Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 20. okt. 1982 239. tbl. 66 árgangur. Erlent yf irlit: Hörmung- ar PLO- manna — bls. 7 i'* borgar sjóðs — bls. 3 Mannlegi þátturinn — bls. 23 Einf alt og stílhreint — bls. 10 Þjóðverjar bjóða íslendingum að sleppa við f iskuppboð: VIUA SEMJA UM SÉR- STAKT UGMARKSVERÐ — gegn tryggu og reglulegu frambodi fersks fisks á markaðnum ¦ Svo getur farið að fiskuppboð á íslénskum fiski og þá sérstaklega karf a leggist niður í Cuxhaven og Bremer- haven í Vestur-Þýskalandi og þess í stað verði Islendingum boðið ákveðið lágmarksverð ef þeir tryggi reglulegt framboð af ferskum fiski á þessa markaði. Þjóðverjar hafa lengi haft áhuga á að tryggja reglulegar sölur á íslenskum fiski í fyrrgreindum höfnum og jafnframt hafa þeir haft miklar áhyggj- ur af því að útflutningur á t'slenskum fiski tii Þýskalands hefur dregist töluvert saman ^síðastliðin ár. Stein- grímur Hermannsson, sjávarútvegs- ráðherra er nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann ræddi þessi mál við þýská fiskikaupmenn, útgerð- armenn, fiskverkendur og stjórnmála- menn og í samtali við Tímann sagði Steingrímur að hér væri um mjög athyglisvert mál og tilboð að ræða. Að sögn Steingríms eru hugmyndir hinna þýsku aðila þær að íslendingar útvegi ákveðið magn af ferskum fiski, sérstaklega karfa og í staðinn sleppi íslendingar við fiskuppboðin og hið tilviljanakennda verð sem þar fæst fyrir aflann. Tekið verði upp sérstakt lágmarksverð sem samið verði um á hverjum tíma. í upplýsingum þeim sem sjávarútvegsráðherra hefur undir höndum varðandi fisksölur í Cuxhaven og Bremerhaven þrjú sl. ár, kemur fram að útflutningur frá fslandi hefur stöðugt dregist saman og t.a.m. voru aðeins flutt um rúmlega 4500 tonn af fiski til Cuxhaven og 1860 tonn til Bremerhaven fyrstu átta mánuði þessa árs, en 1980 voru alls flutt um 10 þúsund tonn til Cuxhaven og 6200 tonn til Bremerhaven. - Petta er auðvitað fyrst og fremst mál íslenskra útvegsmanna og sva hinna þýsku aðila og ég mun að sjálfsögðu gera Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ grein fyrir niðurstöðum ferðarinnar þegar hann kemur til landsins, sagði Steingrímur Her- mannsson. ESE f\ >*¦*" L jb ¦NÍSSÍ, ""•WWPnwinn V V t vf. -~-gf" Sfldveidar hafnar á ísafjarðardjúpi: HÁHYRNINGAR BÍTA ?7SILFUR HAFSINS" ¦ I dag landar Stafnes KE 130,. um 70 lestum af síld í Kefiavík. Er þetta fyrsta síldin sem veiðst hefur í nót fyrir Vestfjórðum á þessu hausti, en síldin fékkst á ísafjarðardjúpi. Að sögn Guðmundar Sveinssonar, fréttaritara Tímans á ísafirði er síldin sem Stafnes fékk bæði feit og falleg. Tveir bátar, annar frá Tálknafirði og hinn frá Isafirði hafa veitt síld í lagnet að undanförnu á ísafjarðardjúpi og hefur veiðin verið þetta 30-40 tunnur af síld í lögn. Mjög mikil háhyrningaganga hefur verið á ísafjarðardjúpi að undanförnu óg hafa háhyrningarnir að sögn Guðmundar haft alveg sérstakan hátt á síldveiðinni. Þeir hafa smalað síldinni saman í torfur en síðan hefur einn og einn háhyrningur brugðið sér inn í torfurnar og fengið sér að bragða á sælgætinu. Bera síldarnar þess merki að háhyrningar hafi komist í þær þar sem að tíunda hver síld sem veiðist er meira eða minna bitin af völdum háhyrninganna. -ESE ~. i«tÍg"'UÉ»i ii,»^W. ¦ Utiðursráð Landsráðs gegn krabbameini sat í gaer fréttanianna- fund framkvæmdanefndar Lands- ráðsins, þar svni fulltrúuin fjölmiðla var greint frá sameiginlegu átaki Landsráðsbts, seni ráðist vérður í 30. október, en þá vcrður fjúrsnfuuii uut gjörvallf landið, í þeim tilgangi að nægu lé verði safnað til þéss að hægf verði að standa stranm af byggingo ttýs liúsiiæðis Krabbameinsfélags ls- lands, en það mun fullkomna aðstöðu félagsbts til muna og gera því aukna starfsemi færa. Frá viustri á myndinni eru l'étttr Sigurgeirsson biskup, Vigdís Fmnbogadóttir for» seti og Gunnar Thoroddsen forsie tis- ráðherra, en þau skipa heiðursráðið. Lengst til hægri er Eggert Ásgeirs- son, formaður og framkvæmdastjóri framkvæmdanefndarinnar. AH Tíimmiyiui- Kúbert. Sjá iiánar bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.