ronnie Wheelan, Liverpool, Tony Grealish, Brighton, Liam Brady, Sampadoria, Frank Stapleton, Man. Utd. Mike Robinson, Brighton, Kevin 0‘Callaghan, Ipswich. Þetta eru allt vel þekktir leikmenn úr stórliðum Englands og víst er að við örðugan andstæðing er að etja. En íslendingar hafa oftast staðið sig best þegar andstæðingurinn hefur verið hvað stcrkastur. ■ Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari er á þessari mynd ásamt nokkrum atvinnumönnum íslendinga í knattspymu. Þrír þeirra leika ekki með í dag gegn íram, þeir Karl, Teitur og Janus, en hinir sex verða á fullri ferð og vonandi ná þeir hagstæðum úrslitum í leiknum. STOR- GLÆSI LEG DAIHATSU Dreginn út Gunnar á aðleika — í landsliðinu gegn írúm ■ Jóhannes Atlason tilkynnti byrj- unarliðið á æfingu landsliðsins síð- degis í gær. Það verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Markvörður: Þorsteinn Bjaraa- son, ÍBK, Örn Óskarsson, ÍBV, Viðar Halldórsson, FH, Marteinn Geirsson, Fram, Sævar Jónsson, CS Bragge, Gunnar Gíslason, KA, Pétur Ormslev, Dusseldorf, Araór Guðjohnsen, Lokeren, Pctur Pétursson, Antwerpen, Láras Guðmundsson,Waterschei. Varamenn í leiknum verða Guð- mundur Baldursson, Fram, Ólafur Björnsson, UBK, Sigurður Lárus- son, IA, Ómar Torfason, Víking, Ragnar Margeirsson, ÍBK. Það lék vafi á hvort Gunnar eða Ómar Torfason yrði fyrir valinu og tók Jóhannes þá ákvörðun að láta Gunnar leika. Hvers vegna var Jóhannes spurður: „Ég var fyrst og fremst að hugsa um vamarhlutverkið og ég held að Gunnar komi til með að brjóta betur niður sóknir Iranna en Ómar. En þetta var erfitt val, því báðir era snjallir leikmenn og hið sama má raunar segja um Ragnar Margeirsson. Þeir hafa báðir komið inná í landsleikjum og staðið sig með mestu prýði. En ég tók þessa ákvörðun og vona að vel gangi.“ Stjörnur hjá írum „ÉG ER HÆFILEGA BJARTSÝNN” — segir Jóhannes Atlason, landslidsþjálfari um landsleikinn gegn írlandi í Dublin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.