Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 7 ALVEG ÁKVEÐIN I ÞVl AB VERÐA LÖGGA” Rætl við þær Berglind Eyjólfs- dóttur og Helgu Magnúsdóttur, lögregluþjóna ■ „Þessi mynd er tekin inni við Rauðagerði árið 1962, þegar ég var sjö ára en Berglind fjögurra ára,“ segir Helga Magnúsdóttir, lögregluþjónn, en við fenguní þær stöllur til þess að ræða við okkur í tilefni af gamalli mynd sem við fundum af þeim fyrir nokkru og sýnir ljóslega að snemma hefur krókurinn beygst til þess sem ve.rða vildi, en litlu hnáturnar sem þarna spóka sig með lögregluhúfumar, eru báðar orðnar að fullgildum lögregluþjónum í dag. Því til áréttingar er nýja myndin sem sýnir þær við sama gamla virðulega fatahengið sem faðir Berglindar, Eyjólfur Jónsson, lögregluþjónn hafði nýlega keypt úti í London og var að flytja heim daginn sem myndin var tekin 1962. En látum þetta vera nóg að sinni um þessa skemmtilegu mynd, - við ætlum að spyrja þær um hvernig það sé að vera orðinn alvöru lögregluþjónn. Hafi þeim dottið í hug að leggja það starf fyrir sig þegar fyrir tuttugu árum? „Jú, blessaður vertu. Á þessum árum var ég alveg ákveðin í að verða lögga," segir Berglind," en svo rjátlaðist það nú skjótlega af mér og þessi hugmynd spratt ekki upp aftur fyrr en nokkrum mánuðum áður en ég fór í Lögreglu- skólann. Þegar ég byrjaði í lögreglunni voru þegar eina átta eða níu konur búnar að ryðja brautina og byrjaðar lögreglu- störf, en fyrstu lögregluþjónar hér á landi múnu hafa verið þær Guðlaug Sverrisdóttir og Auður Eir, sem störf- uðu að unglingamálefnum." Hvað var það sem gerði lögreglu- mannsstarfíð eftirsóknarvert í augum ykkar? „Ég var orðin hundleið á því að sitja á skrifstofu," segir Helga og Berglind segist alveg sammála. „Okkur leist svo ' á að þetta mundi vera mjög spennandi starf," segja þær. „Það var að vísu mjög takmarkað sem ég vissi um þetta fyrirfram," segir Helga, „en reyndi að spyrja Lindu sem mest út úr og kannske má segja að ég hafi farið í þetta, af því að hún hafði gert þetta.“ „Það má.kannske segja að ég hafi farið að dæmi pabba,“ segir Berglind. „Þetta var allt öðru vísi heldur en ég hélt og sjálfsagt ekki jal'n mikill erill og maður hafði hugsað sér, þótt þar með sé ekki sagt að verkefnin séu ekki næg. Þau koma meir í skorpum en ég hélt.“ „Starfsfélagamir eru tíu sinnum betri en ég hafði hugsað mér segir Helga, „en ég er nú líka á B-vaktinni.“ „Þeir eru nú líka prýðilegir á C-vaktinni,“ segir Berglind og vill halda sínum mönnum fram líka. Hvernig er að vera kvenmaður í karlasamfélagi eins og lögregluliðinu? „Mér finnst ég ekki finna svo mikið fyrir því við skráningar og slíkt,“ segir Berglind. „Hins vegar kemur það fyrir ef á að fara í kall þar sem búast má við slagsmálum, - þá kemur fyrir að það er aðeins hikað við að senda okkur kvenlögregluþjónana. Þeir vilja þá reyna að verja mann dálítið." „Ég tek eftir því að ef við erum með reiða menn í lögreglubílnum, þá bregst ekki að það er kvenlögregluþjónninn sem fær allar skammirnar og ósvífnina", segir Helga. Eins bregst það ekki að þegar einhver fer út úr bílnum hjá okkur, þá segir hann að skilnaði: „Þakka ykkur fyrir strákar, verið þið blessaðir", eins og enginn nema karlmenn séu nærstaddir.“ Þær Berglind og Helga eru sammála um að það eru þó einkum kvenmenn sem senda þeim kvenlögreglumönnun- um tóninn við störf þeirra. „Þær eru miklu illvígari við okkur en karlmennirnir. Sjálfsagt er ástæðan sú að þær eru þarna oft við heldur neikvæðar aðstæður og þola illa að annar kvenmaður verði vitni að því,“ segja þær. Hafíð þið lent í átökum við fólk í starfinu? „Já, en aðeins lítillega," segir Helga og Berglind kveðst varla muna eftir að það hafi skeð. Þær segja að í níutíu ■ Þegar þær Helga (t.v.) og Berglind létu Eyjólf föður Berglindar taka þessa mynd af sér árið 1962 hefur þeim varla dottið í hug að þær ættu eftir að bera embættistákn lögreglumanna sem fullgildir lögregluþjónar. En eins og sjá má átti það þó svo að fara... tilfellum af hundrað megi „lala menn til“ eins og sagt er og forðast þannig meiri háttar illindi. Auk þess er það sjaldnast nema einn einstaklingur sem er með alvarlegan uppsteyt og þar sem lög- regluþjónar eru oftast þrír saman tekst venjulega fljótt að yfirbuga manninn. Óskemmtilegustu útköllin? Þær Helga og Berglind eru sammála um að það séu heimilisófriðir og þá einkum þegar börn eru á heimilunum. Hins vegar er það ánægjulegast að beggja þeirra dómi þegar þær á einhvern hátt geta orðið samborgurunum að liði. „Þegar við erum að keyra fólk sem er bundið við hjólastóla, þá hefur maður á tilfinningunni að þetta fólk kæmist ákaflega lítið ef þessarar aðstoðar nyti ekki við. Engir eru heldur þakklátari og fegnari aðstoðinni og þá má segja að maður hafi ekki gert sér grein fyrir því áður hve geysilega takmarkað ferða- frelsi þessi hópur hefur,“ segja þær. Finnst ykkur lögreglukonur nógu marg- ar eða vilduð þið vera fleiri? „Nú erum við fimm í Reykjavíkurlög- reglunni og vissulega vildum við vera fleiri. Nokkrar hafa hætt, - ætli lögreglukonur hafi ekki verið tólf í allt nér í Reykjvík. Já, það mundi styrkja okkar aðstöðu ef við værum fleiri. Verði kvenlögreglu- þjóni eitthvað á, þá er skuldinni skellt á allan hóp þeirra, „það var kvenlögregl- an“, segja menn. Verði karlmanni hins vegar eitthvað á, þá er hins vegar bara rætt um hann Óla eða hann Jón.“ Það þarf hins vegar mjög góðar heimilisástæður til þess að geta stundað þetta starf, vegna vaktanna segja þær stöllur og það vefst áreiðanlega helst fyrir mörgum. En ef konurnar á annað borð hafa tök á því þeirra hluta vegna, þá er ekkert því til fyrirstöðu að þær sæki um störf í lögreglunni. Það er áreiðanlegt að þeim muni ekki leiðast og sú lífsreynsla sem þetta starf býður upp á er áreiðanlega flestum holl. - AM ■ Helga Magnúsdóttir gekk í lögregl- una um síöustu áramót, en Berglind árið 1980. Ekki vcrður annað sagt en að þær prýði flokk lögregluliðsins í bænum og þær segjast gjama vildu fá fleiri konur i liðið. (Tímamynd Ella.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.