Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982 Yfirburdir vestu rbæinga ■ ÍR-ingar bættu við sjöunda tapinu í 1. deildarkeppninni í handknattleik, er þeir mættu KR í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Einungis í byrjun virtist líf í ÍR-ingum, sem þá náðu tveggja marka forystu. Þá tóku KR-ingar sig til í andlitinu og náðu fljótlega yfirburðar forystu og var staðan orðin 14-8 í hálfleik. KR-ingar voru búnir að skora sex mörk í síðari hálfleik þegar ÍR-ingar komust á blað og var þá gamla kempan Þórarinn Tyrfingsson að verki. Loka- tölur urðu 30-15 fyrir KR. Kambabod- hlaupið á sunnudaginn ■ Á sunnudaginn kemur, þann 24. október fer fram Kambaboðhlaup ÍR og HSK en þetta boðhlaup er nú orðið að árvissum atburði í íþróttalífinu. Hefst boðhlaupið á Kambabrún kl.12 á hádegi. í hverri boðhlaupssveit verða fjórir hlauparar og hleypur hver þeirra 10 kílómetra. Hlaupinu lýkur við ÍR húsið við Túngötu. Þátttaka tilkynnist til Guðmundar Þórarinssonar, ÍR og eru keppendur áminntir um að mæta tímanlega. -AB Eins og tölurnar segja til um, voru yfirburðir vesturbæinga miklir, en mest áberandi var Daninn Anders Dahl Nielsen hann skoraði 11 mörk. KR-ing- ar eru nú í þriðja sæti í fyrstu deild, með 10 stig eftir sjö leiki. Víkingur og FH-ingar eru einnig með 10 stig en leik færra. ÍR-ingar virðast vera algjöru sérplani í 1. deild og eiga líklega ekki eftir að vinna mörg stig í 1. deild á þessu keppnistímabili. Skástir í liði ÍR voru í gærkvöldi þeir Björn Björnsson og Guðjón Marteinsson. Mörk ÍR-inga skoruðu, Björn Björns- son 5, Guðjón Marteinsson 4, Þórarinn Tyrfingsson 3, Andrés Gunnlaugsson 1, Einar Valdimarsson 1, og Halldór Halldórsson 1. Mörk KR-inga skoruðu, Anders Dahl 11, Jóhannes Stefánsson 5, Haukur Geirmundsson 3, Stefán Halldórsson 3, Guðmundur Albertsson 3, Gunnar Gíslason 2, Ragnar Hermannsson 1, Alfreð Gíslason 1 og Haukur Ottesen 1 mark. Dómarar voru Rögnvaldur Tómasson og Gunnar Steingrímsson;. Einum leikmanni var vikið af leikvelli, Jens Einarssyni markverði KR, sem fékk að hvíla í tvær mínútur. BH ■ Anders Dahl átti góðan leik gegn IR í gærkvöldi. Simonsen á fullri ferð. Fyrsti leikur Simonsen med Charlton á laugardag „Höfdum ekkert að segja í Russa” Segir Geir Hallsteinsson, þjálfari F.H. eftir keppnisför F.H.-inga til Sovét. Tíminn ræddi við Geir í Kaupmannahöfn í gær ■ Danski framherjinn, AUan Simon- sen sem er bæði knár og smár mun leika sinn fyrsta leik með nýja Uðinu sínu, Charlton, enska liðinu í annarri deild næsta laugardag, og verða mótherjar hans Chelsea. Eins og knattspymuunn- endur vita, hefur Simonsen að undan- fömu verið liðsmaður spænska Uðsins fræga, Barcelona, en Barcelona hefur nú selt hann tU Charlton fyrir Uðlega 2.5 miUjónir íslenskra króna Samningur sá sem Simonsen undirrit- aði við Charlton felur það í sér að hann fær að leika alla landsleiki með Danmörku. Hann mun þó ekki leika með Dönum í næsta landsleik þeirra, sem ■ í gær var dregið í Evrópukeppn- unum í handknattleik. Tvö íslensk félög eru nú eftir og spila í 2. umferð. fslandsmeistarar Víkings fengu Dukla Pragh en Bikarmeistarar KR, sem nú spila í fyrsta skipti í Evrópukeppni, fengu júgóslavnesku bikarmeistaranna verður gegn Tékkum þann 27. þessa mánaðar, því hann leikur með Charlton á heimavelli gegn Luton deginum áður, í svokallaðri ,,Mjólkurkeppni“ (Milk Cup) en Charlton tapaði fyrr í leiknum gegn Luton með þrem'ur mörkum gegn engu. Þó að Simonsen hafi enn ekki leikið í ensku deildakeppninni, þá fjalla breskir fjölmiðlar mikið um hann þessa dagana og á það jafnt við um blöðin, útvarp og sjónvarp. Hefur honum verið geysilega vel tekið og þá einkum af áhangendum Charltonliðsins. (Þýtt úr Ekstrabladet, 19.okt.) RK Zeleneznicar frá borginni Nis sem er við landamæri Júgóslavíu og Búlga- ríu. Það má því með sanni segja að íslensku félögin hafi verið frekar óheppin. Dýr ferðalög framundan hjá báðum félögunum. BH ■ „Það sem kom okkur einna mest á óvart í þessari keppnisför okkar til Rússlands var hversu vel var á móti okkur tekið og það hve maturinn var góður,“ sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari F.H. -liðsins í viðtali við Tímann í gær, en Tíminn náði tali af Geir, þar sem hann ásamt F.H.*liðinu bíður í Kaupmannahöfn eftir því að komast til íslands, en liðið er væntanlegt hingað síðdegis í dag. „Það var leiðinlegt að lenda í þessu, að þrír leikmenn okkar skyldu vera rændir og tilraun gerð til þess að ræna tvo aðra,“ sagði Geir, „og það sem gerir þetta enn verra að okkar mati, er það að við erum nokkuð vissir í okkar sök að þetta voru liðsmenn og fylgifiskar Zaporozhje, liðsins sem við kepptum við.“ Geir sagði að 3 leikmenn F.H. hefðu verið rændireftir leikinn og beinlínis allt sem tilheyrði æfingabúningum þeirra hefði verið tekið, svo og gallabuxur. Geir sagði jafnframt að þessi þjófnaður hefði verið kærður og lofað hefði verið að þessum munum yrði komið til skila, en það hefði ekki gerst, enda F.H.-ing- arnir varla átt von á slíku. „Verst að bíða í 20 tima á Moskvuflugvelli“ ”Það sem var þó verst í þessu sambandi," sagði Geir, „var að við vorum látnir bíða í 20 tíma á Moskvuflugvelli, og var því borið við að um vélarbilun væri að ræða. Við erum hins vegar alveg sannfærðir um að þetta þjófnaðarmál var orsökin fyrir því að okkur var haldið svona lengi á vellinum. Það ætlaði raunar allt vitlaust að verða, því þar var danskur hópur sem ætlaði með sömu flugvél og við til Kaupmannahafnar, sem var alveg að springa úr reiði fyrir því að þurfa að bíða svona. En við erum sem betur fer komnir til Kaupmannahafnar og höf- um það bara sæmilegt á kostnað sovéska flugfélagsins.“ „Áttum bara góðan leik“ Eins og greint hefur verið frá sigruðu Sovétmennirnir í síðari leikn- um með 29 mörkum gegn 19, en það segir ekki alla söguna, því staðan í hálfleik var 12-7, og svo um miðjan síðari hálfleik var staðan orðin 14-12 Sovétmönnum í vil, en þá var eins og allt loft væri úr F.H.-ingum, og Sovétmenn sigruðu með 10 marka mun. Aðspurður um það hvernig leikur- inn hefði verið sagði Geir: „Við áttum bara góðan leik. Það háði okkur að vísu að Kristján Arason var meiddur, og því notuðum við hann lítið sem ekkert, nema í vítaköstin, en í heildina var leikurinn af okkar hálfu bara góður. Staðreynd málsins er hins vegar sú, að við sem erum vestanmegin í álfunni eigum ekki lengur neina möguleika í Rússana , við höfum ekkert í þá eða aðrar austantjaldsþjóð- ir að segja. Þær eru orðnar svo miklu betri. Ég get nefnt þér það sem dæmi, að allir leikmenn liðsins sem við kepptum við, Zaporozhje „starfa" hjá sama fyrirtækinu, og það þarf vart að geta þess að í „vinnuna“ koma þeir og fara að vild.“ -AB ■ Geir Hallsteinsson, þjálfari F.H. í handknattleik segir að íslendingar hafi ekki lengur neitt í Austantjaldsþjóðirnar að segja í handknattleik. - AB KR og Víkingur austur fyrir tjald

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.