Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.10.1982, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1982 16 Iþróttir Valsmenn eru enn ósigradir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik ■ Tim Dwyer lék vel með Valsmönnum gegn Fram. Tímamynd: Róbert íslendingar unnu Belga I landskeppni í badminton TBR í 8 liða úrslit ■ Lið TBR náði mjög góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða í badminton um helgina. Það sigraði í sínum riðli er það sigraði norsku og skosku meistarana, en tapaði í 8 liða úrslitum gegn Hollendingum. Lið frá Júgóslavíu sem var í riðli með TBR mætti ekki til leiks. Það var lið Gentofte frá Dan- mörku sem endurheimti Evrópu- meistaratitil sinn í badminton, cn í því liði eru m.a. Morten Frost og Lena Köppen. Lárus rekinn útaf ■ Lárus Guðmundsson landsliðs- maður íslands varð fyrir því í annað sinn á ferli sínum í Belgíu að láta reka sig útaf fyrir brot á andstæðingi. Það sama var upp á teningnum og þegar honum lenti sanmn við PfalT núverandi markvörð Bayern Munch- en, að hann sparkaði til andstæðings, eftir að sá hafði sparkað í hann. En dómarinn sá ekkert annaö en brot Lárusar og því varð hann að yfirgefa völlinn. Þetta gerðist í lcik gegn Waregem, sem lauk með markalausu jafntefli. Þetta gerðist á 25. mínútu leiksins. Pétur Pétursson og félagar hjá Antwerpen töpuðu 0-3 gegn Molen- beck. Lokeren með Arnór Guðjohn- sen á miðjunni gcrði jafntcfli við stórlið Anderlect. Bæði liðin skor- uðu eitt mark. Liðið sem Sævar Jónsson leikur mcð, CS Brugge sigraði FC Liegc með fímm mörkum gcgn tveimur, en Tongeren tapaði 1-3 gegn Gent. Magnús Bergs leikur með Tongeren. Tap Fortuna gegn Stuttgart ■ Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Fortuna Dusseldorf léku gegn Stuttgart í 2. umferð þýsku bikar- keppninnar sem leikin var á laugar- dag. Stuttgart, sein var án Ásgeirs Sigurvinssonar sigraði með tveimur mörkum gcgn engu og þar með eru Atli Eðvaldson og félagar fallnir úr bikarkeppninni í ár. Bayern Munchen úr í bikarnum ■ Það voru fleiri en Atli Eðvalds- son sem féllu úr bikarkeppninni í Vestur-Þýskalandi á laugardaginn. Þnð sama var upp á teningnum hjá sljömuliði Bayern Munchen sem á að mæta Tottenham í Evrópukeppni bikarhafa á miðvikudaginn. Þeir töpuðu fyrir Eintracht Bransweig með tveimur mörkum gegn engu. Er hætt við að leikmenn Bayern, sem eru núverandi bikarmcLstarar séu ekki alltof hressir yflr því. Þróttur - Stjarnan I kvöld g Næsti leikur í 1. deildinni í nandknattleik verður leikinn í kvöld í Laugardalshöll. Þá mætast Þróttur og Stjaman og hefst leikurinn klukkan 20.00, Búast má við mjög fjömgum og spennandi leik, því að bæði þessi h'ð eiga möguleika á cinu af þeim fjómm sætum sem gefa möguleika á ísle.idsmeistaratitlinum í handknattleik. Bæði liðin léku um helgina og sigroðu Stjörnumenn Vals með einu marki, en Þróttarur töpuðu með sama markamun gegn íslandsmeisturom Víkings. ■ Valsmenn unnu sinn þriðja leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugar- dag er þeir sigruðu Fram, sem máttu bíta í eplið súra þar sem tap liðsins var hið þriðja í röðinni. Lið Fram hefur enn ekki hlotið stig í úrvalsdeildinni, en þó er full ástæða til að reikna með þeim sterkum, þegar þeirra bestu menn verða komnir á fulla ferð. Guðsteinn Ingimarsson og Viðar Þorkelsson eru í þann mund að hefja æfingar með liðinu og tilkoma þeirra og aukinn styrkur Símonar Ólafssonar ætti að gera liðið eitt hinna sterkustu í úrvalsdeildinni. Valsmenn fóru rétt yfir 100 stiga ■ Það er erfitt að glíma við körfuknatt- leiksmann, sem skorar að öllu forfalla- lausu 50 stig í leik. Úrvalslið ÍR fékk að finna á því á sunnudagskvöldið er Stewart Johnson skoraði 50 stig gegn því í Hagaskóla. Hann er mjög hittinn, en þó verða KR-ingar að gæta þess að treysta ekki um of á hann, því þeir gætu lent í verulegum vanda ef hann forfallaðist í leik af einhverjum ástæð- um. KR-ingar sigruðu í leiknum með 94 stigum gegn 83 og af þessum 94 skoraði Johnson 50 eða rúmlega helminginn. Næstur honum kom Jón Sigurðsson með 20 stig og virðist hann vera að nálgast sitt gamla form, en hann hefur ekki getað æft sem skyldi í haust og því ekki markið, þau voru er flautað var til leiksloka 102, en Framarar skoruðu aðeins 87 stig. Munurinn var því 15 stig. Tim Dwyer er ómetanlegur leikmaður fyrir Valsliðið og það er álit manna að enginn hafi betra lag á að fá leikmenn liðsins til að sýna sínar bestu hliðar en einmitt hann. Hann gerði 22 stig, en Torfi Magnússon var stigahæstur þeirra Valsmanna með 24. Jón Steingrímsson skoraði 13 stig, Ríkharður 12, Kristján og Þórir Magnússon 10 stig hvor. Símon Ólafsson var stigahæstur Fram-, ara með 26 stig, Douglas var með 25, Þorvaldur 18 og Ómar Þráinsson 10 stig. leikið jafn vel og endranær. Hjá ÍR var Kristinn Jörundsson mjög góður. Hann lék eins og sá sem valdið hefur í fyrri hálfleik, en ekki eins vel í þeim síðari. Hann skoraði 25 stig, Hreinn Þorkelsson 14, Kristján Odds- son 12, Hjörtur Oddsson 10 stig. Eins og fyrr segir skoraði Johnson 50 stig fyrir KR og Jón Sig. 20. Ágúst Líndal skoraði 10, aðrir minna. Það vakti athygli, að reyndustu leikmenn vallarins voru í stöðugum útistöðum við dómara og setur það lciðinlegan svip á leik þeirra. Menn þurfa fyrst og fremst að kappkosta að leika körfuknattleik, en láta dómarana um dómgæsluna. Ákvörðunum þeirra verður varla breytt. ■ íslcnska landsliðið í badminton lék landsleik gegn Belgíu í Ant- werpen á sunnudag. Isienska liðið sigraði örugglega í leiknum með 5 gegn 2. Broddi Kristjánsson sigraði sinn andstæðing í tvíliðaleik karia, en Víðir Bragason tapaði. Kristín Magnúsdóttir sigraði belgíska stúlku í einliðaleik kvenna og tvQiðaleikir ■ Keflvíkingar, nýliðarnir í úrvals- deirdinni í körfuknattleik standa uppi án taps í deildinni eftir þrjár umferðir. Þeir lögðu nágranna sína úr Njarðvík í Keflavík á laugardag og þcgar leiknum lauk var munurinn 14 stig. Valsmenn eru eina liðið auk Keflvíkinga sem ekki hefur tapað leik í deildinni og full ástæða er fyrir hin liðin að reikna með þeim sem verðugum og sterkum andstæðingum. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun, en fyrir leikhléð náðu Keflvíkingar níu stiga forystu og í hálíleik var staðan 43-37 ÍBK í hag. í seinni hálfleiknum tóku Keflvíking- amir örugga forystu og mest varð hún 15 stig og er upp var staðið munaði 14 stigum á liðunum. karla unnust báðir. Þar kepptu annars vegar Víðir og Sigfús Ægir og his vegar Broddi og Guðmundur Adolfsson. Kristín Magnúsd. og Kristín Berglind töpuðu í tvíliðaleik kvenna, en Broddi og Kristín Magnúsdóttir unnu í tvenndar- keppni. Mjög góður árangur hjá íslenska liðinu. Tim Higgins er gríðarsterkur leikmað- ur, skorar mikið og er drjúgur við að hirða fráköst. Hann skoraði 32 stig í leiknum, Jón Kr. Gíslason var með 22 stig'Og Björn með 12. Hjá Njarðvík var Valur yfirburða - maður. Hann skoraði 37 stig og lék frábærlega. Alex var góður í vörninni en hittnin var ekki upp á marga fiska. Gunnar Þorvarðarson gerði 18 stig og er hann allltaf drjúgur leikmaður. Árni Lárusson var með 12 stig og Gilbert með 11. Þessi tvö lið, ásamt Valsmönnuin eru líklegust til að verða í baráttunni á toppnum í úrvalsdeildinni. Hin liöin þrjú standa þeim að baki sem stcndur, en ekki er ástæða til að afskrifa þau enn scm komið er. T oppbarátta á Akureyri Haukar unnu Þór í 1. deild í körfu ■ Haukar úr Hafnarfirði fóru með sigur af hólmi í leik sínum gegn Þór á Akureyri í 1. deild körfuboltans um helgina, en leikurinn var háður í íþróttaskemmunni á Akureyri. Ur- slitin 74:71 Haukum í vQ. Leikur Þórs og Hauka var mjög spennandi. Þórsarar tóku strax forystuna en tókst aldrei að hrista Hauka af sér og munurinn var reyndar aldrei nema fjögur stig þegar mest var og oft var jafnt. Staðan í hálfleik 35:34 Þór í vil. Haukamir skoruðu 8 fyrstu stigin í síðari hálfleiknum og fljótlega voru þeir komnirlö stig yfir. Þessi kafli var gmnnurinn að sigri þeirra því þrátt fyrir mikla báráttu tókst Þór aldrei að jafna. Haukar fögnuðu því sigri og eru efstir í 1. deild. Lið Hauka var jafnt í leiknum og státar af meiri breidd en Þórsliðið þar sem meira er um unga pilta sem skortir leikreynslu. Stighæstir Hauk- anna voru Dakarsta Webster með 22 stig og Pálmar Sigurðsson með 19 en hjá Þór Robert McField með 29 og Eiríkur Sigurðsson með 17. gk-Aknreyri FH tapaði ■ Á sunnudag léku FH-ingar seinni leik sinn gegn sovéska liðinu Zapo- rozhje. Leikið var í samnefndri borg við Svartahafíð og unnu Sovétmenn- irnir góðan sigur. Þeir skoruðu 29 mörk gegn 19 mörkum FH-inga. Þar með eru FH-ingar fallnir úr Evrópu- keppninni að þessu sinni, en Vi'king- ur og KR eru enn með í slagnum. Víkingar í keppni meistaraliða, en KR í Evrópukeppni bikarhafa. Johnson með hálft hundrað KR vann ÍR í körfuknattleik 94-83 Nágrannar í baráttu Keflavík sigraði Njarðvík 98-84 B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.