Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 6
stuttar ffréttir ■ Hið nýja 1.800 fermetra verslunarhús Fjarðarkaups h.f. í Hafnarfirði. Fjardarkaup kf. í nýtt húsnæði HAFNARFJÖRÐUR: Fjarðar- kaup hf. í Hafnarfirði hefur flutt starfsemi sína í nýtt hús sem fyrirtækið hefur byggt að Hólshrauni 1B í Hafnarfirði, sem ráðamenn fyrirtækisins telja 'góðan stað fyrir verslunarrekstur. Fjarðarkaup fékk lóðinni úthlutað í mat 1981 og hóf byggingarfram- kvæmdir í ágúst sama ár. Var húsið orðið fokhelt í október 1981. Hið nýja verslunarhús er liðlega 1.800 fermetrar að tlatarmáli og rúmar auk daglegrar verslunar, vörulager, kjötvinnslu, og skrifstofuhald auk góðrar aðstöðu fyrir starfsfólk. Fjarðarkaup hefur látið malbika bílastæði og komið upp lýsingu á svæðinu kringum húsið. í Fjarðarkaupi starfa nú 35 fastir starfsmenn. Þar við bætast starfs- menn Kökubankans í Hafnarfirði sem rekur „Konditory“ við inngang- inn í húsið og starfsmenn Ómars Kristvinssonar, matreiðslumeistara, sem rekur um 8 metra langt kjötborð í Fjarðarkaupi. Að öllum meðtöld- um verða starfsmenn því um 50. - HEI Málefni aldr- aðra á Norður- landi NORÐURLAND: Ráðstcfna um málefni aldraðra verður haldin á Akureyri laugardaginn 23. október í Hótel Varðborg. Það er Fjórðungs- samband Norðlendinga sem gengst fyrir ráðstefnunni í samstarfi við þingkjörna nefnd um málefni aldr- aðra og í samstarfi við Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Ráðstefnan verður sett kl. 9.30 og er hún öllum opin. Fyrir hádegi munu fulltrúar níu byggðarlaga á Norðurlandi halda stuttar framsögur um stöðu öldrun- armála á hverjum stað svo og um áformaðar framkvæmdir og félags- lega uppbyggingu starfseminnar. Skiptingin er þannig: V-Hún., A- Hún., Sauðárkrókur og Skagafjörð- ur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dal- vík, Akureyri og Eyjafjörður, Húsa- vík og Þingeyjarsýslur og Þórshöfn. Að loknum hádegisverði verða framsögur um húsnæðismál aldr- aðra, fjármögnun íbúðabygginga aldraðra, undirbúning elliáranna og heilsugæslu. Framsögumenn verða: Almar Geirsson, deildarstjóri, Sig - urður H. Guðmundsson, form. öldrunarmálanefndar oe Snorri Jóns- son, fyrrv. forseti ASI. Að lokum verða umræður. - HEI sýnast ekki minnka þrátt fyrir útbreiðslu videós. Bókaeign safnsins var á árslok 318.306 bækur. Til jafnaðar hefur þannig hver bók safnsins verið lánuð út þrisvar á árinu. Safninu bættust 17.220 ný eintök á síðasta ári. Á móti kom að tæp átta þúsund bindi voru afskrifuð sem ónýt eða töpuð. Raunveruleg fjölgun var því 9.228 . titlar. Bókaheitum fjölgaði hins vegar um rúm tvö þúsund á árinu. Þar af voru 284 íslensk skáldrit sem keypt voru í samtals 6.765 eintökum. Útlán safnsins eru töluvert breyti- leg milli mánaða, sem vænta má. Marsmánuður er efstur á lista með rúm 94 þús. útlán en janúar í öðru sæti með 90 þúsund. Útlán eru hins vegar fæst í maí, 69.400 eða nær 4 þús. færri en {.sumarleyfismánuðin- um júlí. Útlánum fjölgar síðan á ný þegar líður á haustið en detta svo hratt niður í jólaönnunum í desem- ber. Hvert sækja menn svo bækurnar? Tæpan þriðjung nálgast lesendur í aðalsafninu í Þingholtsstræti. Utlán í Bústaðasafni, Sólheimasafni og úr bókabílum eru svo nokkuð jöfn í kringum 190 þús. eintök á hverjum stað. Lán til skipa voru tæp 16 þús. á árinu. - HEI Bækurnar standast samkeppn- ina við videóið REYKJAVÍK: í fyrra fengu borgar- búar lánaðar nær eina milljón bóka á Borgarbókasafni Reykjavíkur, eða nánar tilgreint voru útlán safnsins 966.628 bækur, sem er fjölgun um 7.880 frá því árið 1980. Jafngilda útlán safnsins því að hver Reykvík- ingur hafi fengið að láni 11,5 bækur að meðaltali, svo vinsældir bóka Yngsti pró- fastur landsins í Skagafirði SKAGAFJÖRÐUR: Skagfirskir prestar hafa nýlega kosið sr. Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki sem prófast í sínu prófastdæmi. Séra Hjálmar er 32 ára gamall og er langyngsti prófastur landsins. Hann vígðist til Bólstaðarhlíðar- prestakalls 1976 en var skipaður préstur á Sauðárkróki árið 1980. Kona hans er Sigrún Bjarnadóttir, líffræðingur og eiga þau 3 börn. Síðasti prófastur Skagfirðinga var sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, en hann lét af störfum í sumar vegna aldurs. - HEI Gluggað í fjárlagafrumvarpið: FRMILOG TIL LiSTA HÆKKA Nll IIM 88% ■ Ekkí hefur hnífnum verið beitt jafn harkalega á alla liði í nýju fjárlagafrum- varpi - eins og hvað framkvæmdimar varðar. Þannig er liðurinn: Listir, framlög - til einstaklinga og samtaka um 88% hærri í nýju fjárlagafrumvarpi en var í frumvarpi fyrir 1982. Framlög á þessum lið nema nú samtals tæpum 28 milljón- um króna, sem skipt er í mjög marga staði og misjafnar upphæðir. Þeir sem detta nú í lukkupottinn og fá mesta hækkun milli ára - fimmfalda •- eru íslenska óperan sem ætlað er 1,5 milljónir króna og Listasafn alþýðu með 380 þúsund. Þá fjórfaldast liðurinn: Heiðurslaun listamanna og er nú 1,2 milljónir. Sama hlutfallshækkun er á liðnum: Kynning á íslenskri myndlist erlendis, þó upphæðin séminni, 200 þús. kr. Alþýðuleikhúsið hlýtur nú þrefalt hærri upphæð eða 1,2 millj. og er þar með komið með sömu fjárveitingu og Leikfélög Reykjavíkur og Akureyrar. Til starfslauna listamanna er áætlað að verja 2,5 millj. kr. sem er um 125% hækkun. Listamannalaun hækka hins vegar aðeins um 52% og eru nú áætluð 1,7 milljónir. Litlu minni hækkun er á hæsta einstaka liðnum í þessum flokki, Launasjóði rithöfunda, sem nú eru áætlaðar 3,9 milljónir. Kvikmyndasjóði er ætlað litlu minna eða 3 millj., sem er tvöföldun frá 1982. - HEl Margar inn- brotskærur til RLR: Vindlingar og vín freista þjófanna ■ Rannsóknarlögreglu ríkisins bárust nokkrar kærur vegna innbrota sem framin voru í Reykjavík og nágrenni um helgina. Innbrotsþjófar höfðu á brott með sér eina fjóra kassa af léftum vínum úr vöruskála Eimskipafélagsins í Hafnar- firði. Flösku af Smirnoff-vodka og fjórum bjórdósum var stolið þegar brotist var inn á heimili sjómanns við Asparfell. Tuttugu lengjum af vindling- um var stolið úr versluninni Grtmsbæ. Fyrirtækið Bílatún við Iðnbúð 4 í Garðabæ fékk innbrotsþjófa í heim- sókn. Engu var stolið, en talsvert rótað til. Segulbandstæki og einhverju af peningum var stolið úr Húsaiðjunni við Súðarvog 3. Fimm þúsund krónur hurfu af skrifstofum ísbjamarins á Granda- garði. Skiptimynt var stolið úr bakaríi við Leirubakka 34. Tveimur vindlinga- lengjum var stolið úr Kænunni í Hafnarfirði. - Sjó. Háskólatónleik- ar á midviku- daginn ■ Á öðrum háskólatónleikum vetrar- ins leikur Einar Markússon píanóleikari eftirtalin verk: Svanahljóma, eigin útsetningu á lagi eftir Maríu Markan, Marzuka eftir Maríu Szymanowsku, Fantasíu eftir Kuplonoff, Poem eftir Godowski, og tvær Etýður eftir Steibelt. Einar Markússon starfaði lengst af sem píanóleikari í Bandaríkjunum, og hefur haldið um 500 konserta þar, í Kanada, Bretlandi og Þýzkalandi. Píanóstíll hans þykir óvenjulegur, og dettur mörgum Horowitz í hug sem heyra hann leika, enda „getur hann bókstaflega allt á píanó“. Tónleikar Einars verða teknir upp á tónband og myndband. Þeirhefjast kl. 12:30 ogtaka um 30 til 40 mínútur. Háskólatónleikar eru öllum opnir; þeir verða í hádeginu hvern miðvikudag fram til 15. desember. ■ S.l. þriðjudag barst Sunnuhlíð, hjúkrunaTheimili aldraðra í Kópavogi gjöf frá Kópavogsbæ áð upphæð kr. 1.1 milljón króna. Rannveig Guðmundsdótt ir forseti bæjarstjórnar Kópavogs afhenti gjöfina í kvöldverðarboði í matsal heimilisins. Sagði hún við það tækifæri að þetta viðbótarframlag hefði verið ákveðið í tilefni af ári aldraðra og sem viðurkenning til allra bæjarbúa fyrir samheldni þeirra í hinni almennu fjársöfnun heimilinu til handa. Með þessari gjöf ncmur nú aukaframlag bæjarins um fram framlög á fjárhags- áætlun 1.5 milljónum króna á þessu ári. Sunnuhlíð var tekin í notkun s.l. vor og er þar rúm fyrir 38 vistmenn í einu, en nú hefur alls verið tekið þar á móti 80 sjúklingum. Megintilgangurinn hefur því náðst, þ.e. að gera sjúklingunum kleift að snúa aftur til stns heima að lokinni læknismeðferð. Enn er mikið starf óunnið við heimilið og þörf frekari fjárframlaga. Stefnt er að því að opna dagvistun fyrir aldraða og jafnframt að nýta kjallara hússins fyrir sjúkraþjálfun og verndaðan vinnustað fyrir aldraða og öryrkja. ■ Rannvcig Guðmundsdóttir forseti bæjarstjómar Kópavogs afhendir Ásgeiri Jóhannssyni stjórnarformanni Sunnuhlíð gjöfína. Sunnuhlíd, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi: STÓRGJÖF FRÁ BÆJARSTJÓRN „LíT og ástir kvenna” í Vestmannaeyjum ■ Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir, óperusöngkona, heldur tónleika í Fé- lagsheimilinu í Vestmannaeyjum laugar- daginn 23. októbcr n.k. klukkan 17. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Líf og ástir kvenna" og á efnisskránni eru íslensk og erlcnd lög og ljóð. Undirleik- ari á tónleikunum verður Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. í viðtali við Guðrúnu Sigríði, sem birtist í Helgarpakkanum s.l. föstudag, var rangt eftir henni haft að hún hefði fengið Toepfer styrk að undirlagi Hafliða Hallgrímssonar. Það var dr. Hallgrímur Helgason sem kom því til leiðar að Guðrún Sigríður fékk styrkinn. - Sjó. Nýr Útvegs- bankastjóri á Akureyri ■ Ásgrímur Hilmisson hefur verið ráðinn útibússtjóri Útvegsbanka fslands á Akureyri frá og með 1. nóvember næst komandi. Ásgrímur, sem undanfarið hefur verið útibússtjóri bankans í Álfheimum 74 í Reykjavík, tekur við af Matthíasi Guðmundssyni, sem lætur af störfum að eigin ósk. Ákvörðun um ráðninguna var tekin á fundi bankaráðs Útvegsbankans 13. október síðast liðinn. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.