Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 21 íþróttir GOÐVÖRN OG MARKVARSU Tryggði KR-ingum öruggan sigur gegn Fram í 1. deild, 28:17 ■ Það lið sem ekki nær að skora nema 5 mörk í einum hálfleik í handknattleik getur ekki vænst þess að vinna öfluga andstæðinga. Sú varð raunin með 1. deildarlið Fram í gærkvöldi, en í síðari hálfleik gegn KR-ingum skoruðu þeir aðeins 5 mörk. En þeir geta ekki aðeins kennt sjálfum sér um, því vamarleikur KR-inga var mjög góður og árangurs- ríkur og þar á ofan bættist að Jens Einarsson markvörður KR sýndi stór- leik í markinu. Varði bókstaflega frábærlega. Það voru Framarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og þeir höfðu fmmkvæmið framan af fyrri hálfleik. Þeir komust í 4-3, en þá skomðu KR-ingar þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum höfðu KR-ingar svo for- ystu, þetta tvö til þrjú mörk mörk og í hálfleik var staðan 14-12 KR-ingum í hag. Semsagt ekki ýkja mikill munur í fyrri hálfleik, enda varnimar hjá báðum liðum fremur auðveldar „umferðar", en það breyttist svo í þeim síðari. Fyrst og fremst hjá KR, en vörn þeirra lék mjög vel allan hálfleikinn og að baki hennar stóð Jens Einarsson og varði það sem lak í gegn. Þeir náðu svo að skora, það sem talist getur hæfilegur fjöldi marka í hálfleiknum, eða 13 talsins. Sóknarleik- urinn var fjölbreyttur. Mörkin voru skoruð af línu, úr hornunum og utan af velli. Og eitt marka Alfreiðs Gíslasonar var af þeirri gerð hörkunegling og hver sá sem slapp við að verða fyrir boltanum gat þakkað sínum sæla. Lokatölur í leiknum urðu svo 28 mörk gegn 17. Það var kannski fullmikill munur miðað við gang leiksins, en það er íhugunarvert fyrir Framliðið hversu oft það virðist hreinlega hrynja í síðari hálfleik. Hannes Leifsson og Gunnar Gunnars- son voru bestir hjá Fram og þá sýndi Rúnar Kristinsson í markinu laglega takta á stundum í síðari hálfleik. Þá lék Erlendur Davíðsson af miklum krafti. Lið Fram hefur tekið miklum framför- um frá því í fyrstu leikjum þess og ekkert lið getur bókað sér sigur frá því í fyrstu Stórleikurinn í Englandi ■ Stórleikurinn í ensku knattspyrn- unni á laugardag verður milli Liverpool og Manchester United. Þetta eru þau tvö lið sem flestir spá að sigri í deildakeppninni að þessu sinni og því er ekki úr vegi að huga að því hvernig leikir þessara liða á Anfleld hafa endað á undanförnum árum. I síðustu fjórum leikjum hefur Liverpool sigrað Manchester United á Anfleld í Liverpool. Tvívegis hefur farið 2-0, einu sinni 3-1 og Liverpool skoraði einu sinni eina mark leiksins. En í næstu tvö skipti þar á undan sigraði United. Fyrst 2-1 og síðan 1-0. Af þessu má sjá, að aldrei liefur munað miklu og ómögulegt er að spá um úrslitin. Bæði liðin hafa á að skipa mörgum geysisnjöllum leik- mönnum, sem leika með landsliðum hinna ýmsu þjóða á Bretlandseyjum. Þar af tveir úr hvoru liði í írska liðinu, sem lék gegn íslendingum í fyrrakvöld. Bodgan í markinu Hjá Ármenningum í 2. deild ■ Bodgan þjálfari 1. deildarliðs Víkings í handknattleik er sem kunnugt er einnig þjálfari Ármenninga í 2. deild. Ekki þykir honum liði sínu hafa gengið nógu vel að undanförnu og því hefur hann ákveðið að leika í markinu hjá Ármanni. Hann mun hafa tilkynnt félagaskipti yfir í Ármann úr Víkingi. Bodgan var á sínum tíma landsliðs- markvörður Pólverja í handknattleik og er því áreiðanlega enginn aukvisi í því fagi. Enda hefur markvarslan löngum verið í góðu lagi hjá víking- unum. leikjum þess og ekkert lið getur bókað sér sigur gegn þeim fyrirfram. Það vantar meira jafnvægi í leikinn hjá þvf, þá ættu þeir að geta ógnað öllum 1. deildarliðinum alvarlega. Hjá KR lék Haukur Ottesen sinn besta leik í langan tíma. Hann var mjög ■ Haukur Ottesen lék sinn besta leik með KR í langan tima gegn Fram í gærkvöldi. Hann var markahæstur og skoraði 7 mörk. yfirvegaður og gerði fáar villur og skoraði 7 mörk. Anders Dahl Nielsen var tekinn úr umferð, en sýndi inn á milli góð tilþrif og hann er mjög sterkur og útstjónarsamur varnarleikmaður. Jó- hannes Stefánsson lék mjög vel á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði nokkur vítaköst. Þáttur Jens hefur fyrr verið nefndur í sambandi við mark- vörsluna. Mörkin: KR: Haukur Ottesen 7, Alfreð Gíslason 5, Anders Dahl Nielsen 4 (2), Ragnar Hermannsson og Jóhann- es Stefánsson 3 hvor, Stefán Halldórs- son 2, Haukur Geirmundsson 2, Guð- mundur Albertsson og Friðrik Þor- björnsson eitt hvor. Allir leikmenn sem komu inná hjá KR skoruðu nema markvörðurinn. Fram: Gunnar Gunnarsson 4(3), Hannes Leifsson 4, Sigurður Svavars- son, Erlendur Davíðsson og Jón Árni Rúnarsson 2 hver, Hermann Björnsson, Egill Jóhannesson og Björn Eiríksson eitt hver. Á undan fór fram leikur í 1. deild kvenna milli KR og Hauka. KR-stelp- urnar sigruðu örugglega með 12 mörk- um gegn 7. sh Robson vill Grobbelaar ■ Það hcfur valdið Bobby Robson framkvæmdastjóra enska landsliðs- ins miklum áhyggjum, að allir bestu markverðirnir í Englandi eru komnir á fertugsaldur og koma því tæpast til með að verða hlutgengir í hcims- meistarakeppninni 1986. Það á við um Peter Shilton, Ray Clemence, Joe Corrigan, Phil Parkes, já bókstaflega alla þá sem eru í fremstu röð meðal markvarða í Englandi. Hann heldur því fram, að sá sem helst hefði komið til greina af yngri mönnum sé Bruce Grobbelaar Liverpool, en sá hængur er á, að hann hefur þegar leikið iandsleik fyrir Zimbawbe. Robson telur að ekki líði á Iöngu þar til búið verði að sníða helstu agnúana af markvörslu Grobbclaar og þá hefði hann verið tilbúinn til að leika í enska ■ Bruce Grobbelaar og unnusta hans Janet Holt. landsliðinu. En líklega verður það Gary Bailey, sem verður fyrir valinu þegar allt kemur til alls. Hann hefur leikið með undir 21 árs liðinu og kemur líklegast til með að fylla skarð Shilton og Clemence. jj \\ ÆÁ: t, 1 -ý j wgm SHH x 9H ■ Þetta eru liðsmenn TBR, sem farnir eru utan til Antwerpen í Belgíu, þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í badminton. Keppnin hefst í dag og mun lið TBR þá mæta norsku meisturunum frá Kristiansand. Á morgun keppa TBR-menn gegn liði frá Júgóslavíu og einnig gegn County Club frá Skotlandi. Það lið sem sigrar í riðlinum mætir síðan hollensku meisturunum í undanúrslitum. Sá lcikur fer fram á sunnudag, en þá verður lcikið til úrslita. Núverandi Evrópumeistarar eru Gentofte frá Danmörku með þau Lenu Köppen og Morten Frost í fararbroddi. Liðsmenn TBR sem keppa í Antwerpen eru: Aftari röð frá vinstri: Daníel Stefánsson form TBR, Sigfús Ægir Ámason, Guðmundur Adolfsson, Broddi Kristjánsson, Kristín Magnúsdóttir, Elísabet Þórðardóttir, You Zuorong, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Inga Kjartansdóttir, Þorsteinn Páll Hængsson, Kristín B. Kristjánsdóttir, Haraldur Komelíusson og Þórdís Edwald. Ljósmyndari: Þorgeir Jóhannsson. Valur og Fram eigast við í körfunni ■ Líklegt er að leikur Vals og Fram í úrvalsdeildinni í körfuknattlcik verði aðalleikurinn í körfunni um helgina. Hann verður leikinn á laugardag klukkan 14.00 í íþróttahúsi Hagaskóla. Á sama tíma leika ÍBK og UMFN í Keflavík og þar má búast við hörkuleik, tveggja liða sem hvorugt hefur tapað leik í mótinu til þessa. Síðasti leikur 3. umferðarinnar er svo leikur ÍR og KR sem fram fer á sunnudagskvöld klukkan 19.00. Margir eru þeirrar skoðunar að það séu þau tvö lið sem komi til með að berjast um fallsætið, þ.e. berjist um að verða ekki í fallsætinu. Einn leikur verður leikinn í 1. deild kvenna. Verður hann háður strax að loknum leik Vals og Fram í Hagaskóla á laugardag. í 1. deild leika Þór og Haukar á Akureyri á morgun klukkan 16.00. Þar má búast við miklum baráttuleik tveggja liða, sem bæði hyggjast komast í úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili. f 2. deild leika IA og UMFL á Akranesi í kvöld klukkan 20.30. Bræður og Vík leika í Hagaskóla á morgun klukkan 17.00. Ásgeir með Þróttara ■ Þróttarar hafa endurráðið Asgeir Elíasson sem þjálfara 1. deildarliðs félagsins í knattspyrau á næsta keppnistímabili. Ásgeir hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. Hann tók við því er það hafði fallið í 2. deild og þá fóru margir leikmenn sem leikið höfðu með Þrótti í önnur félög, þannig að nýir menn tóku upp merkið og sigruðu glæsilega í 2. deild i sumar. Ásgeir lék lengst af með Fram, en hann hefur fengist við þjálfun í mörg ár og þjálfað m.a. Víking Ólafsvik, FH og Þrótt og einnig hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Fram með góðum árangri. Ásgeir Elíasson hefur leikið 29 A-Iandsleiki fyrir ísland. ★ Firmakeppni f bordtennis ■ Firmakeppni borðtennisdeildar KR var haldin í KR-heimilinu 26. september síðastliðinn. 17 fyrirtæki tóku þátl í keppninni. Röð efstu fyrirtækja varð sú, að í fyrsta sæti var Ryðvarnarskálinn, en fyrir hann keppti Tómas Sölvason. 1 öðru sæti varð Morgunblaðið, en fyrir það keppti Jóhannes Hauksson og í þriðja sæti var Kristinn Már Emilsson, sem keppti fyrir Lands- bankann. I næstu sætum urðu Kristinn Guðnason, Eimskip, Hans Petersen, Jöfur og Sportvöruversl- unin Sparta. Landsleikir f badminton ■ Fyrsti landsleikur íslands og Belgíu í badminton vcrður háður í Antwerpen í Belgíu á sunnudaginn. Landsliðsnefnd hefur valið keppend- ur í leikinn, cn kínverski landsliðs- þjálfarinn sem verður staddur í Antwerpen á vegum TBR mun raða niður í liðin. Spilaðir verða 2 einliðaleikir karla, 1 cinliðaleikur kvenna, 2 tvíliðalcikir karia, 1 tvfliðaleikur kvenna og einn tvcnndarleikur. Þetta er í fyrsta sinn scm þessar þjóðir mætast á badmintonvellinum. Unglingalandsieikur gegn Færey- ingum vcrður háður í TBR-húsinu á sunnudaginn 17. október klukkan 14.00. ★ Handbolti um helgina ■ Leikurinn sem vera átti milli Víkings og Þróttar í 1. deild karla t handknattleik, en frestað var á miðvikudag verður leikinn á morgun laugardag í Laugardalshöll og hefst hann klukkan 14.00. Á sunnudags- kvöld leika svo Stjarnan og Valur í Hafnarfirði og hefst sá leikur klukkan 20.00. í kvöld leika á Akureyri í 2. deild karla og KA og Afturelding og strax á eftir lcika Dalvík og Reynir Sandgerði í 3. deild karla. Á Varmá leika í kvöld í 2. deild karla Breiðablik og Ármann og hefst sá leikur klukkan 20.00. Á Akureyri leika Þór Akureyri og Reynir í 3. deild á laugardag kl. 14.00. Skallagrímur og Ögri lcika í 3. deild í Borgarnesi á sama tíma. í Hafnarfírði leika Haukar og Grótta klukkan 14.00 á laugardag og er sá lcikur í 2. deild karla. í Laugardalshöll leika í 3. deild karla klukkan 14.00 á laugardag Fylkir og ÍBK og strax á eftir leika Þróttur og Selfoss i 2. deild kvenna. í Ásgarði leika í 2. deild kvenna Stjarnan og Fylkir og ÍBK og HK leika í sömu deild í Keflavík klukkan 14.00. Að síðustu leika í Vestmannaeyj-. um Þór V. og HK í 2. defld karla og í 2. dcild kvenna BK og ÍA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.