Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 1X2 1X2 1X2 8. leikvika - leikir 16. október 1982 Vinningsröð: 111 - X X X - X X 1 -121 1. vinningur: 12 réttir- kr. 222.895.00 97314(1/12,6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.294.00 1880 11786 62339 97104+ 90219+ 97317+ 1188(3/11) 7194 15446 63921+ 97110+ 90246+ 97320+ 71971(2/11) 10047 19339 92152+ 90218+ 97303+ 97806+ Kærufrestur er til 8. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fiitlar upplýsingar um nafn og héimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. 7. leikvika - leiðrétting ( síðustu auglýsingu um vinningsnúmer féll niður að geta um nafnleysi við þessi númer: 15339+ 59669+ 74985+ 76961+ 80291 + GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Til leigu JCB traktorsgrafa með framdrifi. Er til leigu alla daga vikunnar sími 14113. Við köllum hann TYLLISTÓLINIM Hann er framleiddur úr stáli og er með stillanlegu sætl og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verkstæðiö, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. VELAVERSLUN Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Kjarnaborun Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Sfmar 38203-33882 Bilaleigan\$ CAR RENTAL tí 29090 ma^ua 323 DAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 íþróttir Ekki fer króna til kvennalandsliðsins Segir í grein nokkurra landsliðskvenna ■ Eftirfarandi grein hefur blaðinu borist frá nokkrum landsliðskonum íslands í handknattleik. Þar átelja þxr forystu HSI fyrir mismunun karla og kvenna í fjárveitingum til landsliðsins. En það er best að láta greinina um að skýra málið betur. Að undanförnu hafa nokkur skrif verið í blöðum um landslið kvenna í handknattleik. Þar sem liðið saman- stendur af okkur sem þetta ritum, vildum við fá að leggja örlítið til umræðunnar. Handknattleikssamband íslands er samtök þeirra þúsunda karla og kvenna sem íþróttina iðka hérlendis. Samkvæmt upplýsingum íþróttasambands íslands lætur nærri að 4 af hverjum 10 meðlimum HSÍ séu konur. í sameigin- legri fjárhagsáætlun þessara samtaka fyrir veturinn 1982/83 er gert ráð fyrir útgjöldum að upphæð kr. 2.465.000. Af þessu fé er ráðgert að veita kr. 1.405.000 til karlalandsliðs þar sem 27 landsleikir eru fyrirhugaðir. Eins og upphæðin ber með sér er þátttaka í karlalandsliði leikmönnum að kostnaðarlausu. í framhaldi þessa viljum við undirrit- aðar vekja athygli á að í vetraráætlun kvennalándsliðs er gert ráð fyrir hvorki meira né minna en einni keppnisferð og að sjáifsögðu ekki neinum landsleik hér heima. Nú kynni einhver að spy rja: En hvað í ósköpunum gerir kvenfólkið þá við peningana? Því er til að svara að í 2,5 milljón króna fjárhagsáætlun HSÍ er ekki krónu varið til kvennalandsliðsins. Liðsins er ekki getið í áætluninni frekar en það væri ekki til. Það er því algjörlega að okkar frumkvæði sem reynt verður að fjármagna og fara þessa einu ferð sem að framan er getið. Virðuleg forysta HSÍ hefur ekki þurft að óhreinka sig við að aðstoða okkur í skipulagningu hennar. Á 26. ársþingi HSÍ s.l. vor gerðist Jón Kr. Óskarsson svo ósvífinn að stinga upp á því að kvennalandsliðið yrði með í fjárhagsáætlun sinna eigin samtaka og ■ Oddný Sigsteinsdóttir er ein þeirra sem undir bréfið skrifa fengi það litlar 100 þúsund krónur til að sinna lágmarksstarfsemi. Upphæðin sem Jón stakk uppá nemur aðeins 7% af fjárveitingunni til karlaliðsins. Ekki hafði Jón fyrr lokið máli sínu en tveir vaskir og upprennandi athafnamenn úr forystu HSÍ, þeir Árni Árnason og Júlíus Hafstein, kvöddu sér hljóðs og var báðum mikið niðri fyrir. Gerðu þeir þingheimi ljóst hvílík skálmöld myndi af hljótast ef hugmyndir Jóns næðu fram að ganga. Var góður rómur gerður að ígrundaðri orðræðu þeirra tvímenninga og mái manna að ekki hefðu þeir í annan tíma mæit af meiri ábyrgð og íhygli. Það sem forystumenn HSÍ eru bæði raunsæir og reikningsglöggir, benda þeir jafnan á að karlalandsliðið þéni meira en kvennalandsliðið. Þessari staðreynd er ætlað að skýra hlutföllin 1,4 milljón á móti engu í fjárveitingu til liðanna. Séu hins vegar reikningar HSf skoðaðir kemur í ljós að þetta er tóm hundalógík. í fjárhagsáætlun sambandsins er gert ráð fyrir kr. 800.000 í tekjur af landsleikjum en kr. 1.405.000 í útgjöld til karlalands- iiðs. En jafnvel þótt rétt væri að landslið karla væri rekið hallalaust, kynni ýmsum að þykja það fremur óíþróttamannieg samtök sem settu meðlimi sína þannig á uppboð að stór hluti þeirra lenti utangarðs fyrir fátæktar sakir. Ljóst er að hallinn á rekstri karla- landsliðs í vetur verður greiddur úr sameiginlegum sjóðum okkar í HSÍ, en meðal tekna sambandsins eru gjafir og styrkir sem ekki eru ætluð körlum fremur en konum. Sumir þessara styrkja eru veittir með hliðsjón af meðlima- fjölda, þannig að karlaveldið í HSÍ beinlínis nærist á veru okkar kven- fólksins þar. Til að vega upp á móti réttlæti þeirra framsæknu heiðursmanna sem stjórna HSÍ hefur landslið kvenna neyðst til að eyða sínum stopulu frístundum í allskyns aukavinnu; allt frá rækjusölu á kvöldin til byggingavinnu um helgár. Á meðan þessu fer fram fá leikmenn karlaliðsins greitt svokallað vinnutap. Og þeir sem ekki verða fyrir vinnutapi fá þetta fé (alls kr. 100.000) sem hreina vasapeninga. Til að .forysta HSf geti barið sér á brjóst og veitt af slíkri rausn, er okkur kvenfólkinu gert að ganga um bæinn með betlistaf í hönd. Ef til vjll finna forystumenn HSÍ hjá sér hvöt til að amast við bréfkorni þessu og benda á einhvern „misskilning" af okkar hálfu. Takist þeim vel upp muiy stórmannleg ásjóna þeirra halda áfram að ljóma sem sól og ylja okkur á þessum unaðslegu haustdögum. Erna Lúðvíksdóttir Val Katrin Danivalsdóttir FH Guðríður Guðjónsdóttir Fram Magnea Friðriksdóttir Val Ingunn Bemótusdóttir IR Margrét Theodorsdóttir FH Jóhanna B. Pálsdóttir Val Oddný Sigsteinsdóttir Fram Jóhanna Guðjónsdóttir Vðdng. Gudmundur fer ekki ■ Guðmundur Baldursson vara- markvörður landsliösins ■ knatt- spyrnu hefur tjáð Jóhannesi Atlasyni landsliðsþjáifara, að hann muni ekki leika með gegn Spánverjum á Spáni 27. október. Guðmundur sem er við háskólanám má ekki missa þann. tíma sem í ferðina fer og hugsar hann málið áreiðanlega út frá því sjónar'- miði, að hann muni verða varamark- vörður. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hver koma mun í hans stað, en athyglin beinist að þcim Ögmundi Kristinssyni Víkingi og Stefáni Jó- hannssyni KR, en þeir léku báðir mjög vel í sumar í markinu hjá félögum sínum. Einnig mun Jóhannes þurfa að velja mann í stað Péturs Ormslev sem meiddist gegn írum og vera kann, að hann láti Ragnar Margeirs- son ieika með undir 21 árs liðinu sem á að mæta Spánverjum sama dag og A-iandsleikurinn verður háður. Jóhannes mun ekki geta stýrt nema öðru liðinu og hefur hann því fengið Guðna Kjartansson til að stjóma unglingaliðinu. ■ Guðmundur Baidursson. Tveir titlar til Þróttar Urðu Reykjavíkur- meistarar í blaki ■ Þróttarar urðu tvöfaldir sigurveg- arar á Reykjavíkurmótinu í blaki sem lauk í fyrrakvöld. Þeir sigruðu bæði í kvennaflokki og karlaflokki og var þetta sjöunda árið í röð sem karlalið Þróttar sigrar í Reykjavíkurmóti. Kvennaliðið náði hins vegar titlinum frá Stúdentum, sem urðu meistarar í fyrra. Leik liðanna í kvennaflokki lauk með þremur hrinum gegn einni. Úrslit í hrinunum urðu (Þróttur á undan) 15:9, 12:15, 15:12 og 15:9. Þetta var mjög jafn og skemmtilegur leikur og ástæða er til að ætla að leikir þessara liða verði skemmtilegir í vetur. Lið frá Breiðablik tók einnig þátt í keppninni, en tapaði báðum leikjum sínum. í karlaflokki voru leiknir tveir leikir í fyrrakvöld. Fram sigraði Víking og var það þá f fyrsta sinn sem Framarar komast upp fyrir Víkinga á Reykjavíkur- mótinu. Leiknum, sem var mjög spennandi lauk með sigri Fram eins og fyrr segir 3:2. Einstökum hrinum lauk 15:4, 8:15, 15:11 og 15:11. í úrslitaleiknum í karlaflokki sigruðu Þróttarar með þremur hrinum gegn einni. Fyrsta hrinan var frekar ójöfn, en henni lauk 15:1, en meiri keppni var í öðrum hrinum og urðu úrslit þeirra 15:10, 12:15 og 15:10. fS liðið lék ekki eins vel og í fyrri ieikjum sínum í mótinu, en Þróttarar léku sinn besta leik til þessa á árinu og sigruðu því nokkuð örugglega. ■ Gunnar Ámason Þrótti varð Reykjavíkurmeistari í blaki í sjö- unda sinn í fyrrakvöld. IR - KR f kvöld ■ Einn leikur verður háður í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. í Laugardalshöll leika ÍR og KR og hefst sá ieikur kiukkan 20.00. Strax að þeim leik loknum leika ÍR og Haukar í 1. deild kvenna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.