Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 7 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ Andúðina gegn ísraelsmönnum vegna Líbanonsstyrjaldarinnar má nokkuð ráða af því, hvernig salur alisherjarþings S.Þ. var skipaður, þegar utanríkisráðherra Israel flutti þar ræðu fyrir nokkru. Hörmuleg kjör Palestínu- manna íLíbanon Þó geta þau átt eftir ad versna ■ ÞÓTT stríðinu í Líbanon sé lokið, a.m.k. í bili, hafa kjör palestínsku flóttamannanna þar tekið litlum breyt- ingum til bóta, en það hins vegar bætzt við að veðrátta fer heldur kólnandi og rigningar eru tíðari en áður. Þetta hefur sitt að segja fyrir þá, sem misstu húsnæði sitt í styrjöldinni og hafa hvergi í annað hús að venda. Talið er, að í Suður-Líbanon, þar sem ísraelsher gerði mestar loftárásir á hverfi og búðir Palestínumanna, hafi um 90 þúsund manns misst húsnæði sitt. Margir hafa reynt að finna sér eitthvert bráðabirgðaskjól í rústum og útihúsum, en a.m.k. 30 þúsund eru taldar húsnæðislausar með öllu. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNRWA) hóf strax í sumar viðleitni til að tryggja þessu fólki eitthvert húsaskjól fyrir veturinn. M.a. hugðist stofnunin endurreisa sumar flóttamannabúðirnar og koma þar fyrir bröggum, sem nota mætti til íbúðar. ísraelsmenn neituðu að veita leyfi til slíkrar endurreisnar á flóttamannabúð- um og gátu framkvæmdir því ekki hafizt. Eftir að þetta þóf hafði staðið í tvo mánuði, veittu ísraelsmenn leyfi fyrir sitt leyti, en þó mæfti eingöngu vera um tjöld að ræða. Jafnframt vísuðu þeir til líbanskra yfirvalda, sem yrðu að veita endanlegt leyfi. Þau hafa enn engu svarað. Flóttamannastofnunin hefur nú hafizt handa um að reisa tjöldin, þótt leyfi líbanskra stjórnarvalda sé ekki fengið. Stofnunin segist túlka þögn þeirra sem samþykki. En það eru ekki aðeins palestínskir flóttamenn í Suður-Líbanon, sem hafa misst húsnæði sitt í styrjöldinni. Talið er að um 60 þúsund þeirra, sem bjuggu í Beirút eða nágrenni hennar, hafi einnig misst húsnæði sitt. Húsnæðismál þeirra eru óleyst enn. Þeir verða að hafast við í húsarústum, skúrum eða bráðabirgða- tjöldum, sem ekki henta, þegar kólnar í veðri og fullnægja hvergi nærri lágmarks heilbrigðisskilyrðum. PALESTÍNSKU flóttamennirnir hafa aldrei verið vel séðir af Líbönum en kjör þeirra hafa þó verið viðunandi meðan þeir nutu verndar skæruliðanna. Nú þegar þessi vernd er úr sögunni í Suður-Líbanon og Beirút, láta Líbanir kenna á valdi sínu. Þetta virðist gilda jafnt um múhameðstrúarmenn og kristna menn. Kristnir menn, sem hallast að flokki falangista, eru Palestínumönnum þó fjandsamlegastir. Hinn nýkjörni forseti Líbanons er úr hópi þeirra . ■ Amin Gemayel, hinn nýi forseti Líbanons, að vinna cmbættiseið sinn. Síðan skæruliðar Frelsishreyfingar Palestínumanna voru fluttir frá Líban- on, hefur her Líbanons framkvæmt ströngustu húsleit í Austur-Beirút, þar sem palestínskir flóttamenn hafa búið aðallega. Leitin hefur verið framkvæmd undir því yfirskini að verið væri að leita að vopnum. En hún hefur bersýnilega ekki síður verið gerð til að hræða og hrella flóttamennina. Eftir morðin hræðilegu, sem voru framin af falangistum í flóttamannabúð- um í Beirút 16.-18. september, hafa Palestínumenn lifað í ótta, enda sæta þeir stöðugt margvíslegum árásum. Vopnaleitin hefur m.a. haft þann tilgang, að þeir get i ekki varið sig. FRÉTTASKÝRENDUR draga þær ályktanir af því, að flóttamönnunum er aðeins leyft að reisa tjöld og að þeim er haldið í stöðugum ótta, að það sé tilgangur Líbana að hrekja þá að mestu frá Líbanon og knýja önnur Arabaríki til að taka við þeim. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna lét gera skrá yfir palestínska flóttamenn í Líbanon árið 1948 eða rétt eftir stofnun Ísraelsríkis. Þeir reyndust þá 110 þúsund. Nú eru 230 þúsund á þessari skrá. Raunar eru Palestínumenn í Líbanon a.m.k. helmingi fleiri. Eftir 1950 hafa flutzt eða flúið þangað margir Palestínumenn, sem ekki hafa látið skrá sig sem flóttamenn. Margir þeirra eru skráðir ríkisborgarar í öðrum Araba- ríkjum. Sumir hafa hvergi ríkisborgara- rétt. Af þessum ástæðum eru tölur um Palestínumenn í Líbanon mjög á reiki. Flestar heimildir telj a þá vera a. m. k. 400 þúsund, en aðrar greina frá miklu hærri tölum. Fréttaskýrendur telja, að það sé framtíðarmarkmið Líbana, að ekki verði fleiri palestínskir flóttamenn í Líbanon en 50 þúsund. í þeim tilgangi sé stefnt að því sem fyrsta áfanga að leggja flóttamannabúðirnar niður í Beirút og öðrum stærri borgum. Smám saman verði þær alveg lagðar niður og litið verði á flóttamennina sem hverja aðra útlendinga. Sem slíkir verði þeir sviptir leyfi til atvinnu og búsetu og verði þeir þá að leita annað og þá einkum til annarra Arabaríkja eða ríkis Palestínu- manna, ef það kemst á fót. Það er ekki tekið með í reikninginn, að flóttamennirnir frá Palestínu eru engir aufúsugestir í öðrum Arabalönd- um. Það tókst með naumindum að fá þau til að taka við 12 þúsund skæruliðum, sem voru fluttir frá Beirút. Raunasaga palestínskra flóttamanna í Líbanon er því ekki komin að lokum. Sennilega munu kjör þeirra eiga eftir að versna frekar en hitt, þrátt fyrir aðstoð Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Hörmuleg kjör þeirra munu ekki bæta andrúmsloftið í Austurlöndum nær. Þórarinn Þórarinsson, Wjz- /1 ritstjóri, skrifar j§ ■ Reagan lýsti yfír stuðningi Bandaríkjanna við sjálfstæði Líbanon, Reagan heitir Líbanon efna- hagsstuðningi ■ Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti og Amin Gemayel, forseti Líbanons ræddust við í Hvíta húsinu í gær. Eftir fundinn sagði Reagan að þeir hefðu rætt um kröfu Gemayels, sem hann setti fram í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í fyrradag, að allt erlent herlið skyldi á brott frá Líbanon. Sagði Reagan að þeir hefðu nálgast lausn á því máli. Reagan lýsti yfir stuðningi Bandaríkjanna við sjálfstæði Líban- ons, frelsi landsins og einingu. Hann kvað Bandaríkin reiðubúin til að veita Líbanon efnahagslegan stuðning við enduruppbyggingu landsins eftir undangengnar styrj- aldir þar, en sagði að Líbanon þarfnaðist alþjóðlegs stuðnings í endurreisnarstarfinu. Talið er að Líbanon þarfnist nú erlendarar aðstoðar er nemi allt að 10 þúsund milljóna dollara. Gemayel lýsti yfir því eftir fundinn að líbanska þjóðin stæði í mikilli þakkarskuld við Reagan forseta fyrir þátt hans í því að stöðva styrjöldina í Beirút. SERSTÆÐAR HERÆFINGAR ■ Sérkennilegar heræfingar standa nú yfir í Austurríki, 40 þúsund hermenn æfa viðbrögð við innrás úr vestri eða frá NATO ríkjum. Fara æfingar fram við v-þýsku landamær- ■ Bulent Ecevit,fýrrum forsætis- ráðherra Tyrklands. Bönnuð frekari afskipti af stjómmálum. Ný stjórnar- skrá í Tyrklandi ■ Ný stjórnarskrá tók gildi í Tyrklandi. Samkvæmt henni mega fyrrverandi flokksleiðtogar í landinu in. Segir í fréttum að með þessu vilji Austurríki undirstrika hlutleysi sitt gagnvart NATO ríkjum annars vegar og Varsjárbandalagsríkjum hins vegar. ekki hafa afskipti af stjórnmálum næstu 10 árin. Leiðtogi núverandi herforingjastjórnar landsins verður sjálfkrafa forsætisráðherra næstu 7 ár. Starfsemi stjórnmálaflokka verð- ur bönnuð svo og starfsemi verka- lýðsfélaga. Frelsi fjölmiðla yerður mjög takmarkað. Kohl og Thatcher hittust ígær ■ Helmut Kohl, hinn nýi kanslari V-Þýskalands og Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta ræddust við í Lundúnum í gær, en Kohl er á ferð Evrópu og hefur síðan hann tók við völdum, rætt við ráðamenn í bæði París og Brússel. Fréttamenn segja að þeim Kohl og Thatcher hafi ekki greint á um afstöðu til meginmála, en Thatcher hafi lagt að Kohl, að styðja kröfur annarra EBE ríkja um að Bandaríkin aflétti innflutnings- hömlum á evrópsku stáli í Banda- ríkjunum. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.