Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982 .Umsjón: B.St. og K.L. Fred Astaire og Ginger Rogers, þegar þau voru upp á sitt besta. ■ Þama er nýtekin mynd af þeim Fred og Ginger og virðast þau bæði hin hressustu og vera að bregða sér í dans. „HANN KANN HVORKI AÐ SYNGJA EÐA LEIKA „Hann kann hvorki að syngja eða leika“ ■ - sagði leikstjórinn, sem Fred Astaire tróð fyrst upp fyrir í Hollywood - árið 1932. Hann var þá að fara fram á að fá hlutverk hjá RKO-kvikmyndafélaginu, en starfs- mannastjórn eða þeim sem tók á móti nýju fólki, fannst Fred alveg ómögulegur. - Jú, hann getur dansað svolítið, en hann kann hvorki að syngja né leika nokkurn skapaðan ■ Það er 47 ára munur á hjónunum Robyn Smith og Fred Astaire, en sambúðin er hin besta, segja kunnugir. Nú man enginn lengur nafn þessa sjálfskipaða gagnrýn- anda, en Fred Astaire er enn þekktur og margir muna eftir skemmtilegu dansmyndunum, sem hann og Ginger Rogers léku í hér á árum áður. Nú er Fred Astaire orðinn 83 ára, en hann er giftur 36 ára konu, Robyn Smith, sem var mikil hestakona og tók þátt í veðreiðum sem knapi. Þau lifa rólegu lífi, en Fred er enn hress og léttur í spori. ★ ■ Hún Judy Mazell sjálf er ánægð með framgang sinn og fyrirtækis síns en „mamma er ekki ánægð“, segir Judy. Þannig er mál með vexti, að Judy Mazell setti saman hinn fræga Beverly Hill-megrunar- kúr. Bókin hcnnar um sama efni hefur veríð þýdd á mörg tungumál, og fengið hrós megrunarsérfræðinga, gagn- rýnenda og almennings, og var bókin á lista yfir mest-seldu bækur í Ameríku og í Bret- landi um langan tíma. Margt frægt fólk, leikarar og aðrír, gáfu yfirlýsingar um hversu vel megrunarkerfið hennar Judy hefði hjálpað þeim, Jack Nicholson, • Liza Minelli og söngvarínn Engel- bert Humperdinck hafa verið á megrunar - og hressingar- hæli hennar í Hollywood. Judy er fyrír löngu orðin milljóna- mæríngur í dollurum, og færir stöðugt út kvíarnar. Nú er hún Judy MazeU fýrir og eftir megrunarkúrínn. að opna nýja stofu í London, sem á að hafa svipaða starf- semi og stöðin í Hollywood. En... Judy MazeU segir hnuggin: „Mamma er ekki ánægð með þetta, hún segir bara - hvenær ætlarðu að fitna svolítið aftur, það er alveg hörmung að sjá þig o.s.frv. Og ég sem er svo ánægð með mig, síðan ég grenntist! Fyrír 9 árum var ég yfir 90 kg. en ég léttist smátt og smátt á nokkr- um mánuðum í 66 kg; og hef. haldið þeirri þyngd síðan. Ég verð að segja, að mér finnst svoiítið leiðinlegt, að fá ekki hrós frá mömmu fyrir dugnað minn, - við mcgrunina og bisnessinn." Mikið haft fyrir einni bjórtunnu ■ Þegar kráareigandinn veðjaði einni bjórtunnu við Hans Zaernig um að hann gæti ekki komið bilnum sínum inn á krána hans, var teningnum kastað. Hans, sem býr í Essen i Vestur-Þýskalandi, gerði sér lítið fyrír og reif i sundur Volkswagninn sinn stykki fyrir stykki og bar þau inn á krána. Þar setti hann bílinn aftur saman og var nú augljóst, að hann hafði unnið veðmálið. Enda bar enginn á móti þvi, að hann væri vel að bjórtunnunni kominn. Það var ekki fyrr en aftur var runnið af Hans, að hann gerði sér grein fyrir athæfi sínu.'Og nú mátti liann gera svo vel að cndurtaka verkið, bara í iifugri röð, til að konia hilnum aftur í notkun i sínu rétta umhverfi. Ekki fer sög- um af því, hvort hnnum þótti bjórtunnan alls þessa erfiðis virði. ppEn mamma er ekki hrif in” I karen tckur sig vel út sem bifvélavirki. Er við- haldið í lagi...? ■ Karen Jones frá Mersey- side í Englandi er kona, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Ef eitthvert aukahljóð er í bílnunt hennar, þá opnar hún vélarhlífina og kíkir ofan í vélina eins og þaulvanur hif- vélavirki, og oftar en ekki lagfærir hún ef eitthvað hefur bilað í liílnum. Venjulegt viðhald á bOnum er þvi í góðum höndum, en ef það er eitthvað, sem hún ekki ræður við að lagfæra leitar hún til kærastans, því hann er sérfræðingur í öllu við- komandi bilum. Það var reynd- ar hann, sem byrjaði að segja henni til við vélaviðgerðir. „Það er alveg hlálegt“, sagði hann, „þegar konur, sem hafa ekið bíl árum saman og eru reyndar góðir hílstjórar, geta ekki einu sinni skipt um dekk á bílunum sínum, eða annast smáviðgerðir." „Hann kenndi mér allt viðvíkjandi viðhaldi", sagði Karen Jones við Ijós- myndarann sem tók mynd al henni þegar hún var að athuga kertaleiðslur a bilnuni sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.