Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 16
Opið virka daga 9-19, Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á.öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 FOSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 ■ Halldór Rafnar formaður Blindrafélags Islands, ráðstefnunnar. Arvo Karivinen frá Finnlandi, Gunnar Haugsveinn frá Noregi ásamt íslenskum starfsmönnum Tímamynd Róbert. BUNDIR I „SIALFSAF- GREIÐSLUÞJÓDFÍIAGINU ■ I kvöld lýkur á Hótel Loftleiðum ráðstefnu norrænu blindrasamtakanna, sem staðið hefur yfir síðan á því á miðvikudag. Efni ráðstefnunnar er umhverfismál- og umferðarmál blindra og hjálpartæki blindra. 65 manns sitja ráðstefnuna, þar af 31 frá hinum Norðurlöndunum. Ráðstefnur sem þess- ar eru haldnar þriðja hvert ár og er þessi hin fyrsta sem Blindrafélag íslands sér um framkvæmd á. Á miðvikudaginn voru flutt framsöguerindi um umhverfis- mál blindra og umræðuhópar störfuðu. í gær var fjallað um hjálpartæki á almennum markaði, norræna samvinnu um þróun, framleiðslu og dreifingu hjálpartækja svo og um vandamál sjónskertra í „sjálfsafgreiðsluþjóð- félaginu". í dag fjallar ráðstefnan um umferðarmál og henni verður síðan slitið í kvöld. í gær gafst blaðamönnum kostur á að ræða við nokkra fulltrúa á ráðstefnunni. Sjálfsafgreiösluþjóöfélagið“ Þingful 1 trúarnir bentu á að þjóðfélög okkar þróast æ meir í það horf að fólk afgreiði sig sjálft í verslunum og þjónustustofnunum. Flestar verslanir og veitingahús bjóða uppá sjálfsafgreiðslu í almenningsfarartæki fer víða fram með sjálfsölum, bankar efla sjálfvirkni í þjónustu sinni og þannig mætti lcgni telja. Þetta hefur í för með sér mikil vandkvæði fyrir blinda og sjónskerta og raunar fleiri hópa eins og börn og aldrað fólk, sem þarf á persónulegum sam- skiptum að halda til að geta fært sér í nyt almenna þjónustu sem öllum á að standa jafnt til boða. Blindir og sjónskertir' verða að vekja athygli á þessu vandamáli, því að eins og norski fulltrúinn, Gunnar Haugsven orðaði það: „Þjóðfélagið er ekki eingöngu byggt upp af hraustum einstaklingum á milli þrítugs og fertugs. „Sjálfsaf- greiðsluþjóðfélagið" kann að hafa þau áhrif að blindir og sjónskaðaðir einangr- ist í vaxandi mæli öðrum samfélagshóp- um. Þetta gerir miklar kröfur til endurhæfingar og þjálfunar blindra, en samtök þeirra verða líka að berjast gegn tillitslausri aukningu sjálfvirkni á kostn- að mannlegra samskipta. Að koma upplýsingum á framfæri Annað vandamál sem þingfulltrúarnir komu inn á var að erfitt er að koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri við hina blindu, þótt þær liggi fyrir. Þeir geta ekki nýtt sér dagblöðin, útgáfa á blindraletri er takmörkuð. Hljóðvarp er auðvitað sá miðill, sem blindir eiga auðveldast með að notfæra sér, en það dugar skammt. í kjörbúðum eru vörur inn pakkaðar og neytendaupplýsingar eru prentaðar á umbúðirnar, en af- greiðslumaðurinn er að hverfa úr myndinni. Og eftir nokkur ár má búast við því að maðurinn við kassann hverfi líka og greiðslan fari fram í gegnum sjálfsala. Alþjóöadagur hvíta stafsins Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins, mikilvægasta hjálpartækis fatlaðra. Halldór Rafnar formaður Blindrafélags Islands sagði að þegar maður missir sjónina er það fyrir marga eins og vera dæmdur til lífstíðarfangelsis og ekkert hjálpartæki eigi eins mikinn þátt í að frelsa hinn blinda úr einangrun hans eins og einmitt hvíti stafurinn. Gagnsemi hans er tvíþætt; hann er ómissandi hjálpartækin fyrir hinn blinda til að komast leiðar sinnar og hann er jafnframt tákn blindra og sjóndapurra, hann gefur öðrum vegfarendum til kynna hvar blindur eða sjóndapur er á ferð og er þannig til þæginda sjáandi fólki sem ósjáandi. Allmargt blint fólk á íslandi hefur lært notkun hvíta stafsins, flest erlendis, en einnig á námskeiðum hér.heima. Erlendu fulltrúarnir lýstu mikilli ánægju sinni með aðstæður hér og skipulagningu Blindrafélags íslands á ráðstefnunni. í dag fara þeir í kynnisferð að dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur -í Mosfellssveit. Það eina sem skyggir á dvölina hér“ sögðu þeir, „er að hafa ekki meira tækifæri til að skoða sig um“. Þeir halda heimleiðis í fyrra málið. JGK fréttir Reglur verði settar um umferðarhávaða ■ Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hefur sam- þykkt ályktun þess efnis að við skipulagningu gatna og svæða skuli í framtíðinni gæta þess að hávaða af völdum umferðar fari ekki yfir tiltekin mörk, en tilskipanir um slíkt eru í gildi á hinum Norður- löndunum. Nú hefur Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins sent frá sér greinargerð um umferðarhávaða og hugsanlegar aðgerðir í skipulagi. Þar kemur fram að samfelldar athuganir á umferðarhávaða hafa ekki verið gerðar í Reykjavík og standa ekki yfir. Hins vegar er þar bent á nokkur atriði, sem geta minnkað hávaða af völdum umferð- ar t.d. að safna aðalumferð á tiltölulega fáar stofn- brautir, nota slétt slitlag á akbrautum og einnig að auka bil milli húsa og gatna eða byggja hljóðvarnar- veggi meðfram umferðar- æðum. í riti skipulags- stofunnar segir að það sé orðið aðkallandi hér í landi að ákveða hámarks- umferðarhávaða í íbúð- um, skrifstofum og svo framvegis og hafa til hlið- sjónar í skipulagsstarfinu. En rannsóknirnar vantar eins og áður segir. Lánskjaravísi- talan fylgi þróun kaupsins ■ Þegar verðbætur á laun eru skertar eins og nú er gert og stefnt að, er samræming breytinga á lánskjaravísitölu og al- mennu kaupgjaldi, þýð- ingarmikið réttlætismál fyrir launafólk", segir m.a. í samþykkt félagsfundar í Félagi járniðnaðarmanna. Skoraði fundurinn á Al- þingi og ríkisstjórn að verða við þeirri réttmætu kröfu, að breyting láns- kjaravísitölu miðast við breytingu almenns kaup- gjalds. dropar esendur Lesendur Lesendur Þingflokkur krata að springa? ■ Það er sjúlfsagt vægt til orða tekið að segja að ólga sé nú innan þingflokks Alþýðuflokksins í af- stöðu hans til afgreiðslu bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar. Þingnienn þar skiptast í tvo ilokka. Annars vegar eru þeir sem skilvrðislaust vilja fella bráða- birgðalögin, og eru þar fremstir í flokki formaöurinn, Kjartan Jóhannsson, og þingflokks- formaðurinn, Sighvatur Björg- vinsson. Báðir tveir hafa í fjöl- miðlum á undanförnum vikum ncglt sig niður í andstiiðunni gegn hráðabirgðalögunum og geta því sig hvergi hreyft, þó þeir e.t.v. fegnir vildu. Hinn armurinn cr ekki eins gallharður í afstöðunni til lag- anna, og vilja sýna ábyrgðartil- flnningu. Fremstir þar í flokki eru Árni Gunnarsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Magnús H. Magnússon. Leggja þeir til að Alþýðuflokkurinn leggi fram sínar eigin tillögur í efnahagsmálum sem ræddar yrðu samhliða bráða- birgðarlögunum, og e.t.v. gæti náðst samstaða um atriði úr hvoru tveggja, a.m.k. vcrði eitthvaö reynt áður cn bráðabirgðarlögin verði felld. Endanlegt uppgjör þessara tveggja fylkinga liefur enn ekki átt sér stað, en verði forystan ofaná getur allt gerst, og kannski verður Eggert Haukdal óþarfur eftir allt Hvar voru Allaballarnir? ■ Mörgum herstöðvarandstæð- ingnum úr Alþýðubandalaginu hefur lítið þótt til flokksbræðra sinna í þingflokkstétt undanfarin misseri, og ýmsum dottið í hug þingflokkurinn væri búinn að gleyma, eða að minnsta kosti gefa upp á bátinn, afstöðu sinni til herstöðvarinnar. Til að mynda sá enginn þingmaður Alþýöubandalagsins ástæðu til að mæta á landsráðsstefnu her- stöðvarandstæðinga sem haldin var um síðustu helgi. Svavar Gestsson var minntur á þetta í fyrirspurnartíma á Þjóð- viljanum, en svör úr honum birtust í blaðinu í gær. Ráð- herrann svaraði því að stefnan væri enn fyrir hendi, og að sjálfsögðu væri stefnt að því að herinn færi héðan úr landi. Bara ekki alveg strax. Hvers á fanginn að gjalda? ■ Um miðja viku birtist lesenda- bréf í DV um málefni fanga. Með bréflnu er birt mynd úr einum fangaklefanum á Litla-Hrauni þar sem tveir menn ræðast við. Svört dula hefur verið sett yflr andlit annars mannsins, svo hann ekki þekkitist á myndinni, en við- mælandi hans er hins vegar bcrskjaldaður. Það merkilega er þó að það er fanginn sem enga dulu fær fyrir augun. Sá yflr- skyggði er gamall félagi úr blaðamannastétt, sem sjálfsagt hefur veriö að taka viðtal við fangann. En hvers vegna þessi feluleikur? Jú, nú gegnir hann virðulcgu starfi forsetaritara, og það má greinilega ekki neitt verða til þess að varpa skugga á það embætti. Krummi ... ...er nú á því að betra sé fyrir bókaútgefendur að lesa yfir hand- rit áður en þeir taka ákvörðun um að gefa bækur út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.