Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.10.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 17 Stórsigur íslands ■ Ekki sólti unglingalandslið Fær- eyja gull í greipar íslenska unglinga- liðsins í badminton er lið þjóðanna mættust í TBR-húsinu á sunnudag. Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir og lauk keppninni með þeirra sigri 13-0. . í liði íslands léku Indriði Bjðrns- son, Pétur Hjálmtýsson, Ólafur Ingþórsson, Erling Bergþórsson, Þórunn Óskarsdóttir, Guðrún Julíus- dóttir, Ari Edwald, Snorri Ingvars- son, Haraldur Gylfason, Ingunn Viðarsdóttir og Elín Helena Bjama- dóttir. Það er greinilegt að yngra fólkið í badminton er mjög sterkt, enda unnust allir leikir í keppninni nema einn. Sala á get- raunasedlum tekjulind ■ Eins og aUir vita er fjármögnun íþróttahreyfingarínnar mikið vanda- mál yfirleitt. Ein af helstu tekjulind- unum em getraunimar og á síðasta starfsárí þeirra fékk UMSK samtals tæplega 250.000 krónur í sölulaun fyrir sölu getraunaseðla. Mörg félög virðast ekki notfæra sér getrauna- seðlasöluna sem tekjuiind og á það þá helst við um þau þeirra sem mest kvarta um peningaleysi. Það er vitað mál, að salan tekur tima, en margar hendur vinna létt verk og því er full ástæða til að hvetja þau féiög sem eiga við verulega fjárhagsörðugleika að stríða að beina athyglinni að þeim tekjumöguleika sem sala getrauna- seðla getur verið. Fylkir stefnlr upp aftur ■ Skallagrímur úr Borgarnesi vann góðan sigur á liði Ögra í 3.. deildinni í handbolta um helgina. Lokatöiur urðu 28 mörk gegn 14. Reynir úr Sandgerði heimsótti Akureyri og lék þar gegn liði Þórs og Dalvikinga. Sandgerðingarnir gerðu jafntcfli gegn Þórsumm 19-19, en sigraðu Dalvíkinga með 26 mörkum gegn 23. Fylkir lék á laugardag gegn Keflvíkingum og sigraði Fylkir með 18 mörkum gegn 13. Fylkismenn era í efsta sæti í 3. deild, en liðið er undir stjóm Jóns. H. Karlssonar. Staðan í 3. deild eftir leikina um helgina er annars sem hér segir: Fylkir 3 3 0 0 69:49 6 Þór A. 4 5 1 1 90:76 5 Reynir 4 2 1 1 89:82 5 Týr 3 2 0 1 72:45 4 ÍBK 4 2 0 2 83:65 4 Akranes 2 1 0 1 44:48 2 Skallagr. 2 1 0 1 48:45 2 Dalvík 3 0 0 3 56:73 0 Ögri 3 0 0 3 34:92 0 Markahæstir f 1. deildinnl ensku ■ Fyrír nokkram áram þótti það saga til næsta bæjar ef blökkumaður lék með enska landsliðinu i knatt- spymu. Mikil breyting hefur orðið á í því sambandi og eru margir hörundsdökkir menn í og við enska landsliðshópinn. Og ekki láta þeir sitt eftir liggja við að skora mörk í ensku 1. deildinni, en markahæstu menn þar eru þrír blökkumenn, þeir Brian Stein, Luthcr Blisset, Garth Crooks og sá sem skorað hefur jafn mörg mörk og Crooks eða átta er John Dcehan scm lcikur með Norwich. Þeir Stein og Blisset hafa skorað 11 og 10 mörk fram til þessa. En það er annað sem vekur athygli, og það er hversu vel leikmönnum í liðum sem áunnu sér rétt til að lcika í 1. dcild gengur að skora. Stein leikur með Luton, Blisset með Watford og John Deshan með Norwich, en það era einmitt þau þrjú lið sem komu upp. Og bæði Watford og Luton hafa skorað mikið af mörkum í deildinni, en Norwich hefur skorað átta mörkin hans Deehan og fimm til viðbótar. ■ Magnús Teitsson lék mjög vel í gærkvöldi. Hann er STJARNAN hér en vamarmenn hafa náð að slá knöttinn úr hendi hans. Tímamynd Róbert. ÞRÓTTARA í miklum baráttuleik með 22 mörkum gegn 19 í 1. deild ■ Það var mikill darraðardans á fjölum Laugardalshallar í gærkvöldi er Þróttar- ar léku þar gegn nýliðum Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin sýndu mikla baráttu, en því miður var handknattleikurinn sem upp á var boðið ekki beinlínis fyrir augað. En Stjörnumenn höfðu betur og uppskáru sigur, sem þeir hefðu þó getað verið búnir að missa út úr höndunum á sér, því þeir gerðu mörg mistök. Allt of mikill asi var í sóknarleik þeirra og á stundum höfðu áhorfendur á tilfinning- unni að þeir ætluðu að skora minnst tvö mörk í hverri sókn. Leikurinn byrjaði frekar rólega. Þróttarar skoruðu fyrsta markið, Stjarn- an jafnaði og aftur skoruðu Þróttarar og enn jöfnuðu Garðbæingarnir. Mest munaði tveimur mörkum í fyrri hálf- leiknum og skiptust liðin á um að hafa forystu. Á kafla sýndi Brynjar Kvaran mjög góða markvörslu sem varð til að Stjarnan komst tvö mörk yfir, en Þrótti tókst að minnka muninn og ná forystu er Gísli Óskarsson skoraði úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn. Þróttarar byrjuðu mjög vel í síðari hálfleik. Magnús Margeirsson skoraði t.d. fyrsta markið eftir frábæra línu- sendingu Guðmundar Sveinssonar. En Magnús Margeirsson og Heimir skoruðu sitt hvort markið og þar með jafnaði Stjarnan 12-12. Þróttarar komust í 14-12 með mörkum Gísla og Ólafs H. Jónssonar. Þannig hélst leikurinn í jafnvægi og aldrei munaði meiru en tveimur mörkum þar til að Stjarnan náði þriggja marka forystu rétt fyrir leikslok og tókst að halda henni. Þannig lauk leiknum með Stjörnusigri 19-12. í hálfleik var staðan 11-10 Þrótti í hag. Eins og fyrr segir var mikið um mistök í leiknum hjá báðum liðum og sannast sagna hefur sigurinn getað lent hvóru megin sem var. Líklega er óhætt að fullyrða, að það sem munaði í þessum leik hafi verið mjög góð markvarsla Brynjars Kvaran í markinu hjá Stjörn- unni. Hann varði á köflum hreint ótrúlega, stundum skot sem flestir hefðu talið óverjandi. Ásamt honum lék Magnús Teitsson mjög vel í leiknum. Hann er mjög fylginn sér og vel vakandi á línunni og uppsker yfirleitt mikið af mörkum. Hann nýtur góðrar samvinnu við Eyjólf Bragason, sem er mjög sterkur leikmaður og einnig er ástæða til að nefna Guðmund Þórðarson og Heimi Karlsson. Guðmundur var drjúgur við að skora fsíðari hálfleiknum. Hjá Þrótti lék Gísli Óskarsson mjög vel. Hann hefur verið að koma upp sem sífellt sterkari leikmaður og fær að leika mikið með. Páll Ólafsson var einnig drjúgur, enda þótt hans væri vel gætt, en hann reif sig á stundum úr gæslunni og sendi knöttinn í netið og þar er fylgt vel eftir. Segja má um lið Þróttar, að það er leiður löstur á þeim er sitja á bekknum, að vera sífellt að jagast út af dómgæslu. Leikurinn í gærkvöldi var mjög vel dæmdur af þeim Ævari Sigurðssyni og Grétari Vilmundarsyni, en svo virtist sem menn á bekknum hjá Þrótti gætu ekki sætt sig við andstreymið undir lokin. En þeir geta án efa bætt úr því. Það mun áreiðanlega hafa frekar jákvæð en neikvæð áhrif á leik liðsins. Mörkin: Þróttur: Gísli Óskarsson 6, Páll Ólafsson 5, Lárus Karl Ingason 4, Magnús Margeirsson 2 og Ólafur H. og ■ Ólafur Lárusson hefur sloppið hér gegnum vörn Þróttar og skýtur að marki. Tímamynd Róbert Guðmundur Sveinsson eitt hvor. Stjarnan: Guðmundur Þórðarson 5, Ólafur Lárusson og Magnús Teitsson fjögur, Magnús Andrésson og Heimir Karlsson 2 mörk hvor. Dómararnir vísuðu þremur Þróttur- um útaf í tvær mínútur og tveimur úr liði Stjörnunnar. Eftir þennan sigur hafa Stjörnumenn hlotið 8 stig og eru þar með komnir upp fyrir bæði Val og Þrótt. Það er áreiðanlega betri árangur en þeir væntu fyrir keppnina, en þeir hafa unnið verðskuldaða sigra og sýnt og sannað, að þeir geta velgt öllum liðum deildar- innar undir uggum. FH-ingar og Víkingar eru í efsta sæti í 1. deild með 10 stig, KR og Stjarnan hafa 8, Valur og Þróttur hafa hlotið 6 stig, Fram hefur 2 stig, en lið ÍR.er í botnsætinu og hefur enn ekki hlotið stig. Og sannast sagna eru ekki miklar líkur á að þeir fái það eins og sakir standa. sh Liverpool tapadi ■ Finnsku meistararnir í knatt- spymu Helsinki JK unnu í gærkvöldi góðan sigur í Evrópukeppni meist- araliða. Liðið hafði fyrr sigrað Omonia frá Kýpur og lenti gegn Liverpool í 2. umferð. Var álitið að það yrði leikur kattaríns að músinni. En það sneríst við og músin sigraði köttinn, þ.e. Helsinki JK sigraði Liverpool með einu marki gegn engu. Þetta er enn eitt dæmið um góða frammistöðu liða frá Norður- löndum í Evrópumótunum og er skemmst að minnast sigurs sænska liðsins Norrköping á Southampton á dögunum. En sem sagt, Liverpool tapaði fyrir finnsku meisturanum 1-0. kominn einn inn fyrir vörn Þróttar, IAGÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.