Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 4
Lestunar- áætlun Goole: Arnarfell ..................25/10 Arnarfell ...................8/11 Arnarfell ..................22/11 Arnarfell ...................6/12 Rotterdam: Arnarfell ..................27/10 Arnarfell ..................10/11 Arnarfell ..................24/11 Arnarfell ...................8/12 Antwerpen: Arnarfell ..................28/10 Arnarfell ..................11/11 Arnarfell ..................25/11 Arnarfell ....................9/12 Hamborg: Helgafell...................25/10 Helgafell...................12/11 Helgafell................... 3/12 Helgafell...................23/12 Helsinki: Dísarfell ...................8/11 Dísarfell ...................8/12 Larvik: Hvassafell.................. 1/11 Hvassafell..................15/11 Hvassafell..................29/11 Hvassafell..................13/12 Gautaborg: Hvassafell.................. 2/11 Hvassafell..................16/11 Hvassafell..................30/11 Hvassafell..................14/12 Kaupmannahöfn: Hvassafell..................20/10 Hvassafell...................3/11 Hvassafell..................17/11 Hvassafell...................1/12 Hvassafell..................15/12 Svendborg: Helgafell...................27/10 Hvassafell.................. 4/11 Dísarfell ..................11/11 Helgafell...................16/11 Helgafell................... 6/12 Árhus: Helgafell...................28/10 Helgafell...................18/11 Helgafell ...................8/12 Gloucester, Mass: Skaftafell...................1/11 Skaftafell...................1/12 Halifax, Canada: Skaftafell...................3/11 Skaftafell.... ..............3/12 n SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 RIKIÐ BYÐUR 8000% ÁVÖXTUN A SPARIFÉ — á 13 ára gömlum spariskírteinum — Eftirstöðvar útistandandi spariskírteina nálægt 1400 milljónum króna ■ Hver hefur boðið mönnum 7720% ávöxtun á sparifé þeirra undanfarin 13 ár? Auðvitað „kassinn okkar allra“ — ríkissjóður. Af 444.600 kr. spariskírt- einaflokki þeim er ríkissjóður gaf út og seldi í ársbyrjun 1969 voru enn 13.200 krónur óútgreiddar í árslok 1981, samkvæmt ríkisreikningi. Pað hefðu hinsvegar verið 1.049.500 krónur sem eigendur þessara bréfa hefðu fengið í hendur ef þeir hefðu sótt inneign sína um síðustu áramót. Þ.e. upphæðin hefur um 80-faldast á þessum 13 árum. Á sama árabili hefur framfærsluvísitalan hækk- að um 4680%. Á árunum 1964 til 1981 hefur ríkissjóður gefið út spariskírteini að upphæð 279,6 milljónir króna. Um síðustu áramót höfðu aðeins rúmar 6 milljónir króna verið endurgreiddar af nafnverði þessara bréfa. Eftirstöðvar með áföllnum vöxtum og verðbótum námu þá orðið 1.397 milljónum króna. Uppreiknaðar eftirstöðvar einstakra ára eru langhæstar frá árunum 1972 ög 1975, eða rúmar 116 milljónir af alls 3,6 milljóna króna spariskírteinaútgáfu árið 1972 og 114 millj. kr. af 9,1 milljóna króna útgáfu árið 1975. En mjög lítið hefur verið innleyst af þessum flokkum. Auk spariskírteinanna gaf ríkissjóður einnig út happdrættisskuldabréf að upphæð 23,6 milljónir króna á árunum 1972 til 1981, sem ekkert hafði verið endurgreitt af um síðustu áramót. Innlausnarvirði þeirra hafði þá að með- altali tífaídast, þ.e. var samtals 236,7 milljónir króna. Miklu munar hvað á- vöxtun happdrættisbréfanna hefur verið lakari en spariskírteinanna síðastliðinn áratug. Þannig hefur höfuðstóll spari- skírteinanna um 40-faldast frá árinu 1972 en happdrættisskuldabréfanna að- eins um 27-faldast, Skuld ríkissjóðs við eigendur spari- skírteina og happdrættisskuldabréfa um síðustu áramót var því samtals 1.633,8 milljónir króna um síðustu árámót, sem jafngilti t.d. rúmum fjórðungi allra ríkisútgjalda á árinu 1981. —HEI ■ Nýtt og glæsilegt dagvistarheimili var opnað við Efstahjalla í Kópavogi á föstudaginn. Heimilið rúmar samtals 97 börn, 80 í leikskóla og 17 á dagheimili. Húsið er einingahús frá Sigurði Guðmundssyni á Selfossi, teiknað af Asmundi Harðarsyni 0g Karl Erik Rochsen. Á innfelldu myndinni tekur Hildur Skarphéðinsdóttir, forstöðumaður heimilisins, við útidyralyklum úr hendi Rannveigar Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Tímamynd EUa Athugasemd vid ummæli Svavars Gestssonar, félagsmálaráðherra Framlög til byggingar- sjóða hækka um 33% fréttir Framlög til bygg- ingarsjoöa hxkka um 33% ■ HúsnxðisUn þau vm aztl.ið tt að vcita úr Byggingarvjóðum rikisim of vcrkamanna á nzsta ári eiga umkvzmt nýju (jár- lagalrumvarpi aðcim »ð hzkka um 33% (rá þvi wm ráð vir (ynr gcrt ( (járlagafíumvarpi 1982. Er su hzkkun langt undir þvi scm fbúðavcrð og byggmgarkostnaður hcfur hzkkað á railli ára og enn mcirí hzkkanir blasa við. Framlag rikiujóðt lil Byggingarsjóðs ríknins cr nú á ztlað um 71.5 millj króna eða 25% (rá tíðau* (járlagafrumvarpi. Lin- tókur tjóðtint (fyrtt og (remstfrá lífeyríttji'' [Framlag til Húsnæðisstofnunar ríkisins 1983: !r tvöfalt meira 'en á þessu ári „l'afl er ekkl nytt aS dagblaðiS I iminn farl mcS ósannindi um mig f og fcUgsmálaráðumytið, og því I kippi ég mér upp við þctsa frétl. En I þeir tcm cru hrsir á itictuku og ' kyniu tcr QárUgafnimvarplð fyrlr árið 1983 vtlu að gcu téö að fram- lög tU llúsnvðiulofnunar ríkisins harkka ekki um 33% tins og Tfminn neglr, heldur er um tvöföidun að i rieða frá þessu ári,- tagði Svavar I Gestsson, félagstnálaráðherra I I tamlali við Þjóðvlljann ( g*r, V vtgna frétUr f Tfmanum um 33% I haekkun á þessu framUgi. I fjárlagafrumvarpinu er gcrt ráð l fynr beinni fjárveitingu til I Byggingasjóðs rikisins að upphzö 171.S tniliónum króna. s. Ekki nýtt að Tímftin fari með ósannindi um mig og félags- málaráðuneytið, segir Svavar Gestsson hækkunfrásiðastaári.eneinniger J gcrt ráð fyrír 85 miijón króna fjár- I veitingu til sjóðsins, samkv.rmt I cfnahagsráðstófunum rikisstjórnarinnar frá þv( i ágúst sl. Þessi upphzð cr tvofoldun á fram- lagi til sjóðsins frá þessu irí. Þcssum 85 miljónum. sem i ákveðið var að veita til sjóðsins f J ágúst sl. cr cinkum ztlað að veita I ’ til þcirra, scm byggja cða kaupa I ibúðarhúsnzði í fyrsta sinn að sðgn | Svavars og það kemur til greina að taka citthvað af þessarí upphzð til úthlutunar i ár. Þcssar upplýsingar allar liggja I fynr f athugasemdum mcð fjár- I Ugafrumvarpinu fyrir árið 1983. ■ „Það er ekki nýtt að dagblaðið Tíminn fari með ósannindi um mig og félagsmálaráðuneytið. En þeir sem eru læsir á íslensku og kynna sér fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1983 ættu að geta séð að framlög Húsnæðisstofnunar ríkisins hækka ekki um 33% eins og Tíminn segir, heldur er um tvöföldun að ræða frá þessu ári“, sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra m.a. í Þjóðviijanum á föstudag. Þjóðviljinn segir að vísu rétt að bein fjárveiting til Byggingarsjóðs ríkisins samkvæmt fjárlagafrumvarpi sé 71,5 millj. kr. sem sé 33% hækkun frá fjárveitingum 1982 — eins og Tíminn sagði — (þó aðeins 25% hækkun frá fjárlagafrumvarpi 1982, þar sem upp- hæðin var skorin niður með fjárlögum fyrr á þessu ári). En einnig sé „gert ráð fyrir“ 85 milljóna króna fjárveitingu til sjóðsins samkvæmt efnahagsráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar frá því í ágúst s.i. Við þessar 85 milljónir er, því miður, það að athuga að ennþá eru þær aðeins til sem punktur í fylgiskjali með bráðabirgðalögunum frá því í ágúst undir fyrirsögninni „Frekari ráðstafan- ir“. En það eru einmitt þau sömu bráðabirgðalög sem þeir alþýðubanda- lagsmenn telja fullvíst að verði felld á Alþingi og vilja því rjúfa þing út af þeim og efna til nýrra kosninga hið snarasta, eins og fram hefur komið. Hvað um þessar 85 milljónir yrði (sem í athuga- semdum með fjárlagafrumvarpi 1983 segir líka m.a.: „Ákvörðun um skipt- ingu fjárins milli ára liggur ekki fyrir“) eftir þingrof og kosningar geta sjálfsagt hvorki Svavar né vér „ósannindamenn" Tímans sagt um. Það sem hins vegar liggur fyrir er það, að í ríkisreikningi ársins 1981 kemur fram að framlag ríkisins til Bygginga - sjóðs ríkisins hafi það ár numið 48,8 millj. króna. í fjárlögum ársins 1982 var upphaflega gert ráð fyrir 57,2 miiij. króna framlagi (17% hækkun milli ára) en sú fjárhæð var skorin niður í 53,8 millj. króna á síðasta vori, eða aðeins 10% hækkun milli 1981 til 1982. Framlag ríkisins samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1983 er 71,5 millj. króna, sem fyrr segir, og því um að ræða 33% hækkun frá framlagi í ár en aðeins 25% sé miðað við fjárlög 1982. Þetta þýðir jafnframt að aðeins er um 43% hækkun að ræða á tveim árum, 1981-1983, samkvæmt ríkisreikningi 1981 og fjárlagafrumvarpi 1983, sem liins vegar gerir ráð fyrir 141% hækkun á ríkisútgjöldum á sama tímabili. Tekið ^kal fram að hér hefur aðeins, að gefnu tilefni, verið rætt um framlag ríkissjóðs til Byggingasjqðs, cn ekki hvað áætlað er að hann taki þess utan að láni og endurláni, enda þær upphæðir komnar fram í fréttum Tímans. Heiður Helgadóttir, blaðamaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.