Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER í spegli tfmansf . Umsjón: B.St. og ■ Það er strangt og erfitt líf að vera kvik- myndastjarna og krefst margvíslegra fórna, ekki síst hjá þeim, sem tekst að halda sér á toppnum árum saman. Ein sú fórn, sem mörgum kvikmyndastjörnum finnst hvað þungbærust, er sú að halda línunum í lagi. Til þess að svo megi vera, lifa þær margar hverjar við eilíft harð- ræði, og svo vill fara, að þær eyði meiri tíma í að telja ofan í sig hitaein - ingarnar én að fyigjast með, hversu margir sækjast eftir að vera áhorfendur að frammi- stöðu þeirra. En ýmsum þcirra hefur tekist að halda líkamsvextinum í lagi án tcljandi afneitunar og áreynslu. Meðal þeirra má telja Sophiu Loren, sem segir það allra meina bót að leggja aðaláhersluna á ítalska réttinn pasta í mataræðinu. - Ég elska pasta og hef alltaf borðað mikið af því, segir hún. -Þegar ég var táningur, var ég svo horuð, að ég var kölluð „Tannstöngullinn“. Pasta er mjög seðjandi og mikill orku- gjafi. Það þarf alls ekki að vera svo mjög fitandi, það fer eftir því, hvernig það er búið til. En það er ekki gott að borða sterkju eingöngu. Mér þykja góðir ávextir og ávaxtasafar. Ég stunda enga líkamsþjálfun, ég er of löt til þess. Samt er ég núna tæpum 5 kðóum léttari en ég var, þcgar ég byrjaði að leika í kvik- KUNNA LAGIÐ A æði, en þykir pasta með ■ Sophia Loren hefur það alveg á hreinu, hvemig mataræðinu eingöngu sólblómafræ, sem tómatsósu það besta, sem hún er best háttað. Enda er hún nú tæpum 5 kðóum léttari en þegar hún gæðir sér þá á, fitnar hún fær. hún hóf kvikmyndaferð sinn fyrir 30 ámm. ekki, þrátt fyrir „aukabitana“ myndum, fyrir 30 ámm; En ég fylgist vel með, hvað það er, sem ég borða. Ég drekk vín, en sjaldan sterkari drykki. Ég reyni að borða mikið græn- metissalat með olífuolíu, það er hollt og gott. Önnur leikkona, sem hefur náð tökum á að halda línunum í lagi, er Dolly Parton. Hún er ákafur aðdáandi pasta, eins og Sophia, og heldur því fram, að það, sem geri pasta fitandi, sé alls konar sull, sem fólk borðar með, s.s. sósur úr feitum ostum. -Ég sýð mér bara vænan skammt af núðlum og helli venjulegri tómatsósu yfir. Það er ofsa gott og ekki fitandi. Bianca Jagger er að vísu ekki kvikmyndastjarna, en hef ur gert það að ævistarfi að sýna sig og líta vel út. Hún hefur alveg sérstaka aðferð við að halda holdarfarinu í skefjum. Hennar eftirlætismáltíð er hrár fiskur og fjólusalat; -Fjól- urnar ero gagnlegar við að halda mér grannri. Þar að auki hafa þær góð áhrif á húðina, segir hún. Aftur á móti segist ' hún eindregið vera andsnúin salti í mat og sykri, og áfengi drekkur hún sárasjaldan. Hún drekkur 8 glös af vatni dags daglega og heldur sér í formi með stífu dansnámi. Og þá er komið að leyndar- dómi Farrah Fawcett. Hún er ansi slæm með það að nasla milli mála. En hún hefur séð við þessum ósið með því, að ganga ávallt með poka af sólblómafræjum á sér. Þau tyggur hún, þegar á hana sækir löngun eftir einhverju í munn- inn. -Sólblómafræ ero ekki fitandi, svo að ég get borðað þau af hjartans lyst, án þess að vera hrædd um að fitna, segir hún sigri hrósandi; Syndarinn iðradist ekki ■ Sænska konan Ingrid Daneman hefur lært það af biturri reynslu, að það getur haft slæmar afieiðingar að vera of brjóstgóður, og hætt er við að hún verði tortryggnari í garð náungans hér eftir en hingað til. Nótt eina kom Ingrid að ókunnum manni, sem hafði brotist inn í íbúð hennar. Hann var iðrandi mjög, þegar hann var staðinn að verki, og skýrði aðstæður sínar fyrir Ingrid, sem fylltist samúð með þessum ólánsgepli. Kvaðst hann vera fótaaðgerðamaður, en þvímið- ur atvinnulaus þessa stundina og hefði því gripið til þess örþrifaráðs að brjótast inn í íbúð hennar í leit að einhverj- um þeim verðmætum, sem gætu gert honum kleift að draga fram lífið. En hann iðraðist sárlega gerða sinna, og ef hún vildi vara svo væn að láta ógert að kaila til lögreglu, skyldi hann snyrta fætur henn- ar í staðinn. Ingrid rann til rífja rauna- saga mannsins og féllst á þessar málalyktir. En hún var ekki fyrr búin að undirbúa sig fyrír fótaaðgerðina en maður- inn gerði sér lítið fyrir, batt fætur hennar saman um ókklana og hljóp síðan burt með verðmæta skartgripi i eigu Ingrid. ■ í Túrkmeníu er tíl málsháttur, sem segir: „Sé þjóöin hamingju- söm kemur bakhshi til hennar meö stökkvandi hesta, en sé hún óham- ingjusöm kemur keisar- inn með her sinn“. Hver er bakhshi? Bakhshi er þjóðlegur söngv- arí, sem syngur sína eigin söngva og söngva, sem aðrir hafa samið og þjóðlög. Hann leikur undir á þjóðlegt hljóð- færi - dútar, sem er strengja- hljóðfæri. Viktor Beljaev, Rússi, sem hefur rannsakað þjóðlega tón- list Túrkmena, segir, að það sé erfitt að ímynda sér land, þar sem tónlist sé eins útbreidd og hafi eins mikil áhrif og í Túrkmeníu. Hljómsveit innan Rikisffiharmoníu Túrkmenistan, sem leikur á þjóðleg hljóðfæri. Þegar Bakhshi syngur.. Dútar er til á næstum hverju til hundruð fagurra tónverka einasta heimili í Túrkmeníu og og laga í Túrkmeníu. Enn þann telst sjálfsagt „heimilstæki“. dag í dag hljómar aldagömul tónlist um landið og það er að Gegnum aldimar hafa orðið þakka bakhshi - hinum þjóð- lcgu söngvurum og tónlistar- mönnum. Nú koma bakhshi fram i stórum tónleikasölum og með tilkomu útvarps og sjónvarps hefur áhorfenda- og áheyr- endahópur þeirra orðið feyki- lega stór. Tónlist Túrkmena er sér- stæð og hljómar einkennilega í eyrom Evrópubúa, en hún hefur samt vakið mikla athygli i Frakklandi, Kanada og nýtur mikilla vinsælda í mörgum löndum Asíu og Afríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.