Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 innlendir leigupennar Reddum okkur kongi! ■ Hér áður var það helsta hlutverk rómverskra keisara að sjá þcgnum sínum fyrir brauði og leikjum, en nú fæst brauð í bakaríum og leikir eru í sjónvarpinu. Til hvers eru þjóðhöfð- ingjar þá? Dóp fyrir fólkið: einkum þeir konungbornu? Pá verða þeir að leggja sig alla fram, blessaðir, og sem betur fer vinna margir vel fyrir kaupinu sínu. Furstadótið í Mónakó hefur til að mynda næma tilfinningu fyrir þeirri dramatík sem gengur í fólkið, eins og síðustu atburðir gefa til kynna, og svo vel hefur tekist til að Mónakó-þjóð heimtar endursýningu og vill að Bertill prins gangi að eiga filmstjörnu, helst Brooke Shields. Ég mun fylgjast grannt með framgangi þess máls. Þar til línur fara að skýrast er nóg að gerast annars staðar, og að vanda bregst konungsfjöl- skyldan á Bretlandi okkur ekki. Raunar mætti helst ætla að enska kóngafólkið (en í æðum þess er ekki enskur dropi eins og kunnugt er) hafi fengið móral yfir því í sumar hversu illa skyldustörfin hafi verið unnin. Og ákveðið að bæta úr. Sjálf drottningin skipulagði þannig hcimsókn einhvers manns inn í svefnherbergi-sitf^til hvers er svolítið óljóst en þarna fékk þjóðin nammi að smjatta á og drottningin varð hetja af því hún hélt stóískri ró sinni á þessari örlagastundu. Ekki þótti nóg að gert heldur gaf sig fram „vændismaður" og kvaðst gagnkunnugur lífverði ncfndr- ar drottningar; raunar of kunnugur til að þessu fólki, sem að nafni til er komið af Játvarði öðrum og Jakobi fyrsta (skuttogarar báðir, eins og Gunnar Trausti kallar fyrirbærið), væri allskost- ar rótt og var lífvörðurinn látinn víkja. Um málarekstur þennan hefur popp- hljómsveitin Gaukarnir sett saman brag nokkurn og flutti hann í Óðali fyrir nokkru við mikinn fögnuð. Hvenær gefa Gaukarnir út plötu? Að ekki sé minnst á þetta litla huggulega stríð sem Bretar tóku upp á að heyja í Suðurhöfum og var Drési prins gerður út af örkinni til að konungsfjölskyldan tæki þátt í örlögum þjóðarinnar. Drési var víst mikill sóldát og þótti ástæða til að selja drulluskítuga stríðshanska hans á upp- boði skömmu cftir að hann kom heim úr stríðinu. Því miður fékkst ekki eins hátt verð fyrir hanskana og búist hafði verið við; kannski voru þeir ekki nógu blóði drifnir fyrir smekk Engla og Sáxa. Á meðan þetta gerðist hafði Karli prins, eldra bróður Andrésar, tekist að geta barn og fer engum sögum af því en barnið fæddist og þá fékk enska þjóðin, og við líka, meira til að tala um. Karl þessi var annars orðinn frægur fyrir að ætla ekki að ganga út - enda bæði skölIóttuT og eyrnastór - fyrr en hann náði sér, næstum hálffertugur, í smá- stelpu og allt varð aftur lukkulegt og gott. Systir þeirra prinsa hefur svo gert sitt besta með því að sitja hest og dúsa í vondu hjónabandi, segja áreiðanlegu heimildirnar sem fyrir þessu öllu eru hafðar. Hún hefur víst aldrei, segja skoðanakannanir sem reglulega eru haldnar um þetta mikilvæga mál, verið sérlega vinsæl af þjóðinni en kannski vinsældirnar fari nú vaxandi ef hún tekur að standa í skilnaði og vesini með tilheyrandi fréttum í blöðunum. Alveg eins og móðursystir hennar, hún Margrét, en um langt skeið sáu hún og Roddy Llcwellyn sér fyrir safaríku lestrarefni við morgunverðarborðið (morgunverðarborðið? - ég hef aldrei borðað morgunverð við borð!) og mikið var ég glaður þegar hann Snowdon lávarður plumaði sig svona vel. Annars hefðu Lafði Jane, eða hvað þau heita nú aftur, börnin, fengið komplexa. Þetta er sem sé allt hið besta mál og verður varla á skárra kosið. Eða hvað? Nú haustar að og ekki langt í veturinri; það er allskonar atvinnuleysi og svoleið- is vesin í mörgum löndum og kóngafólk verður að gera sitt besta til að drcifa huga fólksins þegar svo stendur á. Eins og vanalega hefur enska kóngafólkið tekið örugga forystu og nagar sig væntanlega Beatrix drottning í handar- bökin, Margrét II (hún komst þó í fréttirnar fyrir að eiga mann sem enginn vissi hver var), Jóhann Karl og hvað þetta heitir allt (sá síðastnefndi þyrfti að skipuleggja nýja byltingartilraun; það er svo gaman þegar kóngar koma í veg fyrir byltingar). Og það er heldur ekkert smáræði sem enska konungsfjölskyldan fann upp á til að sprauta í æð þjóðar sinnar (og okkar). Hún var búin með stríð og skilnaði í bili, einnig vændis- menn og innbrotsþjófa í Buckingham- höll, allir sjálfsagt orðnir leiðir á fjölskyldusælu elsta sonarins að sinni. Hvað var til ráða? Lausnin var cinföld, en afar, afar snjöll. Látum Andrés prins fara í frí með stelpu sem hefur geiflað sig í klámmyndum! Dómgreindin brást Hanover-fólkinu ekki fremur en venjulega. Þarna var kominn hlutur sem alþýða allra landa hafði á; sjálf stíðshetjan farin í leyfi á Barbados með einhverri Kú, en sjálfur lítur út eins og riðvaxinn tuddi svo segja má að kjaftur hæfi skel, eða flís rass. Jiminn, þarna fékk nú ímyndurnaraflið spark. Hvað ætli þau séu að gera? Ætli hún sé ekki alveg agalega... þessi Kú Stark (starknaked?)? Og víða komið við? Það leið heldur ekki á löngu uns það voru farnar að birtast nektarmyndir af þessari stúlku í breskum blöðum og auðvitað hafa þær borist hingað til lands, samviskusamlega. Við þurfum líka á dópi að halda. Þegar hann Játyarður, númer hvað var hann nú aftur, vildi giftast Wallis Simpson hinni amrísku, var þaO ein helsta röksemd breskra hefðarkalla gegn ráðahagnum að þar sem frúin væri þegar tvígift, þá væru að minnsta kosti tveir menn til í þessum heimi sem væru svo kunnugir hinni ef til vill drottningu að þeir gætu ekki aðeins upplýst forvitna aðila um það hvort hún væri geðvond á morgnanna, heldur gætu þeir hvorki meira né minna en diskúserað frammi- stöðu hennar í hinni helgu hjónasæng. Þetta er, vel að merkja, heilagur sannleikur; þessari röksemd var mjög flíkað, þótt ekki hafi hátt farið en þessir hefðarkallar hafa varla gctað uppistand- ið nú. Kú Stark hefur að vísu ekki verið gift en hvað er gert í klámmyndum? Einmitt. Og hvað gerðist ekki, það hafa nú þegar birst mörg viðtöl við fyrrver- andi ástmenn beljunnar og undir eins og mér berast þau í hendur mun ég upplýsa þjóðina um innihald þeirra. Þetta er jú nauðsynlegur fróðleikur ef framhald verður á sambandi stíðshetjunnar og leikkonunnar. En það er nú óvíst og örugglega verða birtar margar fréttir um það á næstunni og dóp þetta verður lífsseigt í skrokkum okkar, eins og til var ætlast. Drottningin móðir prinsins hefur látið kalla hann heim úr fríinu og læst náttúrlega vera yfir sig hneyksluð. Þetta nær ekki nokkurri átt. Andrés prins má drepa menn í stíði, en að hann sé að dufla við konu sem allir sem hafa áhuga geta fengið að sjá bera - það er þyngra en tárum taki. Spurningin er: gerir prinsinn uppreisn gegn móður sinni og lætur vessana ráða, eða lyppast hann niður og eina afleiðingin af öllu saman verður að Kú Stark fær hærra kaup fyrir næstu klámmynd sem hún leikur í en hinar fyrri? Ég iða í skinninu, eins og allir gera vitanlega. Fylgist með í næsta þætti. Hverju skyldi þessa makalausa fjöl- skylda taka upp á næst? Hugmyndaflug- ið er, eins og við höfum séð, næstum taumlaust, miðað við að um kóngafólk er að ræða en þar er hugmynd venjulega lítils metið. Og fyllast nú ekki aðrar kóngafjöl- skyldur öfund og grípa til sinna ráða? Sænska slektið - það er svo skratti slétt og fellt; hvernig væri að einhver segði því að dópa megi lýðinn með öðrum áhrifaríkara en endlausum barnsfæðing- um sem verða hálfþreytandi til lengdar. Er ekki rétt að maðkurfinnist í þeirri mysu? Ólafur Noregskonungur erbúinn að gera sitt, en fólkið í Danmörku? Eru prinsarnir komnir með hvolpavit? Þá gæti farið að rætast úr. En því er þetta skrifað að ég er ákafur baráttumaður þess að við íslendingar tökum upp hið besta úr menningu annarra þjóða og fljótt á litið kem ég ekki auga á annað betra en kóngalíf. Danir munu hafa boðið okkur brunaliðs- kóng þegar við urðum sjálfstæðir í seinna stíði, en því miður var það góða boð ekki þegið. Reddum okkur kóngi! Þá verður nú gaman að lifa. Annaðhvort getum við flutt inn einhvern afdánkaðan prins úr útlöndum og byggt handa honum höll inni á Öræfum, helst úr marmara og með mikið af flaueli og plussi (ættum við að bjóða Andrési prinsi djobbið; við fengjum kú í kaupbæti). eða við gætum dubbað okkar eigin kóng og farið að kalla hann yðar hátign og hágöfgi og æruverðugheit. Það væri sennilega ennþá ákjósanlegra; fá okkur innfædd og hugguleg konungs- hjón til að stytta okkur stundir. Ég sting upp á Jóni Baldvin og Bryndísi. Illugi Jökulsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.