Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 Skfðaskólinn f KerBingarfjöllum Haust- skemmtun á Hótel Sögu ■ Haustskemmtun Skídaskólans í . , I - >- '. ft ‘S, • -i ■ * ... *♦ • • «4« >'Vr:4 W» ■•■-. -;%• • *-•••••> ‘ V ,, ’ l*. v ; t # i'*. >• •>; »*• ■ *fr -., V•;■&:vM< ú>: ‘ M fL VV^Yvte*- _____ ________________________________________________________1 ■ Á þriðja tímanum í gær varð það óhapp á Miklatorgi, þegar bíll frá Agli Vilhjálmssyni h/f var að aka út gosdrykkjum að hluti farmsins hrundi af pallinum og nokkur þúsund flöskur brotnuðu á götunni. Kalla varð til menn frá hreinsunardeild borgarinnar og tepptist umferð um Miklubraut á annan tíma af þessum sökum. Tímainynd GE Alþingi: LOKS RUKKAÐ UM BRÁÐABIRGÐALÖG ■ Bráðabirgðalög bar fyrst á góma í þingsölum á þessu hausti í gær er Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um olíusjóð fiskiskipa og hækkun fiskverðs. Með frumvarpinu er leitað staðfesting- ar Alþingis á bráðabirgðalögum frá 21. sept. s.l. og er samhljóða þeim. Var það lagt fram í neðri deild. Steingrímur rakti í framsögu sinni vandamál útgerðar sem aukist hafa mjög á þessu ári vegna aflabrests og þau átök er urðu síðla sumars er við lá að allur flotinn yrði stöðvaður, en komið var í veg fyrir það m.a. með aðgerðum þeim er bráðabirgðalögin fela í sér. Ráðherrann vék að mismun á olíuverði hér og í höfnum Vestur-Evrópu og sagði að verðið hafi hækkað verulega hérlend- is, því hækkun dollarans veldur því að við verðum að greiða hærra verð fyrir olíu frá Sovétríkjunum, og þeir samn- ingar sem gerðir voru við breskt fyrirtæki um olíukaup hefðu síður en svo reynst okkur hagkvæmir. Dæmi um áhrif verðhækkunarinnar er að árið 1973 var olíukostnaður 11% af aflaverðmæti minni togaranna. í sept í ár var olíukostnaðurinn kominn upp í 25% af aflaverðmæti. Þótt þokast hafi í rétta átt er staða útgerðarinnar enn slæm og lagði ráðherr- ann áherslu á að ekki væri viðunandi að reka útgerð með hallarekstri árum saman eins og verið hefur og þyrfti að athuga þau má mál á breiðum grund- velli, en þær ráðstafanir sem nú voru gerðar eru ekki hugsaðar til frambúðar. Matthías Bjarnason þakkaði Stein- grími fögrum orðum fyrir að leggja bráðabirgðalögin svona snemma fyrir þingið. Það væri öðru vísi farið með önnur bráðabirgðalög, sem sé um efnahagsráðstafanirnar, sem sett hefðu verið fyrr og rædd alls staðar í þjóðfélaginu nema á Alþingi. Matthías talaði lengi um ríkisstjórnina og sjávar- útveg og endaði mál sitt með því að hann vildi fá hin bráðabirgðalögin á borð sitt sem fyrst. Karvel Pálmason og Vilmundur Gylfason tóku undir áskorun Matthí- asar um bráðabirgðalög um efnahags- ráðstafanir. Kerlingarfjöllum verður haldin annað kvöld í Súlnasal Hótel Sögu. Þar koma saman gamlir og nýir nemendur skólans til þess að rifja upp gömul kynni og skemmta sér á Kerlingarfjallavísu. Má búast við miklu fjöri með söng og dansi fram eftir nóttu. Húsið verður opnað kl. 19 fyrir matargesti og lagið að sjálfsögðu tekið undir borðum. Aðalfjörið hefst svo um hálf tíu þegar allir verða drifnir í kokkinn. Þá verður fjöldasöngur með Kerlingarfjallasöngvum og einnig sýnd kvikmynd frá námskeiðunum í sumar. Einn af nemendum skólans, Kjartan Ragnarsson, leikari, kemur svo beint af leiksýningu um miðnættið og flytur skíðadrápu, sem sló í gegn í fjöllunum í sumar. Til þess að tryggja sér borð og miða ættu menn að koma í dag milli kl. 17-19 á Hótel Sögu í forstofu Súlnasalarins. Allir nemendur skólans, sem aldur hafa til, og gestir þeirra eru velkomnir. Sérstök skemmtun verður fyrir 17 ára og yngri á sania stað á sunnudagskveld- ið. Verður hún með svipuðu sniði að slepptum kvöldmat. Myndabrengl ■ í Tímanum sl. laugardag birtist grein eftir Jónas S. Guðmundsson, frétta- ritara Tímans í Bandaríkjunum, um áhrif Scandinavia Today á hinn venju- lega Bandaríkjamann. Með greininni átti að birtast mynd af greinarhöfundi, en í þess stað birtist mynd af nafna hans Jónasi Guðmundssyni, rithöfundi. Eru þeir beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Á FUNDUM MEÐ ÞEIM PÁLI OG STEINGRÍMI — athugasemd frá Ólafi Ragnari Grfmssyni, þingmanni ■ Léttlyndur blaðamaður á Tímanum skrifar frétt í blaðið í dag, miðvikudag, með fyrirsögninni „Ólafur Ragnar í einkaviðræðum við stjórnarandstöð- una.“ Síðan er því lýst á dramatískan hátt að þessi voðalegi Ólafur Ragnar, sem „er til alls vís“ eins og segir í fréttinni, hafi setið á alls konar umræðufundum með stjórnarandstöð- unni! Blessaður blaðamaðurinn mátti hins vegar ekki vera að því að spyrja mig, svo mikið var írafárið. Það var leitt, því þá hefði ég getað sagt henni að merkasti fundurinn sem ég sat í gær var viðræðufundur formanna Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalagsins og formanna þingflokka þessara flokka, - og hann var meira að segja haldinn á skrifstofu Steingríms!. Og fyrst Tíminn hefur svona gaman af því að segja frá viðræðufundum þingmanna þá er sjálfsagt að geta þess að á þessum fundi okkar fjórmenn- inganna - Steingríms, Páls, Svavars og Ólafs Ragnars - var ákveðið að Steingrímur og Svavar ræddu við Gunnar Thoroddsen næsta dag og skýrðu forsætisráðherra frá sameigin- legri ósk Framsóknarflokksins og Al- þýðubandalagsins um að nú þegar yrði gengið til raunverulegra samninga við stjórnarandstöðuna um hvenær kosning- ar færu fram. Við venjulegar aðstæður hefði ég ekki skýrt frá þessum fundi með Páli og Steingrími, en vegna fréttarinnar í Tímanum er slíkt nauðsynlegt. Þess má geta að við Páll Pétursson áttum langan fund í gær með formönn- um þingflokka stjómarandstöðunnar. Fréttin í Tímanum hefði því frekar átt að heita „Páll og Ólafur Ragnar í viðræðum við stjórnarandstöðuna“. Eða hvers á sómamaðurinn Páll á Höllustöðum að gjalda að Tíminn vill fela hlut hans í viðræðunum? Ég gæti frætt Tímann um fleiri fundi með Framsókn síðustu dagana. Þar ríkti góður samstarfsandi, enda eðlilegt að Framsóknarþingmenn séu hrifnir af viðræðum við stjórnarandstöðuna því það var sjálfur formaður Framsóknar- flokksins sem í síðustu viku var upphafsmaður að viðræðum við stjórn- arandstöðuna um kosningar innan sex mánaða. Og hvar birtist þessi tilkynning um nauðsyn viðræðna við stjórnarand- stöðuna? Jú, á forsíðu Tímans!! Athugasemd frá blaðamanni: ■ Undirrituð ætlar að láta eigið léttlyndi liggja á milli hluta í örfáum svarurðum við athugasemd Olafs Ragn- ars Grímssonar, formanns þingflokks Alþýðubandalagsins, en benda honum á nokkur atriði. Þar er fyrst til að nefna að ÓRG fer í kring um efni fréttaskýringar minnar eins og köttur í kring um heitan graut. Hann forðast að nefna á nafn einkavið- ræður þær sem hann átti við foringja stjómarandstöðunnar um helgina, auk þess sem hann virðist engan greinarmun gera á einkaviðræðum sínum annars vegar og formlegum viðræðum á milli stjórnmálaflokkanna. Þá vill undirrituð bcnda ÓRG á að skrif þau sem hann fettir svo mjög fingur út í í athugasemd sinni, voro birt undir hausnum „fréttaskýring“ en ekki undir hausnum „frétt“ eins og ÓRG nefnir tilskrifln í athugasemd sinni. Þar að auki er ekki úr vegi að benda ÓRG á að Tíminn mun sennilega seint leita til hans þegar fréttamat er annars vegar, og því verður það að skoðast sem fréttamat ÓRG, en ekki Tímans, þegar hann nefnir fund sinn með formönnum Alþýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins, ásamt formanni þingflokks Framsóknarflokksins „merkasta fund- inn“ sem hann sat á þriðjudag. Það voro ekki fundir ÓRG á þriðjudag sem voro til umræðu í áðurnefndri fréttaskýringu, heldur einkafundir hans með stjórnar- andstööunni um sl. helgi. Agnes Bragadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.