Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 22
22___________ á bókamarkaði tW SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 LÍSiiÍÍJ1! Confessions of a Medical Heretic. Ilöfundur: Robert S. Mendelsohn. Útgefandi: Wamer Books. ■ Höfundurinn á að baki meir en aldarfjórðungs starfsreynslu sem laeknir og enginn getur sakað hann um að skrifa af tómri vanþekkingu. En um niðurstöð- ur hans má deila og eins röksemdarfærslu alla. Hann hefur miklar efasemdir um gagnsemi heilbrigðisþjónustu, eins og hún tíðkast í Bandaríkjunum, og varar við oftrú á henni. Meðal þess sem hann vekur athygli á er: Regluleg læknisskoðun getur verið varasöm. Sjúkrahús eru hættulegur staður fyrir veikt fólk. Flestir uppskurðir gera fólki Iftið gagn, en margir gera ógagn. Prófanir á tilraunastofum lækna eru ónákvæmar og yfirborðslegar. Mörg lyf eru ónytjulyf. Röntgenljósmyndun er hættuleg og röntgentæki hættulegasta tækið á hverju sjúkrahúsi. Mendelsohn vill að fólk sé á varðbergi gagnvart læknum, sjúkrahúsum og lyfj- um. Svolítið er til í því, en heldur betur sýnist hann nú keyra þessi sjónarmið fram til öfga í bókinni. Bókin er áhugaverð og vekur til umhugsunar, eins og oft er sagt, en lesendur skyldu gæta þess að gleypa ekki gagnrýnislaust við öllum staðhæfingum höfundar. (Sjálfur er hann læknir, og var hann ekki að vara okkur við þeim?!) PHENOMENAL Í BESTSELLER raœMPLEiE SCARSDAIE MEDICALDIET PLUS DRTARNOWERS œraœr KEEPSLIM FROCKAM Tbe ’totaTjSan fiirfhc diet ttiat's taking Atnerica by storm. The Coniplete Scarsdale Medical Diet. Höfundar: Herman Tamower læknir og Samm Sinclair Baker. Úlgefandi: Bantam Books. ■ Þeir Tarnower og Baker segjast geta ábyrgst að ef leiðbeiningum þeirra er fylgt út í ystu æsar þá geti menn losað sig við heil tíu kíló á tveimur vikum. Fyrir þá sem eiga við offituvanda að stríða eru þetta náttúrlega dásamlcgar fréttir. í bókinni er að finna sérstakan heilsumatseðil, sem virðist ansi fjöl- breyttur, og ýtarlegar upplýsingar um samsetningu hans og ástæður til þess að hann verkar svo vel. Að auki er í bókinni að ftnna margs konar fróðleik um offitu og næringarmál. Auðvitað er þetta bara ein leið af mörgum til að léttast, og mestu skiptir sem fyrr vilji einstaklingsins. Enginn megrunarkúr getur sigrað þann mann sem ekki vill sjálfur grennast. Og þegar menn hafa einu sinni gert þetta upp við sig er eftirleikurinn auðveldari; þá geta menn farið þá leið sem ráðlögð er í þessari bók eða hundrað aðrar sem í boði eru og margar hverjar ekki síður árangursríkar. ■ Ofannefndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins unt kynningu að ræða, enga ritdóma. Death beam. Ilöfundur: Robert Moss. Úgefandi: Berkley Books. Robert Moss er annar höfunda þess fræga reyfara Óhæft tii birtingar (The Spike) sem Almenna bókafélagið er að gefa út á íslensku um þessar mundir. Hér er komin önnur spennusaga með svipuðu ívafi frá hans hendi. New York Times taldi hana taka The Spike fram. Svolitla hugmynd um söguþráð ættu eftirfarandi stikkorð að gefa: Moskva: Sovétmenn hafa búið til hið fullkomna gereyðingarvopn sem á að knýja Banda- ríkjamenn til uppgjafar. New York: Fyrsta flokks flugumaður hefur verið ráðinn til að myrða forseta Bandaríkj- anna. Austur-Þýskaland: Njósnari kommúnista notar fjölskyldutengsl stn til að koma á leppstjórn í ísrael. Miami: Eini góði Kaninn sem veit hvað er á seyði er gerður höfðinu styttri. Washington: Leiðtogar þjóðarinnar keppa óttaslegnir við tímann til að reyna að komast að því hver svikarinn í herbúðum þeirra er. Þeir verða að finna hann áður en Sovétmenn geta látið til skarar skríða... Cocaine. Its History, Uses and Effects. Höfundur: Richard Ashley. Útgefandi: Warner Books. Kókaín er nú aftur orðið vinsælt fíkniefni vestur í Bandaríkjunum þótt ólöglegt sé. Þá vakna spumingar eins og: Hvað er kókaín í raun og veru? Hvaða áhrif hefur það á líkamann og heilann? Er það kannski eins meinlaust og aspirín eða jafn hættulegt og heróín? Og hvers vegna kostar það offjár? Richard Ashley hefur sjlfstæð svör við þessum spurningum, sum hver nokkuð vel rökstudd, en önnur hæpnari. Hann reynir að sannfæra lescndur um að það ríki miskilningur um samsetningu og áhrif kókaíns og vill að það verði lögleitt, eins og raunar öll önnur fikniefni. Bann við dreifingu þess telur hann fjarstæðu eina. Hvort sem lesendur fallast á rök Ashley eður ei, er þetta athyglisverð bók, og geymir mikinn fróðleik. En varið ykkur að láta sannfærast um of af þeim mælskubrögðum sem höfundur beitir ótæpilega. t rltS History, andEfíects Richard Ashley Antiiorot jtw wí’duíy <KCl,)i»VHft HtílOÍf) BY THE COAUTHOH OF TH6 INTERNATíONAL B£STSHLL£R THE SPIKE ROBERT MOSS umnii mracras ss pnscnm m Aittm toiwr HKt BB DAKBHOUS TQ VOOÍ MAIIH tm iii vim HERETIC tellsyou bow to guard yourself agaiust the harmful topact upon your lífe . of ðoctors, drugs and hospítals. Albert Speer lést í fyrra og síðasta bók hans er komin út: FORTIBIN VÉK ALDREI FRÁ HONUM Infiltration eftir Albert Speer, MacmiUanforlagið, 384 bls. ■ Þegar Aibert Speer lést fyrir rúmu einu ári í Lundúnum voru minningar- greinar yfirleitt vinsamlegar í hans garð. Vissulega er það rétt að hann var vinur Adolfs Hitlers, uppáhalds arkitekt hans, og ráðherra hergagnaiðnaðar í þýsku nasistastjórninni. En frá stríðslokum hafði hann verið fullur iðrunar, og sú iðrun hafði yfir sér reisn og var sjálfri sér samkvæm. Hann sat í fangelsi í tvo áratugi, dæmdur fyrir stríðsglæpi við Nurnberg-réttarhöldin, og þótti sýna mikið æðruleysi þann ttma. Endurminn- ingar hans frá tímum Hitlers I þríðja ríkinu og Dagbækur frá Spandau, sem greina frá þvt hvernig hann eyddi tímanum í fangelsinu, eru orðnar að klassískum ritverkum. Speer var einnig umhugað að veita blaðamönnum og sagnfræðingum liðsinni. Það var alltaf verið að taka við hann viðtöl, og oftar en ekki voru þau tímafrek og kostuðu hann óþægindi. Það er kannski einkennandi að fráfall Speers skuli hafa borið að við slík aðstoðarstörf. Enda þótt hann væri orðinn sjötíu og fimm ára gamall, og ekki við góða heilsu, féllst hann á að ferðast frá heimabæ sínum Algáu til Lundúna í sjónvarpsviðtal hjá BBC. Það var líka einkennandi fyrir hann að hann vildi ekki þiggja greiðslu fyrir viðtalið, og bað um að húnm rynni til góðgerðarstarfsemi. Ekki unnt að afsaka glæpina Að mati breska sagnfræðingsins Normans Stone var Speer einn um það í hópi hinna dæmdu nasistaforingja að gera sér grein fyrir því að þeir áttu sér enga málsvörn, enga afsökun fyrir gerðum sínum. Það fór í taugarnar á samföngum hans í Spandau hvernig hann fjallaði um sjálfsvorkunnsemi þeirra og fáránlegar rökræður um það hvort unnt hefði verið að vinna stríðið í Dagbókum sínum.í litlum heimi fangelsisins olli þessi hreinskilni hans honum vandræðum; hann varð fyrir líkamsárásum í æfingagarði fengelsisins. Speer gerði sér grein fyrir því að hann hafði eytt bestu árum ævi sinnar í þágu slæms málstaðar, og það sem eftir var ævinnar reyndi hann að átta sig á því hvers vegna hann hafði gert það. Fortíðin veik aldrei frá honum. „Þetta var öllum Ijóst sem hittu Speer“ segir Norman Stone í nýlegri grein í New York Review of Books. Það var Stone sem tók síðasta viðtalið við Speer fyrir BBC. „Kvöldið áður“, skrifar hann, „snæddum við saman á Browns Hotel í Lundúnum og ræddum um efni og skipan viðtalsins, og hann sagði mér frá nýju bókinni sinni Infiitrations sem var að koma út. Þótt samræður okkar væru afslappaðar gat ég ekki gleymt því að maðurinn sem sat á móti mér hafði verið í þjónustu Hitlers í tólf ár og setið önnur tuttugu í fangelsi. Speer var einstaklega snjall í viðræðum. f þessu BBC-viðtali lék hann á alls oddi, var í senn hjálplegur og mynduglegur, og síður þreyttur éftir það en ég var. En samt var óhugsandi annað en að ímynda sér að til væri annar Speer, hinn innri maður hans sem ekki sýndi sig hér.“ Vald Hitlers yfír Speer í síðustu bók sinni reynir Speer að gera sér grein fýrir hvað fór aflaga í Þýskalandi. Hann hafði áður skrifað langt mál um tengsl sín við Hitler og viðurkennt að hann hefði haft einkennilegt vald yftr sér. „f nærveru hans fannst okkur við eiga heiminn" skrifaði hann. Arkitektúr Speers, sem Félagið Ingólfur endurvakið: METNAÐARFULL BÓKAÚTGÁFA FYRIRHUGUÐ ■ Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verður haldinn í stofu 201 í Ámagarði framhaldsstofnfundur félagsins Ingólfs þar sem formlega verður gengið frá stofnun félagsins, og dr. Björn Þorsteins- son flytur eríndi um landnám Ingólfs. Félagið Ingólfur var upphaflega. stofnað í október 1934 og starfaði fram yfir 1940. Það gaf út Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess, ails 10 hefti, sem töldust 3 bindi og auk þess Þxtti úr sögu Reykjavíkur. Á s.l. ári var Ingólfur endurvakinn, og markmiðið er að hlúa að sögu landnámsins að fornu og nýju og standa að útgáfu Landnáms Ingólfs. Þegar hafa verið lögð nokkur drög að útgáfu fyrsta heftisins. Má þar nefna grein Bjöms Pálssonar um Vatnsleysu- strandarhrepp á 19. öld; dr. Björns Þorsteinssonar um landnám Ingólfs; Sighvats Bjarnasonar, bankastjóra íslandsbanka, um verslunarlífið í Reykjavík um 1870; Steingríms Jónssonar. sagnfræðings um vitamál á Suðurnesjum fram til 1900; Þómnnar Valdimarsdóttur um félagið Ingóif 1934-1942 og loks nokkrar visitasíur Sigurbjamar Einarssonar biskups. í drögum að lögum Ingólfs segir að í ritinu Landnám Ingólfs standi framvegis til að birta gömul skjöl og skilríki, er snerta sögu landnámsins og ekki hafa verið prentuð; óprentuð rit um sögu landnámsins og menningarsögu þess; örnefnalýsingu landnámsins, einstakra jarða, sveita og óbyggða, þar til fengist hefur fullkomin örnefnaskrá úr öllu landnáminu; þætti úr sögu kaupstaða og kauptúna svo sem sögu einstakra húsa. ■ Landnámsmaðurínn Ingólfur Amarson. Nú stendur tíl að skrá sögu þess landnáms sem rakið er til hans. gatna, bæjarhluta, ýmissa opinberra sem snertir menningarsögu bæjanna og stofnana og einkafyrirtækja, samgangna bæjarbrag; sögu einstakra bújarða innan innanbæjar og við aðra landshluta og allt landnámsins o.fl o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.