Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 1
Rafmagns-Akraborgin bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Þriðjudagur 19. okt. 1982 138. tbl. 66. árgangur. Stjórn Sfldarverksmiðja ríkisins: BANNAR ALLAR FREKARI UPPSAGNHtSIARFSMANNA — nema stjórnin hafi áður lagt blessun sína yfir þær ■ Uppsagnir starfsfólks Síldarverk- smiðja ríkisins verða framvegis háðar samþykki stjórnar SR, samkvæmt ein- róma samþykkt stjórnarfundar SR í gær. Jafnframt var samþykkt að starfsaldur manna verði þá látinn ráða. Framangreint felst m.a. í eftirfar- andi tillögu sem borin var fram af Jóni Kjartanssyni, varaform. verksmiðju- stjórnar: „Stjórnin samþykkir að fresta frekari ákvörðunum um uppsagnir starfsfólks SR í þeirri von að finna megi á næstunni verkefni fyrir starfs- fólk það sem enn er starfandi hjá fyrirtækinu, og í trausti þess að fyrirgreiðsla sú sem SR er heitið í tillögum „Loðnubrestsnefndar" nái fram að ganga hið fyrsta. Komi hins vegar að því að stjórn SR þurfi af illri nauðsyn að segja upp starfsfólki vegna verkefnaskorts, skal sá háttur viðhafð- ur að starfsaldur verði látinn ráða, þannig að þeir starfsmenn sem lengst hafa unnið við SR njóti þess“. Tillaga sem fram kom um að draga 8 síðustu uppsagnir SR til baka var hins vegar frestað. Spurður um hugsanleg ný verkefni fyrir SR í Siglufirði sagði Jón Kjartansson: „Þar bera hæst athuganir sem stjórnin ætlar að láta fram fara um möguleika á tunnusmíði í .Siglufirði. Og ennfremur að kannað verði hvort SR fái til umráða húsnæði undir fiskverkun. En auðvitað þarf m.a. að gæta þess að sú fiskverkun yrði ekki á kostnað annarra fiskverkenda í Siglu- firði. Hvorutveggja er á umræðustigi. En það er vilji allra stjórnarmanna SR að reyna allt sem unnt er til að forða því að segja þurfi upp fleira fólki“. -HEI ■ Káöherrand'nd ríkisstjornarinn- ar, skipuö þeim Gunnari Thorodd- sen forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni sjávarútvegsráöherra og Svavari Cestssyni heilbrigðis- ráðherra hof í gærmorgun viðræður v ið flokksformenn stjórnarandstöð- unnar. þa Kjartan Jóhannsson for- mann Alþyöuflokksins og Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðis- flokksins unt hugsanlega samvinnu varðandi afgreiðslu mála á þingi. Þeir Gunnar Thoroddsen og Stein- grimur Hermannsson töldu þessar fyrstu viðræður hafa verið jákvæðar og það var einnig skoöun Kjartans Jóhannssonar, en Geir Hallgrímsson sagði aö Itlið væri um þessar fyrstu viðræður hægt að segja. -AB Tímamynd - GE Sjá nánar bls. 5 GENGISSIG VERIÐ 3% SfDUSTU DAGA krónansigið um 8.5% frá síðustu gengisfellingu ■ „Þetta er fyrst og fremst afleiðing af lækkun sænsku krónunnar", svaraði Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans spurður um ástæð- ur þess að gengi krónunnar okkar hefur - þegjandi og hljóðalaust sigið um 3-4% gagnvart Bandaríkjadollar og fleiri erlendum gjaldmiðlum bara núna yfir síðustu helgi. Aðspurður kvað hann gengisfellingu sænsku krónunnar og í framhaldi af því finnska marksins hafa áhrif á sam- keppnisaðstöðu íslensks iðnaðar bæði hér innanlands og erlendis. Gengis- sigið sagði hann hafa verið um 3% að meðaltali. í gær var sölugengi dollarans komið í 15.54 krónur á móti 15.09 krónum sl. föstudag og hafi því hækkað um 3% sem fyrr segir. Jafnframt hækkaði sterlingspundið um 3,5% danska krónan um 4.3% þýska 1 markið um 3,9% og sömuleiðis franski frankinn. Við samanburð á gengisskráningu í gær og eftir gengisfellinguna 23. ágúst s.l. kemur í ljós að gengi Bandaríkja- dollarans hefur hækkað um 8,4% gagnvart krónunni okkar á þessum innan við tveim mánuðum. HEI Erlent yfirlit: Refsi- aðgerðir - bls. 7 Sérkermsla ískólum . » — bls. 12-13 Ofsóknar- blaða- mennska? — bls. 23 Fred Astaire — bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.