Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 13
12 Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir verkamönnum til starfa. Upplýsingar hjá verkstjóra Grensásvegi 1. Breiðfirðinga- heimilið h.f. Hluthafafundur í Breiðfirðingaheimilinu h.f. verður haldinn í Breiðfirðingabúð (uppi) miðvikudaginn 27. okt. 1982 kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: Sala á eignum félagsins. Stjórnin Jokker-skrifborðin eru komin aftur. Verð kr. 1.985,- Húsgögn og . . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86-900 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jarðarberja sítrónu. 20% nemenda í Fellaskóla þarf á sérkennslu að halda: GÍFURLEGRAR SÉRKENNSLU ÞÖRF í GRUN NSKÓLUN U M? ■ Um 300 nemendur í Fellaskóla í Breiðholti munu þurfa á sérkennslu að halda í vetur, ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð hefur verið á sérkennsluþörfinni í skól- anum. Könnun þessi var gerð af Fellaskóla, sálfræði- deild skólanna í Breiðholti og útibúi Félagsmálastofn- unar í Breiðholti. Sam- kvæmt könnuninni þurftu um 20% nemenda skólans á sérkennslu að halda, en til samanburðar má nefna að 1220 nemendur eru í skólanum í vetur. Niður- stöður könnunarinnar hafa vakið mikla athygli og af fréttaflutningi hefur mátt skilja að útlitið væri miklu verra í Breiðholti en nokkru öðru hverfi í Reykjavík. Forráðamenn Fellaskóla eru ekki alveg sáttir við þessa afgreiðslu og benda á að engin könnun hafi farið fram í öðrum skólum í borginni. Því sé ekki hægt að draga neina ályktun af þessum niðurstöðum, aðra en þá að gífurleg þörf sé fyrir sérkennslu og aðstoð í Fellaskóla, en það gæti allt eins átt við marga aðra skóla. —ESE Er ástandið í Fellaskóla verra en í öðrum skólum? „HÉR FÆR MRDIIR VHBRÖGÐ VIÐ SEM VERIÐ ER AÐ GERA segja Arnfinnur Jónsson, skólastjóri og Guðjón Einarsson, yfirkennari í Fellaskóla ■ -Þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það er gífurleg þörf fyrir sérkennslu og aðstoð við nemendur í Fellaskóla, en við bendum á að það er erfitt að nefna nokkra ákveðna tölu í því sambandi. Sumir nemendanna þurfa aðeins smávægilegrar hjálpar við í skamman tíma t.d. við lestur eða í stafsetningu, en þeir eru samt sem áður teknir með í heildamiðurstöðum könn- unarinnar yfir þá sem þurfa á sérkennslu að halda. Þessu hefur verið slegið upp sem einhverju stórkostlegu vandamáli í Breiðholti, en við bendum á að engin sambærileg könnun hefur farið fram í öðram skólum og því ekki hægt að vera með neina viðmiðun í þessuni efnum. Sá sem þetta segir er skólastjórinn í Fellaskóla í Breiðholti, Arnfinnur Jóns- son og yfirkennarinn, Guðjón Jónsson, sem borið hefur veg og vanda af skipulagningu sérkennslunnar í skólan- um tekur í sama streng. Guðjón: Það hafa um 20% nemend- anna í Fellaskóla komið við sögu sérkennslunnar í skólanum, en hvort þessi tala er hærri en í öðrum skólum miðað við nemendafjölda getum við ekki fullyrt um fyrr en sambærilegar kannanir hafa farið fram. Það eina sem liggur fyrir á þessum vettvangi fyrir utan könnun Fellaskóla, sálfræðideildar skól- anna í Breiðholti og Félagsmálastofnun- ar, er könnun sem var gerð að tilhlutan menntamálaráðuneytisins á sérkennslu- þörfinni í 15 skólum í Reykjavík árið 1975. Niðurstöður þessarar könnunar voru þær að frá 4 og upp í 23% nemenda í skólunum þurftu á sérkennslu að halda, en þó að Fellaskóli hafi þá verið þar efstur á blaði þá á það að mörgu leyti sínar eðlilegu skýringar. -Arnfinnur: - Já á þessum tíma var hverfið að byggjast og það var mikið rót á fólki. Ymsa þjónustu vantaði og eins komu nemendurnir hver úr sinni áttinni, þannig að erfiðleikarnir voru miklir. Þetta hafa öll ný hverfi gengið í gegn um og það hefur verið þörf á sérkennslu í öllum skólum, bæði á þessum erfiðu tímum og öðrum. Kennararnir höfðu frumkvæðið - Hver voru tildrögin að því að ráðist var í þessa könnun'á sérkennslu við Fellaskóla? Arnfinnur: - Það var um 1980 að kennarar við skólann voru spurðir hvað þeir héldu að þörfin fyrir sérkennslu í skólanum væri mikil. Hver kennari tók saman yfirlit yfir sína nemendur og mörgum þótti sú tala sem út kom ansi stór. Það var svo ákveðið í framhaldi af þessu að óska eftir fundi með sálfræði- deild skólanna, félagsmálastofnun, fræðslustjóra og borgaryfirvöldum og eftir að máfin höfðu verið rædd var ákveðið að gera þessa könnun. Guðjón: Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og þó að ekki hafi verið gerð grein fyrir þeim í smáatriðum, varniðurstaðan sú að þörfin var mikil og þeir aðilar sem að könnuninni stóðu hafa nú lagt fram tillögur til úrbóta. Arnfinnur: - Þessar tillögur hafa verið kynntar í fræðslu- og félagsmálaráði og þær hafa verið lagðar formlega fram til afgreiðslu og við vonumst til að það verði drifið í að fjalla um þetta mál, þannig að hægt verði að afgreiða það og taka tillit til þess við gerð fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkurborgar. Tillögur til úrbóta Guðjón: - Það er reyndar rétt að nefna að stór hluti okkar tillagna er þegar kominn til framkvæmda og ég er viss um að ef okkur tekst að bæta eitthvað þá greiðir það örugglega fyrir því að farið verði af stað í öðrum skólum og þörfin á sérkennslu og leiðir til úrbóta verði kannaðar. Að sögn Guðjóns Einarssonar, yfirkennara þá hafa eftirfarandi tillögur Fellaskóla þegar verið teknar inn í skólastarfið: 1. Nákvæm og velútfærð skráning á allri sérkennslu í skólanum og yfirlit um sérkennsluna á hverjum tíma. 2. Starfsdeild í níunda bekk. Hugmyndin með þessari deild er sú að sameina starf og nám á þann hátt að þeim nemendum sem hug hafa á að fara út í atvinnulífið í stað framhaldsnáms, veitist það eins auðvelt og framast er kostur. Nemendunum er gerð grein fyrir réttindum sínum og skyldum og þeir undirbúnir undir flest það sem kann að mæta þeim á vinnumarkaðn- um. Þá er einnig leitast við að bæta undirstöðu nemenda í ákveðnum greinum, hafi henni verið áfátt áður. 3. Opið skólastarf. Hugmyndin að þessu er sú að gefa meiri sveigjanleika í námi, en taka má fram að þessari kennsluaðferð hefur verið beitt í Fossvogsskóla í fleiri ár með mjög góðum árangri. Enn sem komið er þá nær opna skólastarfið aðeins til fjögurra áttundu bekkja, en þessir bekkir hafa fimm kennara. Allar þessar þrjár tillögur hafa sem sagt verið teknar upp í Fellaskóla, en meðal annarra tillagna tií úrbóta má nefna: 4. Fjármagn verði veitt til að hægt sé að auka sérkennslu og aðstoð við nemendur við skólann um 40%. 5. Tímamagn til stjórnarstarfa verði aukið þannig að yfirkennari og skólastjóri þurfi ekki að sinna kennsluskyldu, en geti þess í stað einbeitt sér að stjórnun skólans. Að sögn þeirra Arnfinns og Guðjóns er ótrúlega erfitt að hafa þá yfirsýn yfir þetta stóran skóla sem raunverulega þarf og því hafa þeir ennfremur lagt til að teknar verði upp stöður árgangastjóra, sem hafi umsjón'með hverjum árgangi og jafnframt verði skipaðir sérstakir fagstjórar sem hafi yfirumsjón með ákveðnum kennslu- greinum. 6-7. Ráðgefandi aðili varðandi félagsleg og tilfinningaleg mál verði ráðinn til skólans, auk þess sem auknu fjár- magni verði veitt til félagsstarfs við skólann, en varðandi þetta síðast nefnda atriði tók Guðjón Einarsson sérstaklega fram að þessum þætti í skólastarfinu hefði ekki verið sinnt ■ Fellaskóli í Breiðholti. sem skyldi í skólunum undanfarin ár. Þær raddir hefðu heyrst að þetta væri hrein ónauðsyn, en því sagðist Guðjón vilja mótmæla harðlega. Markvisst félagsstarf sem unnið hefði verið að við skólana hefði gefið mjög góða raun og nauðsynlegt væri áð efla þennan þátt skólastarfsins. Mjög gott samstarf En hvað segja þeir Arnfinnur og Guðjón svo um reynsluna af því að starfa við Fellaskóla, þar sem þeir hafa báðir verið í þrjú ár, en þeir hafa áður starfað í þrem mismunandi grunnskól- Guðjón: - Mín reynsla er sú að mér hefur fundist það miklu meira gefandi að starfa við þennan skóla en nokkurn þann skóla sem ég hef unnið áður við. Hér fær maður viðbrögð við því sem verið er að gera og andrúmsloftið er allt annað. Arnfinnur: - Við höfum leitast við að ná til foreldra og fólks í hverfinu og fyrir nokkru stofnuðum við t.a.m. félag kennara og foreldra nemenda við skólann. Mér finnst ég aldrei áður hafa upplifað jafn gott samstarf og einmitt við þessa foreldra og þar hefur næstum engan skugga borið á. - Hvað með skólann sjálfan er hann nægilega vel útbúinn og mannaður til ■ Arnfinnur Jónsson skólastjóri og Guðjón Einarsson, yfirkennari í Fellaskóla. Með þeim á myndinni era Áraý Hulda, Herdís, Kristín, Pálína og Ingibjörg, allar úr 6.bekk E. ' ■ að standa undir nafni sem stærsti grunnskóli landsins? Arnfinnur: - Það er áberandi hvað skólar, ekki’ bara Fellaskóli, eru vanbúnir tækjum. Það eru gerðar til okkar ákveðnar kröfur af ýmsum aðilum úti í þjóðfélaginu, bæði réttlátar og ranglátar, en það er merkjanlegt að það verður alltaf erfiðara og erfiðara að uppfylla þessar kröfur. Guðjón: - Nú upplifum við t.a.m. að verið er að setja á fót einkatölvuskóla, en vitaskyld ætti að sinna þessum þætti innan þeirra skóla sem eru fyrir. En til þess læst ekki fjármagn né tæki og því drögumst við óhjákvæmilega aftur úr. í þessu sambandi get ég nefnt bæði tölvu- og myndbandaþróunina, en hvorugu þessu getum við sinnt þó að ýmsum þyki það kannski eðlilegt. Arnfinnur: - Það kemur skólunum líka ákaflega illa hvað ríkisvaldið býr illa að Námsgagnastofnuninni. Fjárveiting- arvaldið skammtar þessari stofnun svo naumt að henni er ómögulegt að sinna öllu því sem henni er lögum samkvæmt ætlað að gera. Ég get nefnt það í sambandi við myndbandaþróunina að engum skóla er gert kleift að hafa svona tæki, en við getum fengið 50 ára Chaplin-myndir og aðrar álíka myndir sem fengist hafa gefins frá erlendum sendiráðum og þcss háttar aðilum. Guðjón: - Það ætti tvímælalaust að færa aukin völd inn í skólana, og þar með talið ákveðið fjárhagslegt vald og framkvæmdarvald í stað þess að þurfa að hlýta einhverri miðstýringu úti í bæ. En það er einhver tregða í kerfinu og það er hægara sagt en gert að fá þessi mál í réttar skorður. Arnfinnur: - En við höfum á afbragðs starfsliði að skipa hér við skólann og vel menntuðu. Hér eru viðhöfð mjög vönd- uð vinnubrögð og það á ekki síst við um sérkennsluna. Þar sem annars staðar við skólann er unnið mjög samviskusam- lega og ég held að við getum sagt' að árangurinn hafi verið góður, þrátt fyrir að þörfin fyrir aukið starfslið sé mjög aðkallandi. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.