Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 14
14 heimilistfmirmi 3KTÓBER 1982 kog K.LT Reykingar og áfengisneysla ■ Ærlegt svar við spurningunni: Á ég að hætta hvoru tveggja? er hátt og skýrt JÁ. Reykingar skaða ekki aðeins lungu móðurinnar og hjarta, en þrengja líka æðaveggi og draga þar með úr blóðstreymi til barnsins. Minna og veikbyggðara barn verður afleiðingin. Ef ógleði snemma á meðgöngutímanum venur þig af tóbaksreykingum, skaltu bara vera fegin og þakklát. Og láttu vera að byrja aftur! Áfengi í mjög litlum mæli er ekki eins hættulegt, en það er fíknilyf og sé þess neytt í óhófi, gerir það skaða. Það er því vissara að halda sér að appelsínusafa eða tómatsafa (báðir auðugir að bætiefnum), ef þú ferð út að skemmta þér. Þar með gerir þú bæði þér sjálfri og barninu ómældan greiða. En það er engin ástæða til að fyllast skelfingu, þó að þú komist að raun um, að þú hefur drukkið eitt eða tvö glös af víni eða sérríi áður en þú gerðir þér ljóst, að þú varst þunguð. Það er mikil drykkja um langt skeið, sem er vitað að gerir mestan skaðann. Skyndilegar geðsveiflur ■ Meðal þeirra kvenna, sem sveiflast frá hrifningu til tára á skömmum tíma endranær, eru slíkar geðsveiflur auð- vitað algengar á meðgöngutíma. Með öðrum orðum, sá persónuleiki, sem fylgir þér dags daglega, heldur áfram ' að fylgja þér, en í ýktara formi, eftir að þú ert orðin barnshafandi, vegna hormónabreytinga. En reyndu að láta vera að kenna óléttunni um alla hluti. þú ert meira en bara móðurlífið! Ef þér finnst þú vera mjög áhyggjufull, niðurdregin, taugaóstyrk, eða sefur illa, kann að vera að þú þarfnist hjálpar. Ef samkomulagið milli þín og barnsföðursins er ekki gott eða ef þú ert einstæð, ef þú hefur áhyggjur af fjármálum, húsnæði eða einhverju öðru, er hættara við að vandamálin vaxi þér upp fyrir höfuð á þessum tíma. Þú skalt ekki hika við að leita félagslegrar ráðgjafar, ekki bara sjálfrar þín vegna, heldur ekki síður barnsins vegna. Það er nefnilega staðreynd, að ánægðar mæður eiga yfirleitt auðveldara með að ganga með og ala börn sín, og börnin eru þá líka sælli. SIK í kvidarhúð ■ Sú óþægilega staðreynd er fyrir hendi, að það er ómögulegt að hindra að myndist slit í kviðarhúð á með- göngutímanum, sumar konur eru fæddar með þeim ósköpum að fá þau. Þar er enn progesterón að verki fremur en að það togni svo á húðinni. Sumar stúlkur fá svona slitmerki þegar á gelgjuskeiði. Það er því ástæðulaust að eyða fjármunum í svokölluð verndandi krem, það eina, sem hægt er að gera, er að sýna þolinmæði, því með tímanum dofna slitörin. Það er ráðlegt að klæðast brjósta - haldara á meðgöngutímanum, ekki til að koma í veg fyrir húðslit, heldur hindrar hann, að brjóstin fari að hanga. Bjóstin stækka og verða þyngri og ef vefurinn hlýtur engan stuðning, getur teygst um of á þeim og þau farið að hanga. Kynlif ■ Það væru óvenjuleg hjón sem misstu alla kynþrá á meðgöngutíman- um. í mörgum tilfellum er því einmitt öfugt farið. Sem betur fer er engin ástæða til að gefa allt kynlíf á bátinn, nema læknir ráðleggi annað í einstök- um tilfellum. Nýlegar rannsóknir hafa leitt það berlega í Ijós, að kynlíf hefur ekki í för með sér aukna áhættu á fyrirburði eða að barnið verði fyrir skaða. Það er eiginlega öllu heldur álitin heppileg heilsurækt; Fyrir kemur, að hjón finna hjá sér minni hvöt til kynlífs á meðgöngu- tímanum. Ef þú ert í þeim hópi, er þér alveg óhætt að sætta þig við það. Slakaðu bara á og hafðu engar áhyggjur. Ástandið breytist, þegar barnið er komið í heiminn. Ef á hinn bóginn aðeins annar aðilinn breytir afstöðu sinni, er kannski ástæða til að leita ráðgjafar til að hindra að alvanlegt skammtímavandamál verði að föstu langtímavandamáli. Þessar tvær bamshafandi konur hafa komist að raun um það, að það er ágætt að bera saman bækur sínar. Áhyggjur og ótti á meðgöngutímanum Það er ekkert óeðlilegt við það að fá áhyggjukviður á meðgöngutíman- um. Verð ég veik? Verður það voðalega sárt? Ræð i. ég við þetta? Verður barnið eðlilegt? Þessar og aðrar spurningar hellast yfir þig - og helst um miðja nótt! Og auðvitað líður þér ekki vel. Það er um að gera að vera ekki að bollaleggja þessar hugsanir með sjálfri þér, ræddu þær við aðra. Þá kemur fljótlega í ljós, að aðrar konur hafa gengið í gégnum þetta sama og í langflestum tilfellum Smárabb við verðandi mæður Heit eplakaka ca. 8 epli 1 bolli vatn 4 msk. sykur - soðið í mauk. 2 egg þeytt kókosmjöl. Látið í eldfast mót. Eplamaukið fyrst. Eggjunum hellt yfir, kókosmjöli þar stráð yfir. Bakað vel í heitum ofni í ca. 15-20 mín. Borið fram heitt með köldum þeyttum rjóma. Heitt kjúk- lingagums 2 kjúklingar 2 pk. rósakál 2 ds. kjúklingasúpa ca 1 tsk. karrý 1 ds. majonaise lítil Kjúklingarasp Rifinn ostur Hrísgrjón soðin m/papriku, svepp- um/soyasósu borin fram með. Kjúklingarnir steiktir og hiutaðir. Kálið soðið í 10 mín. í saltvatni. Majonaisi, karrý og súpu blandað saman. Sett í eldfast mót. Rósakálinu raðað fyrst, síðan kjúklingunum, majonaiseblöndunni hellt yfir. Kjúklingaraspi stráð yfir og síðan osti. Er leiðinlegt að fægja silfrið? Ráð til að létta vinnuna við það ■ Það vill falla á silfur með tímanum, auk þess sem hitaveituvatnið okkar er því skætt. Það er heldur hvimleitt að þurfa sífellt að vera að fægja silfrið, en hér er auðveld og fljótleg aðferð til að halda hnífapörum og litlum silfurmun- um sem gljáfægðum. Leggið álpappír í ryðfría skál og hellið yfir sjóðandi vatni, sem búið er að leysa upp í 1 tsk. salt og 2 tsk. matarsóda pr. lítra. Látið nú silfrið liggja í þessum légi í 5 mín. Skolið það síðan og þurrkið. Þá á það að vera sem nýfægt. ■ Hér má ganga að hálsfestunum í röð og reglu og engin þörf á að byrja að leysa úr flækjunni, sem myndast, þegar festamar ero geymdar í einni bendu. Sterkari dúkkulísur ■ Dúkkulísur hafa verið vinsælir félagar barna um langan aldur. Það hefur oft haft sorg í för með sér, hvað þær vilja vera endingarlitlar, enda meðferðin kannski á stundum nokkuð harkaleg. Þær verða langlífari að mun, ef á bakhlið þeirra cr straujað flíselín áður en þær eru teknar í notkun. hefur ekkert tilefni verið til þessara hugsana. Það er sá ótti, sem ekki er talað um, sem fer verst með fólk. Hann vex í hugskoti þínu og sest þar að og getur hreinlega leitt til þunglyndis. Segðu manninum þínum frá hugrenningum þínum eða lækninum eða Ijósmóður- inni. Mörgu óttatilefninu er hægt að eyða einfaldlega með því að útskýra og tala róandi. Þegar svo einföld ráð duga ekki, verður að læra að lifa með óttanum og það er léttbærara, ef talað Gulnaðir dúkar úr sögunni ■ Margir eiga fína, hvíta hör - og líndúka, sem kannski liggja mánuðum saman inni í skáp, stífstraujaðir og ónotaðir. Þegar svo á að grípa til þeirra í fína veislu, reynast þeir hafa gulnað og líta heldur óskemmtilega út. Gott ráð til þess að koma í veg fyrir að svona fari er að pakka þá inn í álpappír, þá gulna þeir ekki við geymsluna. Lostæti úr hörðum ostaleifum ■ Hörðum ostaleifum er óþarft að henda. Það er upplagt að mala þær fínt og blanda þeim saman við örlítinn þeytirjóma. Þar er kominn hinn ágætasti smjörostur, sem jafnvel mætti bragðbæta eftir smekk með ýmiss konar grænmeti eða kryddi. er um hann En veljið ykkur trúnaðar- mann gaumgæflega og forðist þá svokallaða „vini“, sem hafa mesta ánægjuna af því að hrella verðandi mæður með sögum um hrakfallameð- göngu og barnsburði. Hafið ávallt hugfastar þessar bein- hörðu staðreyndir: Langflest börn fæðast eðlileg og heilbrigð. Lang- flestar mæður rísa upp frá barnsburði hraustar og ánægðar. Langflestar mæður ráða vel við móðurhlutverkið. Það gerir þú áreiðanlega líka. ■ Dúkkulísur verða oft fyrír heldur öbliðri meðferð, þar sem böra eiga það tíl að vera helst til harðhent við þær. Með auðveldum hætti má auka lífslíkur þeirra talsvert. Eru hálsfest- arnar í óreiðu? ■ Það er ekki auðvelt fyrir þær dömur, sem eiga margar hálsfestar og keðjur að halda reiðu á þeim. Hvernig væri að verða sér úti um fallega fjöl og jafnvel skreyta hana eftir smekk? Bora síðan á hana nokkur göt og skrúfa þar í snotra hanka. Fjölina er síðan upplagt að hengja upp á vegg og hengja síðan festarnar og keðjurnar á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.