Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 17.10.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1982 ■ „Jæja, Maschka, þá fáum við bráðum sumarfrí," segir Vanja. „Bregð- um okkur tii Miami að þessu sinni. Hvernig líst þér á það? Eða tii Páskaeyjar. Þeir segja líka að það sé ekki svo siæmt á Hawai - eða á Galapagos? „Machka er ekki sein til svars: „Enn höfum við ekki komið til Grikldands, bjáninn þinn. Þar er þó vagga menningarinnar. Svo hefur Tíbet alltaf heillað mig...“ En Vanja lætur engin gylliboð um slóðir menningar- sögunnar koma sér úr jafnvægi og hann kemur með málamiðlun: „Væri ekki best að skoða sig um í kring um Sotschi? Það er þó að minnsta kosti nær okkur...“ Sotschi liggur nefnilega við Svarta hafið. Þar skvampa þrjár milljónir Sovétborgara í sjónum á sumri hverju, en eflaust væri þeir öllu færri ef Miami, Hawai, Grikkland og Páskaeyja væru ekki bara nær, - heldur í hópi þeirra staða sem í boði eru. E þeir eru í boði í nýrri skáldsögu Moskvubúans Jewg- enij Jewtuschenko „Þar scm berin vaxa“, en sú saga fjallar um drauma- veröld hjóna nokkurra í Síberíu sem láta sig dreyma um ævintýrareisur til út- landa. En margt kemur í veg fyrir að þeir draumar fái ræst og hindranirnar eru fleiri en varðturnar einir og tollþjónar. Meðal hindrananna er til dæmis hún Marina. Hún situr á neðanjarðarjárn- brautarstöðinni í Moskvu við Majak- owskitorg á bak við þrjá litla glerglugga og selur farmiða til Sotschi, - og ekki aðeins til Sotschi, því á þessari söluskrifstofu sovéska flugfélagsins Aeroflot má fá farmiða til 128 annarra staða í Sovétríkjunum, en frá því í júní og þar til í september vilja allir fara til Svartahafsins. Biðröðin fyrir framan söluborðið hennar teygir sig líka óravegu eftir salnum. ' „Það fást ekki neinir miðar þangað lengur," eru þau svör sem Marina veitir við biðjandi spurningum Moskvubú- anna, sem langar að komast suður á bóginn úr rigningarveðrunum heima fyrir. „En, félagi, - þú hlýtur þó að eiga eitt einasta sæti laust í svona stórri flugvél,“ nauðar Ijóshærður maður á fertugsaldri, sem komast vill um hríð úr þrengslunum í leiguíbúðinni sinni. „Það er allt uppbókað,'1 endurtekur stúlkan, eins og biluð grammófónplata. „En' heyrið nú, fröken,“ byrjar sá Ijóshærði og reynir til þrautar. „Fröken, mér er alveg sama þótt ég fljúgi með næturflugi. Ég er alveg óhræddur við að fljúga með næturvélinni..." En það fer engin flugvél á nóttinni til Sotschi. Morguninn eftir, nokkrum mínútum eftir klukkan níu, lyftir Tupolev 164 vélin sér upp af Wnukowo flUgvellinum í Moskvu, einsog hún gerir á morgni hverjum. 94 farþegar eru um borð. Þrjá varð að skilja eftir. Flugvélin hafði vcrið yfirbókuð. Skyldi Marina þá hafá selt þeim Ijóshærða miða eftir allt saman? Nú er flogið í tvær stundir og fimm mínútur í lofthelgi Rússlands. Mynda- vélar og sjónauka má ekki nota á leiðinni, segir flugfreyjan. Hressingin sem farþegarnir fá er sódavatn í plastbikurum. í hátölurunum glamrar vestræn dikómúsík. En þegar nálgast lendingu er skyndilega þaggað niður í „Abba“-hljómsveitinni og baryton- söngvari syngur rússneskt ættjarðarljóð. Menn fyllast spcnningi vegna væntan- legra orlofsdaga og það er hvíslað eins og í biðstofu hjá lækni. „Hugsaðu þér bara, Gospodin," muldrar konan sem situr við hlið mér sem er klædd í stórrósótt pils, sem fellur þétt að mjöðmunum. „Hvernig get ég sagt þeim heima frá því sem ég hef kynnst hérna? Enginn mun trúa því að ég hafi flogið undir dillandi tónlist og þar að auki setið við hliðina á útlendingi. Segðu mér,- hefur þú nokkru sinni á ævinni flogið með flugvél áður?“ Flugið eða hin 32ja stunda ferð með járnbrautunum til Svartahafsins þykir flestum Rússum jafnast á við happa- drættisvinning, Sotschi, Jalta og Krím eru í suðri og í norðvestri er Eystrasalts- ströndin á milli Kaliningrad og Tallin. - Þetta eru helstu sumarleyfisstaðirnir. Þó verður að segjast að möguleikarnir á vinningi eru ekki mjög miklir, því handa 270 milljónum Sovétborgara er ekki um nema 900 þúsund farmiða að ræða. ■ Aðeins 900 þúsund orlofspláss eru til ráðstöfunar handa 270 milljónum Sovétborgara. stúdentar frá Georgíu með uppljómuð andlit og nokkrir málmiðnaðarverka- menn á söng og kersknisvísur af segulbandi, en það er Ijóðasmiðurinn Wladimir Wyssozki frá Moskvu sem syngur. Hann dó fyrir tveimur árum. En ekki er öllu lokið þegar sólin gengur til viðar á kvöldin. Þá eru öll, veitingahús yfirfull og fólk bíður þolinmótt eftir að komast að. f Letni leikhúsinu leikur hljómsveit frá Kalinin af feikna fjöri lög þeirra Elvis Presley og Bill Haley. Þau kvöld þegar Fílharmóníusveitin frá Moskvu kemur í heimsókn eru áhorfendur þó fremur af ráðsettara taginu. Menn reyna að framlengja dvölina á þeim hótelum þar sem þeir hafa fengið herbergi til umráða eftir mætti, því þegar henni lýkur er ekki um annað að ræða en koma sér inn á svartamarkað húsnæðismálanna, vilji menn dvelja áfram, þar verða menn að deila smáíbúð með hóp af bláókunnugu fólki, sem leigir iiáunganuin á háu verði. „Við vorum sjö í tveimur herbergjum og greiddum fjórar rúblur fyrir nóttina, - hvert rúm“. Það er logsuðumaður frá Leningrad sem hér segir frá. „En þegar menn'eru að fara ólöglegar leiðir þá verða menn að láta sig hafa þetta,“ segir hann. Þessi logsuðumaður er í stórum hópi sem finna má á sovéskum orlofsstöðum og þeir nefnast „veiðiþjófarnir". Á einhvern hátt hafa þeir orðið sér úti um járnbrautarfarmiða eða flugmiða og þar sem engin tök eru á að fá hótelberbergi, þá freista þeir gæfunnar á frjálsa íbúðamarkaðinum, sem yfirvöldin hafa lengi séð í gegn um fingur við. Um skeið ýtti sjálfur borgarstjórinn í Sotschi dyggilega undir þennan leik í anda framboðs og eftirspurnar sem af hug- sjónaástæðum var þó alveg harðbann- aður. En fyrir tveimur árum varð hann sannur að sök og afplánar nú 13 ára fangelsisdóm í vinnubúðum fyrir spill- ingu. Sotschi er eins og segull. Borgin teygir sig 140 kílómetra meðfram ströndinni og RUSSAR I ORLOFI VIÐ SVARTAHAF Færri en vilja komast í sólarparadísina og þar dafnar svartamarkaðsbrask með húsnæði og matvörur Menn fá slíkan miða eftir áralanga bið hjá verkalýðsfélagi sínu. „Putjowka" kallast slíkur miði og hann má líka öðlast, verði menn útnefndir „Sósíalist- ísk vinnuhetja" eða ef menn ná því að nefnast „Afburðaverkamenn.“ Þá fá menn 24 daga orlof við mjög litlu verði og pláss á einhverju orlofsheimila félags síns. Þá má liggja á einhverri sólarströnd- inni við Svartahafið og njóta útsýnisins til Kákasusfjallanna. Klukkan sjö að morgni þjóta þeir fyrstu í sjóinn og keppa um að ná sér í viðarbretti á leigu fyrir 20 kópeka. Þarna getur fólk verið bara það sjálft, en Sovétfólkið treður samt náunga sínum ekki um tær, leitar ekki að neinum sérstökum stað fyrir sig sjálft, byggir ekki einu sinni sandgarð í kringum sig. Ferðamannaskarinn ruglar áætlanabúskapinn Hins vegar leita menn hér mannlegra samskipta. „Fagurt er veðrið í dag, félagi!“ Þar með hefst upp samtal og fólk masar um börnin, sem alls staðar má líta, því ungherjar eru hér einnig í sumarleyfi. Menn sökkva sér niður í lestur á Pravda, sem eftir lestur má brjóta saman og nota sem sólhlíf. Ljósmyndari einn er á ferðinni og myndar og myndar. Biðröð myndast við sálfsalann sem seiur gosdrykk fyrir þrjá kópeka glasið. Þá þarf íssalinn ekki að kvarta. Holdug eldri kona stígur upp á vigt og vegur sig og henni virðist ekki bregða í brún þegar vísirinn stöðvast. Rússar hafa ekki mjög miklar áhyggjur af þyngd sinni. Menn taka líkama sinn sem hverja aðra staðreynd. í grennd við eina kaffistofuna á ströndinni hlýða þar er að finna heilsuræktarstöðvar sem bjóða upp á böð í mjög brennisteinsríku vatni, sem sagt er að lini hvers kyns meinsemdir. Hér eru hótelbyggingar sem ýmist eru búnar öllum hugsanlegum lúxus eða eru án alls slíks. Enn eru hér yfirfull orlofshús og heimili verkalýðs- félaga. Það er semsé héma sem borgarar Sovétríkjanna njóta þeirra tækifæra til endumæringar og hvíldar sem þeim er heitið í 119. grein stjórnarskrárinnar. En grár hversdagsleikinn er jafnan allt of skammt undan. „Félagar, ég get ekki annað en beðið ykkur að koma aftur á rnorgun!" segir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.