Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 2
„HJÓNABÖND EYÐILEGGJA Öa GÓD ASTARSAMBÖND” — segir Shirley McLaine ■ Enn er Shirley MacLaine á fullu í dansinum, þótt orðin sé 48 ára gömul. Að vísu viður- kennir hún, að fætur hennar og mjaðmir séu örlítið farin að gefa sig, en hún geti alls ekki hugsað sér að hætta að dansa fyrst um sinn, þar sem hennar mesta ást í lífinu sé dansinn! Nú nýlega svaraði Shirley spurningum blaðamanna, sem af alkunnri háttvisi vildu fá að vita allt um ástalíf leikkon- unnar. Hún fitlaði feimnislega við 6 risavaxna demanta, sem héngu í festi um háls hennar. Sérhver þessara demanta á að tákna einn hryggbrotinn biðil, því að Shirley segist hafa haft staðfestu til að hafna öllum bónorðum, nema aðeins einu sinni. - Það voru mistök, segir hún. - En hann sætti sig ekki við að vera neitað og ég var svo ung og reynslulaus á þeim tíma. Eg hef alltaf haft það á tilfinningunni, að þeir, sem ég elskaði heitast, vildu eiga mig með húð og hári, þegar þeir vildu endilega giftast mér. Þeir vildu fá einhvers konar eilífa tryggingu gegn einmanaleik eilinnar. Slíka tryggingu hefði ég aldrei getað gefið þeim og ég hef aldrei getað hugsað mér að vera eign eins eða neins. Ég hef nefniiega tekið eftir þvi að öll góð ástarsambönd eyði- leggjast, þegar gengið er í hjónaband, segir Shirley með áherslu. ■ Shirley MacLaine fer létt með sveiflumar í dansinum enn, þrátt fyrir að árin séu orðin 48. ■ Peter O’Toole virtist helst eiga í persónulegu stríði við leikrit Shakespeares, þegar hann túlkaði Makbeð, var álit eins leikdómarans. tæmar þar sem bandaríski rithöfundurinn Dorothy Park- er hefur hælana, hvað varðar kvikindislegar athugasemdir. Henni fórust svo orð um leik Katherine Hepburn 1933: Far- ið í bíó og sjáið Katharine Hepburn túlka aUt tilfinninga- lega stafrófið, alveg frá A til B! En Bemard Shaw gaf henni ekki mikið eftir. Eftir hann liggja mörg gullkora, þar sem honum tekst að segja mikið með fáum orðum. Hann hlífði engum, ekki einu sinni eftir- lætisleikkonunni sinni, Patrick Campbell. Eitt sinn skrífaði hann um hana í lcikdómi: Og það má umfram allt ekki gleyma að geta ungfrúar Pat- rick Campbell, þar sem henni tekst að leika enn verr en leikritið sjálft gefur tilefni til! Og að henni látinni skrifaði hann um hana í minningar- grein: Ungfrú Patrick Camp- bell er dáin. Við það léttir mörgum! Ný” 20 ára gömul Bítla-plata komin ut ■ Ný Bítla-plata er nú komin á markað í Bret- landi, tuttugu árum eftir að hún var tekin upp. Lögunum 12, sem prýða hana, var nefnilega hafn- að af stóru hljómplötu- fyrirtæki á sínum tíma, og er sagt að það hafí valdið John Lennon og Paul McCartney miklum vonbrigðum. En á þeim 20 ámm, sem liðin em, hafa Bítla-unnendur aldrei fengið sig fullsadda af tónlist þeirra félaga og þykir því einsýnt nú, að sú tónlist, sem ekki átti upp á pallborðið hjá útgefendum fyrir 20 ámm, muni ekki eiga erfitt uppdrátt- ar í dag, hvað sem gæðum hennar eða gagnrýnisröddum líður. Lögin 12 voru hljóðrituð í tíð fyrsta trymbils hljómsveit- arinnar, Pete Best, en þá bar hljómsveitin nafnið The Silver Beatles. Þeir félagar komu hljóðrítuninni á framfæri við risafyrirtækið Decca, sem þótti lítið til koma og hélt því fram, að þar kæmi fátt nýtt eða frumlegt fram. Alla tíð síðan hafa margvísleg lögfræðileg og höfundarréttarleg vandamál komið í veg fyrir útgáfu plötunnar, en nú er það bandarískt hljómplötu- fyrirtæki, sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og hefur falið Audio Fidelity í London að gefa út þessi 12 „óframlegu''- lög þeirra Johns Lennon og Pauls McCartney. ■ Paul McCartney og John Lennon hittust í fyrsta sinn í Liverpool 1956. Hér era þeir að leika saman í undanfara sjálfrar Bítla-hljómsveitarinnar. Þessa hljómsveit nefndu þeir The Quarrymen. KVIKINDISLEGUSTU UMMÆLIN LIFA LENGST ■ Breska leikkonan Diana Rigg sem flcstum ber saman um, að líti bara þokkalcga út, er nú búin að koma fótunum það vel undir sig í leiklistinni, að hún getur hlegið að leik- dómi, sem hún fékk um sig í upphafi ferilsins, en þá lék hún í leikriti um Abelard og Eloise. Dómurinn var stuttur og lag- góður: Diana Rigg h'tur út eins og múrsteinsgrafhýsi, sem byggt er á skjálfandi undir- stöðum! Þessi hranalegi dómur varð til þess, að Diana tók sig til og skrifaði mörgum frægum starfssystkinum sínum bréf, þar sem hún bað þau að rifja upp andstyggilegustu ummæl- in, sem þau hefðu fengið um sig á prenti, og kvaðst hafa í huga að gefa þau út á bók. Nú er bókin komin út og ber titilinn No Turn Unstoned. Þykir þar kenna ýmissa kostu- hefna sín persónulega á leik- En enginn gagnrýnandi þyk- legra grasa. ritinu. ir þó enn hafa komist með Þó að stjarnan fræga Tallul- ah Bankhead hafi nú þegar legið mörg ár í gröfinni, hlýtur hún sinn sess í bók Diönu, þar sem rifjuð eru upp ummæli, sem frægur leiklistargagn- rýnandi hafði urn hana í myndinni Sesar og Kieópatra, en þar segir hann: Tallulah Bankhead sigldi niður Nfl í gærkvöldi í hlutverki Kleó- pötm. Hún sökk til botns! Cedric Hardwicke fékk eftir- farandi einkunn fyrir frammi- stöðu sína í hlutverki Fásts 1948: Hann seldi djöflinum sál sína með sama fasi og hugul- samur kaupmaður selur eitt kfló af osti. Peter O’Toole hlaut þessa umsögn um leik sinn sem Makbeð í fyrra: Túlkun hans líkist því helst, að hann sé að ■ Diana Rigg hefur safnað saman og gefið út á bók kvikindislegum athugasemdum leikgagnrýnenda um fræga leikara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.