Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1982, Blaðsíða 7
■ Svona lítur SONG OF AMERICA út, stærsta farþegaskip, sem smíðað hefur verið á Norðurlöndum. ■ Ferðalög með rútum hafa aukist gifurlega á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum á seinni árum. Er þá bæði átt við ferðir milli bæja og borga, þar sem rútur keppa við járnbrautir og í sumum tilfellum flugvélar, og eins við skipulagðar skemmtiferðir milli landa, þar sem gist er og ferðast er með leiðsögumönnum. Akstur í rútu á lengri leiðum, hefur þótt þreytandi og oft býsna örðugur ferðamáti, en miklar framfarir hafa orðið í aðbúnaði hjá farþegum. Nýtísku rútur eru mjög rúmgóðar. Þær eru búnar salerni, þannig að farþegar þurfa ekki lengur að halda í sér milli viðkomustaða, og því geta áfangar verið lengri. Þá er rýmra um fólk. Réttur hiti er í bílnum alla tíð og sætum má halla. Þá eru kaldir drykkir fáanlegir og kaffi, auk annars. Sumir slíkir bílar eru með sjónvarp og video, en auk þess er útvarp, sem farþegar geta notað. Þá er svefnpláss fyrir aukabílstjóra, svo sami maður þarf ekki að vera stöðugt við stjórn. stúfana, tók fram fyrir hendur á forráðamönnum EL AL - og samdi. Shavit formaður sagði þá starfi sínu lausu. Treysti sér ekki til að haldááfram við þessar aðstæður og nýi formaðurinn Nachman Perel, hugleiðir nú nýjar fjöldauppsagnir, þar á meðal um 20% af háttsettum starfsmönnum og um 3000 manns verður alls sagt upp störfum. En ekki er nú allur vandi leystur. Það er vitað að margir sneiða hjá því að fljúga með EL AL, vegna þess að það er álitið hættulegra að fljúga þar, vegna hermdarverkamanna. Getum er að því leitt, að félagið verði leyst upp og einkaframtakið taki við fluginu, en þá hafa strangtrúarmenn ekki lengur áhrif á flug á helgidögum. Grikkir kaupa loftskip í innanlandsflug. Stöku sinnum hefur verið frá því greint í þessum ferðamálaþáttum, að hugsanlegt sé að loftskipin komi aftur við flugsöguna, en fyrir hálfri öld flugu þau víða um heim með farþega. Nú hafa Grikkir pantað þrjú loftskip af gerðinni. SKYSHIP 500 og SKYSHIP 600 í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að loftskipin haldi uppi ferðum til grísku eyjanna, sem eru um 1000 og á þeim fæstum eru flugbrautir. Þá er einnig ætlunin að fljúga útsýnisflug með ferðamenn. Þessi loftskip eru mjög örugg og taka 10 og 20 farþega. Allt frá því að hin miklu loftskip Graf Zeppelin og Hindenburg fóru sigurför um heiminn árið 1920, hefur verið nokkur áhugi fyrir loftskipum, En þegar Hindenburg fórst með skelfilegum afleiðingum árið 1930, má segja að dagar þessara loftfara hafi verið taldir í svipinn, a.m.k. til farþegaflugs. Nú eru viðhorfin önnur. Lyftikrafturinn byggist ekki lengur á eldfimum lofttegundum og talið er að þyrlur og venjulegar flugvélar geti ekki sinnt ýmsúm verkefnum í flugi á jafn ódýran máta og loftskipin. Þau þurfa ekki flugbraut, þau eyða litlu eldsneyti og eru laus við hinn mikla viðhaldskostnað þyrluflugsins. Til þessa hefur þó staðið á flugleyfum. En Olympic Airways hefur einkarétt á eyjaflugi, sem annarsstaðar í Grikk- landi. Jafnvel þótt engar flugbrautir séu. Menn halda þó ótrauðir áfram og er talið að leyfin komi á ársbyrjun 1983 og þá geti flug loftskipa hafist í Grikklandi. Finnar smíða stórt farþega- skip.Norðmenn flytja far- þega með togurum. Eins og dagar loftskipanna voru taldir eftir tilkomu flugvélanna eða milli- landaflugsins, hafa viðhorf breyst til farþegaskipa. Að vísu eru ekki skip í förum á rútu Bláa- bandsins, eða New York / Evrópa. Farþegaskipin eru flest skemmtiskip og virðast hafa næg verkefni. Önnur sigla með farþega og bíla þeirra á skemmri sjóleiðum. Þetta fagra skip (sjá mynd) SONG OF AMERICA er nýjasta viðbótin við flota skemmtisiglinga og er í eigu Konung- legu karabísku línunnar. Skipið var smíðað i Helsinkis Wartsila skipasmíðastöðinni í Finnlandi og verð- ur afhent 10. nóvember næstkomandi. Það tekur 1.414 farþega og verður í vikulegum ferðum um Karabískahafið og fer frá Miami á Florida á sunnu- dögum. Fyrsta ferðin verður 5. desem- ber, næstkomandi. Þetta er stærsta farþegaskip,sem smíðað hefur verið á Norðurlöndum. Það þykja tíðindi að Norðmenn hafa breytt einu af stóru fiskiskipunum sínum í „lystijakt" eins og þeir orða það. Skipið tekur 155 farþega og mun verða í strandferðum við Norður-Noreg og Spitzbergen. Bjóða Norðmenn 10, 13 eða 15 daga ferðir með skipinu að sumarlagi. Aðsókn er góð, því skipið getur farið um slóðir, þar sem ekki er viðlit að fara með stór farþegaskip. Að vetrarlagi verður skipið í skemmti- siglingum við Grikkland, Israel og Egyptaland. Ef til vill er þarna verkefni fyrir stóru loðnuskipin íslensku? Ný útgáfa af Jumbóþotu, eða Boeing 747-300, sem sérsmíðaðar eru fyrir SWISSAIR eru nú að koma úr framleiðslu, en vélarnar á að afhenda í mars 1983. Þessar vélar eru gerðar fyrir 378 farþega, þar af 69 sæti á ódýru farrými, sem komið er fyrir í upphækkuninni, eða kryppunni, sem er fremst á skrokknum, en auk þess eru 38 svefnpláss í vélunum. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar ótrúlega oft gleymast þegar rætt er um írska sögu, mönnum hættir til að einblína um of stjórnmáladeilurnar. Þetta er frábærlega læsileg, fróðleg og vel samin bók. Hún hefur hvarvetna hlotið hina ágætustu dóma og sumir gagnrýnendur hafa tekið svo djúpt í árinni að segja, að hér sé í fyrsta skipti gerð alvarleg tilraun til að greina á milli þjóðtrúar og veruleikans í sögu íra. Ekki kann ég að dæma um, hvort þetta er rétt, en í inngangi getur höfundur þess, að hinar djúpstæðu deilur, sem lengi hafi hrjáð íra og skipt þeim í fyikingar geri ritun sögu sem þessarar erfiðari en ella: írar séu margir hverjir svo fastir í þeirri fylkingu, sem þeir hafi skipað sér í að þeir geti illa greint kjarna hvers máls fyrir þjóðsögunum, sem spunnist hafi upp í áranna rás, sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Engin ástæða er til að draga þessi ummæli í efa, en því verður þá ekki neitað, að höfundi hefur sjálfum tekist ágætlega að skilja kjarn- ann frá hisminu. I bókarlok eru ýtarlegar skrár um heimildir og tilvitnanir, auk nafnaskrár. Þetta er tilvalin bók fyrir alla þá, sem vilja kynna sér írska sögu. Jón Þ. Þór. 7 gróður og garðar ■ Ingólfur með 220 sm. garðabrúðu 3. sept. 1981. háa ■ Einkennileg flatstöngluð bald- ursbrá. furdulegar jurtir Tvær furðulegar jurtir ■ Víkjum fyrst að hinni stærri, en af henni var tekin mynd úti fyrir Síðumúla 15 , þann 3. okt. 1981. Undirritaður er að vísu tæplega meðalmaður á hæð, enda gnæfir efsti blómskúfur jurtarinnar hátt yfir hann! En hver er risajurtin? Margir kannast við hina vöxtulegu ilmgóðu jurt garðabrúðu, sem víða er ræktuð til skrauts í görðum, en vex líka villt sunnanlands hér og hvar. í görðum og á góðum stöðum út um hagann verður hún oft 40-70 sm. á hæð, stöku sinnum allt að 1 metri. Hún ber stóra ljósrauða eða hvítrauðleita angandi blómskúfa. En þessi einstaklingur, sem myndin sýnir, teygði sig upp í birtuna milli runna að Akurgerði 38 og mældist 220 sm. á hæð. Það er líklega met. Garðabrúðan brotnaði í stormi, var þá skorin af rót, mæld og mynduð. Garðabrúðan er merkileg jurt fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna trúar á töframátt hennar, og sem lækningajurt að fornu og nýju. „Það er einkennilegt hvað kettir sækja mikið í garðabrúðuna mína, þeir liggja stundum malandi hjá henni,“ sagði blómakona nýlega. Og satt var orðið! Garðabrúða hefur raunverulega áhrif á ketti, sefandi áhrif á læðurnar, en æsandi á högnana. Þessu munu valda uppgufandi efni í jurtinni. í jarðstönglinum er óstöðug olía, tveir alkaloidar, einnig valepa- triat og sútunarsýra, Jarðstöngull- inn er hagnýttur til lækninga. Er grafinn upp síðla hausts og þurrkað- ur til lækninganota, þ.e. sem róandi lyf (Valeriana-pillur og dropar) Nafnið dregst af vísindaheiti jurtar- innar Valeriana officinalis. Venjuleg garðabrúða er oftast miklu bústnari en þessi á myndinni, sem er stormbarin og vantar stóru blaðhvirf- ingarnar niðri við jörð. Þær eru ekki á myndinni. Flestir þekkja Baldursbrá, enda er hún meðal fegurstu jurta, ber stórar tvílitar blómkörfur, þ.e. gular og hvítar. Fjölmörg smáblóm eru í hverri körfu, reynið að telja það. Myndin sýnir mjög óvenjulega bald- ursbrá, með flatan stöngul og fremur smáar blómkörfur í skúf, sem veit til hliðar. Auk þess eru tvær körfur, ormlaga, en ekki kringlóttar eins og hinar. Þessa sérkennilegu baldursbrá fann Freddy Laustsen smiður í Súðavogi í Reykjavík, s.l. haust og færði mér. Hinn flati stöngull mældist 2 sm. á breidd. Körfuraar misstórar, en þó smáar, 24 að tölu. Þær tvær sem líkjast ormi að lögun ' eru 5 sm. á lengd. Hæð jurtarinnar er 37 sm. Flatstönglaðar baldursbrár hafa fundizt áður, en þó fremur sjaldan og óvíða. Væri fróðlegt að frétta um fleiri. Ingólfur Davíðsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.