Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 1
— Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlarma 15. október til 22. okt. — segir söngkonan Leoncie Maria Martin um íslenska karlmenn ■ „Ef ég fengi tækifæri til að syngja með góðrí íslenskri jass-hljómsveit gæti ég vel hugsað mér að setjast að hérna á Islandi. Eg hef veríð búsett í Kaup- mannahöfn í rúm tvö ár, á reyndar danskan eiginmann, en er orðin leið á Danmörku. Þar er svo mikið af fólki sem ber austrænt yfirbragð, að Danir vilja helst losna við það í kreppunni sem hrjáir þá núna. Hér á íslandi hef ég hrifist mjög af fólkinu, sérstaklega karlmönnunum, sem eru þeir kurteis- ustu og myndarlegustu sem ég hef hitt á ævinni." Sú sem talar heitir Leoncie Maria Martin, söngkona, sem er hálfur Indverji og hálfur Portúgali. Leoncie er nú stödd hér á landi á vegum veitingahússins Glæsibæjar, en þar kom hún fram þrjú kvöld um síðustu helgi og mun verða þar aftur nú um helgina, föstudag, laugardag og sunnudag. Hvað rak þessa indversk-portúgölsku söng- konu til íslands? „Ég kynntist íslenskum manni, Þor- steini Viggóssyni, i Kaupmannahöfn. Hann sagði mér talsvert frá landinu og ég varð mjög spennt, svo það varð úr að hann útvegaði mér starf í Glæsibæ. Að vísu var bara talað um að ég yrði hér í tvær vikur, en mér hefur líkað svo vel, að það kemur vel til greina að ég verði lengur. Kannski mun ég koma fram á Akureyri um þar næstu helgi,“ sagði Leoncie. Mest sungið á Bahrain og Indlandi „Þótt ég búi í Danmörku hef ég ekki komið mikið fram þar. Ég hef á undanförnum árum mest verið á ferðalögum. Ég hef verið talsvert í Austurlöndum nær, aðallega á Bahrain, og í Indlandi. Það er sérstakt að koma fram í Mið-Austurlöndum. Þar hef ég sungið á klúbbum þar sem næstum eingöngu eru karlmenn, það sjást aðeins örfáar konur og þær sem sjást eru frá Vesturlöndum.“ — Geturðu skilgreint músikina sem þú flytur? „Ég syng og spila alla vega dægurtón- list, bæði eftir sjálfa mig og aðra. Ég hef líka mjög gaman af að syngja jass og þá sérstaklega jass með suður-amerískum áhrifum, bossa nova og samba. í Glæsibæ geri ég hvort tveggja, syng við eigin píanóleik og með hljómsveit hússins," sagði Leoncie. - Sjó. ■ Leoncie María Martin, indversk- portúgalska söngkonan sem verður í Glæsibæ um helgina. Tímamynd G.E. Indversk-portúgölsk söngkona í Glæsibæ: „MYNDARLEGUSIV KARL- MENN SEM ÉG HEF HITT GUFUHVOLFIÐ OG FERNAN ■ Útvarp og sjónvarp hefur verið með notalegasta móti, undanfarið og ég kann alls ekki illa við það form, er kvöldfréttir útvarpsins hafa tekið á sig nú síðustu daga þar er blandað saman venjulegum fréttum, fréttaskýringum og einhverjum kósakkasöng. Þó finnst mér vanta fréttaágripið, því ég hygg að fleiri en mér muni vera svo farið, að þeir taka vel eftir fréttaágripi, eða fyrirsögnum, því eftir því fer, hversu vel maður hlustar, eða hvort maður á annað borð telur eitthvað vera fréttnæmt. Sólkerfalýsingar eða veðurfregnir? Það sama gegnir raunar um veður- fregnirnar líka. Þær hefjast yfirleitt á yfirgripsmiklum lýsingum á sólkerfinu og gufuhvolfinu, þannig að maður er nú löngu hættur að hugsa um veður, þcgar sjálf spáin kemur. Það getur vel verið, að sumum þyki gott að heyra um allan þennan þrýsting í lofti. Allt frá Ameríku, að ströndum Evrópu. en flestir vilja þó held ég aðeins fá að vita um það, hvernig veður verður á morgun. Veðurfræði sjómanna og bænda. mætti því allt eins vel koma á eftir spánni. Þá tel ég einnig að tími sé til kominn að breyta spásvæðum, hætta þessu Suðvesturlandfaxaflóisuðvesturmiðaog- faxaflóiogsuðvesturdjúp, og segja að- eins almennum orðum, hvernig veðrið verði í Reykjavík og á helstu stöðum, og koma síðan með veður handa búfræði og sjávarútvegi. Atvinnuvegirnir þurfa nefnilega mun nákvæmara veður, en þeir sem eiga líf sitt aðeins undir yfirhöfnum og polla- göllum á krakka. Sem sagt. Veðurstofan byrjar á öfugum cnda. Það á að afgreiða þorra íslendinga með sína rigningu fyrst og fara síðan út í háloftafræði, lægðaspil, sigöldur (lægðabylgjur) og önnur vís- indi. í útlöndum er hvergi vcrið með svona brjósthroða handa almcnningi, þótt fólk í stóru löndunum fái líka að vita um rigninguna. 1 gamla daga var vcðrið miklu bctra, þó hvasst væri undir Eyjafjöllum, íslendingar eiga að sönnu mikið undir veðri, það er vitað mál, en obbinn af þjóðinni getur þó komist af án þess að fá allt gufuhvolfið yfir sig í hvert skipti, sem minnst er á veður í útvarpinu. Fernan hafði allan forgang Öðru vil ég líka finna að í fréttum, en það er röð frétta. Auðvitað fer röð fregna eftir fréttamati fréttastjóra. Ef tekinn er sá dagur, sem þetta er skrifað á, þá er byrjað á því að segja manni hvað mörgum fernum af mjólk hafi verið ekið í matvörubúðir í Reykjavík og á Akureyri, því búið er að hækka mjólkurfræðingana eins og aðrar búvör- ur í þessu landi. Það er greinilegt að fréttamenn útvarpsins cru ekki lengur á brjósli. Svo mikið veit maður þó. Margir biðu þó eftir fregnum af skipsskaða er varð í grennd við Papéy, en það var ekki fyrr en fernutalinu var lokið, að við fengum að vita afdrif þessara sjómanna, er björguðust í gúmbáti með undursamlegum hætti. Og á eftir mjólkurmálinu, komu líka fregnir af sjórnmálunum, sem þó cru í slíku uppnámi, en menn búast við tíðindum, cða ótíðindum á hvaða augnabliki sem er. Nei fernan hafði allan forgang. Þá er ég, og hefi lengi verið, óhress með morgunfréttir útvarpsins, sem yfirleitt cru crlendar. Fréttastofa út- varpsins á að taka daginn fyrr, og'ég er býsna smeykur um, að ef útvarpsrekstur verður gefinn frjáls, þá verði ekki mikið opnað fyrir gamla gufuradíóið, fyrr en líða tekur á daginn. Fréttastofan hefur á að skipa cinvalaliði. og þessar línur varða Jónas Guðmundsson, g skrifar um dagskrá rlkisfjölmiðlanna tilhögun, fremur en nokkuð annað í störfum fréttastofunnar. Bót er að Skyggni Um Sjónvarpið verð ég að vera fáorður að þessu sinni, en veðurfregn- irnar eru þó afturábak þar, alveg eins og í útvarpinu. Almennir hagir og hags- munir verða að bíða, þar til búið er að hella úr gufuhvolfinu yfir þjóðina. Annars horfi ég nú mest á fréttirnar hjá Sjónvarpinu og þær eru yfirleitt góðar, eða vandaðar. Og mikill munur er á þjónustunni, eftir að Jarðstöðin Skyggnir komst í daglegt brúk. Þó vildi ég mega fina að eimi, en það er fréttir á táknmáli. Sjónvarpið endar sínar fréttir, með rituðu fréttaágripi. Væri ekki unnt að textasetja fréttir á táknmáli. Ef til vill gæti þetta orðið til þess að auðvelda þeim, er mál þetta nota, daglega, almenningstengsl, því vafalaust myndu menn smám saman læra citt og annað í táknmáli af fréttum á táknmáli. Þá mætti greina frá cfnisatriðum íþróttaþátta, fyrirfram, t.d í hvaða röð hinar ýmsu greinar koma, því menn sem bíða eftir fótbolta verða oft býsna þreyttir á löngum viðtölum við hesta áður en boltinn kcmur og væntanlega er þetta svo öfugt hjá þeim, er bíða eftir hrossum. Þá kvartar videofólk undan því að dagskrá sjónvarpsins sé ekki nógu nákvæmlega tímasett. Það er að taka upp þætti á vidcóið, og heldur að það sé að taka upp Dallas, en er þá að taka upp auglýsingar! Jónas Guðmundsson ■ Trausti veðurfræðingur gáir til veðurs, áður en hann fer að stúdera gervitunglamyndirnar. Timamaynd G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.