Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 erlend hringekja Bretlandi. í síðustu viku sagði breska heilbrigðisráðuneytið að læknaráðið gæti beitt þá lækna refsiaðgerðum er umskurð framkvæmdu án þess að læknisfræðilegar ástæður kæmu til. Hvers vegna framkvæmir dr. Ghatak, sm þjálfun hefur hlotið í Kalkútta á Indlandi, slíkar aðgerðir? Aðspurður af The Observer tók hann tvö dæmi, bæði af konum af nígerískum uppruna. Önnur konan kom til hans í fylgd eiginmannsins og kvartaði yfir því að hún gæti ekki orðið þunguð og taldi það stafa af því að snípurinn hefði ekki verið fjarlægður. Hin konan hafði átt barn með keisaraskurði og hún og eiginmaður hennar töldu ástæðan fyrir því að hún gæti ekki eignast barn með venjulegum hætti væri sú að snípurinn hafði ekki verið fjarlægður í barnæsku. Dr. Ghatak kvaðst ekki hvetja fólk til að láta umskera sig, en þegar það kæmi aftur og aftur og hefði hugsað málið í ró og næði, framkvæmdi hann aðgerðina. „Ef Konunglegt félag fæðingarlækna vill að ég hætti umskurði þá tek ég það til alvarlegrar athugunar" sagði hann. Talsmaður breska læknafélagsins segir að brottnám snípsins feli í sér umtalsverða limlestingu kvenna, og hljóti að vera siðferðilega fordæmanleg. í september létust 14 stúlkur í Kenya af völdum umskurðar. Þegar það fréttist fyrirskipaði Moi forseti algjört bann við umskurði kvenna. En það er víðar en í Lundúnum og Afríku sem umskurður er framkvæmdur. 36 ára gömul Afríkustúlka var í síðastu viku fundin sek um það í París að hafa limlest dóttur sína, 3 mánaða að aldri, með því að skera sníp hennar burt. Barnasjóður Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofunin hafa fordæmt umskurð kvenna, og forsvarsmenn samtakanna voru slegnir óhug er þeim bárust fréttirnar frá Bretlandi. tilkynningu í síðustu viku að innrás frá Hondúras væri „yfirvofandi"; og um sama leyti varð Sandinistastjórnin þar í landi vitni að því að forystumenn grannþjóða og stjórnarandstöðu sátu á ráðstefnu og brugguðu henni launráð. Ráðherrar frá átta löndum í Mið-Ameríku komu þá saman í San José í Costa Rica og samþykktu að stofna til samtaka „til eflingar friði og lýðræði". Samtökunum er ætlað að leysa af hólmi Lýðræðisbandalag Mið-Ameríku sem El Salvador, Hondúras og Costa Rica stofnuðu í janúar s.i. Diplómatar og stjórnmálaskýrendur í Mið-Ameríku telja að vart verði unnt að komast hjá stíði. Heiftin magnast í garð Sandinista í Nicaragua og heitstrengingar ganga á milli Nicaragúa og annarra ríkja í Mið-Ameríku. Bandaríkjamenn hafa haft afskipti af þessum deilum. Þeir saka Sandinista um að styðja skæruliða sem berjast gegn stjórninni í El Salvador. Sjálfir aðstoða þeir herinn í Hondúras við að vígvæðast og hefur sá nú tvöfaldast á einu ári og er nú skipaður um 20 þúsund mönnum. Enda þótt stjórn Sandinista í Nicaragúa hafi öflugan landher á hún erfitt með að verja landið árásum úr lofti. Hondúrasmenn hafa á að skipa veglegum Mysteres-flugflota frá Frakklandi og eru voldugasti aðili í loftinu á svæðinu. E1 Salvador hefur einnig á að skipa öflugum bandarískum A-37 orustuflugvélum sem hafa í fullu tré við flugflota Nicaragúa. Leiðtogar Mexíkó og Venezuela hafa hvatt Reagan forseta og stjórnina í Nicaragúa til að hefja viðræður til að koma í veg fyrir átök, en sú áskorun viðist ekki hafa borið mikinn árangur. Meðal þeirra sem styðja hugsanlega hernaðarárás Hondúras á Nicaragúa eru stuðningsmenn fyrrverandi einræðisstjórnar þar í landi, og einnig íhaldsmenn sem telja þingræðið fyrir borð borið í landinu. Talið er að Hondúras muni bíða með að láta til skarar skríða gegn Nicaragúa þar til eftir þingkosningar í Bandaríkjunum í nóvember og forsetaskipti í Mexíkó í desemberbyrjun. En eftir það er þeim ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Spurningin er bara sú hvort heimurinn muni kyngja slíkum yfirgangi. 21 Nýtt á markaðnum til heimilisiðnaðar Prjónasamsetningarvélin TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SIMI 44144 Póstsendum-: 81733 REYKJAVÍK LANDCRUISER Einstök vél til samsetningar á flíkum VARAHLUTA- UMBOÐIÐ H/F. ÁRMÚLA 23 • REYKJAVÍK Obreyttur í22ár! — og ennþá einn sá besti Óbreyttur er kannski yfirdrifið, því að Landcruiser Hardtopp verður ailtaf tæknilega fullkomnari með hverju árinu. í 22 ár hefur Toyota Landcruiser verið í fremstu röð jeppabifreióa — bíll sem fengið hefur viðurkenningar um allan heim fyrir styrkleika og gæöi. 5 gíra kassi Vökvastýri Dísel- eða bensínvél Eyðir aðeins 10 I á hundraðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.