Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982 Hann er framleiddur úr stáli og er meö stillanlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verkstæöið, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. F m \m M Hk vélaverslun ^ iiiF Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Við köllum hann TYLLISTÓLINIM Til leigu JCB traktorsgrafa með framdrifi. Er til leigu alla daga vikunnar sími 14113. GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduó vinna á hagstœðu verði Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Sígildar gjafir Hey til sölu í Borgarfirði upplýsingar í síma (91)32930. Loia |)u Drottin, sál i min. 1alt. s< ni i iió r «-r, hans hi'il.iRa nafn ; loía I »r«»ttui. s.ii.i iniii, • iíh'V'n < í^i ii- juuiu v< l»j«.r<>um hans. BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristiiegu félögunum. HIÐÍSL. BIBLÍUFÉL.AG (Pubbranbóötofu Hallgrimskirkja Reykjavík simi 17805 opið 3-5 e.h. pr. Bílbeltin 3 hafa bjargað lUMFEROAR ba. Auglýsiðí Timanum {fréttir ■ „Möguleikar Verkamannaflokksins á að ná völdum aftur eru góðir,“ sagði Gro Harlem Brundtland. . Tímamynd Róbert Gro Harlem Brundtland gestur á ráðstefn- unni „Friður og afvopnun”: „KJARNORKUVOPNA- LAUS NORDURLÖND ER SAMNORRÆNT MÁL” — „leggjum áherslu á ad Island og Finn- land séu með í umræðunni” ■ „Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er samnorrænt mál og Jafnaðarmanna- flokkarnir á Norðurlöndum hafa lagt á það áherslu að Ísland og Finnland séu með í umræðunni um það“ sagði Gro Iiarlem Brundtland formaður Verka- mannaflokksins í Noregi á blaðamanna- fundi scm hún sat ásamt þeim Kjartani Jóhannssyni formanni Alþýðuflokksins og Kristínu Guðmundsdóttur formanni Sambands Alþýðuflokkskvcnna en Gro Harlem var gestur sambaudsins á ráðstefnu þess „Friður og afvopnun“ um helgina. Gro var spurð á blaðamannafundin- um út í efnisatriði ræðu sem hún hélt á síðasta landsþingi Verkamannaflokks- ins í Osló fyrir hálfum mánuði en í henni lagðist hún gegn staðsetningu skotpalla fyrir langdrægar kjamorkueldflaugar. Þetta olli miklum æsingi í Washington og sagði Gro það einkum hafa verið vegna þess að orð hennar voru rangtúlkuð í fjölmiðlum á þann hátt að skilja hcfði mátt sem gagnrýni á Nato. „Um það var alls ekki að ræða og ekki má rugla þessu saman, Nato og andstöðunni gegn kjarnorkuvopnum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur stuðningur Norðmanna við Nato aldfei verið meiri en nú“ sagði Gro og tók það skýrt fram að Noregur ætti, að hennar áliti, hvergi betur heima en í vestrænu varnarsamstarfi. Hinsvegar ættu Norð- menn ekki að vera passívir í þessu samstarfi og það væri skylda þeirra að leggja fram sjálfstæðar tillögur í þessum efnum. Fjárlög Hvað norsk innanríkismá! varðar og væru efst á baugi nú nefndi Gro fjárlagafrumvarp Hægri stjórnarinnar sem Verkamannaflokkurinn legðist ein- dregið á móti, einkum atriðum í því eins og skattaívilnunum, og sagði Gro að ef þetta frumvarp færi í gegn sýndist henni þróunin í Noregi ætla að stefria í sömu átt og í Vestur-Evrópu hvað varðar atvinnuleysi. Verkamannaflokkurinn mundi leggja fram annað frumvarp á móti Hægri og í því sagðí Gro að gert yrði ráð fyrir 10 -15 þúsund nýjum atvinnufyrirtækjum. Aðspurð um hverjir væru möguleik- arnir á að Verkamannaflokkurinn kæm- ist aftur til valda í Noregi sagði Gro ákveðið: „GÓÐIR. Samkvæmt skoð- anakönnunum liggjum við nú yfir40% markinu hvað fylgi varðar og hefur fylgisaukning okkar verið jöfn og stígandi síðustu 18 mánuði, úr um 30% og í yfir 40% eða um 10%. Ef svo heldur sem horfir er ég bjartsýn á kosningarnar 1985." Hún lét þess ennfremur getið að Verkamannaflokkurinn gerði sér góðar vonir í bæja- og sveitarstjórnarkosning- unum sem verða í Noregi á.næsta ári og sagði hún að hún teldi aðalmálin þar verða pólitík Hægristjórnarinnar al- mennt, atvinnuleysi, sköpun nýrra atvinnutækifæra, málefni aldraðra, og heilbrigðismál svo dæmi séu tekin. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.