Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 27 ■ Charlie Haden Fyrstu tónleikar Jazzvakningar á þessum vetri: CHARLIE HADEN’S LIBERATION MUSIC ORCHESTRA KEMUR — mun leika í Háskólabíói ■ Sunnudagskvöldið 24. október nk. efnir Jazzvakning til mikilla jazztónleika í Háskólabíói þar sem ellefu manna stórsveit bassaleikarans Charlie Hadens leikur. Petta eru fyrstu tónleikar Jazzvakn- ingar á þessum vetri og jafnframt þeir viðamestu er Jazzvakning hefur staðið fyrir. Það má segja að Jazzvakning leggi allt undir, enda er kostnaður við tónleikana rúmar tvöhundruðþúsund krónur. Miðaverð verður kr. 250.- og þarf fullt Háskólabíó til að tónleikarnir standi undir sér. En svo einstakur tónlistarviðburður er þessi för Liberation Music Orchestra til Evrópu að Jazzvakning taldi það skyldu sína að bjóða íslenskum tónlist- arunnendum að hlusta á sveitina. Það mun tæpast gefast aftur tækifæri til þess. Það var þegar Víetnam stríðið geisaði 1969, að Charlie Haden kallaði á tólf jazzmeistara sér til fulltingis og stofnaði Liberation Music Orchestra. Sveitin hljóðritaði eina skífu fyrir Impulse, þar sem finna mátti auk frumsaminna verka Hadens, Ornette Colemans og útsetjara sveitarinnar, Cörlu Bley, verk eins og Samfylkingarsöng Brechts og Eislers, „We Shall Overcome" og söngva úr spænsku borgarstyrjöldinni. Síðan var hljómsveitin leyst upp og ekki kölluð saman á nýjan leik fyrr en fyrir tveimur mánuðum til að leika í fimm Evrópu- löndum og hljóðrita skífu fyrir ECM (en án mikillar aðstoðar frá þessu stórmerka þýska útgáfufyrirtæki, hefðu tónleikarn- ir aldrei komið til). „Tónlist hljómsveitarinnar á að hjálpa til að bæta heiminn, losa hann við stríð og morð, kynþáttahatur, fátækt og arðrán.“ Þetta er stefnuskrá hljómsveit- arinnar og því fannst Haden nauðsyn bera til þess nú að kalla sveitina saman til stuðnings hinni geysivoldugu friðar- hreyfingu sem fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Foringi sveitarinnar, Charlie Haden, hefur lengi verið í hópi fremstu jazzleikara heimsins og í ár var hann kjörinn bassaleikari ársins hjá því virta tímmariti Down Beat. Með honum í sveitinni eru Don Cherry, Dewey Redman, Carla Bley, Michael Mantler, Paul Motian, Jim Pepper, Gary Valente, Sharon Free- man, Jack Jeffers og Mick Goodrich. SPLIFF- , PÆLT EGO Nýja platan Egó: ! Mynd kemur út í lok nóvember ■ Vinnsla á hinni nýju plötu Egósins er nú á lokastigi. Eru Tómas Tómasson og upptökumeistarinn, Louis Austin, nýfarnir til London þar sem síðasta hönd verður lögð á hljóðblöndun plötunnar. Þessi nýja Egó-plata sem mun væntanlega heita Egó: ímynd, gæti trúlega komið í búðir í lok nóvember. Að sögn kunnugra hefur platan þróast ári skemmtilega í vinnslunni, ekki síst eftir að Louis Austin rak á fjörur Egósins. Hafa þeir Egó-drengir og Austin skipst á gagnlegum hugmyndum um það hvernig best megi gera plötuna úr garði og hefur það samstarf tekist vel. Um innihald plötunnar er það að segja að tónlistin er í beinu framhaldi af fyrra verki, en að sögn eru lögin mun „rokkaðri" eða a.m.k. ekki eins „popp- uð“ og á „Breyttir tírnar". Fleiri hugmyndir eru uppi um tónlistarstefn- una á hinni nýju plötu og t.a.m. segir Frikki (hinn eini og sanni) að það séu greinilegar Spliff-pælingar í Egóinu. Og þá vitið þið það. Gott SATT-kvöld í Klúbbnum: „BJART ER YFIR BETLEHEM, BLIKAR ATÓMBOMBAN” Tappinn frábær og blúsinn traustur — Q4U í toppformi ■ SATT-kvöldið í Klúbbnum s.l. þriðjudag var hið besta á þessum vetri, en þar kommu fram hljómsveitirnar Q4U, Tappi tíkarrass og Blús kompaní- ið. „Bjart er yfir Betlehem, blikar atómbomban" eru fyrstu línurnar í nýju lagi sveitarinnar Q4U en það heitir PLO. Q4U hófu þessa tónleika af miklum krafti, voru í toppformi, en uppstillingin hjá þeim var nokkuð óvenjuieg, aðeins þrjú léku, Gunnþór, Árni og Ellý, sem sagt gott „tölvupönk“. Q4U hefur þróast nokkuð langt frá upphaflegu sveitinni, tóniistarlega séð, en þau halda þó enn pönkstimplinum að nokkru leyti, einkum í efnisvali og framkomu. Þau þrjú komu bráð- skemmtilega út í tónlistinni, þótt hún væri í drungalegri kantinum, trommu- heili, hljóðgervill, bassi og söngur og er ég ekki frá því að sveitin nái bestum árangri þannig skipuð. Nokkrir erfiðleikar hrjáðu bassaleik- arann, Gunnþór, þar sem strengur slitnaði hjá honum snemma í prógramm- inu, varð það nokkuð endasleppt af þeim sökum og eftir uppklapp þurftu þau að endurtaka lagið „Göring“. Tappi tíkarrass var hreint frábær á SATT-kvöldinu, tvímælalaust besta sveit kvöldsins, en nýbylgjurokk þeirra komst vel til skila í hljóðkerfinu enda hljóðstjórn ágæt. Tappinn tók nokkur lög af nýjustu plötu sinni, Bitið fast í vitið, og segjast verður eins og er, að útkoman hjá þeim „live“ miðað við plötuna er eins og svart og hvítt, mun meiri kraftur og hraði er í lögum þeirra „live“ heldur en á plötunni, sem virkar fremur mjúk og dauf í samanburðinum. Tappinn hefur á undanförnum mán- uðum sýnt það og sannað að hann er í hópi bestu nýbylgjurokksveita hér- lendis, enda hefur hann á að skipa geysiskemmtilegum flytjendum, eink- um bassaleikaranum, Jakobi og söng- konunni Björk, sem einnig grfpur í hljóðgervil í nokkrum lögum þeirra. Hvað Blúskompaníið varðar, vissi ég hvorki haus né sporð á þeirri sveit fyrir SATT-kvöldið, annað en þetta væru Magnús Ein'ks og félagar og að sveitin hefði verið til í einni eða annarri mynd undanfarinn áratug og gott betur. Tónlist þeirra var traustur blús af mýkri gerðinni og óhætt er að segja að „úlpuliðið" sem mætti fékk eitthvað fyrir sinn snúð. - FRI ■ The Comsat Angels svívirða lista- verk þjóðarinnar. Valhöll í baksýn. Landkynning í erlendum ritum: STELUÞJÖFAR OG KALDIR LÆKIR — frásögn blaðabarns frá Bretlandi úr íslandsferð með The Comsat Angels ■ Það er greinilegt að þeir hafa ekki skánað hætishót þarna úti í hinum stóra’ heimi sl. tvö hundruð ár eða svo, a.m.k. ef miðað er við skrif ýmissa „ritlistar- manna“ sem farið hafa um ísland, ýmist í huganum, á hestum, tveim jafnfljótum eða í rútu. Frægar eru sóðasögur karla eins og Blefken um hörmungarnar, lauslætið og óþrifnaðinn hér á ísa köldu landi, en satt að segja hélt ég að þessa sögur heyrðu fortíðinni til. Svo virðist þó ekki... Hljómleikaför bresku hljómsveitar- innar The Comsat Angels hingað til lands er nú farin að bera árangur, þó að sá árangur geti ekki talist ýkja hagstæður vorri þjóð. í för með „Englunum" var eitthvert blaðabarn frá breska popprit- inu SOUNDS og nýlega gerði hann grein fyrir íslandsförinni á síðum blaðsins í máli og myndum. Reyndar er nærri hvergi vikið að íslandsförinni, sem þó er tilefni greinarinnar, sem birtist á heilli opnu, néma í smá klausu inni í miðri greiþj en þar segir blaðabarnið, sem nefnist Johnny Waller, eitthvað á þessa leið: - Bölvaðir bastarðarnir plötuðu mig út úr þægilegu hótelherberginu í tveggja tíma rútuferð. „Englarnir" leiddu okkur um fjöll og firnindi og við þurftum að vaða ískalda fjallalæki (ó, það var svo kalt). Ég meina það. Við vorum „miles from anywhere“ og reyndar virðist allt vera langt frá hvort öðru á íslandi. Ég var kaldur og blautur og mér leið ömurlega (gott - innskot Nútíminn) og það eina sem helvítis englarnir gátu gert, var að hoppa hlæjandi og skríkjandi fyrir neðan einhvern foss. (Oxarárfoss - innsk. Nútíminn). Og síðar: - Landslagið er bara fjöll og hraun og þrátt fyrir þjóðsöguna þá sá ég engan ís. Fólkið er óþolandi kurteist og sljótt, (kannski ganga allir á pillum - innsk. Nútíminn) nema á föstudögum þá drekka allir sig drullufulla og fara á hljómleika með hljómsveitum eins og Comsat Angels og stela glösunum úr höndunum á þér. Mik trommuleikari segist geta farið þangað aftur í frí - sjálfan langar mig ekki til að líta þetta pláss aftur. Það var og, og það var nú það. ESE Nýstofnaður í tengslum víð nyja verslun Hljómplötudeild Karnabæjar auglýsir stofnun plötuklúbbs í tengslum viö nýja hljóm- plötuverslun að Rauðarárstfg 16, Reykjavfk. Með þessu viljum við auka þjónustu fyrirtæk- isins við tónlistarunnendur um allt land. Sérstaklega getur fólk utan Reykjavíkurnú frekar fylgst með því sem gerist í tónlistar - heiminum og fengið nýjar og gamlar plötur og kassettur án tafar á kynningar og klúbbsverði. NAFN Við munum mánaðarlega senda félögum fréttablað með upplýsingum um nýjar og væntanlegar hljómplötur.Ekki skiptir máli hvar á landinu menn búa, við sendum f póstkröfu eða afgreiðum meðlimi beint f búðinni. Sendið inn umsóknareyðublað, komið eða hringið. Plötuklúbbur Karnabæjar Rauðarárstíg 16, R vík, S. 11620 I 16 I l__________________I HLEMMUR Rauöamrstiffu r HEIMILISFANG r - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.