Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 Útgefandi: Framsóknartlokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelöslustjórl: Siguróur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarlnn hórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaóur Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, BJarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Eirfksson, Frl&rlk Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttir, Sigur&ur Helgasoa(fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstclknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Gu&Jón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Kristfn , Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setning: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Þyngsti bagginn ■ Ef bornir væru saman reikningar íslenzkra fyrirtækja, t.d. í sjávarútvegi, og hliðstæðrafyrirtækja í nágrannalöndunum, myndi fljótt koma í ljós, að einn kostnaðarliðurinn væri langsamlega mestur hér. Það er fjármagnskostnaðurinn. Vextir eru langtum hærri hér en í nokkru nálægu landi. Sennilega myndi það einnig koma í ljós, að launakostnaður íslenzkra fyrirtækja væri sízt hærri en hinna erlendu fyrirtækja. Lakari staða íslenzkra fyrirtækja myndi miklu fremur stafa af fjármagns- kostnaðinum en launakostnaðinum. En það eru ekki aðeins atvinnurekendur, sem hata þessa sögu að segja. Þetta gildir ekki síður um einstaklinga, sem hafa ráðizt í eða eru að ráðast í að eignast þak yfir höfuðið. Þurfi þeir að taka lán vegna þessara framkvæmda að einhverju ráði, reynist vaxtakostnaðurinn þeim fljótt ofvaxinn. Tvímælalaust er það nú mesta viðfangsefnið í íslenzkum efnahagsmálum að draga úr þessum gífulega kostnaðarlið. En hvernig verður það gert? Því er fljótsvarað, að það má ekki gera á kostnað sparifjáreigenda einhliða, þótt sanngjarnt sé, að þeir taki þátt í því til jafns við aðra að lækka. þennan óeðlilega þungbæra kostnaðar- lið. Það, sem orsakar það, að vextir eru eins háir hér og raun ber vitni, er verðbólgan. Til þess að koma í veg fyrir, að sparifjáreigendur búi við lakari kjör en aðrir, verður að láta innlánsvextina vera í nokkru samræmi við verðbólguna. Frumskilyrði þess, að hægt sé að lækka vextina að ráði, er að draga úr verðbólgunni. Með bráðabirgðalögunum, sem nú liggja fyrir þinginu, er stefnt að því að draga verulega úr hraða verðbólgunnar. Nái þau fram að ganga, spáir Þjóðhagsstofnun, að verðbólgan verði á næsta ári um 40%. Verði frekari ráðstafanir gerðar þá til að draga úr verðbólgunni, mætti vel hugsa sér, að hún væri komin niður í 20% í árslok. Slíkt er þó óhugsanlegt, ef vextirnir haldast óbreyttir og breytast ekki í samræmi við efnahagsaðgerðir, sem gerðar eru til að draga úr veðbólgunni. Annars mun hinn mikli fjármagnskostnaður halda áfram að vera atvinnurekstrinum fjötur um fót. Það er eðlilegt, að bankamenn vilji hafa vextina háa, einkum á tímum, þegar þeim berst takmarkað innlánsfé. En orsök þess, þegar spariféð dregst annað, er oftast röng gengisskráning. Þá hlið þarf ekki síður að athuga en vextina, m.a. með tilliti til of mikils innflutnings og erlendrar skuldasöfnunar. Mbl. og togaramir Morgunblaðið heldur áfram að taka undir þá kenningu, að togaraflotinn sé of stór um nær 40%. Það segir, að þetta sé afleiðing fyrirgreiðslupólitíkur- innar. Fróðlegt væri að fá umsögn þeirra Sjálfstæðisflokks- manna, sem sæti hafa átt í stiórn Fiskveiðasjóðs og Framkvæmdastofnunar. Hafa þeir látið stjórnast af fyrirgreiðslupólitík? Þessar tvær stofnanir hafa lánað mest til togarakaupa. P.P. á vettvangi dagsins Æskilegt ad NATO-ríkin taki upp nánari ef na- hagssamvinnu Rætt vid Ólaf Jóhannesson utanrfkisráðherra um allsherjarþingið og ráðherrafund NATO-ríkja ■ Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra var á ferð í Vesturheimi ekki alls fyrir löngu þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og tók þátt í fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna í Kanada. Ólafur varð við þeim tilmælum Tímans, að segja nokkuð frá för sinni og þeim málefnum sem bar á góma. Allsherjarþingið er orðið með hefð- bundnum svip, sagði Ólafur. Fyrstu dagar þingsins fara í almennar umræður. Þar mæta utanríkisráðherrar velflestra aðildarríkjanna og flytja sín ávörp. í einstaka tilfelli mætir forsætisráðherra, eða annar þjóðarleiðtogi, og flytur ávarp. Þetta eru stundum langar ræður og margar eru auðvitað vel samdar og góðar. Þarna koma fram margs konar skoðanir og menn skiptast náttúrlega í ýmiss konar hópa. Aðildarríkin eru orðin 157 og þarna kemur mislit hjörð. Á fyrstu þrem vikum þingsins, eða svo, er ekki um veruleg nefndarstörf að ræða. Nefndirnar eru settar á laggirnar, formenn kjörnir og talsmenn skipaðir og svo framvegis. Nefndastörfin hefjast fyrir alvöru eftir að almennu umræðun- um lýkur. Ég flutti þarna ávarp í almennu umræðunum og hefur það verið birt hér og ekki ástæða til að fjölyrða um. Það sem kom fram í þessum umræðum, sem mér þótti einna vænst um að heyra, var hj á franska forsætisráð- herranum, þar sem hann lýsti því yfir að Frakkland vildi undirrita hafréttarsátt- málann. Þar með er það tryggt að nokkur ríki Efnahagsbandalagsins muni undirrita sáttmálann. Önnur eru enn óviss, en ef til vill gæti þessi ákvörðun Frakklands komið einhverju róti á það mál. En hafréttarsáttmálinn verður undirritaður, eins og staðið hefur til, í desember n.k. Undirritunin fer fram á Jamaica í stað Venezúela, þar sem gert var ráð fyrir að hún færi fram, en Venezúela er á móti og því þykir ekki rétt að undirritunin fari þar fram. Meirihluti ríkja SÞ mun undirrita hafréttarsáttmálann og kemur hann því í gildi, en auðvitað veikir það raunveru- legt gildi hans ef svo og svo mörg af hinum stærri iðnríkjum taka ekki þátt í samþykkt hans. NATO-rád- herrar á fundi - Það var ákveðið í sumar áður en haldið var til allsherjarþingsins að haldinn yrði sérstakur aukafundur utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Kanada 2. og 3. október. Þangað fór ég, en fundurinn var haldinn í fjallahóteli í Quebec ríki. Þetta var óvenjulegur fundur að formi til. Dagskrá var ekki fyrirfram ákveðin og á fundinn áttu aðeins að mæta ráðherrar sem máttu hafa einn aðstoðarmann hver á sjálfum fundunum, sem héldu áfram yfir matmálstímana. Hluta fundartímans voru ráðherrarnir einir að störfum. Það var dálítii kaldnæðni í því að það var utanríkisráðherra Þýskalands, Gen- scher, sem var aðalhvatamaðurinn að þessum fundi, en þegar að honum kom, var hann farinn frá, og mætti embættis- maður í stað þýska utanríkisráðherrans. Þetta var fróðlegur fundur og gagnleg- ur, og með öðrum brag en þeir fundir Atlantshafsbandalagsins sem ég hef sótt, frjálslegri og menn opnuðu sjálf- sagt sinn hug meira en venja er til á fundum sem þessum, enda engar ályktanir gerðar og engin fréttatilkynn- ing gefin út. Aðeins í jok fundarins hafði kanadíski utanríkisráðherrann viðtal við blaðamenn. Á þessum fundi hitti ég nokkra nýja utanríkisráðherra, sem komið hafa f embætti eftir að sfðasti utanríkisráðherrafundur var haldinn, svo sem utanríkisráðherra Dana. Kana- díski ráðherrann hafði einnig tekið við fyrir þremur vikum, er fundurinn var haldinn. Á fundi þessum var mikið rætt um efnahagsmál. Menn höfðu gert ráð fyrir því að umræðan mundi kannski aðallega snúast um þær mismunandi skoðanir varðandi viðskipti við austrið sem eru á milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja. Það var ekki mikið úr því. Það sem aðallega var lögð áhersla á var að ríkin hefðu samráð í framtíðinni, en það sem búið var að gera lagt til hliðar. Til dæmis var lítið sem ekkert talað um ágreininginn sem upp kom milli Bandaríkjanna og nokkurra Vestur-Evrópuríkja um lagningu gas- leiðslunnar. Það kom fram sá vilji að framvegis menningarmál SYNING GUY FRISK FRÁ ÁLANDSEYJUM NORRÆNA HUSIÐ GUY FRISK Frá Álandseyjum Málverkasýning 2.-17. okt. Opið á venjulegum tíma. Alandseyjar ■ Þótt Álandseyjar hafi komið undan ís um svipað leyti og önnur Skandinavía, hefur þó lengst af verið hljóðara um það land en önnur á Norðurlöndum. Og eiginlega hvergi á það minnst á íslandi, fyrr en á allra síðustu árum, ef frá er talið landfræðistagl, er hljóðarupp á þau sannindi að saumnálar séu búnar til í Newcastle við Tyne og túlipanar séu ræktaðir í Hollandi. Þó með þeirri undantekningu, að aldrei fylgdi það landafræðinni hvað gjört var á þessum 6500 eyjum, er skólayfirvöld töldu að þarna væru í Álandshafi. - Og við vorum í rauninni engu nær um þessar einkenni- legu eyjar, er þvælst höfðu undir Rússum, Svíum og loks Finnum, er fengu umráð yfir eyjunum, eftir að þeir misstu lönd í Kirjálabotnum á hend- urnar á Sovétmönnum, er nú stunda þaðan botnrannsóknir og hafvillur á kafbátum við strendur Svíþjóðar. Og ef til vill sæti enn allt við hið sama, ef norræn samvinna hefði ekki eflst svona mikið á síðustu áratugum. Og eins og svo oft áður, þá er það menningin sem fyrst skýtur rótum. Nokkuð hefur verið þýtt af bókum, eða rituðu máli frá Álandseyjum, yfir á íslensku, og svo hafa verið sýndar myndir og munir, og við erum nú líklega fróðari um þessar eyjar en nokkru sinni fyrr. En ekki veit ég hvers vegna mér hefur ávallt fundist þessum eyjum svo vel lýst í kvæði Karl-Erik Bergmann, en svo þýðir Þóroddur Guðmundsson frá Sandi kvæði hans Öldugangsylgja Krapið sig hringar um hólma og sker, hjúpast um kaðla og brýr, það vaggandi sargar við svellhált grjótið og sogast með þangið í stynjandi ylgju. En aðgrunni marinn við mannhæðar stalla þá magnast og vex í norðan gjósti, og fyrir brotsjó við hleinamar hrekjast æ hlífðarlaus rekatré öldunum fyrir aUt upp að fjörunnar hrímuðu hellum, þau hefta sig blýföst við strandarvirkin, unz vorið afhjúpar allt það, sem dylst, en enn þá sjórinn þó freyðir og dunar í sogandi iðum á stað og stund og steypir hettum á fjörugrjótið, sem geymir í hléum hverja flís, svo hrekur úr norðrinu flök með bárum sem vogrek um strandanna klungur og klif. Auðvitað er ekki mikil sveitasæla í þessu Ijóði, eða búsæld, en ekki éru menningartengsiin komin lengra inn á landið en þetta hjá þeim er þetta ritar. Álandseyingar eru enn sæfarar, fyrst og fremst. Guy Frisk Ekki man ég fyrir víst hvenær ég fyrst sá mynd eftir Álendinginn Guy Frisk, enda ekki málið, heldur hitt að nú er hann kominn með stóra sýningu til íslands, í Norræna-húsið, eða alls 94 verk. Vatnslitamyndir, olíuverk og verk unnin með blandaðri tækni. . Guy Frisk (f. 1934) er maður með langan listferil að baki, eða a.m.k. þrjá áratugi, þar af nær áratug á gjörgæslu í frægum myndlistarskólum. Hefur síðan starfað sjálfstætt, sem málari og graf- íker, og hefur m.a. skreytt opinberar byggingar, og verk hans er að finna í frægum söfnum. Þá hefur hann hlotið margskonar frama annan. Það er sannarlega fróðlegt að sjá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.