Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 17
NAFN LANDS OKKAR ER NOTAÐ VOPN TIL AÐ BERJA A FOLKI MEД — rælt við Mauno Koivisto, forseta Finnlands, m.a. um samskipti íslands og Finnlands, sambúð Finna við Sovétríkin og „Finnlandiseringu” SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 17 ■ „Við Finnar erum að ýmsu leyti í sömu aðstöðu og Islendingar. Báðar þjóðimar byggja til dæmis útjaðra Norðurlanda. Og í samstarfi við aðrar þjóðir, svo sem í norrænu samstarfi, þurfum við að nota annað tungumál en móðurmál okkar. Að visu er það svo, að raun fleiri en áður læra nú sænsku í Gnnskum skólum, en engu að síður er þar ekki um að ræða móðurmál flestra Finna. Og vafalaust mætti benda á fleiri þætti, þar sem svipað er ástatt með þjóðunum, enda höfðum við alltaf fylgst af skilningi og áhuga með baráttu íslensku þjóðarinnar.“ Sá, sem þetta segir, er þjóðhöfðingi Finnlands, Mauno Koivisto, sem í janúar síðastliðnum var kjörinn forseti lands síns. Hann tók við af Uhro Kekkonen, sem íslendingar kannast vel við bæði vegna forsetastarfa hans og ennfremur sem tíðs gests á íslandi. Kekkonen sat lengi á forsetastóli; hann var fyrst kjörinn forseti, með eins atkvæðis mun, árið 1956, og varð þá áttundi forseti Finnlands. Koivisto er þannig sá níundi í röðinni. Mauno Koivisto tók á móti okkur, þremur íslenskum blaðamönnum, í stórri og bjartri stofu í forsetahöllinni í Helsinki; hávaxinn, grannur og myndar- legur maður, sem lítur út fyrir að vera mun yngri en hann er (hann verður 59 ára 25. nóvember næstkomandi). Hann minnir hvað útlit snertir einna helst á sterkan og hraustbyggðan finnskan skógarhöggsmann, eða þá útitekinn íslenskan bónda. Hann heilsar með þéttu handabandi og býður okkur sæti. I allri framkomu er hann hæglátur, virðist jafnvel í fyrstu hálf feiminn, og hann talar hægt og yfirvegað, yfirleitt lágri röddu, og hugar sýnilega vel að orðum sínum áður en hann lætur þau falla. Þegar farið er að ræða málefni Finnlands og alþjóðamálin kemur fljót- lega í ljós, að á bak við hæverskuna býr skapfesta og ákveðni. doktorsritgerð sína, sem fjallaði um félagleg samskipti á hafnarsvæðinu í Turku. Hann var mjög kunnugur þeim vinnustað, þar sem hann hafði starfað í þrjú ár við höfnina. Árið 1958 var Koivisto ráðinn for- stjóri eins stærsta banka landsins, Alþýðubankans, og hóf þar með starfsferil sinn sem bankamaður. Eftir margra ára starf við Alþýðubankann varð hann forstjóri Finnlandsbanka, finnska seðlabankans, og því starfi gegndi hann síðan nema þau ár, sem hann var ráðherra. Koivisto gekk í flokk jafnaðarmanna árið 1947, og varð fljótlega áhrifamaður í flokknum, ekki síst á sviði fjármála og efnahagsmála. Og árið 1966 varð hann ráðherra í fyrsta sinn í þriggja flokka stjórn mið- og vinstriflokka. Hann tók við fjármálaráðuneytinu á erfiðum tímum í efnahagsmálum Finnlands, og breytti að verulegu leyti um vinnubrögð í átt til aukins skipulags. Tveimur árum síðar, árið 1968, varð Koivisto í fyrsta sinn forsætisráðherra í ríkisstjórn sömu þriggja flokka - jafnaðarmanna, m'iðflokksmanna og sósíalista. Sú ríkisstjórn sat fram yfir þingkosningarnar 1970 og átti meðal annars frumkvæði að Öryggismálaráð- stefnu Evrópu, sem haldin var í höfuðborg Finnlands. Þegar stjórnin fór frá 1970 tók Koivisto aftur við starfi sínu sem forstjóri Finnlandsbanka og gegndi því starfi óslitið til ársins 1979, að undan- skildri stuttri ráðherratíð (sem fjármála- ráðherra) árið 1972. En vorið 1979 varð hann á ný forsætisráðherra. Sem slíkur tók hann við starfi sem forseti landsins þegar Kekkonen varð veikur haustið 1981, og í forsetakosningunum í byrjun þessa árs náði hann auðveldlega kjöri þrátt fyrir marga mótframbjóðendur annarra stjómmálaflokka. Að styrkja böndin á milli þjóðanna Viðtalið við Koivisto í finnsku „Það er ljóst, að við höfum áhyggjur af því, sem er að gerast í heiminum. Við erum mjög háðir því, hver þróunin er hjá öðrum þjóðum, hvort sem það er á sviði utanríkismála eða efnahagsmála. Við erum smáþjóð sem getur aðeins brugðist við því sem gerist úti í heimi. Stórveldin geta auðvitað hagað sér á annan hátt; þau geta skipulagt það, sem þau vilja gera, og framkvæmt það síðan. Við verðum að meta hvað hafi gerst, sé að gerast og muni gerast, hvað sem okkar eigin aðgerðum líður, og ákveða síðan viðbrögð okkar við þeirri þróun. Við erum mjög háðir útflutningi trjávöruiðnaðarins, og þróun efnahags- málanna í heiminum hefur mikil áhrif á eftirspum og markaðsverð útflutnings okkar og þar með á afkomu þjóðarinn- ar. í mörgum Evrópuríkjum hefur enginn hagvöxtur verið að undanfömu, og hjá sumum þeirra hefur framleiðslan jafnvel minnkað á liðnu ári. Margir hafa búist við breytingum til batnaðar á yfirstandandi ári, en af því hefur ekki orðið enn. Finnland verður því að búa sig undir lengra tímabil vaxtarleysis. Þetta þýðir efnahagslega erfiðleika fyrir okkur, þrátt fyrir það að við séum í sterkari stöðu en aðrir, og sterkari stöðu en við vomm áður til þess að mæta þessum áföllum, þar sem við höfum t.d. ekki haft neinn halla á utanríkisverslun- inni á síðustu ámm, og erlendar skuldir okkar em nú mun minni en þær voru í byrjun áttunda áratugarins ef miðáð er við hlutfall af þjóðartekjum. En engu að síður er vemlegt atvinnuleysi í landinu, og þar höfum við langmestar áhyggjur af atvinnuleysi ungs fólks. Það er eitt alvarlegasta vandamálið, sem við er að etja í Finnlandi". Helsinkiyfirlýsingin — Ef þér lítið yfir þróunina í Finnlandi síðustu tíu til fimmtán árin, hvað er það þá, sem finnska þjóðin getur verið stoltust af? „Að því er utanríkismálin varðar er við er að etja, en hins vegar ekki um þá erfiðleika, sem tekist hefur að sneiða hjá. En staðreyndin er sú, að heims- byggðinni, og þá sérstaklega iðnþró - uðu ríkjunum, hefur tekist að sneiða hjá alvarlegustu erfiðleikunum á síðustu ámm. Þróunin hefði getað orðið miklum mun verri að mínu áliti. Þau vandamál, sem við er að etja og vissulega eru alvarleg, em engu að síður miklu minni en þau hefðu getað orðið. Það hafa til dæmis skollið yfir tvær orkukreppur vegna stórfelldra olíuverðhækkana, en tekist hefur að aðlaga efnahagslífið þeim nýju staðreyndum. í Finnlandi emm við mjög háðir innflutningi á orku. Samt hefur okkur tekist að komast hjá því, að lenda í þeim skuldavítahring, sem gæti verið ógnun við sjálfstæðið". Kekkonen og Koivisto Mauno Koivisto tók við embætti af forseta, sem setið hafði hátt á þriðja áratug. Kekkonen var mjög virkur í utanrikismálum. Verður það á sama hátt með Koivista? „Við höfum ekki verið virkir í þeim skilningi, að við séum alltaf í tíma og ótíma að leggja fram tillögur eða hugmyndir um alþjóðamál, og við munum áfram vera sparir á slíka hluti,,, sagði Koivisto. „Og auðvitað þýðir ekki að vera alltaf að hugsa um, hvernig einhver annar myndi bregðast við ef • hann væri í þessu embætti. Það er hins vegar mikilvægt í þessu sambandi, að hér byggjum við á sterkri hefð, og það mun auðvelda mjög alla meðferð mála“. Þá daga, sem ég dvaldi í Finnlandi, voru einmitt ýmis teikn á lofti um að Koivisto myndi láta að sér kveða í, utanríkismálum Finnlands engu síður en ' fyrrirrennari hans. Þá kom- upp sérkennileg deila um það, hvort bjóða ætti Jasser Arafat, leiðtoga samtaka Palestínumanna, til Finnlands eða ekki, og ef svo væri, hver ætti þá að bjóða honum. Það fór ekki á milli mála, að í Ekki atvinnu- stjórnmálamaður Ferill Mauno Koivisto er fremur óvenjulegur fyrir stjómmálamann, því hann hefur verið áhrifamaður um stjórn landsins um langt árabil án þess að hafa nokkru sinni verið atvinnustjómmála- maður. Leið hans til valda hefur ekki legið um finnska þingið; hann hefur aldrei setið á þingi (það hefur eiginkona hans hins vegar gert). Hann fæddist í einni helstu hafnarborg Finnlands, Turku, árið 1923. Hann var af fátækum kominn og hafði engin tök á að mennta sig á unglingsárunum; þegar þrettán ára að aldri varð hann að hætta skólanámi og fara að vinna fyrir sér. Síðari heimsstyrjöldin breytti hins vegar miklu í lífi hans; hann var kallaður í herinn. Að styrjöldinni lokinni fór hann á nokkur iðnþjálfunamámskeið og þá vaknaði á ný áhugi hans á frekara námi. Hann fór því í kvöldskóla, lauk stúdentsprófi og hóf háskólanám árið 1949, tuttugu og sex ára að aldri. Þótt hann yrði ávallt að vinna meðfram náminu lauk hann MA-prófi á fjómm ámm, og árið 1954 lauk hann við forsetahöllinni í Helsinki stóð í tæpa klukkustund, og farið var vítt yfir; rætt um samskipti íslands og Finnlands, um þróun mála í Finnlandi og stöðu þessa útvarðar Norðurlanda í austri, hlut landsins í norrænu samstarfi og á alþjóðavettvangi, og svo auðvitað um samskipti Finna við Sovétmenn og þá gagnrýni, sem fram hefur komið hjá sumum öflum á Vesturlöndum á sovésk áhrif í Finnlandi. í upphafi var talinu að sjálfsögðu vikið að væntanlegri heimsókn Koivisto til íslands, en hann kemur hingað á mlðvikudaginn, og samskiptum land- anna. „Það er von okkar að heimsóknin til íslands verði til þess að styrkja böndin á milli þjóðanna", sagði Koivisto. „Við höfum aíltaf fylgst af áhuga og skilningi með baráttu íslensku þjóðarinnar. Ljóst er, að þegar þjóð er svo háð einni framleiðsluvöm eins og íslendingar að því er varðar sjávarafurðir, og þegar sú framleiðslugrein er svo mikilli óvissu háð sem raun ber vitni að því er varðar bæði magn og markaðsverð, þá hlýtur að vera sérstaklega erfitt að hafa stjórn á efnahagsmálunum. Staða okkar í Finnlandi er að nokkm leyti hliðstæð, þar sem við emm mjög háðir trjávöra- iðnaðinum." — Hvaða þýðíngu hafa samskiptin við ísland fyrir Finna, og hvaða áhrif mun væntanleg opinber heimsókn yðar til íslands hafa á samstarfið á milli landanna? „Við höfum mikinn áhuga á að auka samskipti þjóðanna. Spumingin er hins vegar sú, til hvaða beinna framkvæmda- atriða er hægt að grípa, því áhuginn er fyrir hendi. Þessi heimsókn verður vonandi til þess að tengja þjóðimar enn frekar saman. Það em hins vegar engin sérstök vandamál, sem ætlunin er að leysa, því slík vandamál em ekki fyrir hendi á milli þjóðanna". — Hvað er það öðru fremur sem tengir íslendinga og Finna saman? „Við emm að sumu leyti í sömu aðstöðu og íslendingar. Við byggjum til dæmis útjaðra Norðurlanda. í norrænu samstarfi verðum við að nota annað tungumál en móðurmálið. Að vísu er það svo, að mun fleiri læra nú en áður sænsku í finnskum skólum, en engu að síður er þar ekki um að ræða móðurmál flestra Finna. Og það mætti benda á fleiri þætti, þar sem svipað er ástatt með þjóðunum". * Island er öðruvísi land Finnsk stjómvöld opnuðu sendiráð í Reykjavík fyrir fáeinum vikum. Forset- inn var að því spurður, hvort samstarf þjóðanna myndi aukast með tilkomu sendiráðsins. „Ég held að sú aðgerð ein út af fyrir sig muni ekki breyta miklu í því efni“, sagði hann. „En auðvitað er opnun sendiráðsins merki um, að við höfum áhuga á að auka tengslin. Það er gott til þess að vita, að eftirleiðis verður opinber fulltrúi Finnlands með fast aðsetur á íslandi, og starfsemi okkar þar hlýtur að aukast um leið“. — Telja Finnar að Islendingar ættu að svara í sömu mynt og opna sendiráð í Finnlandi? ■ Finnska forsetafjölskyldan: Mauno Koivisto ásamt konu sinni, Tellervo, og dótturinni Assi. „Við höfum tekið okkar ákvörðun án þess að gera ráð fyrir slíku. En auðvitað er það mál íslenskra stjómvalda“. — Hafið þér komið til íslands? „Já, ég hef verið þar nokkmm sinnum. I fyrsta sinn kom ég þangað þegar Norðurlandaráð hélt fund þar árið 1970“. - Og hvað finnst yður um landið? „ísland er að vissu leyti ævintýralegt. Mörgum Finnum finnst að ísland sé mjög sérstætt land og öðm vísi en önnur lönd“. — Hafa opinberar heimsóknir þjóð- höfðingja einhvem sérstakan tilgang, eða er aðeins verið að framfylgja hefð? „Þær byggja að sjálfsögðu á hefð. En markmiðið hlýtur að vera, að slíkar heimsóknir fái aðra og meiri þýðingu en þá eina að fylgja hefðum. Það er von okkar að þessi heimsókn til íslands verði til þess að auka þekkingu okkar á landinu, styrkja tengslin á milli þjóða okkar og jafnframt að efla persónuleg tengsl milli forystumanna". — Hafið þér hitt forseta okkar Vigdísi? „Nei, við höfum ekki hist áður“. Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt Talinu er nú vikið að norrænu samstarfi og afstöðu Finna til þess. Hversu mikla áherslu leggja Finnar á norræna samstarfið og sameiginlega afstöðu Norðurlandanna til alþjóða- mála? „Samstarf Norðurlandanna í utanríkis- málum á sér fyrst og fremst stað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar eiga Norðurlöndin öll sína fulltrúa og afstaðan til málefna þar er mjög svipuð. En í öryggismálum hafa Norðurlöndin farið ólíkar leiðir. Sú staðreynd hefur þó ekki hindrað samstarf á öðrum sviðum. Utanríkisráðherrar landanna koma saman til fundar nokkmm sinnum á ári. Efnahagslegt samstarf Norður- landanna hefur einnig gengið vel. Fjögur ríkjanna em saman í EFTA, og þótt Danmörk sé aðili að Efnahags- bandalagi Evrópu, hefur það ekki hindrað aukin viðskipti á milli Norður- landanna. Samstarfið í menningarmál- um er umfangsmikið, og við höfum lært mikið af reynslu og skoðunum hvers annars á félagsmálasviðinu. Það er því margt sem við eigum sameiginlegt á Norðurlöndum". — Það víkur huganum strax að þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um að Norðurlöndin verði gerð að kjam- orkuvopnalausu svæði, en þær hafa lengi verið til umræðu. Þegar til þess er litið, að kjamorkuvopn em ekki til staðar á Norðurlöndum, er þá einhver ástæða tfi að semja sérstaklega um norrænt kjaroorkuvopnalaust svæði? „Það er auðvitað ljóst, að það em engin kjamorkuvopn í Finnlandi eða Svíþjóð. Þegar Noregur og Danmörk gengu í NATO við stofnun bandalagsins var því lýst yfir, að þar yrðu engin kjamorkuvopn leyfð á friðartímum. Hið sama gildir vafalaust um ísland. Þess vegna mætti segja að Norðurlöndin séu nú þegar kjamorkuvopnalaust svæði á friðartímum. En spumingin er, hvað gerist ef alvarlegt ástand skapast eða styrjöld brýst út? Þessi fyrirvari gildir aðeins um friðartíma. Þess vegna hefur hugmyndin um kjarnorkuvopnalaust svæði komið fram. Þar virðast tvær leiðir koma til greina. Annars vegar að Norðurlöndin lýsi sig sjálf kjamorku- vopnalaust svæði. En þá spyrja menn sig, hvort kjamorkuvopnaveldin muni virða slíka yfirlýsingu. í framhaldi af þeim vangaveltum hefur verið bent á, að til þess að tryggja að kjamorkuvopna- veldin virði slíkt svæði verði þau að taka þátt í sjálfri ákvörðuninni um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Þessar hugmyndir um slíkt svæði hafa vakið vemlega athýgli á undanförnum ámm og miklar umræður, sem enn er haldið áfram“. — Svo virðist sem margir líti svo á, að ísland eigi ekki að vera með í norrænu kjaraorkuvopnalausu svæði? „Það er vissulega dálítið erfítt að átta sig á því, hvað menn hafa nákvæmlega í huga þegar rætt er um kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Til dæmis má spyrja: þegar talað er um að Danmörk verði með í slíku svæði er þá líka átt við Grænland? í umræðunni um þetta mál em landfræðileg skil ekki glögg. Sumir telja t.d. að allt Eystrasalts- svæðið eigi að vera með, jafnvel hlutar af Sovétríkjunum. Það er því erfitt að fullyrða nákvæmlega, hvaða landsvæði menn telja að eigi að tilheyra kjamorku- vopna(ausa svæðinu". Sovétríkin og Finnlandisering Sovétríkin era hinn voldugi granni Finnlands í austri. Koivisto var spurður, hvort áfram yrði fylgt sömu stefnu gagnvart Sovétríkjunum og gert var í forsetatíð Kekkonens. „Ég mun fylgja sömu stefnu. Við höfum góð samskipti við alla nágranna okkar, og sambandið við Sovétríkin er mjög gott. Verslunin á milli landanna er mjög mikilvæg fyrir okkur. Við fylgj- Elías Snæland Jónsson skrifar einhvera hátt sjálfstæði Finna eða athafnafrelsi. Er því þannig farið? „Þeir, sem nota þetta orð, gera það í þeim tilgangi að hræða fólk með því að benda á Finnland sem dæmi. En okkur finnst að við pössum alls ekki í það hlutverk, sem okkur er þar ætlað. Nafn landsins okkar er tekið og það notað sem vopn til þess að berja með í hausinn á fólki. Auðvitað getur það verið sárt fyrir þann, sem barinn er, en í þessu tilviki hefur vopnið líka sínar tilfinningar. Okkur er illa við að nafn landsins okkar sé notað í þessu skyni. Það em engin óleystvandamál á milli Finnlands og Sovétríkjanna. Og finnska þjóðin hefur byggt upp efnahags- og viðskiptalíf sitt með ágætum, svo að Finnland er í dag vel þróað iðnvæu ríki, þar sem sú utanríkisstefna, sem fylgt hefur verið, nýtur almennrar viðurkenn- ingar“. Atvinnuleysið er alvarlegasti vandinn — Hver eru alvarlegustu vandamál- in, sem Finnar eiga nú við að etja? það Öryggismálaráðstefna Evrópu. Lokasamþykkt ráðstefnunnar var undir- rituð hér, og það var hápunktur í aðgerðum okkar á sviði utanríkismála. Nafn höfuðborgarinnar er ennþá tengt lokaályktun ráðstefnunnar, Helsinkiyf- irlýsingunni. í lok sjöunda áratugarins var mjög erfitt að átta sig á þróun mála til dæmis að því er varðaði stækkun efnahags- bandalags Evrópu. Þá var það meðal annars talinn raunhæfur möguleiki, að Fríverslunarsamtökin yrðu lögð niður og að við stæðum frammi fyrir tveimur valkostum; annað hvort að standa utan við alla slfka samninga eða þá að taka þátt í samstarfi, sem yrði ekki aðeins efnahagslegt heldur líka stjómmálalegt. Sem betur fer varð ekki af því að við þyrftum að velja á milli slíkra kosta, því Fríverslunarsamtökin starfa áfram og EFTA-löndin gerðu öll samninga við Efnahagsbandalagið, sem fólu í sér að fríverslunin gat þróast áfram. Þetta var mikið vandamál fyrir okkur fyrir tíu ámm síðan, en leystist farsællega. Annars er það svo, að fólk hugsar yfirleitt aðeins um þau vandamál, sem því efni markaði Koivisto öðmm fremur stefnuna og tók af skarið. Þeim, sem rætt var við í Finnlandi, bar saman um, að Koivisto væri mjög vinsæll meðal alþýðu manna í landinu, sem liti á hann sem traustan og heiðarlegan mann, sem treysta mætti að segði þjóðinni sannleikann. Það er reyndar í samræmi við þá reynslu, sem Finnar hafa af ráðherratíð hans, par var hann ekki að fegra hlutina, ef vandamál bar að höndum, og er því sagt í Finnlandi, að hann sé eini stjórnmála- maðurinn þar í landi sem hafi aukið vinsældir sínar með því að segja þjóðinni ógeðfelldar staðreyndir. Þessar vinsældir ná einnig til eigin- konu Koivisto, Tellervo, sem hefur sjálf iverið virk í stjómmálum, m.a. bæði átt sæti á þingi og í borgarstjórn höfuðborg- arinnar. Dóttir þeirra hjóna, Assi, stundar nám í stjómmálafræðum. • Og á miðvikudaginn fá íslendingar að kynnast finnska forsetanum, því þá hefst opinber heimsókn hans til Islands. íslendingar munu bjóða hann hjartan- lega velkominn. —ESJ. umst að sj álfsögðu af miklum áhuga með því, sem gerist, og því sem sagt er í Sovétríkjunum". — En hvað um þá miklu umræðu, sem átt hefur séð stað víða um svonefnda Finnlandiseringu? „Sú umræða hefur ekkert með samskipti okkar við Sovétríkin að gera“, segir Koivisto ákveðinn. „Staðreyndin er sú, að þessi umræða mun halda áfram í vestrænum fjöímiðlum án tillits til þess, hvað gerist í samskiptum okkar við nágrannann í austri. Við höfum ekki svo miklar áhyggjur af því, þótt aðilar á vesturlöndum hafi þörf fyrir syndasel eða einhvem til að hræða aðra með. Samskipti okkar við aðrar þjóðir er okkar mál. Við höfum lagt á það áherslu að þróa og bæta tengsl okkar við Sovétríkin, og staða Finnlands í dag er jafn sterk eða sterkari en nokkm sinni fyrr. Menn geta einfaldlega spurt sig, hversu miklu Finnland hafði að tapa haustið 1944 þegar við höfðum orðið undir í stríðinu og Þjóðverjar réðu enn yfir Lapplandi. Þá hófst nýtt tímabil í samskiptum okkar við nágrannalöndin. Ef reynt er með þessu tali um Finnlandiseringu að halda því fram, að við höfum með „mjúkri“ stefnu tapað „harðri“ stöðu, þá er það auðvitað alrangt, eins og allir þeir sem þekkja til sögu okkar verða að viðurkenna. En það er ljóst, að við emm varkárir þegar um það er að ræða að taka afstöðu yfirleitt. Vera má að einhverjir telji það sjálfselskufullt af okkur, en við finnum ekki hjá okkur hvöt til þess að gefa yfirlýsingar um allt mögulegt sem gerist í heiminum. Við fylgjumst af áhuga með því sem gerist, og veltum því svo fyrir okkur, hvort það muni hafa einhver jákvæð áhrif ef við látum álit okkar í ljós, Það getur verið gott að segja meiningu sína, en oft hefur það engin 'áhrif á gang mála“. — Þeír, sem nota þetta orð, Finn- landisering, telja væntanlega, að sam- skiptin við Sovétríkin takmarki á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.