Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 is..i 1 leiðslu kváðust hafa orðið vitni að ósjálfráðri skrift og dátali, og auk þess hefðu hlutir færst úr stað án þess að nokkur snerti við þeim, líkamn- ingar sést og einkennilegar raddir sem engan líkama virtust hafa. Allir fóru fundirnir fram í myrkvuðu herbergi. Frá fyrirbærum á andafundum var greint af stakri samviskusemi í blöðum þeim er studdu sjónarmið andatrúar og greinir þar hvergi minnstu efasemda um að brögð séu í tafli eða að aðrar skýringar kunni að vera á fyrirbærunum en sú að framliðið fólk sé að verki. Aftur á móti greina andstæðingablöð andatrúarmanna frá því að ekki sé allt sem sýnist á fundunum. í Reykjavík, blaði Jóns Ólafssonar, segir frá því 10. mars 1096 að í ljósskímu sem barst inn í sal þar sem miðilsfundur var haldinn með Indriða hafi hann sést „hjálpa stól af stað“. Rann hann á hengilampa, sem féll niður á Björn Jónsson ritstjóra, og ■ Skúli Thoroddsen alþingismaður. hafi hann gengið langa hríð með um- búðir af þeim sökum! Tilraunafélagið leystist upp eftir að Indriði miðill lést fyrir aldur fram úr berklum árið 1912. Stjórnmál og andatrú Á árunum upp úr 1905 réð almenn stjórnmálaafstaða manna oftast viðhörf- um þeirra til andatrúar. Frumkvöðlar Tilraunafélagsins voru andstæðingar stjórnar' Hannesar Hafstein, og blöð stjórnarsinna Reykjavík og Þjóðólfur, sem Hannes Þorsteinsson alþingismaður ritstýrði, gerðu óspart gys að andatrú og töldu hana bera vott um barnaskap og á stundum vísvitandi svik. ísafold, Fjallkonan og Þjóðviljinn héldu uppi hörðum vörnum og gætti þar hvergi efasemda. Eitt frægasta deilumál þessara ára varðar „lækningar" Indriða miðils á Jóni nokkrum Jónssyni bónda frá Stóra-Dal, en í afstöðu sini til þess skiptust menn eftir pólitískum sjónarmiðum. Jón hafði leitað sér lækninga í Reykjavík sökum alvarlegs innanmeins, en læknar þar fengu ekkert að gert. Leitaði hann þá á náðir Tilraunafélags- ins og var efnt til lækningafundar með Indriða. Einar H. Kvaran greinir frá því í fjallkonunni 10. mars 1906 að Indriði hafi með „andlegum holskurði tekið eitraða klessu með krabbameinsbakter- íum“ úr maga Jóns. Hafi lækningar staðið yfir í þrjár vikur og líði sjúklingnum stórum betur. Að sögn Einars er það norskur læknir, að sjálfsögðu látinn, sem fer í aðra öxl Indriða og veitir honum yfirnáttúru- legan kraft fram í fingurna. Reykjavík segir aftur á móti um lækningar Indriða 17. mars: „Enginn frýr hr. Einari Hjörleifssyni vits, svo annað hvort hlýtur þetta flan hans að vera sprottið af trúgirni, og er þá á æði háu stigi, eða hann er samsekur í kuklinu, og þá er það takmarkalaus ófyrirleitni að bera þetta á borð fyrir auðtrúa almenning." Enn frentur segir að telja megi eðlilegt að sjúklingnum hafi eitthvað létt á milli, einkum og sér í lagi ef hann hafi trú á lækningunum. Aftur á móti sjái þessa heims læknar engan mun á honum, og sé það álitamál hvort læknar og lögregla eigi ekki að skerast í leikinn. Rétt áður en þetta tölublað Reykja- víkur fer í prentun berst sú fregn að Jón Jónsson frá Stóra-Dal sé látinn og greinir blaðið frá því. t blöðum andatrúarmanna kemur ■ Jón Ólafsson ritstjóri. að líklega hafi banamein Jóns verið lungnabólga, en við krufn- ingu Guðmundar Björnssonar landlækn- is og þriggja annarra lækna á líkinu kemur í Ijós að svo var ekki, en lifur hans enn undirlögð af krabbameini og það dánarorsökin. Ekki rufu andatrúarmenn öll tengsl sín við Jón eftir þetta. Við útför hans í Reykjavík 24. mars beittu þeir sér fyrir því að sunginn var sálmur sem skrifaður hafði verið ósjálfrátt á miðilsfundi eftir forsögn H.C. Andersen og Jónasar Hallgrímssonar. Eitt erindi hans er á þessa leið: Hann skildi eftir engi blóm við aldurtilans dyr sem höfðu ilm eða annað skrúð en aðeins frostrósir. Heldur virðist nú skáldunum hafa daprast flugið hinum megin! Sigurganga andatrúar Deilur um andatrú héldu áfram um nokkurt árabil, m.a. urðu miklar deilur í framhaldi af ferðalagi Einars H. Kvarans og Indriða miðils út um sveitir í nóvember 1908. Skúli Thoroddsen alþingismaður slóst í hóp þeirra um skeið og var m.a. aðstoðarmaður á frægum andafundi í Bolugngarvík. Þar kom fram andi Þórðar nokkurs á Hala, en þegar betur var að gáð reyndist hann enn í fullu fjöri. Með árunum dró hins vegar úr ofsanum í skrifum blaða um andatrú, og ein eða önnur tegund hennar eignaðist nokkur ítök með fólki óháð stjórn- málaskoðunum þeirra. Á síðari árum hefur hins vegar gætt mikillar hnignunar í starfi andatrúarmanna, og hreyfingin er ekki svipur hjá sjón ef borið er saman við upphafsárin og fyrri hluta aldarinnar. í ritgerðinni í Kirkjuritinu,sem fyrr er nefnd, telur Helga Þórarinsdöttir þrjá meginþætti hafa stuðlað að vexti andatrúar hér á landi. í fyrsta lagi hafa ríkjandi andrúmsloft í trúmálum verið furðulegur samsetn- ingur af áhugaleysi og efahyggju, samfara ýmsum vakningahreyfingum sem borist höfðu til landsins kringum aldamótin. Við slíkar aðstæður eigi alls kyns hreyfingar auðveldar með að grípa um sig. í annan stað hafi forvígismenn andatrúar hérlendis verið slík stór- menni, og með svo sterk málgögn að baki sér, að við liggi að það sé undrunarefni að hópur andatrúar- manna hafi ekki orðið enn stærri í upphafi en raun varð á. Þar hafi eflaust ráðið úrslitum afstaða pólitískra and- stæðinga andatrúarmanna. í þriðja lagi beri að athuga hugarfar þjóðarinnar gagnvart yfirnáttúrlegum efnum. Skyggnir menn, draumspakir og forsjáendur, draugar, bolar, skottur og mórar, uppvaktir eða heimalagðir, höfðu lifað með þjóðinni ásamt álfum, huldufólki, dvergum eða öðrum vættum í „einni guðdómlegri harmóníu allt frá Fróðárundrum“. Hjátrúin íslenska hafi staðið af sér þrjú mismunandi trúar- bragðaskeið oj lifði enn góðu lífi í upphafi 20. aldar þrátt fyrir vissa efahyggju sem bærði á sér meðal yngri menntamanna. Þarna var hún lifandi komin, að vísu í öðrum og vísindalegri búningi, en engu að síður gamall kunningi. Þegar þessir þrír þættir leggist saman og fléttist hver inn í annan verði að segjast að vaxtarskilyrði andatrúar hafi verið með ólíkindum hagstæð á íslandi. 5 Elektro Helios Lúxus heuTHlistæki HAUSTTILBOÐ Fyrir litlu heimiiin, meðan birgðir endast Elektro Helios Kæliskápur KG161 Úrvals kæliskápur fyrir lítil heimiii eöa sumarhús. Mjög lítil straumnotkun. 132 lítra 15 lítra frystihólf. Mál: Breidd 55 cm. Hæö: 85 cm. Dýpt 60 cm. Kr. 5.845.- Elektro Helios uppþvottavélin DB 40 Tekur lítiö pláss, getur staöiö á borði. Tekur fullan borö- búnaö fyrir 4. Einstaklega fljótvirk og lágvær. Vólin getur veriö laustengd viö krana. Mál: breidd 46 cm. Hæð: 47 cm. Dýpt 53 cm Kr. 7.455.- EINAR FARESTVEIT & CO. HF Bergstaðastravti 10 A Sími 16995 MAGNI LEGGUR SPILIN Á BORÐIÐ, ÞÚ VELUR Vöru— og brauðpeningar, vöruávísanir, peningaseðlar, og mynt, gömul umslög, póstkort, frímerki. Allt fyrir safnarann. Póstsendum. Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011 Spáspilin og bækurnar TAROT BÆKUR TAROT SPÁSPIL Margar gerðir Skýringabók kr. 250.00 ótal gerðir á ensku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.