Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 kvikmyndasjá 13 Umsjón: Friðrik Indriðason „ótukt" Hollywoó ■ Leikstjórinn/ handritahöfundurinn Paul Schrader er íslendingum vel kunnur því hérlendis hafa verið sýndar flestar myndir hans, þ.á. m. Blue Collar, The Hardcore Life, og American Gigolo en auk þess hefur hann átt handrit að myndum eins og Taxi Driver, Obsession og Raging Bull. Schrader telst til svokallaðra „ótukta" í Hollywood (The Hollywood brats) en þessi hópur er áhrifamesti hópur kvikmyndagerðarmanna í Bandaríkjun- um um þessar mundir og til hans teljast menn á borð við Scorsese, Spielberg og Coppola. Þeir hafa allir átt náið samstarf í einni eða fleiri myndum en Schrader þykir sú „ótukt“ sem er mest einmana, mest gefinn fyrir að fara eigin leiðir. Það er margt sem tengir þessa menn saman og sumt af því skrítið, Schrader og Scorsese eiga það til dæmis sameigin- legt að upphaflega'ætluðu þeir báðir að verða prestar, raunar býr Schrader að strangtrúuðu kalvinista uppeldi sem gert hefur það að verkum að hann gengur í hlutverk krossfara í mörgum mynda sinna, sögupersónur hans eru yfirleitt menn í baráttu við ýmiskonar spillingu. Það sem er öllum hópnum (The Hollywood brats) sameiginegt hinsvegar er ódrepandi áhugi á mynd John Ford „The Searchers" sem þeir horf á öllum stundum og segjast hafa fengið margar hugmyndir sínar úr. Einnig afneita þeir frjálslyndi/frelsi sjöunda áratugarins og hneigjast að afturhvarfi til hefðbund- inna aðferða í kvikmyndagerð. Maður hempunnar Schrader er fæddur inn í strangtrúað umhverfi kalvinista og eins og fyrr greinir var ætlunin hjá honum að læra til prests. Fyrir áhrif frá Pauline Kael innritaðist hann í kvikmyndadeild UCLA háskólans, tók meistaragráðu í faginu þar og varð síðan ritstjóri Cinema tímaritins þar sem hann varð að eigin sögn...„alltof alvarlegur kvik- myndagagnrýnandi...“. Hann hætti síðan kvikmyndagagnrýninni og gerðist handritahöfundur. þessum tíma (uppúr 1970) átti hann í miklum persónulegum vandamálum, skilnaður, ástarsamband sem fylgdi í kjölfarið fór í vaskinn, magasár o.fl. en í lok þessa tímabils semur hann svo handritið að Taxi Driver (1972) en sú mynd var síðan gerð af Scorsese 1975-76. Eftir það vann hann, ásamt bróður sínum Len, að handriti myndarinnar The Yakuza, gerð af Sidney Pollack með Robert Mitchum í aðalhlutverki. Síðan varð Schrader óstöðvandi. Deja vu skrifar hann árið 1973 og selur svo Brian de Palma (önnur ,,ótukt“) og notaði De Palma handritið í mynd sinni Obsession. Á þessum tíma skrifaði hann einnig handritið að myndinni Rolling Thunder en þegar hún var gerð 1977 afneitaði hann handritinu. Hann vann ■ Nastassia Kinski í Cat People mynd, gerist í New Orleans og fjallar um fólk er breytist í ketti eða allavega eitthvað kattarkyns. Einangraðar persónur Svipað og gerist hjá mörgum úr „ótuktarhópnum" eru sögupersónur Schraders einangraðar, þ.e. frá því umhvefi sem þeir lifa í og hrærast og eru gjarnar til að nota ofbeldi sem svar/svör gegn umhverfinu, dæmi um þetta eru persóna John Milius Dirty Harry í samnefndri mynd, persónan Travis Bickle í Taxi Driver, faðirinn í The Hardcore Life. Hér er yfirleitt um að ræða myndir sem eru hreinskilin játning kynslóðar sem tortryggir það „frelsi" sem lofað er af ýmsum félagslegum/ frjálslyndum hópum. Paul Schrader var nýlega staddur í Bretlandi á fyrirlestraferð og tók Ian Penman á NME tímaritinu viðtal við kappann en hér á eftir fylgja glefsur úr því. Fyrstu spurningarnar fjalla um nýj- ustu mynd Schraders Cat People en um hana segir hann að honum hafi fundist að kvikmyndavélin sjálf ætti að vera ein af sögupersónum myndarinnar, allavega hafi hann litið þannig á málin... „hún starfaði sjálfstætt í myndinni... hún var ekki einfaldur viðtakandi atburða, hún átti ekki sögupersónum að þakka tilveru sína - hún var viljasterk og mjög sjálfstæð öfugt við hefðbundna kvik- myndatökuvél sem horfir á persónur og ef þær hreyfa sig fylgir hún þeim eftir. Myndin er að mestu leyti unnin á „baklóðinni", næstum allt sviðið er byggt frá grunni, að utan og innan, svo þetta er í rauninni „borg hugans“ eins mikið og New Orleans. Við byggðum dýragarðinn sjálfir, ég held að dýra- garðurinn í New Orleans minni meir á Suðurhafseyjar. Peman spyr nánar út í sviðsmyndina og nefnir kirkju eina sem líkist gömlu kvikmyndahúsi. „New Orleans er ein' af þessum töfrandi borgum...við fundum þessa kirkju þar, hún var áður diskótek (hlær) en varð síðan svört „endurkomukirkja" og þeir höfðu ekki fjármagn til að innrétta hana á ný svo húri lítur út eins og diskótek enn í dag og þeir hafa safnaðarsamkomur þar.“ Handrit Cat People er skrifað af Alan Ormsby og Schrader er spurður hvort hann háfi gert miklar breytingar á handriti. „Handritið sem ég fékk í hendurnar var mun hefðbundnara en endanleg útkoma er í myndinni...megnið af hryllingsmyndum líta út fyrir að vera mjög „grunnar" þ.e. aðeins til afþrey- ingar en í rauninni ertu að vaða um í djúpum vötnum. Ef maður lítur á gömlu ævintýrasög- urnar, þær sem lifa enn, eins og Rauðhetta og Þrír bangsar...enginn hefur sest niður og hugsað út meiningu þeirra, samt hafa þær varðveist því þær hafa á vissan hátt kynferðislegar mein- ingar í ljósi uppeldis hinna ungu og þar fram éftir götunum. Ég lít á Cat People sem ævintýrasögu fyrir fullorðna, ég held að hún fari fyrir brjóstið á mörgum, og ég elska það en hún er jafnframt hrífandi fyrir aðra - en margir verða fyrir vonbrigðum. Erótík Mikil erótík er í Cat People og Penman segir að honum sjálfum hafi þótt hún (erótíkin) engu öðru lík... „Ja, þetta fjallar ekki um kynlíf per se“ segir Schrader...„þetta er ekki um svitann á rúmlökunum og samböndin. Ég held að ég hafi aldrei gert neitt um kynlíf per se. Umfjöllunin er ávallt um rangar rásir kynlífs, furðulegar rásir sem kynlíf hreyfist stundum eftir. Ég held að það sem ég felli mig best við er að hafa þrjá karaltfera { þremur stólum, kynlíf, trú og ofbeldi. Síðan er tónlist leikin, allir þrír standa upp og hlaupa um, slökkt á tónlistinni, allir setjast niður og svo finnum við út hvað gerist. Hvað gerist er kynlíf er í trúarstóln- um, trúin í ofbeldisstólnum, og ofbeldið í kynlífsstólnum? Það er það sem gerist í lífinu, allar þessar ástríður lenda í röngum stólum. Og á því hef ég meiri áhuga en á kynlífi, trú og ofbeldi per se.“ Trúin En hvernig kemur strangt trúarlegt uppeldi Schrader fram í lífi hans og verkum? „Það gefur þér vissan vitsmunaleg- an aga, mjög skipulagðan, mjögúthugs- aðan. Það er góður menntunarlegur bakgrunnur. Hinsvegar færðu bakslag frá uppeldinu á sama hátt, því þú ert alltaf að hugsa um hvað þú ert að gera um leið og þú gerir það. Þessi vissa tegund kalvinisma, Jansensimi - flest af þessu fólki reynir að hugsa sér leið inn í himnaríki, öfugt við tilfinningaríkari trú þar sem fólk finnur sér leið. Uppeldið gaf mér góðan menntunar- bakgrunn og mikið af hugmyndum til að vinna með en það er tilfinningalega takmarkandi". Hvað framtíðina varðar segir Schrader að hann sé nú með tvö verk „í maganum", annarsvegar er það handrit fyrir Scorsese eftir bók Nikos Kazant- zakis „Last Temptation Of Christ" og hinsvegar tilraun að sjálfsævisögu jap- anska skáldsins Yokio Mishima en hann ætti að geta orðið, svo notuð séu orð Schraders: „Nokkurs konar Travis Bickle fyrir menntamenn." - FRI að fyrstu drögum handritsins að Close Encounters of the Third Kind og síðar að The Hardcore Life en þeirri mynd leikstýrði hann einnig, hafði áður leikstýrt sinni fyrstu mynd Blue Collar 1978. Þriðja myndin sem hann leikstýrir er svo American Gigolo en hún hefur notið mestra vinsælda af þeim myndum sem hann hefur leikstýrt og nú er komin á markaðinn myndin Cat people með Nastassiu Kinski í aðalhlutverki, byggð á samnefndri gamalli hryllings- ■ Paul Schrader Krossfarinn Paul Schrader Einmana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.