Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Otgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Augiýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfuiltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stetánsdóttlr, Elrlkur St. Elrfksson, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttlr, Sigurður Helgason.(fþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánadóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Rlkisútvarpið og afnotagjöldin ■ Miklar umræður hafa orðið um álit nefndar þeirrar, sem fjallaði um breytingar á útvarpslögunum og þó einkum þann þátt þess, sem gerir ráð fyrir því að leyfður verði rekstur einkastöðva, sem verði þó háðar vissum skilyrðum. Vitanlega væri það æskilegt, að nokkur samkeppni gæti skapazt milli fleiri hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva, eins og tíðkast víða erlendis. En jafnframt verður að taka tillit til þess, að aðstaðan er á margan hátt önnur hér en þar. Þar kemur að sjálfsögðu kostnaðurinn fljótt til greina. Það hefur óneitanlega kostnað í för með sér að fjölga stöðvunum. Meirihluti útvarpslaganefndar hyggst leysa þetta á þann veg, að afnotagjöld útvarpsins verði hækkuð eða nánara sagt á þann veg, að einkastöðvarnar fái tekjur af auglýsingum, en sú tekjuskerðing, sem af því hlýst fyrir Ríkisútvarpið, verði bætt því með hækkun afnótagjalda. í reynd þýðir þetta, að útvarpsnotendur allir verða að greiða hærri afnotagjöld vegna einkastöðvanna, án tillits til þess, hvort þeir fái notið þeirra eða ekki. Hætt er við, að þetta geti sætt gagnrýni þeirra, sem engin not hafa einkastöðvanna. Við þetta hlýtur einnig að koma sú athugasemd, að afnotagjöld útvarpsins eru þegar alltof lág til þess að hægt sé að halda uppi sæmilegum útvarpsrekstri. Vegna fjárskorts hefur verið og er ekki unnt að búa dagskrána eins vel úr garði og ella væri. Þetta gildir einkum um það útvarpsefni, sem er kostnaðarsamt í vinnslu. Ef vel væri þyrftu afnotagjöld útvarpsins að hækka af þessari ástæðu einni, en hingað til hefur það staðið í veginum, að þau eru inn í framfærsluvísitölunni. Hætt er við að áfram verði reynt að halda afnötagjöldunum niðri, nema samkomulag náist um það við launþegasamtökin að taka þau út úr framfærsluvísitölunni. Það myndi verða alveg óhjá- kvæmilegt, ef þau ættu einnig að standa óbeint undir rekstri einkastöðvanna, því að þá hlyti hækkun þeirra að verða mjög veruleg. Þess er svo enn að gæta, að þörf er endurnýjunar á útvarpsstöðinni á Vatnsenda og mörgum öðrum dreifingartækjum útvarps. Enn er hlustunár- og móttökuskilyrðum fyrir hljóðvarp og sjónvarp víða ábótavant. Nógu fljóttverðurvartúrþessubætt, nema með einhverri hækkun afnotagjaldanna. Þá hafa margir haft áhuga á, að hljóðvarpið bæti við sig nýrri rás og fjölbreytni þess þannig tvöfölduð. Það mál er sennilega úr sögunni, ef einkastöðvarnar kæmu til á þann hátt að það skerti tekjumöguleika Ríkisútvarpsins. Það var mikilsvert og gott framtak hjá menntamála- ráðherra að láta taka útvarpsmálin til athugunar. Einkastöðvar eiga vafalaust eftir að koma til sögunnar, og því þarf að íhuga vel hvernig því verður bezt komið fyrir, án þess að það skerði nauðsynlega starfrækslu og vaxtarmöguleika Ríkisútvarpsins, svo að það geti annað því hlutverki að vera ein helzta menningarstofnun þjóðarinnar. í þessum efnum verður fyrst og fremst að treysta á Ríkisútvarpið, þótt einkastöðvar geti orðið gagnlegar til skemmtunar og afþreyingar, ef rekstri þeirra verða sett skynsamleg takmöric. P.P. á vettvangi dagsins g ;JJ Syrpa um erlendan ferðaiðnað ■ Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur í Þýskalandi er Traumschiff, eða Draumaskipið. Þættirnir gerast allir um borð í skemmtiferðaskipum, og nú hefur verið ákveðið að gjöra nokkra þfetti um borð í hinu 19.000 tonna skemmtiferðaskipi ASTOR, sem er í eigu ferðasamsteypunnar TUI. Myndin er af Lepach forstjóra TUI og Wolfgang RAdemann, framleiðanda sjónvarpsþáttanna. Skipið er í bakgrunni. ■ Sennilega er ekkert ríki eins mikið í fjölmiðlum,það er smáríki eins og ísrael. Miðjarðarhafsbotnar eru púðurtunna heimsins um þessar mundir, ásamt Austurlöndum nær. ísrael, eða ísraels- ríki, sér heiminum fyrir nægum fréttum af hemaði, en minna er greint frá öðmm málefnum landsins. Hemaðarátökin í Libanon hafa þó haft mikil áhrif á efnahag landsins og koma illa niður, þar á meðal í ferðaiðnaði ísraelsmanna. Sem dæmi um þetta, þá hafa sænskar ferðaskrifstofur orðið að gefa ísrael svo að segja upp á bátinn, en Ísraelsferðir Svía fóru vaxandi, það er að segja vetrarferðir. Nú er svo komið að aðeins ein stór, sænsk ferðaskrifstofa verður með ferðir til ísraels í vetur. Þaö eru Fritidsresor. - Skrifstofan hefur þó minnkað sætaframboð um a.m.k. helm- ing. Verður farin ein ferð á viku með Boeing 727. Mikið hefur verið um afpantanir í Svíþjóð á vetrarferðum til ísraels í vetur, en aðeins 500 staðfestu pöntunina en ferðaskrifstofan gat annað um 6000 ferðamönnum í vetur til ísrael. Þriðja ferðaskrifstofan Atlas Resor, ætlaði að flytja allt að 3.750 manns til ísraels í vetur, en aðeins 3% sætanna seldust. Að sjálfsögðu er það hernaðarástand- ið, sem veldur þessu. Menn fara ekki til vígvallanna í vetrarffí. Erfitt að reka flugfélag í 110% verðbólgu. En það eru fleiri, sem fá að kenna á þessu en sænskar ferðaskrifstofur. ísra- elska ríkisflugfélagið EL AL hefur átt við mikla- og vaxandi örðugleika að etja, sem rekja má til stríðsreksturs og mikillar verðbólgu. Peningaleg raunasaga þessa flugfélags er orðin löng. Hana má rekja a.m.k. þrjú ár aftur í tírnann. Það komst í heimsfréttimar 1979, þegar formaður EL AL hótaði að hætta rekstri EL AL ef starfsfólkið kæmi ekki til vinnu, en stöðugar vinnudeilur höfðu þá staðið lengi. Starfsmennirnir tóku Abraham Shavit formann alvarlega og hinir átfa starfshópar, sem voru í verkfalli, undirrituðu nýja kjarasamn- inga, rétt áður en úrslitakostir, eða fresturinn rann út, en það var 31. desember 1979. Þessi kjarasamningur veitti Shavit tækifæri til þess að hrinda í framkvæmd víðtækri, fimm ára áætlum um endur- skipulagningu, er tryggja átti peninga- lega framtíð EL AL. Starfsmenn urðu að þola 20% kjaraskerðingu og gripið var til víðtækra sparnaðarráðstafana. En útlitið var svart og aðeins tveim vikum eftir að samningar náðust tilkynnti flugfélagið að það gerði ráð fyrir um það bil 20 milljón dollara tapi á því reikningsári, er lauk í mars 1980. Órói og vinnudeilur voru þá taldar meginorsök fyrir tapinu, en auk þess minni ferðamannastraumur á flugleið- inni til Bandaríkjanna. Var gert ráð fyrir að það tæki tvö ár, að vinna tap þetta upp. Stjórnvöld stóðu við bakið á formanni EL AL Shavit í aðgerðum hans til þess að koma~félaginu á réttan kjöl. Allt sem unnt er að komast af án, og óhagkvæmt er í rekstri, verður afnumið, sagði hann. Um það bil 1000 starfsmönn- um var sagt upp störfum og hætt var við ýmsar flugleiðir, auk þess sem gamlar og eyðslufrekar flugvélar átti að selja. En árangurinn lét • sér standa og á árinu 1979 - 1980 varð tap EL AL 99 milljónir dollara. Ástæðan var 120% verðbólga í landinu sem hækkaði allan tilkostnað og auk þess var verð á flugvélaeldsneyti í Israel 40 centum dýrara á gallon, en heimsmarkaðsverð. Trúmál og flugmál Ástæðurnar fyrir þessu mikla tapi eru margar. Um það bil 35% af erlendum kostnaði fór í öryggisgæslu. Flugvéla EL AL verður að gæta sérstaklega fyrir hryðjuverkamönnum. Þá kenna menn aukinni samkeppni um hluta af þessu, einkum á arðbærustu flugleiðunum, og örðugt reyndist að selja úreltar þotur. Þó hefur riú tekist að útvega fjármagn til þess að kaupa Boeing 737 og Boeing 767 í staðinn fyrir hinar eyðslufreku B- 707 þotur. Með þessu móti tókst að draga úr tapinu og tapaði EL AL 50 milljónum dollara minna, árið eftir. En Adam var ekki lengi í paradís og nú var það hvorki peningalegi vandinn eða starfsliðið er vandræðunum olli, heldur pólitíkin og trúmálaskoðanir. Begin varð að gjöra samninga við strangtrúarmenn, til að halda völdum í fsrael og nú var EL AL bannað að fljúga á hegidegi gyðinga, Sabbath, eða frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardegi. Þctta þýddi ekki aðeins það, að draga varð úr flugi. Aukakostnaðurinn myndi hafa orðið um 40 milljónir dollara á ári, við þetta tekjutap og mannahald. Allt fór í bál og brand og farið var með málið fyrir dómstóla til að kanna lögmæti bannsins. Fóíki var sagt upp og áður en varði, höfðu hinir átta vinnuhópar hjá EL AL, eða samnings- félög, sett á allsherjarverkfall. Og eftir 13 daga verkfall, fór Begin sjálfur á menningarmál Saga Irlands F.S.L. Lyons: Ireland Since the Famine. Fontana Paperbacks 1979 (6. útg.). 880 bls. ■ Fáar þjóðir í norður Evrópu hafa gengið í gcgnum jafnmiklar þrcngingar á undanförnum eitt hundrað og fimmtíu árum og frændur vorir írar. Þeir hafa barist við lirikalcga fátækt, harkalega erlenda stjórn, svo ekki sé minnst á trúardeilur og þann mikla harmleik, sem þeim hefur fylgt. Höfundur þessa rits, F.S.L. Lyons er prófessor í sögu síðari alda við háskólann í Kent. Hann hefur áður samið allmörg rit um ýmsa þætti írskrar sögu, en þessi bók er fyrsta tilraun hans til að setja saman heildarverk um sögu föðurlands síns síðustu hálfa aðra öldina. t bókinni er saga írlands rakin frá 1850 og- fram um miðjan síðasta áratug. Höfundur rekur stjórnmalasöguna og byrjar á því að lýsa stjórnmálaástandinu í landinu um miðja 19. öld, þeim breytingum, sem síðan hafa verið gerðar að frumkvæði stjórnvald#, og þó enn frekar frelsisbaráttu íra, uppreisnum og öðrum vopnuðum átökum, stofnun heimastjórnar, stofnun írska lýðveldis- ins og átökunum á N-írlandi, sem flestum ættu að vera kunn. írskri menningarsögu eru gerð góð skil í þessari bók og síðast en ekki síst ber að netna grcir.argóöa kafla um sögu efnahagsmála a írlandi. en sá þattur vill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.