Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.10.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1982 17 íþróttir Umsjón: Sigurdur Helgason ■ Erlendur Einarsson forstjóri SÍS afliendir Erni Eiðssyni formanni FRÍ íþróttastyrk SÍS 1983. Við hlið Arnar stendur Júlíus Hafstein formaður HSI sem var einnig handhafi íþróttastyrksins. Tímamynd Róbert HSÍOGFRf FENGU STYRK — Samband íslenskra samvinnufélaga styrkir sérsambönd ÍSÍ f jórða árið í röð ■ Handknattleikssamband íslands og Frjálsíþróttasamband íslands eru hand- hafar íþróttastyrks SÍS árið 1983. Það var upplýst í hófi sem SÍS efndi til í gær og þar fengu formenn sérsambandanna tveggja styrkinn afhentan úr hendi Erlends Einarssonar forstjóra Sam- bandsins. Það eru liðin tæp þrjú ár frá því SÍS afhenti styrkinn í fyrsta sinn og var fyrsti handhafi hans Körfuknattleiksamband íslands. Á þessu ári hefur Handknatt- leikssambandið verið hans aðnjótandi og mun svo verða einnig á þessu ári. Hcildarstyrkupphæðin er 225.000 krón- ur og koma 150.000 í hlut HSÍ en 75.000 í hlut FRÍ. Júlíus Hafstein formaður HSÍ og Örn Eiðsson formaður FRÍ veittu styrkj- unum viðtöku og fluttu að því loknu þakkarávörp fyrir hönd sinna sambands- félaga. Hverjir ■ Síðari leik Víkinga og færeyska liðsins Vestmanna, sem leikinn var í Færeyjum í fyrrakvöld lauk með sigri Víkinga, sem skoruðu 27 mörk gegn 23 mörkum færeyska liðsins. Þorbergur Aðalsteinsson var markahæstur í ís- lenska liðinu með 6 mörk, en þeir Sigurður Gunnarsson og Steinar Birgis- son voru með fimm mörk hvor. Þar með eru Víkingar komnir í 2. umferð keppninnar með markatöluna 62-42. Nú er það bara spurningin hverjum þeir lenda gegn í 2. umferðinni. Hólmbert með KR-inga áf ram? ■ Miklar líkur eru á að Hólmbert Friðjónsson verði endurráðinn þjálf- ari 1. deildarliðs KR næsta keppnis- tímabil. Hann náði mjög góðum árangri með KR-liðið á keppnistíma- bilinu og til dæmis má nefna, að liðið tapaði aðeins tveimur leikjum í 1. deildarkeppninni. En sóknarleik- urinn var ekki nógu beittur, en komist hann í lag er óhætt fyrir alla að reikna með KR-ingunum mjög sterkum næsta sumár. „KR-ingar hafa viljað ganga frá þessu máli, en ég hef viljað taka mér frí, en það fer að koma að þessu. Það eru miklar líkur á að ég verði með KR-inga í sumar," sagði Hólmbert í samtali við Tímann. sh ■ Hólmbert Friðjónsson. Það var í júlí síðastliðnum sem SÍS auglýsti eftir umsóknum um styrkinn og bárust 11 umsóknir frá jafnmörgum sérsamböndum. Það leikur enginn vafi á, að styrkveiting af þessu tagi er mikils virði fyrir íþróttahreyfinguna og á Samband íslenskra samvinnufélaga þakkir skildar fyrir framtakið. Fjár- mögnun til íþróttastarfsins er erfið og því eru allir styrkir af þessu tagi mikils virði. ■ Gunnar Trausti Guðbjömsson varð fyrstur til að ná að halda út í fimm umferðir í gctraunalgik Tímans. Að lauum fékk hann kvöldverð fyrir tvo í veitingahúsinu Þórscafé og á myndinni er hann ásamt konu sinni að snæðingi. Fjölmargir landsleikir ■ Margir leikir verða háðir í Evrópukeppni landsliða í kvöld. Skotar fá Austur-Þjóðverja í heim- sókn í 1. riðli. I 2. riðli leika Sovétmenn og Finnar og í 4. riðli leika Norðmenn gegn Júgóslövum. Tveir lcikir vcrða háðir í 5. riðli. ítalir fá Tékka í heimsókn og Svíar fara til Kýpur og leika þar gegn heimamönnum. Austurríkismenn leika gegn Norð- ur-írum í 6. riðli og loks er það leikur Ira og íslendinga í 7. riðli Evrópu- keppninnar. molar. Enskir án Robson ■ Englendingar ætla í kvöld að leika vináttulandsleik gegn Vestur- Þjóðvcrjum á Wembley-leikvangin- um í London. Þar mun Robson landsliðsstjóri tefla fram sínum bestu mönnum, en þó eru nokkrir mjög góðir leikmenn ekki með vegna meiðsla. Ray Clemence markvörður er til dæmis meiddur og mun ekki leika og eins er ástatt með Bryan Robson. En Englendingar þurfa engu að kvíða, þvi engin þjóð hefur úr jafn stórum hópi snjallra knattspyrnumanna að velja og þeir. ★ Heimslid Eric Batty ■ Menn taka sig á stundum til og vclja úrvalslið af ýmsu tagi. Árlega fær breska knattspyrnutímaritið World Soccer Eric Batty til að velja ellefu bestu knattspyrnumenn heims og í nýjasta hefti blaðsins birtir hann liðið. Það skipa Peter Shilton, Eng- iandi, Tresor, Frakklandi, Passar- ella, Italíu, Duarte, Pcrú, Giresse, Frakklandi, Falcao, Brasiliu, Plat- ini, Frakklandi, Ardiles, Argcntinu, Socrates, Brasilíu, Rummenigge, Vestur-Þýskalandi, Rossi, Ítalíu. Varðandi valið á markverðinum, sagði Batty að úr vöndu hefði verið að ráða, en valið hafi staðið á milli Shilton og sóvéska markvarðarins TBR f Evrópu- keppni ■ Á næstunni fer fram í Bclgíu Evrópukeppni félagsliða í badm- inton og fer lið TBR utan og tekur þátt í keppninni. Hún verður háð dagana 15.-17. október næstkom- andi. Með TBR í riðli í keppninni eru lið frá Noregi, Skotlandi og Júgóslavíu. Nánar síðar. ★ Guðmundur og Eysteinn með Hreidari ■ Eins og greint var frá hér í blaðinu í gær, var Hreiðar Jónsson valinn til að dæma landsleik Eng- lendinga og Luxemburgarmanna á Wembley í desember. Hæfnisnefnd dómara gerði því næst tillögur um hverjir yrðu línuverðir með Hreiðari í þcssum leik og var í henni samþykkt að Guðmundur Haraldsson yrði línu- vörður nr. 1, en Eysteinn Guð- mundsson yrði númer 2. Þetta var einróma samþykkt í stjórn Dómara- sambandsins og lagt til við stjórn KSÍ, að þessir tveir yrðu starfsmenn á leiknum ásamt Hreiðari. Ekki er ástæða til að ætla annað, en að stjórn KSÍ muni samþykkja þessa línuverði. ★ Strangar reglur ■ Mjög strangar reglur eru í gildi. hjá Evrópusambandi knattspymu- manna og hafa ýmsir fengið að finna fyrir þeim. Þar má nefna enska félagið Aston Villa, sem varð að leika gegn Besiktas frá Tyrldandi í Evrópukeppni meistaraliða á heima- velli sínum án áhorfenda. Þeir einu sem leikinn sáu voru starfsmcnn vallarins og örfáir aðrir sem á einn eða annan hátt eru tengdir liðunum. Víkingar léku með saltfiskaug- lýsingar á búningum sínum, en þær reyndust vera of stórar saiúkvæmt reglum UEFA og fengu þeir sektar- dóm fyrir skömmu vegna þess. Þannig er Ijóst að öll þau lið sem taka þátt í mótum á vegum Evrópu- sambandsins verða að hafa vaðið fyrir neðan sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.