Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 2
FOSTUDAGUR 15. ORTOBER 1982 Umsjón: B.St. og K.L. í spegli tímans Kappinn ber gulí sitt dag og nótt ■ „Svonaerégsterkur“, segirMr. T. ■ Ef þið haldið að píanóleik- arinn Liberace sé mest skreytti karlmaður í heimi, þá getum við bent á annan herra, sem er ekki síður puntaður Hann er meira aö segja með eyrna- lokka líka, en ekki minnumst við þess að hafa séð Liberace með slíka skartgripi. Þessi heimsmeistari í skrauti nefnir sig Mr. T., en hann er mótleikari og keppinautur Syl- vesters Stallone í myndinni Rocky III. Þegar herra T. (hann fæst aldrei til að gefa upp sitt rétta nafn), fékk útborguð laun sín fyrir myndina Rocky III, fór hann í verslunarferð í skart- gripabúðir og keypti sér m.a. 382 stykki af ekta gullkeðjum, einn risastóran gullhring með dýrmætum steini, því að hann kostaði einn sér yfir 3 millj. íslenskra króna. Mr. T. segist alltaf reyna að bera á sér eins mikið af sínum skartgripum og hann geti (sumt geymir hann í banka- hólfi). Meira að segja á nóttinni er hann með festar, armbönd og hringa, sem hlýtur reyndar að vera talsvert óþægi- legt. T. segist óttast innbrots- þjófa, — en það Ieikur sér enginn að því að ræna mig gullinu sem ég ber á mér, segir hann og sýnir vöðvana. Áður en Mr. T. fékk hlutverk í kvikmyndinni Rocky III var hann persónulegur lífvörður Muhammads Ali heimsmeistara í hnefaleikum, svo það þýðir líklega lítið fyrir þjófa og ræningja að hætta sér í að reyna að ræna skartinu af Mr.T. Bronson - hjónin í kaupstaðarferð. Bronson skattstjór- inn í stríði Kókog ekkert annað ■ Nýlega keypti stórfyrirtæk- ið Coca-Cola kvikmynda- félagið Columbia Pictures. Síðan hafa stjómendur þar á bæ óskað þess, að starfsfólkið drekki einungis Coca-Cola drykki á staðnum, en ekki gosdrykki frá öðmm fram- leiðendum. Fókið tók þessu misvel, og vildi fá sitt appelsín og annað, sem það var vant að drekka með bitanum sínum, og fram komu fyrirspurnir um hvort ekki mætti koma með gos heimanað með sér í vinnuna. Þessi beiðni var tekin fyrir á stjórnarfundi í fyrirtækinu, og það vafðist fyrir mönnum að neita hcnni. Að lokum var gerð samþykkt þess efnis, - að starfsfólkinu væri heimilt að koma meö aðra gosdrykki en Coca-Cola með sér á vinnu- stað, en sett það skilyrði, að flöskurnar yrðu að vera í ógagnsæjum pappírspokum. ■ Það er sárasjaldan sem Ijósmyndurum tekst að ná myndum af Charles Bronson og konu hans, bresku leikkon- unni Jill Ireland, þar sem þau eru „úti á lífinu“ í llollywood. Venjulcga halda þau sig mest heiina og lifa rólegu hTi á búgarði sínum í Vermont. Nú er komiö upp stórt vandamál í sambandi við búgarðinn, því að hann er skattlagöur sem lúxusheimili, en Charlcs Bronson heldur því fram, að þetta sé ckki cinungis heit:iili þeirra hjóna, heldur sé búgaröurinn fyrirtæki, þar sem hauit elur hesta, sem síðun eru scldir, og við fyrir- tækið vinni minnst 5 manns. Þess vegna eigi að skattleggja búgarðinn sem búnaðarfyrir- tæki, en ekki leggja á hann einhverja rosalcga lúxus- skatta. Fólkið á skattstofunni er ekki á sama máli, og Bronson er farinn að hafa áhyggjur af því, að það reynist lionum ofviða að reka búgaröinn ef skattstjórinu vinnur stríðið. Þá' verði hið rólega sveita- heimili þeirra orðið að myllu- steini um háls hans, sem dragi hann niöur í skattaskuldafenið. Lögfræðingurinn Bronson segir „Við ætlum að berjast... Við förum í mál..." Og Bronson varð illilegur á svip, þegar hann tók undir orð lögfræðingsins, - og eins og allir vita, sem hafa séð Bron- son á hvíta tjaldinu, þá er hann sérfræðingur í því að setja upp illilegan svip. ■ Það hefur viljað fcstast við Gert Fröbe viðurnefnið „Goldfinger“, því margir muna eftir honum ( úr James Bond-myndinni. Hér er Gert á góðri stund með fótboltastjörnunni Sepp Maier og leikkonunni Uschi Glas. „Goldfinger” í gódu skapi ■ Þýski leikarinn Gert Fröbe er oröinn 69 ára. Hann er mjög hress og þykir einn besti gamanleikari í Þýskaiandi. Hann hefur unnið sér alþjóð- lega frægð með lcik sínuin í kvikmyndum, en þar hefur hann reyndar ekki verið í grínhlutverkuin eins og í heimalandi sínu, heldur hefur hann oft lcnt í því, að lcika einhverja sérkennilega þrjóta, svo sem Goldfinger í James Bond myndinni 1965. Það er þaö hlutverk sem flestir hafa séð hann i. Gert Fröbe lék ógleymilega í myndinni „The Daring Young Men in their Flying Machin- es“, en þar lék hann klossaðan og klunnalegan Prússa, en þá inanngerö lætur honum vel að túlka. Jules Dassin, franski leik- stjórinn, sagði eitt sinn um Fröbe, að hann væri hinn síöasti af þcssum góðu og göif.lu ekta gamanleikurum í Evrópu. ■ Hér sést Goldie Havvn á ferð með dóttur sína í London, eftir að hún hafði lokið við að leika í Bestu vinum. „Auka- númerið” hjá Burt og Goldie kemur liklega ekki í myndinni „Best Friends” ■ Sagt var frá því fyrir nokkru í Spegli Tímans, að nýjasta mynd Burt Reynolds væri „Best Fri- ends“ (Bestu vinir), þar sem hann lék á móti Goldie Hawn. Nú var þess nýlega getið í ensku blaði, að upptöku þessar- ar myndar væri lokið, og þau höfðu bæði látið vel af því að lcika saman og orðið bestu vinir við samvinnuna. Bæði hafa þau gaman af smáprakk- arastrikum, og því gerðu þau at í stjómanda mynd- arinnar og myndatöku- mönnum í mjög róman- tísku lokaatriðinu, þar sem þau leiðast innilcga í átt að sólarlaginu og ganga inn í kvöldroðann. Ahrifamikið atriði, — en Burt og Goldie höfðu hugsað sér annað. Þeim fannst þetta of væmið og tóku sig saman um að eyðileggja „senuna". Þegar hið hátíðlega augnablik kom, og mynda- vélarnar höfðu verið stillt- ar á parið í kvöldsólinni, gengu þau fýrst rólega af stað og leiddust, — en allt í einu hljóp púki í þau og þessar heimsfrægu stjörnur leystu niður um sig og sýndu bera boss- ana framan í myndavéi- arnar. Stjórnendur um- turnuðust af reiði, tækni- menn og starfsfólk grétu af hlátri, og þau sjálf Burt og Goldie hlógu svo mikið, að þau hnigu niður í krampahlátri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.