Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982 ■ Reagan hefur mætt á nokkrum kosningafundum undanfarið og verið vel tekið. Refsiadgeröir Reagans eru orðnar hlægilegar Jafnframt hættulegar vestrænu samstarfi ■ TILKYNNING, sem Reagan forseti birti síðastliðinn föstudag, hefur vakið heimsathygli af ýmsum ástæðum, en þó einkum vegna þess, að hún þykir í algeru ósamræmi við þær kröfur, sem Banda- ríkin gera til anriarra vestrænna ríkja varðandi verzlun við Sovétríkin. Tilkynning Reagans var á þann veg, að hann væri reiðubúinn til að leyfa sölu á tuttugu og þremur milljónum tonna korns íil Rússa á nýbyrjuðu fjárhagsári. Þetta er um fimmtán milljónum tonna meira en búið var að samþykkja að selja Rússum. Þetta er líka nokkru meira en Rússar keyptu af Bandaríkjamönnum á síðast- liðnu ári. Þá mun innflutningur á korni til Sovétríkjanna hafa numið 45-46 milljónum tonna, og var tæpur helmingur þess frá Bandaríkjunum. Síðan Bandaríkin hótuðu fyrirtækjum í Vestur-Evrópu refsiaðgerðum, ef þau seldu vélar eða efni til gasleiðslunnar, sem flytja á gas frá Síberíu til Vestur-Evrópu, hefur Reagan verið tregari til þess en ella að veita leyfi til meiri kornsölu til Sovétríkjanna en búið var að semja um, þ.e. átta milljónir tonna. Bændur í Bandaríkjunum, sem geta ráðið úrslitum í kosningum í miðríkjum Bandaríkjanna, eiga miklar kornbirgðir óseldar og hafa krafizt þess að mega selja meira korn til Sovétríkjanna. Þeir hafa beitt auknum þrýstingi í sambandi við þingkosningar, sem fara fram 2. nóvember. Frambjóðendur repúbli- kana, flokks Reagans, hafa þózt sjá fram á ósigur, ef þeirmisstu bændafylgið. Þeir hafa knúið Reagan til að láta undan þrýstingi bændanna. Reagan lét líka tilkynningu sína hafa fullkomlega pólitískan blæ. Hann lét þess getið, að það hefði orðið Banda- ríkjunum til verulegs tjóns, þegarCarter setti bann á kornsölu til Sovétríkjanna umfram það, sem búið var að semja um. Rússar hefðu þá sniðgengið Bandaríkin og aukið korninnflutning frá öðrum löndum. ÞESS GAT Reagan ekki, að Carter hafði fyrirskipað bannið sem refsiaðgerð vegna inrásarinnar í Afganistan. Hérvar tvímælalaust um þá refsiaðgerð að ræða, sem kom Rússum verst. En hún kom bandarískum bændum jafn illa og því sneru þeir baki við Carter í forsetakosningunum 1980 og kusu Reagan, sem lofaði að aflétta banninu. Það gerði hann líka á síðastliðnu ári. Hið nýja leyfi Reagans eykur ekki að ráði kornsölu Bandaríkjanna til Sovét- ríkjanna miðað við síðastliðið ár. Menn áttu hins vegar minni von á því, að Reagan veitti þetta leyfi riú sökum þess, að hann hefur krafizt þess af bandalags- ríkjunum í Vestur-Evrópu, að þau beittu Rússa þeim refsiaðgerðum vegna atburðanna í Póllandi, að þau riftu samningum um sölu á vélum og efni til áðurnefndrar gasleiðslu. ■ Pym óttast um vestræna samvinnu. Jafnframt hefur hann hótað að beita refsiaðgerðum þau fyrirtæki í Vestur- Evrópu, sem stæðu við samninga sína við Rússa. Reagan sýndi það um sama leyti og hann nær þrefaldaði kornsöluleyfið til Sovétríkjanna, að hann ætlar að standa við hótun sína um að refsa þeim evrópsku fyrirtækjum, sem halda samn- inga sína við Rússa varðandi gas- leiðsluna. ítölsku fyrirtæki var neitað í Bandaríkjunum um útflutningsleyfi á efni, sem átti að fara í pípur, sem fyrirtækið hafði samið um sölu á og áttu að fara til Alsír. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Efna- hagsbandalags Evrópu héldu fund í Danmörku um helgina og mun ekki annað frekar hafa borið þar á góma en þessa tvo atburði, eða annars vegar fréttina um aukið kornsöluleyfi Reagans til Sovétríkjanna og hins vegar refsi- aðgerðina gegn hinu ítalska fyrirtæki. Samkvæmt frásögn New York Times á sunnudaginn var, mun fjórum ríkisstjórnum í löndum Efnahagsbanda- lagsins hafa borizt bréf frá Bandaríkja- stjórn fyrir fundinn í Danmörku, þar sem hún lýsir sig reiðubúna til að hætta við refsiaðgerðirnar vegna gasleiðslunn- ar, ef viðkomandi ríki dragi úr viðskiptum við Sovétríkin á annan hátt, t.d. með lakari lánskjörum. Þessi skilaboð munu ekki hafa vakið neinn fögnuð á ráðherrafundi Efnahags- bandalagsins, ef marka má ummæli Pym utanríkisráðherra Breta eftir fundinn. Hann lét svo ummælt, að deila Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu varðandi gasleiðsluna væri að eitra vestrænt samstarf. Þótt Pym nefndi ekki sökudólginn, mátti vel lesa út úr ummælum hans hver hann var. Reyndin er sú, að viðskiptalegar refsiaðgerðir skaða ekkert fremur þann, sem er beittur þeim, en hinn, sem beitir þeim. Þetta álit kemur m.a. í ljós í viðtali, sem Newsweek birti nýlega við verzlunarmálaráðherra Breta, Peter Rees. Dæmið um kornsölu bandarískra bænda til Sovétríkjanna er glöggur vitnisburður um þetta. Þá kemur það oft meintum sökudólgi vel, að geta kennt refsiaðgerðum erlendra aðila um erfiðleika í efnahags- málum. Refsiaðgerðir þær, sem Banda- ríkin hafa nýlega boðað gegn Póllandi, koma Jaruzelski ekki illa, því að hann getur kennt þeim um vaxandi efnahags- erfiðleika. Önnur vestræn ríki munu því ekki ætla að fara í þessa slóð Bandaríkjanna. Staðreyndin er sú, að eftir kornsölu- leyfið til Sovétríkjanna, eru refsiaðgerð- ir Reagans orðnar að vissu leyti hlægilegar, en jafn skaðlegar samt fyrir vcstrænt samstarf. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar : Gemayel krefst brottflutnings erlendra herja ■ Amin Gemayel forseti Líbanons ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær og lýsti stuðningi við kröfuna um að Palestínumenn fái að byggja eigið ríki, og skoraði á ísraelsmenn og Palestínu að setjast að samningaborði og semja um ágreiningsefni sín. Gemayel krafðist þess í ræðunni að allt erlent herlið yrði þegar í stað á brott úr Líbanon. Hann lýsti fórnum líbönsku þjóðarinnar á undanförnum ófriðarárum og mælt- ist til aðstoðar þjóða heimsins við að reisa efnahagþjóðarinnar úr rústum. ■ Unnið að þreskingu í Sovctríkjunum. Rússar eru mjög háðir innflutningi á korni og bandarískir kornframleiðendur missa stóran spón úr aski sínum, ef Rússar beina viðskiptum sínum til Evrópu. Beina Rússar kornviðskipt- um til Evrópu? ■ Sovétríkin liafa nýverið gert stórar pantanir á korni Irá vesturlöntlum. Samið hefur verið um sölu á bandarísk- um maís til Sovctríkjanna. alls l.ft milljönum tonna og húist er við að brátt verði tilkynnt um samninga unr sölu á 2(11) þús. tonnum til viðbótar. Einnig hafa Sovétmenn nýlcga santið um kaup á SOI) þúsund tonnum af hveiti frá. Krakklándi. Kornframleiðendur í Bandartkjunum eru nú uggandi um aö sala á korni til Sovctríkjanna dragist saman á nxstunni. Kcmur þar margt til. llest bendir til betri kornuppskeru í ár í Sovétríkunum. en bandaríska landbúnaðarráðuncytið hafði áætlað. Mctuppskcraá korni hclur vcrið í ríkjum Efnahagsbandalags Evrr.pu á þessu ári. og gæti það þýtt aukna samkeppni um að kontast inn tt .sovéska markaðinn. Það áö auki kunna stjórnmálalegai ástæður að verða til' þess að Sovctmenn kjósi að beina viðskiplum sínum annað en til Banda- ríkjanna. þar vegur þyngst hin harða afstaða Bandaríkjastjórnar gegn gas- leiðslunni frá Síbcríu til Evrópu. Landhúnaöarráðherra Frakklands ntun heitnsækja Moskvu bráðlega og ræða langtíma sanming unt kornsölu til Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn og Sovétmenn munu ræða um kornviö- skipti i Vínarborg síöar í þcssunt mánuði og hafa bandarískir ráðamenn látiö hafa cftir sér að þar verði þeint hoöiö að kaupa frá Bandaríkjunum allt það korn sem þcir þurfa crlcndis frá. Skaut 15 ára pilt og var sýknadur ■ Saksóknari N-írlands hefur á- kveðið að ekki skuli höfða mál á hendur hermanni er skaut 15 ára dreng til bana í fyrra. Drengurinn var að gantast með vini sínum og föður í garðinum heima hjá sér þegar hermaður í nálægri varðstöð skaut hann í höfuðið með riffli. Úrskurður saksóknarans hefur vakið mikla ólgu og dr. Denis Faul, kunnur baráttu- maður fyrir mannréttindum á N-ír- landi hefur harðlega mótmælt því að „enginn breskur hermaður hefur setið inni svo mikið sem einn dag fyrir ódæði af þessu tagi.“ Hann litur svo á að dómstólar N-írlands hafi tryggt breskurp hermönnum að þeir verði ekki dæmdir fyrir dráp á óbreyttum borgurum. Nóbelsverð- launum í raun- vísindum úthlutað ■ í gær var tilkynnt hverjir hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í ’eðlis- og efnafræði. Það var S-Ameríkumað- urinn Aron Klug, sem hlaut verðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á kjarnsýirum. Nóbelsverðlaunin í eðl- isfræði hlaut Bandaríkjamaðurinn Kenneth Wilson fyrir rannsóknir á svonefndum fasabreytingum. Verð- launin nema 2.3 milljónum íslenskra króna. e-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.