Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 9
Sameinuðu þjóðanna séu orðin úrelt og valdi ekki því hlutverki sem vonast var til. Hver er þín skoðun á því máli? Eru samtökin úrelt og gagnslaus? - Ég held nú ekki. Þau hafa breyst mjög frá því sem upphaflega var, og breyst frá þeim hugmyndum sem menn gerðu sér um þau og skila nú ekki þeim árangri sem menn vonuðust til. En ég álít samt að það sé ákaflega mikilsvert að hafa þennan vettvang, þar sem allir geta komið og lýst skoðunum sínum og skipst á skoðunum. Ég er ákaflega andvígur þeim hugmyndum, sem ein- staka sinnum koma fram, að útskúfa einu ríki eða öðru úr samtökunum. Það er ekki leiðin til þess að leysa vanda. Þáð er miklu fremur ástæða til að halda sem flestum innan veggja þessara samtaka og fjalla um málin þar. Það var auðvitað aldrei gert ráð fyrir því að allsherj arþingið yrði sérstök valdastofnun, sem gæti gefið út fyrir- skipanir. Það er Öryggisráðið aftur á möti, en það má segja að þar hafi það líka hent og var vikið að því af mörgum á allsherjarþinginu núna, að ríki vilji ekki hlíta þeim ákvörðunum sem þar hafa verið teknar, sem eiga þó að vera skuldbindandi, og ríki sem ekki gera það, standa ekki við sínar alþjóðlegu skuldbindingar. Það hefur aldrei komist neitt á fast með að SÞ kæmu sér upp föstu lögregluliði eða herliði, sem gert var ráð fyrir í upphafi, en auðvitað hefur í mörgum tilvikum Öryggisráðið gripið inn í deilur og sent gæslusveitir þar sem upp úr sýður. Þá eru það hin einstöku ríki sem leggja þær til. Nýr framkvæmdastjóri er nú tekinn við embætti hjá SÞ. Mér sýnist hann fylgja fram stefnu síns forvera, og ekki vera neinar stórbreytingar í vændum. Nýi framkvæmdastjórinn hefur þegar lagt á sig allmikil ferðalög og heimsótt margar aðildarþjóðir. Til stendur að hann heimsæki Norðurlöndin í vor, sennilega í apríl, og mun hann þá væntanlega koma til íslands. í sambandi við ummæli Ólafs um efnahagssamvinnu NATO-ríkjanna og deilumál sem upp hafa komið vegna gasleiðslunnar miklu og viðskipta við Sovétríkin má geta þess, að nú hefur Bandaríkjaforseti dregið mjög í land varðandi þvingunarráðstafanir gegn fyrir tækjum sem selja tæknibúnað til framkvæmdanna og hefur jafnframt leyft að þrefalt meira korn verði selt til Sovétríkjanna frá Bandaríkjunum en áður var ákveðið. OÓ ■ Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra. þyrftu aðildarríkin að líta meira til efnahagsmála, en til þessa, og hafa þau mál meira í huga bæði innbyrðis milli aðildarríkjanna og einnig að líta til annarra ríkja í því sambandi. Það má segja að áhersla hafi verið lögð á að í framtíðinni verði komið í veg fyrir að ágreiningur skapist milli NATO- ríkja áþekkur þeim sem orðið hefur vegna gasleiðslunnar. Svo var auðvitað rætt um hernaðar- málin og allir voru á einu máli um að hafa varnir styrkar. Rætt var um afvopnunarviðræðurnar og sumir lögðu mikla áherslu á Madrid-ráðstefnuna og aðrar afvopnunarráðstefnur, að kostað yrði kapps um að ná árangri á þeim. -1 ræðu á allsherjarþinginu lagðir þú mikla áherslu á takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Virðist þér að aðrir utanríkisráðherrar NATO-ríkja séu svipaðrar skoðunar? - Já, þeir eru það tvímælalaust. Það voru til dæmis margir fleiri en ég sem lögðu mikla áherslu á Madrid-ráðstefn- una, að það yrði góður árangur af henni. Það kom fram hjá þeim ráðherrum, sem eru frá þeim löndum þar sem gert er ráð fyrir að setja upp þessar umdeildu eldflaugar, að það væri ótti hjá fólki sem væri ekki hægt að virða að vettugi. A fundinum var einnig rætt um hermdarverkamenn og að Nato-ríkin þyrftu að efla samvinnu sín á milli til að reyna að verjast þeim ósköpum. - A þeim tíma sem þú dvaldir vestra voru miklar sviptingar í Líbanon. Voru þau mál mikið rædd? - A Nato-fundinum var það ekki mikið rætt, en þeim mun meira á allsherjarþinginu. En það er svo yfir- gnæfandi álit í heiminum að fsrael hafi farið þar út fyrir öll takmörk að ekki er um deilumál að ræða. Mikilsverður vettvangur - Þær raddir heyrast nú oft að samtök þessa álensku sýningu, ef þannig má orða það, þótt meira fari fyrir öðru en öldugagni og öðrum barningi við hafið, en lýrikk skóganna og í lygnum tjörnum. Guy Frisk sameinar húsaga listaskól- anna og það frjálslyndi er ríkir á Vesturlöndum í myndlist. Myndlist hans sveiflast milli skáldskapar og frásagnar. Og sameinar þessi tvö viðhorf í flestum myndunum. Hann ræður yfir góðri tækni og hófsamur verður hann að teljast í litavali. Innihald er ást á landinu og kyrrlátri fegurð. Þá eru mannamyndir Guy Frisk áhugaverðar. Vil ég nefna verk eins og Harald Lindberg (70), Litli harð- stjórinn (71) og myndina Stúlka á grænu sviði (72). Þar sameinast hinir miklu hæfileikar Guy Frisk og hann er frjáls maður í þeim myndum. Þá er sömu sögu að segja af smámyndum af honum sjálfum, norskum fiskimanni og af börnum grannans. Yfirleitt er aðferð Guy Frisk ljóðræn, en þolgæði grafíkersins heldur öllu þó í skefjum. Þetta er sýning, sem listvinir verða endilega að sjá. gróður og gardar ■ Risamalurt (stór skúfur) og regnfang. 11/10 1982 TVÆR GAML- AR LÆKN- INGAJURTIR ■ Sunnan undir Atvinnudeild Há- skólans, nærri dyrum, vex stórvaxinn gráleitur jurtabrúskur 130-150 cm hár. Þessi sérkennilega tegund hefur haldist þarna, og breiðst ögn út með rótarsprotum, síðan um 1940, en þá gróðursetti undirritaður hana þarna, fengna úr garði Hakelar í Blátúni, konu Jóns Þorleifssonar málara. Rakel ræktaði margt í garði sínum m.a. spunahör, sem hún vann og óf úr í tilraunaskyni. Ekki er fullvíst, hvaða jurtategund þetta er, en þó áreiðanlega af malurtarkvísl (Artemisia). Hef ég kallað hana risamalurt. Hún er greinótt ofan til og ber síðsumars fjölda smárra, ljósgráleitra blóm- karfa og er þá hin þekkilegasta, og ilmar þægilega. Stönglarnir tréna þegar líður á sumarið, verða harðir en þó sveigjanlegir, og standa allan veturinn. Én blöð og blóm visna. Blöðin eru græn að ofan, en gráleit og hærð að neðan. Þær malurtir, sem hún líkist mest, vaxa villtar í Rússlandi og N-Kína. Til er algeng villt malurt á Norðurlöndum, grá og loðin. Skyld er kryddjurtin Estragon (ediksjurt). Ýmsar malurtir eru ræktaðar til skrauts og ein var fyrrum oft látin í öl og gefur því beiskt bragð, en hollusta þótti að. Orðtæk- ið danska að „láta malurt í bikar- inn“, merkir að valda óþægindum. Á mynd, sem Ijósmyndari Tímans tók, heldur undirritaður á risamal- urtarvendi miklum, og grannvöxnu aflöguðu regnfangi, öðru nafni reina- fána. Kegnfang er einhver harðgerðasta erlend skrautjurt, sem hér er ræktuð, helst t.d. áratugum saman í görðum eyðibýla, alveg óhirt. Myndar all- stóra fagurgræna brúska, bæði aðal- tegund, sem hér er sýnd, og fíngerðara afbrigði með fallega hrokkin blöð. Blómgast síðsumars og ber litlar, gular blómkörfur nokkrar saman í sveip á stöngul- enda. Blómskúfurinn góður til þurrkunar. Þægilegan, sterkan ilm leggur af regnfangi. Þótti það því gott til ilmbætis í húsum inni, og í slavneskum löndum notuðu stúlkur það fyrrum til að anga vel og ganga betur í augu karlmanna! Regnfang hefur verið ræktað á Norðurlöndum og víðar, frá ómuna- tíð sem lækningajurt, einkum te (seyði) af jurtinni, sem drukkið var gegn innyflaormum og meltingar- truflunum manna og dýra. Te af biómunum, blandað hunangi eða sírópi stundum gefið börnuin gegn ormakvillum. En oftar var mönnum, kálfum, hestum o.fl. gefið te af jurtinni allri. Brennivín og öl stöku sinnum kryddað með regnfangi. Jurtin var og stundum soðin með mjöli og grauturinn lagður við bólgu. Algengt var fyrrum að leggja regnfang í fatakistu og dýnur í rúmum, bæði vegna ilmsins og til að fæla frá flær, lýs, mölflugur og veggjalýs. Ekki er þó hættulaust að drekka mikið te af regnfangi. í óstöðugri olíu sem kryddilminum veldur, er dálítið af eitruðu efni, er thujan heitir. Sagt var frá malurt hér að framan. Ein tegundin „garðamalurt“ (A. abxinthium), grá og stórvaxin er fræg frá fornu fari. Te af henni drukkið gegn magakvillum og ormum. Þótti malurtarbitter uppfrískandi og draga úr „timburmönnum". Franska vínið absint er kennt við jurtina, en í henni er varasama efnið thujan eins og í regnfangi. Ingólfur Davíðsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.