Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 19S2 Helgarpakkinn Úr skemmtanalífinu Árshátídaútgerðin ad fara af stað: „Aldrei færri en tvær flugur í hverju höggi” — segir Guðmundur „útgerðarmaður” í hljómsveitinni Hafrót ■ Senn fer tími árshátíða og einka- samkvæma í hönd og dansiballahljóm- sveitir ýmiss konar því farnar að huga að útgerðinni í vetur. Tæki þarf að endurnýja og pússa þarf lagaprúgröm og þeir sem verið hafa í sumarfríi þurfa líklega að bursta rykið af radd- böndum, bassatrommum og snerlum auk annara apparata áður en haldið er úr höfn, út á ólgusjó íslensks skemmtanalífs. Ein er sú hljómsveit sem þegar er tilbúin í þessan slag. Það er hljóm- sveitin Hafrót sem gert hefur garðinn frægan á þessum vettvangi undanfarin níu ár. Hafrót hefur undanfarin ár lcikið nokkuð fast í Klúbbnum, auk þess sem þeir piltar hafa brugðið fyrir sig betri fætinum á sveitaböllogönnur þess háttar skröll, en í vetur hyggjast þeir leggja aðaláhersluna á einka- samkvæmin og árshátíðarnar. - Við munum spila vítt og breitt um iandið í haust og vetur eins og við höfum gert allt frá upphafi hljóm- sveitarinnar, segir fyrirliðinn Guð- laugur Pálsson í samtali við Tímann. Að sögn Guðlaugs er þessi árs- hátíðaútgerð nokkuð frábrugðin venjulegri dansleikjavinnu, þar sem hljómsveitin þarf að mæta mun betur undirbúin til að geta gert öllum aldursflokkum til hæfis. - Við erum með mun léttara prógram á árshátíðunum, en þegar við spilum fyrir yngra fólkið, segir Guð- laugur, en bætir því við að hvort tveggja sé jafn krefjandi og aðalatriðið sé að fólk skemmti sér. Takist hljómsveitinni að kynda þannig undir gæðum að góð stemmning skapist og helst allt leiki á reiðiskjálfi, þá er takmarkinu náð og allir eru ánægðir, segir Guðlaugur „hljómsveitarút- gcrðarmaður" Pálsson úr Kópa- voginum. Auk Guðlaugs 'sem ber húðirnar í „Hafrótinu", þá eru í hijómsveitinni Albert Pálsson, sem þenur hljómborð, Eðvarð Gottskálksson, bassaieikari og Birgir Sævar Jóhannsson, sem mundar gítar, en þeir þrír syngja allir eins og næturgalar að sögn Guðlaugs. Hafrót hefur annars fengið orð á sig undanfarin ár að slá yfirleitt tvær, ef ■ Hafrót - Guðlaugur trymbill í fararbroddi, að baki honum Birgir Sævar, gítarleikari. Uppi á bflnum er svo Albert sá er sér um hljómborðin og inni í situr Eðvarð bassi. ekki þrjár flugur í einu höggi. Guðmundur skýrir þetta nánar fyrir okkur. - Já þetta er þannig tilkomið að við reynum yfirleitt að semja um tvo til þrjá dansleiki á því svæði sem við ieikum á og er þetta gert til að jafna flutningskostnaðinn sem er orðinn gífurlega hár. Ég get nefnt sem dæmi að ferð til Vestfjarða eða til Aust- fjarða er orðin mjög dýr og því reynum við að fá fleiri aðila í púkkið til að jafna kostnaðinum niður. Hafrótarmenn leggja aðaiáhersluna á vinsælustu danslögin, en þess á milli smeygja þeir einu og einu frumsömdu lagi inn í prógramið. - Við göngum með það í maganum að gefa einhvern tímann út plötu, en hvenær það verður veit nú enginn, segir Guðlaugur Pálsson að lokum. Á meðan engin plata hefur litið dagsins ljós hjá Hafróti þá verða aðdáendurnir að láta sér nægja að mæta á dansieikina og í einkasamkvæmin og á árshátíðarnar. Góðar stundir. - ESE WMR » VELKOMIN « OPID ALLA VIRKADAGA KL. 14-19 LAUGARDAGA 12-16 VHS VIDEOMYNDIR VIDEOKLUBBURINN HF. Storholt 1, Reykjavik WARNER HgME VIDEO WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO S U oliitllii „iboðfífiB Warner Bros WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO United Artists WARNER HOME VIDEO VARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO Metronome WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO Thames Video WARNER HOME VIDEO VARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO CLINT ’ EASTWOOÐ HANGEMMGH' VARMÉH HOMS VDEOfe. iMf.S öftOUK 'VlXKÍJ Óskum eftir umboðsmönnum um land allt. Hamrasel sf. Skúlagötu 63 Reykjavík Sími10377 < S WARNER HOME VIDEO WARNER HOME'VIDEO WARNER HOME VIDEO WARNER HOME VIDEO sjónvarp Mánudagur 18. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veíur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tomml og Jennl 20.45 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felix- son. 21.15 Fjandvinlr. Priðji þáttur. Óperu- ferðln. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.40 Á mðrkunum. (Too Close to the Edge) Breskt sjónvarpsleikrit frá 1980. Leikstjóri Michael Ferguson. Aðalhlut- verk Kenneth Watson og Elizabeth Bennett. Steita og kröfur hversdags- lífsins reynast miðaldra fjólskyldumanni í góðri stöðu allt í einu um megn. Hann verður að heyja harða baráttu við sinn innri mann til að komast aftur á réttan kjöl. Þýðandl Heba Júlíusdóttir. 22.35 Dagskrárlok ■ Guðmundur Arnlaugsson verður með skákþátt á mánudag. útvarp Mánudagur 18. október 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Séra Þorbergur Kristjánsson flytur (a.v.d.v.). Gull í mund. Stefán Jón Hafstein, Sigríður Ámadóttir, Hildur Eiríksdóttir. 7.25 Leikfimi. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Ágúst Þorvaldsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Stararn- ir I Tjarnargötu" eftir Sigrúnu Schneider Ragnheiður Gyöa Jónsdótt- ir byrjartestur sinn.' 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónarmaður: Óttar Geirsson. 10.00 Fréttir. 10.10Ateðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálablaða (úrdr) 11.00 Létt tónlist 11.30 Lystauki í umsjá Hermanns Arnar- sonar (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12:45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. Mánudagsyrpa. Ólalur Þórðarson. 14.30 „Ágúst" eftir Stefán Júiiusson. 15.00 Miðdegistónleikar i 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Gagn og gaman (Áður útv. 1981). Umsjónarmaður: Gunnvör Braga. 17.00 Skólinn og dreifbýlið. Stjórnandi: Friðrik Guðni Þórleifsson. " 17.40 Skákþáttur. Umsjón: Guðmurjdur Arnlaugsson. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Ólafur Oddsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Ólafur Byron Guðmundsson talar. 20.00 Lög Onga fólksins Þórður Magn- ússon kynnir. , 20.40 Tónlistarhátíð norrænna ung- menna í Reykjavík 1982. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn" eftir Kristmann Guðmundsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldslns 22.35 Koivisto kemur til Islands. Einar öm Stefánsson á tundi meö Finnlands- torseta. 23.10 „Ljóð eru til alls vís“ Birgir Svan Símonarson les frumort Ijóð. 23.25 Vfnardrengjakórinn syngur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.