Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 1
Áskriftargetraunasedillinn fylgir bladinu í dag - bls.8-9 Blað 1 Tvö blöð í Helgin 16.-17. okt. 1982 236. tbl. - 66. árgangur. Siðumúla 15— Pósthólf 370 Reykjavik—Ritstjórn86300 — Auglýsingar 18300 — Afgreiösla og áskrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86392 Kvikmynda- hornið: > Venjulegt fólk — fals. 15 ÁhrifScantí inavia Today — bls. 8-9 Ferdamála syrpa — bls. 6-7 Gróður og garðar -—bls. 7 Ráðherranef ndin ákveður viðræður vid stjórnarandstöðuna: HITTIR KJARTAN OG GEIR A MANUDAGINN ¦ „Það var. samþykkt á fundi í ráðherranefndinni í morgun að leita eftir slíkum samráðsviðræðum á mánudaginn", syaraði Steingrímur Hermannsson í gær, spurður hvort búast megi við að einhver skriður komist fljótlega á samráðsviðræður við stjórnarandstöðuna. Sagði Stein- grímur óskað eftir fundi með flokks- formönnum Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokks til að byrja með a.m.k. Á fundi þessum sagði Steingrímur væntanlega rætt um: „í fyrsta lagi hvort þeir vilja taka í útrétta hönd. í öðru lagi um það við hvaða mál þetta skuli takmarkast. Og í þriðja lagi hverníg þeir leggi til að þessar viðræður fari fram. Við höfum að sjálfsögðu okkar hugmyndir um það, en viljum líka að þeir geri tillögur um það hvernig þessu 'verði hagað". - HEI Varnarlidið: Nýrri og fullkomn- ari þotur á völlinn Sjábls. 3 ¦ „Elsku, lúttu mig hafa kálið á fimmkall". Tímamynd EUa EIMSKIP KAUPIR 440 GÁMA Á 18 MILUÓNIR — ræður nú yfir Í/IOOO af gámaflota heimsins ¦ Eimskipafélag fslands hefur fest kaup á alls 440 nýjum gámum frá Japan og er kaupverð þeirra um 18 milljónir íslenskra króna. Eru þetta stærstu gámakaup sem gerð hafa verið af íslensku skipafélagi og þykja þau jafnvel stór á alþjóða mælikvarða. Að sögn Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskipafélagsins eru þessir nýju gámar keyptir frá japanska fyrirtækinu Toyku Car Corporation og þykja þeir mjög vandaðir að allri gerð. Gámarnir eru ýmist 20 eða 40 fet á lengd, en notkun 40 feta gáma h&fur aukist mjög síðustu ár vegna hagkvæmni þeirra. Á alþjóðamarkaði er notuð sérstök eining fyrir gáma, TEU sem jafngildif stærð 20 feta gáms, en samkvæmt þessari einingu festi Eimskipafélagið kaup á 690 TEU. Nú eru í notkun hjá Eimskipafélaginu alls um 3700 gámar, og samsvarar rými þeirra til um 4200 TEU sem er um einn þúsundasti af heildargámaflota heims- ins. Nýju gámarnir hjá Eimskip munu leysa leigugáma af hólmi og sagði Hórður Sigurgestsson að kaupin myndu verða til verulegra hagsbóta. 20 af hinum nýju gámum eru þegar komnir til landsins, en afgangurinn er væntanlegur smám saman allt fram til áramóta. Sagði Hörður Sigurgestsson að hið japanska sölufyrirtæki hefði séð Eimskipafélaginu fyrir samningum um vörur í gámana til Evrópu og hefði Eimskip því fengið flutningskostnað- inn frá Japan til Evrópu ókeypis. Gámarnir sem nú verða teknir í notkun eru allir úr stáli með harðviðargólfi. Petta eru „þurrgám- ar",sem eru vatnsþéttir og eru þeir ætlaðir til flutnings á almennri stykkjavöru. - ESE ¦ Einn af hinum fjörutíu feta löngu gámum si-ni Eimskipafélagið hefur fest kaup á frá Japan. Verðmæti eins svona gáms er um tæpar 50 þúsund krónur íslenskar. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.